Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ fFiskverð heima Þorskur Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja B Alls fóru 324,5 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 115,7 tonn á 93,90 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 16,5 tonn á 91,81 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 192,3 tonn á 94,61 kr./kg. Af karfa voru seld 52,6 tonn. í Hafnarfirði á 64,02 kr. (9,11), á Faxagarði á 57,19 kr. (2,61) og á 63,82 kr. (40,91) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 64,1 tonn. í Hafnarfirði á 53,08 kr. (13,31), á Faxagarði á 65,81 kr. (3,61) og á 59,26 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (47,41). Af ýsu voru seld 283,2 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 82,23 kr./kg. Feb. Mars _______ Apffl 8.v l 9.v lio.vlli.ví 1Zv] 13aH u Fiskverð ytra 1 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 241,3 tonnál 50,86 kr./kg. Þar af voru 20,0 tonn af þorski seld á 113,19 kr./kg. Af ýsu voru seld 63,9 tonn á 129,89 kr./kg, 61,8 tonn af kola á 192,87 kr./kg, 16,9 tonn af karfa á 106,89 kr. hvert kíló og 62,1 tonn af grálúðu seldust á 226,86 kr. kílóið. Þorskur «■■■■» Karfi ■«■ Ufsi m—mm Eitt skip seldu afla sinn í Þýskaiandi í síðustu viku. Haukur GK 25 seldi 172,4 tonn á 158,98 kr./kg. Þar af voru 166,6 tonn af karfa á 159,40 kr./kg, en 2,0 tonn af ufsa á 129,15 kr./kg. Síldarvinnslan í Neskaupstað eykur vinnslu á síld og rækju STARFSEMI Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað gekk vel á síðasta ári. Hagnaður varð um 110 milljónir króna, meira en tvöfalt meiri en árið áður og veltan fór í fyrsta sinn yfir þrjá milljarða króna. Þama munar miklu útgerð frystitogarans Blængs, sem gerður er út á rækju og mikil síldarsöltun og síldarfrysting. Heildarafli fyrirtækisins jókst um 9,2% milli ára og gerðu síld og rækja þar gæfumuninn. Saltað var í um 36.000 tunnur af síld í fyrra Heildarafli skipa Síldarvinnsl- unnar hf. var 57.284 tonn árið 1994 en var 52.417 tonn árið áður. Afl- inn jókst því um 4.867 tonn á milli áranna eða um 9,2%. Meiri sfld- og rækjuveiði árið 1994 skýrir þessa aukningu því sfldarafli skipa félags- ins var rúmum 5.000 tonnum meiri árið 1994 en 1993 og rækjuafli 1.200 tonnum meiri. Loðnuaflinn minnkaði hins vegar um rúm 1.500 tonn á milli áranna. Botnfiskaflinn jókst lítillega, úr 6.081 tonni 1993 í 6.227 tonn 1994. Þorskaflinn dróst saman um 861 tonn og ufsa- og ýsuaflinn um tæp 600 tonn. Karfa- aflinn jókst um tæp 1.540 tonn og grálúðuaflinn um 160 tonn. Enn reyndist nauðsynlegt að skerða þorskkvótann á síðasta ári og skýr- ir það samdráttinn í þorskaflanum frá árinu áður. Úthaldsdagar skipa Sfldarvinnsl- unnar voru 748 árið 1994 á bolfísk- veiðum og afli á úthaldsdag var 8,3 tonn, en árið 1993 voru úthaldsdag- amir 637 og afli á úthaldsdag 9,5 tonn. Beitir var meira á bolfískveið- um á síðasta ári en árið á undan og einnig var Blængur gerður út á karfa á meðan skelveiðitímabilið í rækjunni stóð yfír. Treg karfaveiði í Rósagarðinum síðasta sumar er megin orsökin fyrir minni afla á úthaldsdag árið 1994 en árið áður. Þó að afli á úthaldsdag hjá skip- um Síldarvinnslunnar hafi dregist saman hefur aflaverðmæti á út- haldsdag aukist á milli áranna. Framlelðsla Á árinu 1994 voru fryst rúm 5.800 tonn af hráefni í frystihúsi SVN og er það um 740 tonnum meira en árið áður. Samfara síminnkandi þorskkvóta hefur framleiðsla þorskafurða stöð- ugt dregist saman í fyrstihúsi SVN. Árið 1993 var um 45% af öllu hrá- efni sem fór til frystingar í landi þorskur en á síðasta ári var hlut- fall hans rétt um 21%. Vaxandi áhersla hefur verið lögð á að frysta síld, loðnu og loðnuhrogn enda henta þessar tegundir fyrirtækinu vel samhliða annarri vinnslu tengd- um þessum tegundum. Á síðasta ári var mest fryst af síld eða um 32% af öllu hráefni sem fór í húsið. Karfí og grálúða voru nær eingöngu fryst úti á sjó á síðasta ári. Beitir var á frystingu í rúma níu mánuði á síðasta ári og gengu veið- ar hans þokkalega. Hann frysti um 1.570 tonn af hráefni, mest af karfa eða tæp 1.200 tonn. Barði heilfrysti rúm 1.000 tonn af karfa og 160 tonn af grálúðu í fyrra. Einnig frysti hann um 160 tonn af loðnu. Barði fór einn Smugutúr síðasta haust og kom með 100 tonn af saltfíski eftir þá veiðiferð. Samhliða vinnslu um borð ísaði Barði físk og landaði í frysti- hús fyrirtækisins. Blængur var á rækjuveiðum stærstan hluta ársins og var rækju- afli skipsins um 1.500 tonn. Yfír skelveiðitímabilið var Blængur á karfa- og grálúðuveiðum og frysti rúm 300 ionn upp úr sjó. Blængur frysti einnig um 110 tonn af loðnu á síðasta ári. í loðnubræðslu Síldarvinnslunnar voru brædd um 82 þúsund tonn af hráefni en árið áður um 101 þúsund tonn. Langmest var brætt af loðnu eða um 64 þúsund tonn á móti rúm- lega 84 þúsund tonnum árið 1993. Framleiðsla á mjöli nam 14.812 tonnum og lýsi 7.478 tonnum. Árið 1993 voru framleidd 17.771 tonn af mjöli og 12.466 tonn af lýsi. Framleiðslan á lýsi árið 1994 er hlutfallslega enn minni en sem nem- ur minnkun í aflá á milli áranna. Stafar það af verulega minni loðnu- veiði yfír sumar- og haustvertíðina árið 1994 en árið áður. Sfldarvinnslan hefur saltað mest allra af síld á íslandi á undanfömum ámm. Á síðasta ári vom saltaðar 36.435 tunnur, þar af 10.426 tunn- ur af saltsfldarflökum. Á árinu 1993 vom saltaðar 22.580 tunnur og jókst söltun því mikið á milli áranna. Framleiðsla á saltfiski hjá Síldar- vinnslunni jókst einnig veralega. Munar þar mestu um söltun Rússa- físks og afla úr Smugunni, en Bjart- ur fór tvær veiðiferðir þangað og var afli skipsins um 310 tonn. Sölt- uð vom 1.300 tonn af þorski árið 1994 en tæp 500 tonn árið 1993. Heildarframleiðsla Sfldarvinnsl- unnar nam 34 þúsund tonnum árið 1994 á móti tæplega 37 þúsund tonnum árið 1993. Samdrátturinn í framleiðslunni stafar af minni mjöl- og lýsisframleiðslu á árinu. Markaðlr Japan var mikilvægasta mark- aðssvæði Síldarvinnslunnar fyrir frystar afurðir árið 1994. Alls vora flutt út 3.392 tonn af frystum af- urðum til Japans á síðasta ári sem er 56% af heildarmagni og rúm 58% af heildarverðmætum frystra af- urða á því ári. Afurðir frystiskipa Sfldarvinnslunnar fara að stærstum hluta á Japansmarkað og einnig fara fryst loðna og loðnuhrogn á þann markað. Á árinu 1993 vora Bandaríkin mikilvægasta viðskipta- land Sfldarvinnslunnar með um 43% af heildarverðmætum frystra af- urða. Danmörk var mikilvægasti mark- aður síldarvinnslunnar fyrir mjöl, en þangað fóra rúm 29% af fram- leiðslunni. Noregur var hins vegar mikilvægasti markaðurinn fyrir lýsi. Mikilvægustu saltsíldarmarkað- irnir era sem fyrr Norðurlöndin en árið 1994 jókst veralega framleiðsla á heilsaltaðri síld til Rússlands og Eystrasaltsríkj anna. Aflaheimlldlr Sfldarvinnslan hefur eins og önn- ur útgerðarfyrirtæki þurft að sæta mikilli skerðingu á aflaþeimildum á undanförnum árum. Á yfírstand- andi fiskveiðiári er hlutfall þorsks í aflahlutdeild Sfldarvinnslunnar um 17% en fyrir sjö áram var þetta hlutfall yfír 50%. Þessi skerðing hefur bitnað á vinnslu landfrystra afurða hjá fyrirtækinu, en aukin frysting á loðnu, síld og loðnu- hrognum hefur að nokkram hluta vegið hana upp. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum íjárfest töluvert í kvóta og hefur með því móti reynt að verjast sífelldum niðurskurði í þorskkvóta. Á yfírstandandi fískiveiðiári nema botnfískveiðiheimildir Síldar- vinnslunnar 6.036 þorskígildum og heildarfiskveiðiheimildir félagsins um 9.846 þorskígildum. í þessum tölum er hlutur Síldarvinnslunnar í kvóta Útgerðarfélagsins Birtings hf. meðtalinn. Fjárfestlngar Heildarfjárfestingar á árinu 1994 vora tæpar 149 millj. kr. Stærstu fjárfestingar ársins voru í fiskveiði- heimildum fyrir um 31 millj. kr. og í vinnslulínu í Barða NK að upphæð um 30 millj. kr. Aðrar Ijárfestingar eru í ýmsum tækjum og búnaði tengdum skipum að upphæð 34 millj. kr., tækjum og búnaði tengd- um vinnslu í landi að upphæð 40 millj. kr., í fasteignum að upphæð 8.7 millj. kr. og stofnsjóðum og bundnum innstæðum að fjárhæð 19.7 millj. kr. 14 12 10 8 6 4 2 0 milljónir tonna Norsk-íslenski síldarstofninn: Stærð hrygningarstofnsins 1950 til 1994 • .................. fSLAND SUMAR SUMAR VOR 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 BRETLAND: Innflutningur á ferskum fiski jan.-nóv. '93 og ’94 53.877 63.827 tonn frá / 20,0% Öðrum löndum 10,2% Noregi Danmörku 11,7% 15,9% Færeyjum 20,3% \ 17,9% írlandi 45,7% \ 32,3% 1993 1994 ÍSLANDI Bretar flytja meiri fisk inn BRETAR juku innflutning á ísuð- um og kældum fiski á síðasta ári. Fyrstu 11 mánuði ársins nam þessi innflutnignur 63.827 tonn- um, sem 10.000 tonnum minna en árið áður. Athygli vekur að innflutningur frá Islandi dróst saman um 4.000 tonn og varð nú 20.600 tonn. Innflutningur frá Færeyjum fór úr 5.300 tonnum ú 10.100 og Danir juku hlut sinn úr 1.900 tonnum í 5.200. Aðrar þjóðir, sem juku hlut sinn eru Hollendingar og Portúgalir. Inn- flutningur frá Noregi dróst sam- an um tæp 1.000 tonn og sömu sögu er að segja um innflutning frá írlandi. Innflutningur Breta á ísfiski héðan hefur verið að drgast saman nokkur síðustu misseri. Freðfiskur 30,8% BRETLAND: C’Z/?-—/:;5> Innflutningur á freðfíski jan.-nóv. ’93 og ’94 154.298 168.233 tonn . Oðrum löndum Danmörku Færeyjum ÍSLANDI Rússlandi Noregi^@ zzz: 22,1% 11,2% 21,5% 1993 17,2% 18,3% BRETAR juku einnig innflutning á freðfiski þetta tímabil um 14.000 tonn og nam innflutn- ingurinn nú aHs 168.200 tonnum. Hlutur okkar íslendinga fellur úr 34.100 tonnum í 29.000. Norð- menn eru nú með 36.200 tonn, meira en nokkru sinni fyrr og stærstan hlut allra þjóða. Næstir koma Rússar með 30.900 tonn, sem er langleiðina í tvöföldun frá árinu áður. Innflutningur frá Færeyjum og Danmörku dróst hins vegar lítillega saman. Tölu- vert var flutt inn frá Hollandi, Þýzkalandi, Bandarikjuum og Nýja Sjálandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.