Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1
Ptnr^Min&Ito&i^ AÐSENDAR GREINAR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1995 BLAÐ Aðgerðir gegn of- beldi og glæpum Viktor B. Kjartansson AUKIÐ ofbeldi í þjóðfélaginu er staðreynd, um það vitna fjölmiðlar á degi hverjum. Það verður að grípa til aðgerða áður en ástandið verður óviðráðan- legt. Sú þróun sem átt hefur sér stað hlýtur að vekja upp spurn- ingar um hvar vandinn liggi og hvernig taka beri á honum. For- varnarstarf skóla, fræðsluyfir- valda og félagasamtaka hefur hingað til að mestu beinst að áfengis- og vímuefnaneyslu barna og unglinga. Það er orðið tímabært að beita forvörnum á víðtækari hátt þannig að þær taki til flestra þeirra þátta sem ungmenni þurfa að glíma við í þjóðfélaginu. Samstarf um f orvarnir Forvarnarstarf gegn ofbeldi er orðið löngu tímabært. Ef vel á að takast til þarf að leita samstarfs við þá aðila sem áhrif geta haft Forvarnir eru hagkvæmar, segir Viktor B. Kjartansson, því hagfræði þeirra byggist á því að þeir fjármunir sem renna til forvarna í dag skili sér í sparnaði á morgun. og stöðu sinnar vegna ætti að vera skylt að taka á málinu. Er hér ekki aðeins átt við lögreglu og félagsmálayfirvöld heldur einnig skóla og fræðsluyfirvöld, þjóðkirkju, trúfé- lög, meðferðarstofnanir, foreldrasam(;ök, íþrótta og æskulýðsfélög og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Margir þessara aðila starfa þegar að einhvers konar forvörnum en með því að sameina krafta þeirra væri vafalítið hægt að ná mun betri árangri og á víðtækari sviðum. Aukin löggæsla - hert viðurlög Samfara auknu forvarnar- starfi og fræðslu gegn ofbeldi þarf að endurskoða ýmsa þá þætti löggæslunnar og lög- gjafarinnar sem að þessum mál- efnum snúa. Hvað löggæslu varðar má t.d. leggja meiri áherslu á starfsemi hverfastöðva þar sem nálægð lögreglu og heimila er meiri en ella. Þetta fyrirkomulag hefur þegar sann- að sig. Taka þarf sérstaklega á málefnum ungra afbrotamanna, því þrátt fyrir að margt hafi verið fært til betri vegar í dóms og réttarfars- málum undanfarin ár hefur ekki verið tekið nægilega á málefnum þessa hóps. Endur- skoða þarf löggjöfina þannig að ungir af- brotamenn taki út þá refsingu sem er þeim líkleg til betrunar. Hagkvæmni forvarna Forvarnir eru hagkvæmar því hagfræði þeirra byggist á því að þeir fjármunir sem renna til forvarna í dag geta á morgun spar- að útgjöld til löggæslu, réttarkerfís, félags- legrar þjónustu eða heilbrigðiskerfis. Þrátt fyrir að unnið sé að ýmiskonar forvarnar- starfi hér á landi skortir samhæfingu þeirra aðila sem að málinu koma. Vegna smæðar íslenska þjóðfélagsins ætti að vera hægt að reka hér öflugt forvarnarstarf. Yfirvöld verða að ríða á vaðið með auknum skilningi á mikilvægi forvarna og heimilin í landinu verða að axla þá ábyrgð sem þeim ber því forvarnir hefjast heima. Aðeins þannig verð- ur tekist á við vandamálið og vörn snúið í sókn. Höfundur skipar 6. sætí á iista Sjálfstæðisfíokksins í Reykjaneskjördæmi. Opið bréf til leik- skólakennara LAUGARDAGINN 1. apríl síðastliðinn birtist grein sem for- maður Félags íslenskra leik- skólakennara er skrifaður fyrir. Þar greinir formaðurinn frá helsta baráttumáli stéttarinnar, menntun á háskólastigi. Formaðurinn, Guðrún Alda Harðardóttir, gerir stjórnmála- lega úttekt á viðhorfi stjórn- málaflokka til menntunar leik- skólakennara byggða á svörum sem félag hennar varð sér úti um rétt fyrir kosningar. Þar koma svör frá öllum stjórnmála- flokkum nema Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Staðreyndir Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið að undirbúningi rammalöggjafar um kennara- menntun. Þar hefur sú stefnumörkun verið tekin að samræma menntun kennara á for- skóla- og grunnskólastigi í einn háskóla. Alþýðuflokkurinn vill sam- ræma menntun allra kennara, segir Petrína Baldursdóttir, og setja á háskólastig. Alþýðuflokkurinn hefur sem stjórnmála- flokkur tekið af heilhug þátt í undirbúningi um að sameina menntun kennara á háskóla- stig. Það er margt sem mælir með slíkri samein- ingu. Má þar nefna kröfu um samvinnu og samþættingu milli skólastiganna. Síðast en ekki síst tel ég eðlilegt og full rök fyrir samþættingu kennaramenntunar á þessum skólastigum. Leikskólinn er nú viðurkenndur sem fyrsta skólastig barnsins og voru þau lög samþykkt á þessu kjörtímabili. Petrína Baldursdóttir Nokkrar spurningar Hjá mér vakna margar spurn- ingar eftir að hafa lesið grein formanns félags íslenskra leik- skólakennara. Ég velti því fyrir mér hvers vegna hann birtir svör stjórnarandstöðuflokkanna sem birtust í fréttabréfi stéttar- innar í grein undir eigin nafni. Hefði ekki verið eðlilegra að birta þetta sem útdrátt úr frétta- bréfi félagsins? Ýmsar fleiri spurningar vakna hjá mér sem menntuðum leik- skólakennara og alþingismanni, sem á stuttum tíma á Alþingi íslendinga hefur unnið af heilum hug með formanninum að mál- efnum félagsins. Skoðun Alþýðuflokksins í fyrsta lagi tekur Alþýðuflokkurinn fullan þátt í því að samræma alla menntun kenn- ara á landinu og setja á háskólastig. í öðru lagi mælir Alþýðuflokkurinn með stofnun uppeldisháskóla. í þriðja íagi vill Alþýðuflokkurinn taka á skorti leikskólakennara með aukinni áherslu á fjarnám. Fjarnám er réttlætismál sem á að bjóðast sem flestum stéttum þessa þjóð- félags. Niðurstaða mín er þessi. Alþýðuflokkur- inn, sem er eini flokkurinn, að ég best veit, sem hefur menntaðan leikskólakennara í þingflokki sínum, tekur að fullu þátt í fram- þróun leikskólamála og menntun stéttarinn- ar. Þetta er eini flokkurinn sem á möguleika á því að hafa áfram innanborðs leikskóla- kennara í þingflokki sínum. Ég vil biðja leikskólakennara að hugleiða þetta þegar þeir ganga að kjörborðinu 8. apríl næstkomandi. Höfundur eralþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn íReykjaneskjördæmi. Konur til forystu í FYRSTA sinn hefur það gerst á íslandi, að stjórnmála- hreyfing skipuð bæði körlum og konum hefur kosið til for- ystu konur sem formann og varaformann. Jóhanna Sigurð- ardóttir og Svanfríður Jónas- dóttir eru báðar mjög reyndar á vettvangi stjórnmálanna og hafa ekki síst látið sig varða jöfnun á lífskjörum, bættan hag heimilanna og jafnrétti kynj- anna. Ljóst er að endurnýjun með nýju fólki og nýjum áherslum verður fyrst og fremst að flnna í framboði Þjóðvaka í komandi alþingiskosningum. Þessi hreyfing hefur látið sig jafnrétti kynjanna miklu varða, meira en helmingur frambjóðenda í öllum kjördæmum konur og Reykjavík eru 4 konur í 5 efstu sætum listans. Raunhæfur möguleiki er að 5 konur af framboðslistum Þjóðvaka nái kjöri sem þing- menn að loknum næstu kosn- ingum. • Verkin tala hjá Jóhönnu Ástæða er til að nefna nokk- ur dæmi um þau mál sem for- maður Þjóðvaka hefur komið til framkvæmda á nokkrum und- anförnum árum. * Lög um umboðsmann barna * 3 ný vistheimili fyrir börn Lára V. sem höllum fæti standa Júlíusdóttir * Tvöföldun á framlagi til barnaverndarmála enda eru * 50% raunaukning á framlögum til fatl- Þjóðvaka aðra, sem bylt hefur aðbúnaði fatlaðra t.a.m. í barna Þjóðvaki hefur orðið til, segir Lára V. Júlíusdóttir, fyrir frumkvæði margra kvenna. 4.000 félagslegar íbúðir og húsaleigubæt- ur, sem gagnast hafa fyrst og fremst einstæðum mæðrum ög láglaunafólki Lög um starfsmenntun í atvinnulífinu, sem tryggt hafa endurmenntun 12 þús- und manns ekki síst ófaglærðra kvenna og láglaunafólks Námskeið fyrir ófaglært fólk á stofnunum fatlaðra um allt land, sem tryggt hefur þeim launahækkanir Framkvæmdaáætlanir til 4ra ára um jafnrétti kynjanna, sem m.a. felur í sér starfsmat til að stuðla að launajafnrétti, sveigjanlega vinnutíma, samfelldan skóladag og að hlutur kvenna í opinberum nefndum verði ekki undir 30% á árinu 1997 * Jafnréttisáætlanir hjá ríkisstofnunum og könnun á launamismun kynjanna sem nýlega var birt og leiða á til aðgerða til að ná fram launajafnrétti * Ný jafnréttislög, sem skilað hafa veruleg- um árangri í jafnréttisbaráttunni, m.a. að opna konum nýjar leiðir til að ná fram rétti sínum í launa- og réttindamálum * Veruleg framlög til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum og konum * Á annað hundrað milljónir í atvinnuátak kvenna, ekki síst á landsbyggðinni Þjóðvaki hefur orðið til fyrir frumkvæði margra kvenna sem ætla sér að axla ábyrgð í þjóðfélaginu og þora að taka áhættu með ríkisstjórnarþátttöku til að ná árangri, ekki bara fyrir konur og börn heldur til að hefja nýja sókn í atvinnu-, mennta-, jafnréttis- og mannréttindamálum. Markmiðið er að jafna lífskjörin, breyta tekjuskiptingunni fyrir alla þá sem ekkert skjól hafa haft af tilvist fjórflokkakerfisins, sem sífellt bera á borð innhaldslausa kjarajöfnun fyrir lág- launafólkið. Höfundur er 5. maðurá lista Þjóðvaka í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.