Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 1
120 SÍÐUR B/C/D/E 81.TBL. 83.ARG. FIMMTUDAGUR 6. APRIL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kohl kanslari á ráðstefnu SÞ í Berlín Iðnríki minnki útblástur Bcrlín. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hvatti iðnríki heims í gær til þess að draga úr útblæstri þeirra efna sem talin eru valda gróður- húsaáhrifum. Kohl sagði þetta á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hækkandi hitastig sem haldin er í Berlín. „Frá Berlín verða að berast merki um það að eftir árið 2000 verði um enn frekari takmarkanir að ræða á þeim efnum sem valda gróðurhúsaáhrifum og þar með breytingum á loftslagi,“ sagði Kohl. „Sem fyrsta skref í átt að virkri loftslagsvemd hvet ég öll iðnríki til að fara að fordæmi Evrópusam- bandsins. Takið þátt í þeirri ætlun okkar að koma jafnvægi á magn koltvísýrings í andrúmslofti fyrir árið 2000, sagði Kohl. „Það eru hættuleg mistök að telja að efna- hagsbata verði, þegar til lengri tíma er litið, náð á kostnað náttúrunnar og umhverfisins." Aðeins eru tveir dagar þar til ráðstefnunni lýkur og vonast ráð- herrar til þess að þeim takist að ná samkomulagi þrátt fyrir að emb- ættismönnum þjóðanna hafi mis- tekist það. Þróunarríki og iðnríki deila Þróunarríki hafa lagt fram drög að ályktun ráðstefnunnar þar sem hvatt er til frekari viðræðna í kjöl- far Berlínarráðstefnunnar. Vilja ríkin að mjög verði dregið úr út- blæstri koltvísýrings og notkun eldsneytis sem unnið er úr jarðlög- um, svo sem kolum og olíu, en segja iðnríkin bera mesta ábyrgð á meng- uninni og þau eigi því að ganga skrefi lengra i þessum efnum en þróunarríkih. Iðnríki á borð við Bandaríkin, Kanada, Nýja Sjáland og Ástralíu þvertaka fyrir að samþykkja slíka áætlun. Timothy Wirth, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, benti í gær á að þróunarríkin ættu að geta lært af reynslu iðnríkjanna, nýtt orkuna mun betur með bættri tækni og jafnframt mengað and- rúmsloftið minna en þau gera nú. Reuter KOHL Þýskalandskanslari flytur ávarp sitt á umhverf- isráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Berlín í gær. Aðildarríki Evrópusambandsins hafa þegar samþykkt að draga úr mengun sem ýtt getur undir gróður- húsaáhrif. Hafa árangurslaus fundahöld staðið yfir tvær síðustu nætur í Berlín. Viðræður Majors og bandarískra ráðamanna í Washington Hugmyndir um frí- verslun yfir hafið Waahington. Reuter. RÁÐAMENN í Bandaríkjunum hafa rætt hugmyndir um fríversl- unarsvæði er spanni Evrópu og Norður-Ameríku við bandamenn sína í V-Evrópu en viðræðurnar eru enn á algeru frumstigi. „Þetta er góð hugmynd en tími hennar er ekki fyllilega runninn upp enn þá,“ sagði Richard Holbrooke, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á fundi í gær, en hann fer með málefni samskipta við Evrópu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti barðist af miklu kappi fyrir samn- ingnum við Kanada og Mexíkó um Fríverslunarbandalag Norður- Ameríku, NAFTA, sem nú er orð- ið að veruleika. Holbrooke sagði hugmyndina um hliðstæða samn- inga við Evrópulönd hafa verið rædda í stjórn Clintons undan- farna sex mánuði og hefði m.a. verið fjallað um hana í heimsókn Johns Majors, forsætisráðherra Breta, til Washington í vikunni. Heimildarmenn í stjórn Clintons sögðu að Lane Kirkland, forseti AFL-CIO, sem er öflugasta verka- lýðssamband Bandaríkjanna, hefði tjáð Major að hann væri því hlynntur að Evrópusambandið, ESB, yrði stækkað í vesturátt. Candice Johnson, blaðafulltrúi Kirklands, sagði að hann hefði áður lýst þeirri skoðun sinni að Bandaríkjamenn ættu að huga vel að skipulagi ESB. Bætt kjör verkalýðs „Eitt af því sem olli okkur áhyggjum í sambandi við NAFTA var að með samningnum var ekk- ert gert til að aflétta byrðum fá- tæktar af verkalýðnum í Mexíkó,“ sagði Johnson. Hún benti á að ESB hefði gripið til ráðstafana til að tryggja að láglaunaríki á borð við Spán og Portúgal hækkuðu laun og lægstu laun yrðu þau sömu í allri álfánni. Þetta væri gott dæmi um að alþjóðaviðskipti gætu kom- ið verkafólki til góða en ekki ein- vörðungu fyrirtækjum. Embættismaður í Hvíta húsinu sagði að yrði komið á fríverslunar- svæði er tengdi saman Evrópu og N-Ameríku myndi sennilega reyn- ast nauðsynlegt að undanskilja sumt, t.d. landbúnað. Bandaríkja- menn hafa sakað ESB-ríkin um að beita allt of umfangsmiklum niðurgreiðslum í landbúnaði. Tímamót í könnun- um á ljóstillífun London. Reuter. VÍSINDAMENN sögðust í gær hafa gert tímamótauppgötvun í rannsóknum á því hvernig plöntur og sumir gerlar geta virkjað sólarorku til að fram- leiða lífræna næringu. Upp- götvunin gæti rutt brautina fyrir þróun nýs og betri sólar- orkurafals, eða búnaðar til að breyta orku sólgeislunar í raf- orku. Vísindamenn við Glasgow- háskóla í Skotlandi sögðust hafa gert þessa uppgötvun eftir fímm ára rannsóknir á ljóstillíf- un í gerlum sem lifa á botni gruggugra tjarna. Þeir komust að því að gerl- amir notuðu prótín, blaðgrænu og karótínsameindir til að fanga ljósið, með 95% árangri. Þeir sólarorkuraflar sem þróaðir hafa verið til þessa ná aðeins 20% árangri. Orkan frá ljósinu er síðan geymd þar til hún er flutt í svokallaða hvarfamiðstöð þar sem henni er breytt í rafmagn. Óttast fleiri árásir múslima Ipil. Reuter. ÖFGAHÓPUR múslima, sem myrti 45 manns í borginni Ipil á Filippseyjum á þriðjudag, hyggur á frekari árásir á borg- ir í suðurhluta landsins, að sögn opinberra embættismanna í gær. Sögðu þeir að filippeysk yfirvöld hefðu gripið til hertra öryggisráðstafana vegna þessa. Filippeyska leyniþjónustan hefur fyrir því heimildir að fleiri árásir, líkar þeirri sem gerð var á Ipil, standi fyrir dyrum. Árásin á þriðjudag var gerð um hádegisbil er óvenju margir voru á ferli. Talið er að allt að 200 menn í herklæð- um hafi ruðst inn í miðbæinn, vopnaðir byssum og sprengju- vörpum. Gerðu þeir fyrst árás á lögreglustöðina þar sem son- ur eins foringja hópsins var í haldi. Þá réðust þeir á höfuð- stöðvar hersins í borginni, rændu banka og skutu á allt og alla þá sem á vegi þeirra urðu. Á myndinni sést miðbær Ipil sem er ein rjúkandi rúst eftir árásina, 45 manns liggja í valnum og 40 særðust. ■ Árásarmenn fordæmdir/25 Yargöld geisar í Búrundí Bujumbura, London. Reuter. ÚTVARPIÐ í Búrundí skýrði frá nýjum fjöldamorðum í landinu í gær, aðallega í norðurhluta lands- ins. Voru tútsímenn þar að verki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skoraði í gær á stjórn- völd í Tansaníu að opna landa- mærin fyrir flóttafólki. Að sögn útvarpsins voru 20 hútúmenn myrtir í bænum Mu- hanga í gær og var sagt, að ástæð- an hefði verið morð á sex tútsí- mönnum úr sömu fjölskyldu. Frá- sögn útvarpsins er þó ekki vel treyst því að það hefur yfirleitt dregið taum tútsímanna, sem eru minnihluti í Búrundí. 750.000 í Tansaníu Yfírvöld í Tansaníu segjast ekki geta tekið við fleira flóttafólki en þar eru nú fyrir 750.000 Rúanda- menn, sem þangað flýðu eftir þjóð- armorð og borgarastríð í Rúanda á síðasta ári. Hafa tansanískir hermenn rekið hundruð flótta- manna aftur yfir landamærin. „Þögul vitni“ Talsmaður mannréttindasam- takanna Amnesty International sagði í gær, að franskir hernaðar- ráðgjafar hefðu verið „þögul vitni“ að pyntingum í Búrundí, aðallega í fangelsum landsins. Sagði hann, að herinn, sem tútsímenn ráða, færi sínu fram og birti reglulega „dauðalista", sem hann kallaði svo, lista yfír hútúmenn, sem ættu að koma til yfirheyrslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.