Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR H&M Rowells í stærra húsnæði 3 páska- plöntur íbakka BLÓMAVAL býður nú þu'ái’ plöntur í bakka á 999 krón- ur. í bakkanum eru blómstr- andi páskabegónía, blómstr- andi páskacrýs og græn pottaplanta (Drekatré eða Satínviður). Tilboðið gildir frá og með fimmtudegi 6. apríl og á meðan birgðir endast. Plönt- urnar voru sérstaklega rækt- aðar fyrir þetta tilboð. Morgunblaðið/Emilía MEIRA vöruúrval í stærri verslun. Engin flík kostar meira en 6000 kr. inni eða pantað eftir vörulistanum. Baldur segir H&M-fatnaðinn rómaðan fyrir gæði og hagstætt verð. Engin flík í versluninni eða í vörulistanum kostar meira en 6.000 krónur. Fatnaður er aðallega úr bómull, m.a. úr svokallaðri „Nature Calling“, sem er hrein, handtínd bómull. Hann segir að H&M vetji hluta ágóðans til að styrkja The Wild Life Foundation, sem eru styrktarsamtök til að forða dýrum frá útrýmingarhættu. Vörulisti H&M Rowells er 300 blaðsíður óg kostar 350 krónur ásamt fylgiriti á íslensku með pönt- unar- og þvottaleiðbeiningum, verði og leiðbeiningum um hvernig á að finna rétta fatastærð. Verðdæmi úr vörulistanum: Ermalaus, síður bómullarkjóll 1.269 kr., dömugallajakki 2.564 kr., herraskyrta 1.930 kr., barnagalla- buxur, st. 98-128, 1.269 kr., st. 134-170, 1.671 kr. Á MORGUNN, föstudag, eykst rými H&M Rowells-verslunarinnar úr 70 fm í 250 fm, þar sem IKEA var áður til húsa í Húsi verslunar- innar, Kringlunni 7. í versluninni eru nýjar innréttingar og að sögn eigandans, Baldurs Dagbjartsson- ar, verður vöruúrval meira og Tjöl- breyttara en áður, m.a. nýjasta vortíska H&M. Hennes & Mauritz eða H&M er sænskt fyrirtæki, sem framleiðir bama-, dömu- og herrafatnað og rekur yfir 300 verslanir í Evrópu. Þær verslanir, sem bjóða jafnframt upp á póstverslun, þ.e. viðskiptavin- ir geta pantað vöruna eftir vöru- lista, nefnast H&M Rowells, en annars einungis H&M. Með því að bjóða upp á póstþjónustu segist Baldur vilja þjóna fólki á lands- byggðinni og þeim sem vilja kaupa eitthvað, sem ekki hefur verið pant- að inn í verslunina. Verðið er það sama hvort sem keypt er í verslun- FRISCO-dömugallajakki á 2.564 kr. HARPA Gunnarsdóttir að störfum. Ný nuddstofa HARPA Guðmundsdóttir, nudd- ari, hefur opnað nuddstofu í húsakynnum Sólbaðsstofu Graf- arvogs að Hverafold 5. Harpa lærði nudd í Naturmedisinsk- skólanum í Kaupmannahöfn og lauk námi þaðan í fyrra. Á nudd- stofunni er upp á almennt nudd og svæðanudd, en Harpa er með- limur í Félagi íslenskra nuddara og í félaginu Svæðameðferð. Sjábu hlutina - M í víbara samhengi! ÞESS er gætt að málshættir séu hvorki neikvæðir né meiðandi, en í þeim geta falist ábendingar um skynsamleg viðhorf eða atferli. Málshættir í páskaeggjum LTILAR líkur eru á að fá sama málshátt úr páskaeggjum, þótt mörg séu borðuð, því yfir 400 ólíkir málshættir eru í íslensk- um páskaeggjum í ár. Úr safni Sigurjóns „Við leggjum mest upp úr spakmælum, sem fólk getur haft að leiðarljósi í daglegu lífi. Venjulegar málsháttabækur höfða ekki til okkar,“ segir Ágústa Sigurjónsdóttir lyá sæl- gætisgerðinni Mónu. Faðir hennar, Siguijón Jónsson, úr- smiður, var mikill áhugamaður um bækur og skráði á sínum tíma spakmæli sem honum féllu í geð. „Hann Iét ýmislegt eftir sig liggja, meðal annars safn af spakmælum, sem nú fara í Mónu-páskaeggin. Við notum um 50 spakmæli í eggin okkar. Þetta eru allt íslensk spakmæli, en ég veit ekki hvaðan þau koma.“ Ágústa var spurð hvort hún ætti uppáhalds spakmæli. „Mér finnast mörg mjög góð, en þau sem segja sjálfsagða hluti á skemmtilegan hátt höfða mest til mín. Dæmi um það er: Ein hendi verður aðra aðþvo.“ Nokkrir nýir á hverju ári Sigfríð Þormar, aðstoðar- maður verksmiðjusljóra hjá Nóa-Síríusi, segir að í Nóa-eggj- um séu málshættir úr bókinni Is- lenskir málshættir. „Fyrir nokkrum árum var útbúinn listi með málsháttum og á hveiju ári eru einhveijir teknir af lista og nýjum bætt við. Alls eru þeir um 200.“ Sigfríð segir að þess sé gætt að málshættir í Nóa-eggjum séu ekki meiðandi eða neikvæðir. „Einu sinni var mannsnafn í málshætti hjá okkur og kom það illa við barn sem fékk hann í páskaegginu sínu. Móðir hans hafði samband við okkur og síð- an höfum við passað þetta vel. Við höfum velt fyrir okkur hvort þungir og illskiljanlegir málshætti eiga að vera með eða ekki og komumst að þeirri nið- urstöðu að þeir ættu að vera með. Okkur finnst sniðugt að fjölskyldan sameinist í að Iesa merkingu úr málsháttum sem eru torskildir." Valið af handahófi Sælgætisgerðin Góa bættist í hóp páskaeggjaframleiðenda í ár. Helgi Viljálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar, segir að málshættir í Góu-eggjum séu teknir upp úr dagbók. „Neytendur fara fram á ódýra vöru og við fórum því léttustu leið í vali á málsháttum. í dagbókinni er einn málsháttur fyrir hvern dag ársins og við báðum mann í prentsmiðjunni að velja um 200 úr þeim. Þeir eru því valdir af handahófi, en enginn ætti að vera særandi. Reyndar hefur einn málsháttur frá okkur sérstöðu, því ég heyrði hann í sjónvarpi og fannst hann svo sniðugur að ég lét hann fylgja. Hann hljóðar þannig: Astin spyr ekkiað kennitölu.“ Gætið þess að góðgætið standi ekki í börnunum HART sælgæti og smádót úr páska- eggjum getur staðið í börnum og mikilvægt er að kunna rétt handtök ef slys af því tagi verður. Fram- kvæmdastjórn átaksins Öryggi barna - okkar ábyrgð hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig koma má í veg fyrir óhöpp af þessu tagi: — Verið með ungum börnum þegar þau opna páskaeggin og skoðið innihald þeirra vel. — Takið frá stóra brjóstsykurs- mola, harðar karamellur og kúlur, þegar yngstu börnin eiga í hlut. Athugið að stórir sleipir molar geta auðveldlega skroppið af tungu barns niður í kok án þess að barnið geti nokkuð að því gert. — Látið eldri systkini ekki ein um þá ábyrgð að gæta lítilla systk- ina þegar þau borða páskaeggið, því hver og einn er upptekinn af sínu eigin páskaeggi. — Athugið að börnin séu ekki að hlaupa þegar þau eru að borða, slíkt eykur hættu á að það standi í þeim. Framkvæmdastjóm átaksins hef- ur sent frá sér leiðbeiningar í skyndihjálp ef aðskotahlutur festist í öndunarvegi barns, þar sem segir m.a.: „Kallaðu á hjálp ef barnið getur ekki andað, hóstað eða talað. Hringdu eftir aðstoð eða láttu ein- hvern hringja á sjúkrabíl. Notaðu þrýsting á kvið þannig: Leggðu hendur utan um kvið bamsins. Leggðu hnefann rétt ofan við naflann. Þrýstu hnefanum snöggt inn og upp á við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.