Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 Mörg loðnuskip stefna að veiðum í Síldarsmugunni §■■■■■■■■■■■ ALLAR likur eru á því að mörg loðnuskip stundi Vpiriar CXÍPfll ve>ðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum innan lög- v gcCLU. sög^ okkar og í Síldarsmugunni í vor. í þessum hafizt í maí mánuði verður farinn leiðangur á vegum Hafrann- sóknastofnunar á síldarslóðina fyrir Austurlandi og er reiknað með því að nokkur loðnuskip fylgi leiðangursmönnum til að kanna slóðina. Síldin gekk í skamman tíma inn í íslenzku lögsöguna í fyrravor. Annn- ar leiðangur verður svo farinn í Síldarsmuguna í maí og þá meðal annars könnuð útbreiðsla sildarinnar og prufað að veiða hana í flottroll. Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vonar að veiðar íslendinga á norsk- íslenzkri vorgotssíld geti hafizt í Síldarsmugunni í maí-mánuði ofanverðum. Útgerðir nokkurra loðnuskipa hafa þegar lýst yfir áhuga sínum á veiðum í Síldarsmugunni og aðrar bíða átekta. Síldin þar verður væntanlega bæði veidd í nót og flottroll og hafa ein- hverjar útgerðir ákveðið að reyna troll- ið. Búast má við allnokkrum flota skipa á þetta svæði í sumar, en þar er líklegt að einnig fáist makríll og kolmunni. Börkur Nk fékk 3.000 tonn af síld á þessum slóðum í fyrra. Síldin innan lögsögu okkar í lok maí í fyrra Jakob Jakobsson segir, að fyrsti könnunarleiðangurinn í Síldarsmug- una á vegum Hafrannsóknastofnunar verði farinn 10. maí en á liðnu ári fannst sfldin við austurmörk islensku lögsögunnar í lok þess mánaðar. Jakob minnir hins vegar á, að síldin hafí staldrað stutt við innan íslenzkrar landhelgi þá og verið komin norður undir Jan Mayen um miðjan júní. „Maður veit hins vegar ekki hvernig þetta verður núna.“ Rússar og Norömenn einir um hituna til þessa Jakob segir að Rússar séu eina þjóð- in sem Norðmenn hafi veitt leyfi til að stunda veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum á þessu ári. Þjóðir á borð við íslendinga og Færeyinga, sem eigi hlut að máli, hafi hins vegar ekki verið hafðar með í ráðum við úthlutun kvótans. Hann segir að þessir aðilar verði því að bíða átekta uns síldin sé komin út úr norskri lögsögu. „Ætli það veiði ekki hver sem betur getur þegar þar að kemur.“ Hrygnlngarstofnlnn stækkar Gerð var úttekt á norsk-íslenzka vorgotssíldarstofninum síðastliðið haust á vegum Alþjóða hafrannsókna- ráðsins og þá var talið að hrygningar- stofninn væri um 2,4 milljónir tonna. Samkvæmt úttektinni virðist árgang- urinn frá 1992 vera nokkuð stór en Jakob segir að hann muni koma inn í veiðistofninn á næstu tveimur árum. Hrygningarstofninn gæti því orðið sex milljón tonn árið 1997 sem þýði að aflinn gæti orðið á bilinu 600.000 - 800.000 tonn eftir tvö til þijú ár. Samhæfa leit Jóhann A. Jónsson, útgerðarmaður á Þórshöfn, er einn þeirra, sem ætlar að senda skip í síldina nú í Apríl. Það er Júpíter ÞH. Jóhann segir að allt útlit sé fyrir að um 10 skip fylgi leið- angursmönnum nú í apríl og samhæfi leitina. „Síldin kom inn í íslenzku lög- söguna í maílok í fyrra. Það er full ástæða til að ætla að hún verði veiðan- leg mun fyrr sé farið á móti henni út í Síldarsmuguna. Þama eru miklir möguleikar, sem okkur ber að nýta,“ segir Jóhann A. Jónsson. FÓLK Styttist í 50 ára afmæli ÚA ■ VEGLEG afmælisveizla er framundan hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og starfsfólki þess. Þann 26. maí næstkom- andi er hálf öld liðin frá stofnun ÚA. Þessara tíma- móta verður minnzt með hátíðlegri at- höfn í höfuðstöðvum félagsins á afmælisdaginn. Einnig er ráð- gert að saga ÚA komi út þann dag, en Jón Hjaltason, sagn- fræðingur, er nú að ljúka rit- un hennar. Hin eiginlega af- mælisveizla verður haldin í íþróttahöllinni hálfum mán- uði síðar, það er föstudaginn 9. júní. Sá dagur er valinn til þess að sjómenn ÚA geti tek- ið þátt í hátíðahöldunum, en allur flotinn verður i landi þá helgi vegna sjómanna- dagsins 11. júní. Gert er ráð fyrir að 1.200 manns sitji veizluna. Útgerðarfélag Ak- ureyringa hefur um langt árabil verið ein tryggasta stoðin í atvinnulífi Akur- eyringa og veitt miklum fjölda fólks vinnu. Nýir skipstjórar á 3 skipum ÚA ■ Á ÞESSU ári hafa orðið nokkrar breytingar í brúnni á nokkrum togara Útgerð- arfélags Ak- ureyriiiga. Bragi Olafs- son, sem ver- ið hefur skip- stjóri á Sól- baki EA 307 Árni á þriðja ár, Ingóifsson lét af störfum hjá félaginu og flutti sig yrir á Granda-togarann Snorra Sturluson. Við_ Sólbaki tók frá sama tíma Árni Ingólfs- son, en hann hefur lengi starfað innan vébanda ÚA, síðast sem skipstjóri á Ár- baki EA 308. Ásgeir Jóns- son, sem var fyrsti sjtýrimað- ur á Árbaki, fylgdi Árna yfir á Sólbak sem fyrsti stýrimað- ur. Við Árbaki tók Stefán Aspar, sem hefur verið skip- stjóri á Hrímbak EA 306 um árabil. Þá var ráðinn nýr maður, Haukur Hauksson, sem fyrsti stýrimaður á Ár- bak, en hann starfaði síðast hjá félaginu fyrir allnokkrum árum. Stefán Sigurðsson var ráðinn skipstjóri á Hrím- bak, en hann var áður fyrsti stýrimaður skipsins. Loks var Víðir Benediktsson ráðinn fyrsti stýrimaður á Hrímbak. Jón Hjaltason Smjörsteiktur silummr með ristuðum möndlum SILUNGUR er vinsæll matur, en hér er bæði hægt að fá urriða, bleikju og sjóbirting auk regnbogasilungg úr I "fff Bleikja nýtur til dæmis vaxandi ■■MááUir MWl vinsælda í bandaríkjunum og þó bieikjueldi sé smátt í sniðum hérlendis, eru íslendingar engu að síður stærustu útflytjendur á bleikju í heimin- um. Nemendur Hótel- og veitingaskóla íslands kenna lesendum Versins hér eina aðferð við matseld á þessu gómsæta fiski. í réttinn fer: 800 g silungur 2 dl möndluspænir 1 dl sltrónusafi 150 g snvjör 1 dl olia 200 g kartöflur 200 g gulrætur 100 g gult súkkini 100 g grænt súkkini 100 g blaðlaukur 50 g steinselja sitróna Siiungurinn er steiktur í olíu og smjöri á vel heitri pönnu. Hann er tekinn af pönnunni og möndluspæninum stráð yfir hana. Þegar möndlurnar hafa tekið í sig hita er bætt í smjöri. Svo er sítrónusafanum hellt yfir silung- inn, hann settur á disk og möndlusmjöri hellt yfir. Blað- laukurinn er skorinn í u.þ.b. 10 cm bianseraðar Íengjur, gulrætur og súkkíní er skorið í 6 cm julienne og blanser- að og er biaðlaukurinn settur utanum grænmetið. Rétt- urinn er borinn fram með soðnum kartöflu og saxaðri steinselju stráð yfir diskinn og sitróna gefin með. YKKAR MAÐUR HJA SAMSKIPUM Hafðu samband við Pjetur Má næst þegar þú þarft að landa úr frystiskipi Samskip, í samstarfi við Löndun hf., bjóða upp á löndunarþjónustu við Vogabakka en hann iiggur við hliðina á Holtabakka. Löndunaraðstaðan er hin ákjósanlegasta og meðhöndlun á vörunni er ætíð í lágmarki þar sem innanlands- og millilandaskip Samskipa leggja við Holtabakka. Samskip bjóða heildarlausn í löndun frystiskipa við Vogabakka, þ.á m. löndun, flutninga innanlands eða utan og frystigeymslur innanlands eða erlendis. Meðal þeirra sem notfæra sér þessa þjónustu Samskipa og Löndunar hf. við Vogabakka eru Samherji, Royal Greenland og Polar Seafood. Hafðu samband við Pjetur Má, næst þegar þú þarft á löndunarþjónustu að halda. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.