Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Hvers vegna viltu deyða börnin, þingmaður? ÞESSI spuming olli mér talsverðu hugar- angri fimmtudags- kvöldið 23. marz, er ég horfði á borgara- fund Stöðvar 2, og heyrði svör þriggja þingmanna. Spurt var hvort ekki mætti stöðva fóstureyðingar af félagslegum ástæð- um, en þið þingmenn sáuð ekki mikla ástæðu til þess. Þing- maður Sjálfstæðis- flokksins, flokks sem hingað til hefur sagst standa fyrir frelsi, sagði að vel hefði tek- ist til við framkvæmd laganna. Já, ef við lesum skýrslu Landlæknis- embættisins frá 1991 sjáum við að býsna vel hefur til tekist. Okkur hefur tekist að fjölga fóstureyðing- um frá árunum 1971 úr 203 í 670 á ári hveiju. Jú, framkvæmd lag- anna hefur skilað árangri. Og Geir H. Haarde segir að vel hafi til tek- ist. Þingmaður kvennalista Kristín Halldórsdóttir taldi það sjálfsagðan rétt hverrar konu að eyða fóstri. Að vísu taldi hún að fræðsluþáttur laganna hefði brugðist að einhveiju leyti. Svar framsóknarkonu fannst mér svo loðið að ég var engu nær um hennar afstöðu. Hvað er eiginlega að gerast' í okkar þjóðfélagi? Veit enginn lengur hvað er rétt og hvað er rangt? Er mannslífið virkilega einskis virði? 1 Fuglinn er þó friðaður yfir varp- tímann, og það er til fólk sem vill vemda hvali, fiskstofna og seli, en hvað með fóstrin? Hvers vegna setjum við lög, sem hvetja móður til að eyða fóstri? Hvers vegna vill móðir eyða fóstri? Og af hveiju er þetta allt svo sjálfsagt í okkar þjóðfélagi? Segir ekki sjálf náttúran okkur að eðli móður sé að annast barn sitt og ala? Jafnvel skepnurnar beij- ast til síðasta blóðdropa til að vernda eigin afkvæmi. En hvað heyrum við; Sjálfsagð- ur réttur hverrar konu að eyða fóstri ... og sú framkvæmd hefur reynst vel í okkar þjóð- félagi. Og þið viljið fá okkar atkvæði til að stjórna þessu landi. Ég segi að sérhvér kristinn maður sem gefur þessari stefnu sitt atkvæði hlýtur að afneita sínum Drottni og frelsara. Ég verð að segja þér lesandi góður, að ég fylltist gremju þarna fyrir framan sjón- varpstækið. Síðan hélt umræðan áfram eins og ekkert hefði í skorist og áfram hljómaði innantómt „heimskulegt“ orðagjálfrið um velferðina. Ég segi „heimskulegt", vegna þess að það fólk sem telur sig geta sest að veisluborði og svelt sín eig- in börn, af því að það vill ekki að Fóstureyðingar eiga ekki rétt á sér, að mati Kristins Asgrímsson- ar, sem hér gagnrýnir löggjöf um þetta efni. ala þau né annast, það fólk er ekki bara heimskt, heldur einnig sið- ferðilega blint. Og um það snýst einmitt þetta mál, „fóstureyðingar af félagsleg- um ástæðum“, það er ekki pláss fyrir mitt eigið afkvæmi við mitt borð. Þetta köllum við félagslegar ástæður. Biblían segir: Þegar óguðlegir drottna, andvarpar þjóðin, en þegar réttlátum íjölgar þá gleðst þjóðin ... ég veit ekki hvað það er sem hljómar í þínum eyrum þessa dag- ana lesandi góður,..., gleðihróp eða andvörp. Eitt af boðorðunum sem ég lærði í kristnifræði hjá biskupn- um okkar var þetta: Þú skalt ekki morð fremja. Kannski þykir það úrelt eins og svo margt annað í „nútímaþjóðfé- lagi“. Mig langar samt enn að vitna í Biblíuna: Sálmur 139:16: Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn. Orðskviðirnir 1.7. Ótti Drottins er upphaf þekkingar... Ef við teljum og játum okkur kristna þjóð, eru þessi vers þá ekki næg ástæða til að fella núverandi fóstureyðingalög úr gildi. Gæti verið að velferðin ykist sjálfkrafa þá með blessun Guðs. Er það ekki einkennilegt að það eru álíka margir einstaklingar sem undirgengust fóstureyðingu á ís- landi og þeir sem bíða eftir glasa- fijóvgun? Er það ekki líka merki- legt að ef þú vilt ættleiða barn á íslandi þá er það barn ófáanlegt. Annars vegar eru fóstureyðingar og hins vegar er barna beðið með óþreyju. Hvar er heilbrigð skynsemi i þessu máli? Og ég spyr: Hvers vegna, þing- maður? Að lokum vil ég segja þetta: Það er ekki sjálfsagður réttur hverrar konu að eyða fóstri. Þó svo að ís- lensk lög leyfi það í dag, þá þurfum við öll dag einn að svara frammi fyrir Honum, sem er íslenskum lög- um æðri. Ef einhver sem les þessar línur hefur lent í þeirri ógæfu að fara í fóstureyðingu, þá vil ég benda þér á orð Guðs í 1. Jóhannesar- bréfi 1.9. Ef vér játum syndir vorar þá er Hann trúr og réttlátur svo Hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Guð er réttlátur Guð, en Hann er einnig miskunnsamur Guð, og sálmur 34.23, segir að: ...enginn sá er leitar hælis hjá honum muni sekur dæmdur. Sjónarmið höfundar er að fóstur sé barn. íslenska þjóð, gerum iðrun og leyfum börnum okkar að lifa. Höfunduv er búsettur í Keflavík. _ Kristinn Asgrímsson Þjóðvaki mun breyta tekju- skiptingunni GENGUR það í siðvæddu samfélagi að hálaunamaðurinn sé einn mánuð að vinna fyrir tveggja ára laun- um láglaunamanns- ins? Nei, hér gilda engar sanngjarnar leikregl- ur, heldur frum- skógarlögmálið, þar sem hinir sterku klifra upp eftir bakinu á þeim veikari og hrifsa til sín alla kökuna nema molana, þannig að láglaunafólkið á ekki fýrir brýnustu nauðþurftum. Síðustu kjarasamningar staðfesta að eina, ferðina enn ber hálaunafólkið meira úr býtum eii láglaunafólkið Við þurfum að hefja til vegs og virðingar, segir Marías Sveins- son, breytt gildismat í þjóðfélaginu. og peningar skattborgaranna not- aðir til að færa þeim betur settu meiri kjarabætur. Jöfnum lífskjörin Mikil misskipting lífskjara í þjóðfélaginu endurspeglast líka í eignaskiptingu. Samkvæmt framtölum sl. árs eru um 9.800 hjón og einstaklingar með að meðaltali nálægt 3 millj- ónum króna í skuldir umfram eign- ir. _ A sama tíma sýna skattframtök- in að nokkur hundruð hjón og ein- staklingar eiga hvert um sig að meðaltali 103 milljónir í eignum um framskuldir. Af því eiga þau um 43 milljónir að meðaltali hvert um sig í skatt- fijálsum peningaleg- um eignum, sem kerf- ið er að velkjast með árum saman hvernig eigi að skattleggja. Við finnum enga peninga til að létta skattbyrðina hjá lág- launafólki, t.d. með hækkun skattfrels- ismarka sem ætti að vera 71 þúsund krónur í stað 57 þúsunda ef þau hefðu haldið í við framfærsluvísitöluna. Síðan vefst það árum saman fyrir kerfinu á tímum tækninnar hvern- ig koma eigi á íjármagnstekju- skatti, á 160 milljarða skattfijálsar peningalegar eignir stóreignafólks. Réttlátt skattakerfi Forgangsverkefni Þjóðvaka, hreyfingar fólksins, verður að koma á slíkum skatti og nýta það íjármagti til að lækka skattbyrði láglaunafólks. Við þurfum nýtt afl í þjóðfélag- inu fyrir fólkið, þar sem gefið verð- ur upp á nýtt, þar sem megin verk- efnið verður að breyta skiptingu þjóðarkökunnar og því siðlausa umhverfi sem hér þrífst víða og ég mun hér gera grein fyrir. Við þurfum að hefja til vegs og virðingar breytt gildismat í þjóðfé- laginu, þar sem ábyrgð og jöfnuður siðvædds samfélags er sett í önd- vegi, þannig að allir geti lifað lífinu með reisn. Við þurfum nýjar leik- reglur, leikreglur siðvædds samfé- lags. Það verður forgangsverkefni Þjóðvaka, hreyfingar fólksins. Höfundur er 18. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík. Marías Sveinsson Öflugri kvennabaráttu með öflugum Kvennalista eftir á? Ætla þær að samþykkja kjaraskerðingar, skattahækkanir og leggja stein í götu kvenna sem vilja mennta sig, rétta þegjandi upp höndina eins og Jóhanna Sigurðar- dóttir gerði og koma svo á eftir og segja: Eg barðist á móti þessu, það voru hinir sem voru svo vondir. Stefna Kvennalistans KONUR hafa verið mjög áberandi í þeirri kosningabaráttu sem nú er að renna sitt skeið á enda, einkum hér á höfuðborgar- svæðinu. Það er mjög ánægjulegt, enda greinilegt að áherslur hafa breyst. Umræðan snýst í ríkara mæli um launakjör kvenna, at- vinnuleysi þeirra, stöðu íjölskyldunnar og menntamálin sem allt brennur á konum. Við hljótum þó að spyija hvort alvara búi að baki þessum skyndi- lega áhuga á kjörum kvenna og hvort líklegt sé að konur fái þann styrk í þingsölum sem nauðsynlegur er til að aðgerðir fylgi í kjölfar yfír- Iýsinganna. Gömlu flokkarnir hafa ráðið hér ríkjum allan lýðveldistím- ann og þeir hafa hvorki sýnt það né sannað að þeir séu vinir kvenna í raun. Miklu frekar horfum við upp á versnandi kjör, vaxandi launamun, versnandi heilsu kvenna og hlutdeild i stjórnkerfinu sem er miklu lakari en gerist í nágrannalöndum okkar. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvar við stæðum ef sókn og vörn Kvennalistans í þágu kvenna hefði ekki komið til. Hver veröur hlutur kvenna? Ef svo heldur fram sem horfir mun hlutfall kvenna standa í stað, jafnvel minnka ef Kvennalistinn heldur ekki sínum hlut. Al- þýðuflokkurinn verður væntanlega áfram með tvær konur í sínu liði. Alþýðubandalagið sem að þessu sinni setur launajafnrétti ofarlega á blað býður aðeins fram tvær konur sem eru í nokkuð öruggum sætum. Þingkonum Fram-- sóknarflokksins ijölgar væntanlega um eina, úr tveimur í þijár og ef að líkum lætur verða Sjálfstæðis- konur áfram fjórar. Þjóðvaki er óskrifað blað, en líklega kemur hann þremur til fjórum konum á þing. Þetta gerir samtals 14-15 konur en þær eru nú 16. Útkoma Kvenna- listans ræður því úrslitum um það hvort hlutur kvenna eykst, eða minnkar, en þessar tölur sýna í hnotskurn hver staða kvenna er í gömlu flokkunum. Það er spurning íslenzk kvennabarátta hefur staðið í 100 ár, segir Kristín Ast- geirsdóttir, sem hvetur til stuðnings við Kvennalistann. um lýðræði og eðlileg vinnubrögð að konur séu álíka margar og karl- ar á Alþingi. Þingið á að endur- spegla þjóðina og þær skoðanir sem þar hrærast og því fögnum við Kvennalistakonur því ef konur sækja í sig veðrið hvar sem það gerist. Það sem skiptir þó mestu máli er hvað þessar konur gera. Beita þær sér i þágu kvenna eða eru þær bundnar á flokksklafa. Ætla þær að bíða eftir hugarfars- breytingunni sem Davíð og Friðrik boða? Ætla þær að bíða eftir því að augu Halldórs opnist fyrir því að sérstakra aðgerða er þörf til að bæta stöðu kvenna? Ætla þær að bíða eftir gildistöku þeirra örfáu til- skipana Evrópusambandsins sem snerta konur? Ætla þær að láta vinnubrögð Ólafs og Svavars yfir sig ganga og biðjast svo afsökunar Það er hins vegar alveg ljóst hvað við Kvennalistakonur ætlum að gera. Við ætlum að setja launamál kvenna á oddinn. Við ætlum að ráð- ast gegn launamisréttinu og viljum hækka lægstu laun. Við viljum að mótuð verði atvinnustefna til langs tíma og að á grundvelli hennar verði unnið að rannsóknum, tilraunum og nýsköpun. Við eigum að byggja á því sem við eigum, jafnframt því að leita nýrra leiða. Við viljum móta mennta- og menningarstefnu og setja aukið fé í skólakerfið sem er grundvöllur þess að atvinnulíf og menningin þróist og dafni. Við vilj- um aðgerðir til að draga úr ofbeldi í samfélaginu, einkum ofbeldi gegn konum og börnum. íslendingar eru langt á eftir öðrum þjóðum við meðferð slíkra mála, hvort sem við lítum á dómskerfið eða aðstoð við fórnarlömbin og gerendurna. Of- beldi er félagslegt vandamál um leið og það er rándýrt heilbrigðis- mál. Við viljum breyta áherslum í heilbrigðismálum og leggja mun meiri áherslu á forvarnir sem er eina leiðin til að draga varanlega úr kostnaði við heilbrigðisþjón- ustuna. Við viljum bæta heilsu kvenna enda gífurlegt hagsmuna- mál þjóðfélagsins ekki síst vegna þess að konur eru meiri hluti aldr- Kristín Astgeirsdóttir aðra og því mjög brýnt að gamlar konur verði við hestaheilsu á kom- andi áratugum. Að lokum er það meginmarkmið Kvennalistans að við lifum í sátt við náttúruna, að við leggjum okkar af mörkum til að draga úr mengun, rányrkju og sóun og skilum af okkur betra, grónara og blómlegra landi. Konur þurfa öfluga málsvara Það hefur aldrei verið jafn brýnt og nú að konur eigi sér öfluga málsvara á Alþingi íslendinga. Við höfum verið að ganga í gegnum miklar þjóðfélagsbreytingar sem gjörbreytt hafa stöðu fjölskyldn- anna og enn meira er framundan. Konur hafa sótt fram á mörgum sviðum, en betur má ef duga skal. Það þarf að standa vörð um áunnin réttindi, jafnframt því að sækja fram. Það þarf að bæta hag barna og huga að einstökum hópum kvenna svo sem fötluðum konum og gömlum konum. Við verðum að rétta hlut okkar á vinnumarkaðnum, en það gerist ekki öðru vísi en með öflugri samstöðu kvenna. Við Kvennalistakonur viljum sjá raun- verulegt kvenfrelsi, þannig að konur geti valið sér sinn lífsfarveg óháð hefðum, venjum ogtregðulögmálum samfélagsins. íslensk kvennabar- átta hefur nú staðið í um það bil 100 ár og hún mun halda áfram. Við höfum hvorki tíma né efni á að bíða eftir hugarfarsbreytingu gömlu flokkanna, hvað þá bakslagi og því er eina svarið öflugur stuðn- ingur við Kvennalistann. Höfundur skipar 1. sæti Kvennalistans í Rcykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.