Morgunblaðið - 05.04.1995, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Anna Jónsdótt-
ir frá Höskulds-
stöðúm í Reykjadal
fæddist á Breiðu-
mýri í Reykjadal
15. janúar 1891.
Hún lést i sjúkra-
húsinu á Húsavík
miðvikudaginn 29.
mars síðastliðinn.
Foreldrar Önnu
voru Jón Olgeirs-
son og Kristin
Kristjánsdóttir og
var hún næstelst
níu systkina. Systk-
inin hafa flest náð
háum aldri. Þijú þeirra eru enn
á lífi, Olgeir, Ðórothea og Sig-
fríður. Arið 1898 settist fjöl-
skyldan að á Höskuldsstöðum.
Þar bjó hún til árs-
ins 1952 er hún
flutti til Akureyrar.
Anna eignaðist
dóttur, Gerði Bene-
diktsdóttur, 20. jan-
úar árið 1920, og
fluttist til hennar
árið 1958. Bjó Gerð-
ur þá á Skútustöð-
um ásamt síðari
manni sínum, Jóni
Þorlákssyni. __ Af-
komendur Önnu
eru átta talsins.
Útför Önnu frá
Höskuldsstöðum
fer fram frá Skútustaðakirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.00.
Á ÁRUM áður, þegar vorið nálgað-
ist, varð okkur ætíð hugsað til
væntanlegrar sumardvalar okkar á
Höskuldsstöðum og eftirvæntingin
magnaðist að hitta aftur góða vini,
sem við vissum að myndu taka á
móti okkur þegar við kæmum einu
sinni enn í sveitina. Það var okkur
mikið lán og dýrmæt lífsreynsla að
fá að vera í sveitinni hjá þeim 01-
geiri, Önnu og Gerði. Við fengum
tækifæri til að kynnast gömlu bað-
stofunni og nýja húsinu, orfinu,
hrífunni og hesta-heyvinnuvélun-
um, gamla tímanum og þeim nýja,
sem var að hefja innreið sína í sveit-
imar.
En það var hlýja viðmótið hjá
heimilisfólkinu, sem var okkur ætíð
efst í huga. Þær mæðgur, Anna og
Gerður, sáu til þess að við fengjum
að njóta þess ríkulega fengs, sem
t
GUÐNI STEINDÓR BJÖRNSSON
skfpstjóri,
Unnarbraut 15,
Seltjarnarnesi,
sem lést 1. apríl, verður jarðsettur frá Seltjarnarnesskirkju fimmtu-
daginn 6. apríl kl. 13.30.
Ólöf Friðriksdóttir.
t
Hálfbróðir okkar,
PÁLL KRISTINN HALLDÓR PÁLSSON,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist 24. mars, verður jarðsunginn frá Landakirkju
fimmtudaginn 6. apríl kl. 16.00.
Þeir, sem vildu minnast hans, góðfúslega láti Hraunbúðir njóta
þess.
Rafn Andreasson,
Karl Valur Andreasson,
Hjörleifur Már Erlendsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts
FRIÐRIKS GÍSLA
DANÍELSSONAR,
Þinghólsbraut 35,
Kópavogi.
Elfsabet Finsen,
Árni Friðriksson, Brynja Á. Sigurðardóttir,
Danfel G. Friðriksson, Brynhildur Flóvenz,
ísleifur Friðriksson, Borghildur Hertervig,
Hannes Friðriksson, Guðrún Eyjólfsdóttir,
Oddur Friöriksson
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ELÍNBORGAR ANDRÉSDÓTTUR,
Hrfsbrú,
Mosfellsbœ.
Útför hinnar látnu fór fram í kyrrþey.
Svava S. Ingimundardóttir, Sigurður Jóhannsson,
Ólafur A. Ingimundarson, Ásgerður Gísladóttir,
Eygerður Ingimundardóttir,
Ólöf J. Ingimundardóttir, Ólafur Leópoldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
-
MINNINGAR
bauðst á Höskuldsstöðum. Við
lærðum að meta kjamgóðan ís-
lenskan sveitamat og eflaust hefur
sá kjarngóði matur átt sinn þátt í
því, að Anna náði svo háum aldri,
sem raun ber vitni. En þar kemur
eflaust líka til hennar látlausi en
staðfasti lífsstíll, sem hún hélt til
hinsta dags.
Það var okkur sérstök ánægja
að fá tækifæri til að hitta Önnu
daginn fyrir síðasta afmælisdaginn
hennar og eiga með henni enn eina
ánægjustund. Þar fengum við enn
eitt tækifæri til að rifja upp með
henni ýmsar gamlar og góðar minn-
ingar og margt af því mundi hún
ennþá betur en við, þó að hún væri
þá að verða 104 ára.
Um leið og við kveðjum þig
hinsta sinni, Anna mín, sendum við
þér, Gerður, og öllum öðrum ætt-
ingjum, samúðarkveðjur, með viss-
unni um að þið getið einnig, um
ókomin ár, yljað ykkur við minning-
arnar af kynnunum við þessa heil-
steyptu og hlýju samferðakonu.
Ingólfur og Stefanía.
Við systkinin á Skútustöðum 3
áttum því láni að fagna að alast
upp með ömmu okkar, Önnu Jóns-
dóttur frá Höskuldsstöðum sem lést
í síðustu viku, 104 ára gömul, eftir
stutta legu. Drengimir þeirra Fríðu
og Láka voru líka svo heppnir að
kynnast ömmu löngu og sakna
hennar ekki síður en við. Litla lang-
ömmustúlkan í Garði, sem fæddist
í nóvember, man kannski lítið eftir
langömmu sinni en þó tókst að
mynda þær saman.
Amma var næstelst tíu systkina.
Systumar voru átta og bræðumir
tveir. Systkinin öll nema Ásgeir,
sem lést ungur, náðu háum aldri
og eru þrjú þeirra enn á lífi, 01-
geir, Sigfríður og Dóra.
Við systkinin lærðum margt af
ömmu okkar og systkinum hennar.
Eitt af okkar helstu tilhlökkunar-
efnum þegar við vorum lítil vom
heimsóknir systra hennar, einkum
þeirra Bínu, Dóm, Ásu og Herm-
ínu. í minningunni komu þær á
hverju ári og dvöldu minnst viku
og skröfuðu allan daginn. Systurnar
sýndu hver annarri mikla ástúð og
einhvern veginn tók maður þessari
samstöðu systranna sem slíkum
sjálfsögðum hlut að maður hugsaði
ekki út í að einhveijar undantekn-
ingar kynnu að verá frá slíkri sam-
stöðu meðal systkina. Og ekki er
það þeim systmm að kenna ef ég
og systkini mín emm einhvem tíma
umtalsill um náungann.
Stundum dvöldum við systkinin
líka hjá systkinum ömmu eða börn-
um þeirra; t.d. var ég þijú vor á
Húsavífy hjá Bínu til að læra að
synda. Ég hygg að ég hafi lært
ýmislegt fleira en að synda í þau
skipti.
Ámma bjó í Mývatnssveit í meira
en 36 ár, en hún var allan tímann
Reykdælingur og þóttist t.d. aldrei
hafa lært að þekkja áttirnar í Mý-
vatnssveit. Sveitarstjómin í Skútu-
staðahreppi heiðraði hana með heið-
ursborgaratitli er hún varð 100 ára
fyrir rúmum fjórum ámm. Ég veit
ekki hvort hún fór að líta á sig sem
meiri Mývetning eftir það.
Amma hélt nokkuð góðri heilsu
þar til allra síðustu mánuðina og
fullri andlegri reisn. Það var lær-
dómsríkt að fylgjast með þeim aga
sem hún beitti sjálfa sig þegar hún
fann að líkamsþróttur til ýmissa
verka þvarr. Þá hætti hún einfald-
lega að reyna að vinna það verk
sem hún treysti sér ekki til að vinna.
Eitt þessara verka var að hella upp
á kaffí með hraðsuðukatli. Þegar
hún treysti sér ekki lengur til þess
að halda á katlinum, þá var leyft
að kaffívél kæmi á heimilið! (Kaffí-
vélinni var reyndar útskúfað síðar
enda stóðst kaffíð ekki saman-
burð.) Margir sem yngri em og
ætla sér hluti sem þeir ráða ekki
við, líkamlega eða andlega, gætu
lært af henni aga og festu.
Flestir ættingjar mínir trúa á
einhvers konar framhaldslíf enda
þótt ég viti lítið um hveiju amma
trúði í því efni. Litlu drengimir í
Garði vita að amma langa fór að
hitta ömmu Siggu og ömmu Binu
og fleiri ömmur og ömmusystur sem
hafa dáið á síðustu ámm. Slík trú
er þeim mikils virði. Sjálfur trúi ég
því að sá fjársjóður af lærdómi og
aga, sem amma skildi eftir, sé mitt
að halda áfram að læra af og
styrkja mig í lífinu.
Ingólfur Ásgeir.
Ingibjörg
Emma Emiiía
Indriðadóttir var
fædd á Breiðaból-
stað I Vatnsdal í
A- Húnavatnssýslu
3. ágúst 1910. Hún
lést á iyúkrunar-
heimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
25. mars síðastlið-
inn. Foreldrar
Ingibjargar voru
Indriði Jósefsson
verkamaður á
Blönduósi og kona
hans Margrét Frið-
riksdóttir. Systkini Ingibjarg-
ar voru Jósef Jón verkamaður
á Blönduósi, Kristín húsfreyja
á Skagaströnd, Sigríður
sjúkrahússtarfsmaður á
Blönduósi og Friðrik Gunnar
húsvörður á Blönduósi. Þau
eru öll látin. Ingibjörg giftist
3. júní 1937 Þorláki Björnssyni
bónda í Eyjarhólum. Þorlákur
var sonur Björns Einars Þor-
lákssonar bónda og hrepp-
stjóra á Varmá í Mosfellssveit
og Önnu Jónsdóttur Hjörleifs-
sonar bónda í Eystri-Skógum
undir Eyjafjöllum. Þorlákur
lést 14. nóvember 1987. Börn
Ingibjargar og Þorláks voru
átta, auk þess ólu þau upp son
Ingibjargar. - Þau eru: Gunnar
Sævar Gunnarsson, látinn
1970, Anna Margrét, búsett á
Selfossi, Björn Einar, látinn
1994, Indriði Haukur, búsettur
í Reykjavík, Guðrún Steina,
búsett á Selfossi, Þórólfur, lát-
inn 1973, Ingólfur Helgi, bú-
settur á Selfossi, Nanna, bú-
sett á Selfossi, og Þórarinn,
búsettur í Álftagróf í Mýrdal.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal
í dag.
INGIBJÖRG var fædd á Breiðaból-
stað í Vatnsdal. Hún fluttist ung
með foreldrum sínum að Blönduósi
þar sem hún ólst upp ásamt fjórum
systkinum sínum. Um tvítugt fór
Ingibjörg til starfa í Reykjavík og
síðar austur í Mýrdal þar sem hún
giftist Þorláki Bjömssyní, bónda í
Eyjarhólum, 1937. Ingibjörg og
Þorlákur bjuggu í Eyj-
arhólum þar til 1974
að þau létu búið í
hendur Bjöms sonar
síns. Fluttust þau þá
að Selfossi þar sem
þau áttu heima að
Heiðarvegi 10. Þor-
lákur lést 1987. Síð-
ustu árin eftir að
heilsan hafði bilað var
Ingibjörg á hjúkrun-
arheimilinu Ljósheim-
um á Selfossi þar sem
hún naut góðrar
umönnunar og hlýju
góðs starfsfólks.
Ingibjörg og Þorlákur eignuðust
átta böm, sem em öll á lífi nema
tveir synir. Auk þess ólu þau upp
son Ingibjargar, sem látinn er fyr-
ir allmörgum áram. Afkomendur
þeirra era alls orðnir 46 talsins.
Þar af era 42 á lífí. Það er fyrir
hönd okkar systkinanna, maka
okkar og bama að ég skrifa þessi
fátæklegu orð í minningu hennar.
Búskaparárin í Eyjarhólum vora
ekki auðveld. Það var ekki
áhlaupaverk að ala upp níu böm
og annast stórt heimili við þær
aðstæður, sem vora í þá tíð. Þótt
íbúðarhúsið hafi verið byggt á
fyrstu hjúskaparáram pabba og
mömmu var ekki mikið pláss fyrir
þann barnafjölda, sem brátt fyllti
það. En auk okkar systkinanna
vora oft á bænum unglingar sem
komið var í sveit. Komu sumir
þeirra ár eftir ár og héldu tryggð
við mömmu lengi eftir það. Þæg-
indi voru lítil, ekki rafmagn eða
rennandi vatn. Bera þurfti kol í
hús til upphitunar og matseldar
og sækja varð vatn í brann til
neyslu og þvotta. Þau voru ófá
sporin hennar mömmu, sem fóra
í slíka aðdrætti einkum áður en
elstu bömin komust svo á legg að
þau gætu létt nokkuð undir.
Ómæld var sú vinna sem þurfti til
að fæða og klæða þennan stóra
bamahóp. Aðstæður og efni leyfðu
ekki annað en að klæðnaður væri
heimaunninn eins og kostur var.
Þær stundir sem ekki fóra í að
sinna daglegum húsverkum vora
notaðar til sauma og pijóna. Þær
flfkur sem við systkinin klæddust
fram til unglingsára höfðu flestar
orðið til í höndum móður okkar
að öllu eða einhveiju leyti og marg-
ar eru þær orðnar pijónapeysurnar
frá ömmu, sem yljað hafa og glatt
böm okkar.
Við þessar aðstæður varð starfs-
vettvangur mömmu fyrst og
fremst við heimilið, uppeldi og
umönnun barnanna. Lítill tími var
aflögu fyrir hana til að sinna úti-
verkum þó hún sýndi það fyrstu
búskaparárin að hún væri vel lið-
tæk til þeirra. Stundir til að sinna
hugðarefnum vora ekki margar.
Þær sem gáfust vora notaðar til
að hlúa að gróðri og rækta blóm.
Mamma hafði mikið yndi af blóm-
um og döfnuðu þau í umsjá hennar
og var eins og hún skynjaði með
undraverðum hætti hvers hvert og
eitt þeirra þarfnaðist til vaxtar og
viðgangs. Auk blóma vora ljóð
henni hugleikin. Hún hafði dálæti
á Ijóðum Davíðs Stefánssonar en
að öðra leyti var kveðskapur og
kvæðagerð hugðarefni hennar eins
og fleiri ættingja hennar, sem
margir vora virkir í kvæðamanna-
félaginu Iðunni. Hún mun eins og
sumir þeirra hafa átt létt með að
binda orð sín í ljóðstafí þótt hún
flíkaði því ekki en kunni mikið af
vísum og kveðlingum, sem við
bömin fengum notið þótt flest sé
það nú gleymt.
Mamma var ekki mannblendin
og átti ekki stóran hóp vina eða
kunningja en þau vináttubönd sem
hún batt vora traust. Hún var dul
í skapi og flíkaði lítt tilfinningum
sínum en vinátta hennar og hlýja
gagnvart þeim sem hún hleypti
nærri sér var einlæg og eðlislæg.
Þeirra eiginleika nutu ekki síst
tengdasynir hennar og tengdadæt-
ur, sem bundust henni einlægum
vináttuböndum og hin mörgu
barnabörn hennar sem vora ætið
aufúsugestir hennar fyrst í sveit-
inni og síðar á Heiðarvegi 10 á
Selfossi. Þar hafði hún eignast
samastað þar sem hún gat sinnt
blómunum sínum innan dyra og
utan og þar áttu bamabömin at-
hvarf sem aldrei var lokað og þar
var alltaf skilning að finna. Öll
minnumst við með þakklæti jóla-
boðanna sem hún hélt á jóladag
ár hvert eftir að hún fluttist að
Selfossi og svo lengi sem heilsa
hennar leyfði. Það var kappsmál
okkar allra, bama sem fullorðinna,
að komast í þetta jólaboð.
Að leiðarlokum kveðjum við
góða móður og einlægan vin og
þökkum henni samfylgdina.
Indriði H. Þorláksson.
INGIBJÖRG E. E.
INDRIÐADÓTTIR