Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 25 Islamskur öfgahópur myrðir 45 manns í árás á Mindanao á Filippseyjum Ramos lýsir árásarmenn- ina réttdræpa Ipil. Reuter. TALIÐ er að öfgahópur múslima beri ábyrgð á mannskæðasta til- ræði sem framið hefur verið á Filippseyjum í 20 ár. 45 manns fórust í árásinni, sem gerð var á miðborg Ipil á Mindanao-eyju á þriðjudag. Að sögn vitna réðust um 200 menn í herklæðum inn í miðborgina, skutu án afláts, vörp- uðu handsprengjum Og flugskeyit- um á mannfjöldann. Fidel Ramos, forseti landsins, sagði á blaða- mannafundi í gær að foringi úr Abu Sayyaf-hópnum, Nerio að nafni, hefði stýrt árásinni en hún hafí verið gerð til að frelsa son hans úr fangelsi. Ramos hefur fyrirskipað að meðlimir í Abu Sayyaf verði leitað- ir uppi og skotnir hvar til til þeirra náist. Er hópnum kennt er um öldu morða og mannrána á Filipps- eyjum síðastliðin tvö ár. Enginn hefur enn lýst ábyrgð- inni á hendur sér en embættis- menn telja að tvær aðrar skæru- liðahreyfíngar, Þjóðfrelsisfylking Moro og íslamska frelsisfylkingin Moro tengist tilræðinu. Meirihluti Filippseyinga er kristinn en mikil ólga hefur verið innan íslamska minnihlutans í suð- urhluta landsins. Á sjöunda ára- tugnum ríkti nánast styrjaldará- stand í landinu og létu um 50.000 manns lífíð í átökum múslima og kristinna. Skutu á allt sem fyrir varð Miðbær Ipil, sem er um 150.000 manna borg, er í rúst eftir árásina og var aðkoman í gær skelfíleg. Illa brunnin lík lágu á víð og dreif og fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína. „Þetta var verra en í helvíti...Logarnir stóðu hvarvetna upp,“ sagði Daniel Maurichio, einn þeirra sem varð vitni áð árásinni. Órvingluð kona horfði inn á sund- urskotna rakarastofu þar sem þijú lík Iágu, eitt af eiginmanni hennar. Að sögn lögreglu hófu skærulið- arnir skothríð á allt sem fyrir varð til að tryggja undankomu sína en þeir höfðu þá ráðist á höfuðstöðv- ar lögreglu og hers í borginni, rænt fjóra banka og skotið á alla sem á vegi þeirra urðu, jafnvel Reuter ÍBÚAR í Ipil bera kennsl á ástvini sína sem létu lífið í árás íslamsks öfgahóps á miðborgina á þriðjudag. 45 manns fórust í árásinni sem er hin mannskæðasta í landinu í 20 ár. fólk sem lá á jörðinni. Eitt vitn- anna sagði árásarmennina hafa rekið fimm konur út af veitinga- stað og bundið þær en hann vissi ekki hvort þær væru enn á lífí. Létu þeir skothríðina dynja á veit- ingahúsum, billjardstofum og bönkum og skutu á slökkviliðs- menn sem hugðust slökkva eldana sem kviknað höfðu víðs vegar um miðborgina eftir árásir skærulið- ana. Meðal hinna látnu er lögreglu- stjóri borgarinnar, fímm aðrir lög- reglumenn, fjórir hermenn og tveir skæruliðanna. Óeirðir * í Iran Teheran. Reuter. ÓEIRÐALÖGREGLA hafði eftirlit með útborg Teheran í gær eftir að óeirðir höfðu blossað þar upp í fyrradag. Maður beið bana og tugir særðust í átökum við lögregl- una. Sjónarvottar sögðu að lög- reglumenn væru á verði við öll gatnamót og á helstu götum, en allt hefði verið með kyrrum kjörum í gær. Óeirðirnar í fyrradag voru hinar alvarleg- ustu síðustu mánuðina. Gætt hefur vaxandi óánægju meðal almennings með efnahagsstefnu stjómar- innar í Teheran og verðbólg- una, sem varlega áætlað er um 40%. Óeirðimar hófust eftir að 200 ungmenni úr nágrannabæ söfnuðust saman í Islamshahr til að mótmæla verðhækkun á strætisvagnafarmiðum og vatnsleysi. íbúar Islamshahr komu til liðs við ungmennin og aðgerðirnar breyttust í mót- mæli gegn efnahagsstefnu stjórnarinnar í heild. Stjórnvöld lækkuðu verð strætisvagnafarmiðanna í gær til að freista þess að friða íbú- ana. Orðrómur var á kreiki um að 50 manns hefðu beðið bana í óeirðunum en fréttamenn sem fóm á staðinn fundu ekkert sem benti til þess. toafNMHIMIMnMMKMW’KnEn KVENNABARÁTTA ER EKKI VINSTRI BARÁTTA! IR EINSTAKLINGAR Við viljum: • að konur og karlar séu mctnir jafnt sem sjálfstæðir einstaklingar. • að konur og karlar fái sömu laun fyrir sambærileg störf. • að karlar fái sama rétt til fæðingarorlofs og konur. Við höfmim: # að litið sé á konur sem kúgaðan minnihlutahóp. # að litið sé á karla sem andstæðinga kvenna. # að konur hafi sérréttindi umfram karla. Við höfmun staðnaðri kvcnnapólitík til vinstri og teljum að til að jafna launamun kynjanna þurfi almenna viðhorfsbreytingu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að jöfn tækifæri kynjanna séu grundvallarmannréttindi. Þess vegna treystum við honum best. SJÁLFSTÆÐAR KONUR BETRA ÍSLAND ■ I shfMM Jð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.