Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR mmm wsmmm ■■ T-.L sæsÉÉMBÍð Tilmæli frá miðstjórn ASÍ v Könnuð verðlagning á eggjum og kjúklingum MIÐSTJÓRN Alþýðusambandsins samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl að fara þess á leit við Sam- keppnisstofnun að hún kanni „ítar- lega verðmyndun og viðskiptahætti" í framleiðslu eggja og kjúklinga hér á landi og grípi til viðeigandi ráð- stafana ef þurfa þykir. Miðstjómin telur og eðlilegt að Samkeppnis- stofnun geri samsvarandi úttekt á fóðurvöruframleiðslu og fóðurinn- flutningi, því ætla má að verulegur hluti kostnaðar við fuglabúskap sé fóðurkostnaður. Tilefni tilmælanna er nýjar upp- lýsingar frá Samkeppnisstofnun um mikinn verðmun á kjúklingum og eggjum í Reykjavík annars vegar og Kaupmannahöfn og Ósló hins vegar. Þá segir í ályktuninni: „Einn- ig hafa komið fram upplýsingar um sérkennileg viðskipti með fram- leiðslukvóta sem miða að því er virð- ist að halda nýjum framleiðendum utan við þessar atvinnugreinar. í þessum atvinnugreinum er staðan orðin sú að fáir hlutfallslega stórir framleiðendur ráða þar ríkjum." Morgunblaðið/Sverrir Nýbygging Hæstaréttar aðrísa FRAMKVÆMDIR við Hæsta- réttarhúsið við Lindargötu ganga samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að Hæstiréttur flytji í nýja húsið um mitt ár 1996 að sögn Hrafns Bragasonar for- seta Hæstaréttar, sem sæti á í byggingarnefndinni. Búið er að steypa upp tvær hæðir og er þriðja og síðasta hæðin eftir. Þá er verið að hanna innrétting- ar í húsið og stendur til að bjóða út smíði þeirra að hluta. Lagt til að stofna aganefnd innan Háskóla íslands Grunur um mis- ferli á tölvuneti JÚLÍUS Sólnes, forseti verkfræði- deildar HÍ, hefur lagt fyrir há- skólaráð tillögu um að stofnuð verði aganefnd sem fjalli um“mis- notkun á hugbúnaði og tölvuneti Háskóla íslands. Tillögunni var vísað til reiknistofnunar HÍ sem annast m.a. eftirlit með þessum búnaði, og henni falið að semja mótaðar hugmyndir um væntan- legt umboð og skipan nefndar. Júlíus sagði í samtali við Morg- unblaðið að upp hefði komið rök- studdur grunur um misferli í sam- bandi við notkun Intemets-teng- ingar HÍ. Vitað sé um eitt eða tvö tilvik þar sem efni hafí verið fjöl- faldað gegnum Intemetið til dreif- ingar, en þeir sem beri ábyrgðina hafi verið stöðvaðir af, að því er hann best viti. Ýmislegt fleira hafi komið upp sem hafi vakið hugmyndir um aganefnd. Út fyrir velsæmismörk „í haust sem leið birtust fregnir um ýmsar kúnstir í kringum Inter- netið innan HÍ, og svo kom upp mál sem við töldum að gengi út fyrir velsæmismörk. Við tókum á því en í kjölfarið kom upp sú hug- mynd um að setja á stofn aga- nefnd sem tæki almennt á brot- um,“ segir Júlíus. „HÍ hleypir þúsundum stúdenta að netinu og við teljum því að honum beri skylda til að tryggja að ekki sé um misnotkun að ræða. Veikindi sem hlutfall af unnum stundum 10% á fimmtungi deilda Landspítala Aukið álag, streita og langur vinnutími helstu skýringar í KÖNNUN sem gerð var á fjarveru starfsmanna ríkisspítala síðustu þijú árin kemur fram að á Landspítalanum eru veikindi sem hlutfall af unnum vinnustundum yfir 10% á 26 deildum af 120, hlutfall veik- inda er 5%-9,99% á 30 deildum en innan við 5% á 64 deildum. „Víða erlendis fer öllum bjöllum að hringja þegar hlutfall veikinda af unnum vinnustundum fer yfir fimm prósent,“ segir Bjami Ingvarsson, starfs- mannastjóri Landspítala. Vestfjarðagöngin, stærð miðuð við Reykjavík \?^í\ < \>%Kellpgrand! (ðnundáryðfður}: Kleppsvegur 'ySýpandatjörður) 7/ ■ W v;. t i ^ ItlT , , ... Mennhskállnlt, >■ ‘ 'mú ^vlðHamnbllð ! 1 i . . Húmtak bergs sem grallð var iít: 320.000 rúmmetrar. Það jafnglldlr tenlngl sem er 68,4 má kant. Tll samanburðar er Hallgrímsklrkja, 73 m á hæð< Ef Vestfjarðagöng- in væru í Reykjavík... EF GANGAMÓT Vestfjarða- ganga væru í nágrenni við Menntaskólann í Hamrahlíð næði leggurinn til ísafjarðar að Ný- býlavegi í Kópavogi. Leggurinn til Súgandaíjarðar næði að Toll- vörugeymslunnivið Kleppsveg og leggurinn til Önundarfjarðar næði vestur að Keilugranda, sam- kvæmt uppdrætti sem birtur er í fréttabréfinu Framkvæmda- fréttir V egagerðar innar. Bjarni vitnar jafnframt í óútgefna könnun Landlæknisembættisins á fjarvistum vegna veikinda starfs- manna á sjúkrahúsum í Reykjavík, en þar kemur fram að á árunum 1992-1994 hafi fiarvistum vegna veikinda íjölgað verulega á bráða- deildum Landakots, Borgarspítala og Landspítala. Veikindi á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðadeildum Landakots hafi aukist um 63%, á bráðadeildum Borgarspítala frá 25% upp í 100% og á bráðadeildum Landspítala aðallega frá 3,7% upp í 66,6% Frá vinnu hálfan til einn mánuð á ári „Á Landspítala kemur m.a. í ljós að fjarvistir hafi aukist sérstaklega mikið á bráðamóttöku, eða um 69,1% og um 67,9% á ræstingadeild- um. Meðal hjúkrunarfræðinga á þeim deildum þar sem veikindi eru mest, eru þeir frá vinnu hálfan til einn mánuð á ári miðað við átta stunda vinnudag. Krabbameins- lækningadeild og Lyflækningasvið í heild sinni koma næst,“ segir Bjami. Aðspurður um skýringar á þess- ari fjölgun, kveðst Bjarni telja að veikindi vegna ýmissa umgengnis- pesta ættu að skiptast nokkuð jafnt á milli ára, þannig að skýringu á aukningu veikinda ætti ekki að vera að finna þar. Því verði að horfa á langan vinnutíma, aukið álag, streitu í starfí, sýkingar og ýmis önnur atriði. Hann segir að aukningin milli ára á því tímabili sem hann hafi sjálfur kannað sé mest milli 1992 og 1993, Nemendur fá aðgang hjá okkur með ákveðnum leyninúmerum og leyninöfnum til að skrá sig inn á netið, og það er hægt að fylgjast með notkun þeirra. Það hafa kom- ið upp örfá tilvik þar sem menn hafa orðið uppvísir að misnotkun í einhverri mynd, og þá er einfald- lega hægt að loka viðkomandi aðgangi. Aganefndin myndi þá meta hversu alvarlegt brotið telst og getur gripið til þeirra ráðstaf- ana að loka á viðkomandi um lengri eða skemmri tíma, og slík lokun kemur harðast við alla. Ég tel að nemendur og kennarar séu almennt sammála okkur um að koma eigi í veg fyrir misferli á þessu sviði.“ Ólöglegum hugbúnaði útrýmt Júlíus segir jafnframt að fyrir fáeinum árum hafí verið mikið um ólöglega fjölföldun hugbúnaðar innan skólans sem hafí síðan verið dreift ókeypis í heimildarleysi. „Háskólinn tók sér tak og reyndi að útrýma öllum ólöglegum hugbúnaði, sem ég tel að hafí tek- ist mjög vel þannig að öll helstu forrit sem við notum daglega í tengslum við Intemetið eru lög- lega fengin. Auðvitað er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir heimildarlausa notkun, en við vilj- um að komi upp slík brot verði tekið á þeim með einhveijum hætti,“ segir Júlíus. en minnki aðeins árið 1994. Því sé hægt að segja að veikindi aukist eftir niðurskurðarár á deildum sjúkrahússins, en verkföll heilbrigð- isstétta gætu hafa dregið úr veikind- um 1994. Aukning veikinda sé áber- andi á ræstingadeildum en veikindi séu lítil hjá læknum. Á læknasviðum ríkisspítala virðist veikindi liggja meira hjá kvennastéttum. „Þegar hjúkrunarsvið Landspítala er skoð- að, kemur í ljós að árið 1992 voru veikindi um og yfír 10% á 12 deild- um en 5-10% á 17 deildum. Næsta ár á eftir voru veikindi hins vegar um og yfir 10% á 17_ deildum og 5-10% á 15 deildum. í fyrra, voru veikindi hins vegar um og yfír 10% á 9 deildum en á bilinu 5% til 10% á 18 deildum," segir Bjarni. Engin barnsburðarleyfi á barnalækningasviði Fjarvera starfsmanna vegna veikinda bama jókst einnig á nán- ast öllum sviðum ríkisspítala milli áranna 1992 og 1993 í klukkustund- um talið. „Bamsburðarleyfum hefur Qölgað vemlega á nokkrum sviðum, en þeim hefur þó fækkað á ýmsum öðmm og eitt svið sker sig verulega úr í því sambandi, eða barnalækn- ingasvið. Þar vom engir starfsmenn skráðir í bamsburðarleyfi árin 1992, 1993 eða 1994,“ segir hann. Vinnuhópur hefur þegar skilað tillögum að leiðum til úrbóta að sögn Bjama, og felast þær m.a. í fræðslu og ráðgjöf um áhættuþætti í starfí, leiðir til að draga úr vinnu- álagi, rétta notkun líkama og leit að hættum og heilsuspillandi að- Samkeppnisráð um Húsatryggingar Ekki ástæðatil aðgerða SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað ósk Sambands íslenskra tryggingafélaga (SÍT) um að gripið verði til aðgerða vegna starfsemi Húsatrygginga Reykjavíkur (HR). Það er mat Samkeppnisstofnunar að starf- semi HR og það fyrirkomulag sem viðhaft er á innheimtu brunatryggingaiðgjalda í Reykjavík bijóti ekki í bága við ákvæði samkeppnislaga. Vátryggingafélögin bentu á að auk samkeppni erlendis frá þyrftu þau að standa í sam- keppni við Reykjavíkurborg, sem ekki gæti talist á jafnræð- isgrundvelli. Almennu vátrygg- ingafélögin yrðu að standa undir sköttum og skyldum, ásamt öðrum atvinnurekstrar- legum kröfum sem gerðar væru til fyrirtækja. Reykjavíkurborg virtist hins vegar lítt eða ekki þurfa að taka tillit til slíkra kvaða, auk þess væru HR und- anþegnar ýmsum vátrygging- arlegum form- og efniskröfum sem almenn tryggingafélög yrðu að uppfylla. Þá gerði SÍT athugasemd við að iðgjöld HR væru innheimt af Gjaldheimt- unni með fasteignagjöldum borgarinnar. Að athuguðu máli komst Samkeppnisráð að þeirri nið- urstöðu að Húsatryggingar Reykjavíkur hefðu sjálfstætt reikningshald og störfuðu ekki lengur á grundvelli einkaleyfís. Starfsemi HR nyti engrar sérs- takrar verndar Reykjavík- urborgar né heldur niður- greiðslu frá borgarsjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.