Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 27 og helstu aðgerðir fyrstu 100 dagana máltíðum og aðstöðu til heimanáms, íþrótta- og félagsstarfa. • að mótuð verði íþróttastefna í samstarfi við íþrótta- hreyfinguna og fulltrúa allra skólastiga • að teknar verði upp þríhliða viðræður ríkisins, sveitarfélaganna og kennarasamtakanna í samvinnu við samtök foreldra um starf grunnskólans, sérstak- lega stoðþjónustu og sérkennslu, ekki síst í dreif- býli, svo og um stöðu ffæðsluskrifstofa og réttindi starfsmanna skólanna frá 1. ágúst 1996 • að starfsmiðuð menntun hafi forgang að þeim viðbótarfjármunum sem veitt verður til skólamála og að lögð verði áhersla á endurmenntun og möguleika sem hafa skapast til fjarnáms með nýrri tækni • að tryggt verði að háskólastarf á íslandi haldi sam- bærilegri stöðu og annars staðar og að háskólar hér á landi verði ekki annars flokks háskólar • að frístundanám barna og unglinga verði ekki for- réttindi þeirra sem eiga efnaða foreldra • að þau skólagjöld verði afnumin sem lögð hafa verið á í framhaldsskólum og háskólum. Ný launastefna - kjarajöfnun - launajafnrétti kynja Ríkisstjómin mun stuðla að sátt um nýja launastefnu sem miðar að kjarajöfnun. Ríkisstjórnin mun leggja sérstaka áherslu á að vinna að launajafnrétti kynja. Á þessu sviði mun hún vinna að eftirfarandi verk- efnunv • Grundvöllur verður lagður að einfaldara og gegn- særra launakerfi fyrir allar stéttir. • Gripið verður til markvissra aðgerða með sam- vinnu ríkis, sveitarfélaga, atvinnurekenda og sam- taka launafólks til að stuðla að launajafnrétti kynja, m.a. með kerfisbundnu starfsmati, uppstokkun launakerfis, sértækum aðgerðum til að rétta hlut kvenna og með endurmati á gildi þjónustu- og um- önnunarstarfa. • Launakerfi ríkisins verði tekið til sérstakrar endur- skoðunar. • Sett verða lög til að auka starfsöryggi fiskvinnslu- fólks. Betra og opnara stjórnkerfi Ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að gera stjórn- kerfið einfaldara, skilvirkara og opnara. í því sam- bandi mun hún vinna að eftirtöldum málum: • Verkaskipting ráðuneyta verður endurskoðuð og þeim fækkað. • Unnið verður að sameiningu sveitarfélaga og til- flutningi verkefna tO þeirra í góðri sátt við sveita- stjórnir og íbúa. • Lagaákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda verða styrkt og tekið verður til skoðunar að koma á fót stjórnsýsludómstóli. • Settar verða siðareglur lyrir stjórnmálamenn og embættismenn. • Sett verður löggjöf um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka. • Unnið verður að því að jafna hlut kynja í opin- berum stjórnum, nefhdum og ráðum. • Skilið verður betur á milli pólitískra ákvarðana og faglegrar þjónustu í stjórnkerfinu. • Mörkuð verða skýr skil á milli pólitískra og fag- legra embætta og fagleg ráðning tryggð. • Sérstök fríðindi ráðherra, bankastjóra og æðstu embættismanna verða tekin til endurskoðunar í tengslum við uppstokkun launakerfis ríkisins í þeim tilgangi að afnema þau. Betra viðskiptalíf Ríkisstjórnin leggur áherslu á að stuðla að bættum viðskiptaháttum, að draga úr fákeppni og óþörfum hömlum á atvinnufrelsi, með það að markmiði að auka framleiðni fýrirtækja og tryggja að starfsemi þeirra gagnist almenningi betur. í þessu skyni hyggst ríkisstjórnin m.a. beita sér fýrir eftirfarandi: • Settar verði siðareglur í atvinnulífi. • Settar verði reglur um að í fyrirtækjum yfir ákveð- inni stærð og með dreifðri eignaraðild fari ráðn- ingar í stjórnunarstöður fram með opnum hætti á grundvelli hæfnismats. • Unnið verður gegn óeðlilegri samþjöppun fjár- málalegs valds með því að stuðla að dreifðri eign- araðild og þátttöku starfsmanna í stjórnun stærri fyrirtækja. • Mótaðar verði reglur um upplýsingaskyldu fyrir- tækja. • Reglur um gjaldþrot verði endurskoðaðar með það fyrir augum að draga úr tapi þriðju aðila og skýra ábyrgð eigenda og stjómarmanna. Alþjóðleg viðskipti og samvinna Markmið utanríkisstefnu íslendinga eru að treysta sjálfstæði landsins og gæta hagsmuna þjóðarinnar I alþjóðlegum samskiptum. Ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að treysta stöðu fslands á alþjóðavettvangi í því skyni að tryggja jafht viðskipta- og öryggishags- muni landsins. Leggja ber áherslu á að mótaðar verði sanngjarnar leikreglur á alþjóðavettvangi í opnu og frálsu kerfi heimsviðskipta sem tryggja rétt allra ríkja, stórra sem smárra, þróaðra sem vanþróaðra, og taka mið af umhverfissjónarmiðum. Ríkisstjórnin mun ekki sækja um aðild íslands að Evrópusambandinu á kjörtímabilinu. í samræmi við ofangreind áhersluatriði mun ríkis- stjórnin vinna að eftirfarandi: • Tryggt verður samstarf við Evrópusambandið á grundvelli viðskiptahluta EES-samningsins, sem þróaður verði í átt til einfaldari tvíhliða samskipta í samræmi við samþykkt Alþingis 1993- • Unnið verður að tvíhliða samskiptum við Evrópu- sambandið og gerð tvíhliða samninga þar sem þess gerist þörf um hagsmunamál sem liggja utan ramma EES-samstarfsins. • Aðstoð og samvinna við þróunarríki verður aukin. • ísland taki virkan þátt í uppbyggingu nýs alþjóð- legs öryggiskerfis sem leysi núverandi ástand af hólmi. • íslendingar munu taka virkan þátt í gerð og fram- kvæmd alþjóðlegra samninga á sviði umhverfis- mála til að tryggja að ókomnar kynslóðir getí notið fjölbreytileika lífríkis jarðarinnar og heilnæms um- hverfis. • Leitast verður við að treysta enn frekar grunn sam- starfs á vegum Sameinuðu þjóðanna og Norður- landasamstarfið. Stuðlað verður að friðsamlegri og bættri sambúð þjóða. • Unnið verður að stofhun sérstaks Norðurheim- skautsráðs sem verði samráðs- og samhæfingar- vettvangur þeirra ríkja sem eiga hagsmuna að gæta á Norðurheimskautssvæðinu, sérstaklega á sviði umhverfisverndar og auðlindanýtingar. • íslenskum fyrirtækjum verður tryggður betri mark- aðsaðgangur á stærstu markaðssvæðum heims, svo sem í Asíu og í Ameríkulöndum. • íslenska utanríkisþjónustan verður endurskipu- lögð í samræmi við breytt verkefni og hún mark- visst nýtt fyrir íslenska markaðssókn á erlendri grund. II. HUGMYNDIR L'M AÐGIiRÐIR FYRSTU 100 DAGANA Settar verða á stofn samráðsnefndir stjórnvalda, at- vinnulífs og launafólks um sóknarlínur í atvinnulífi. Hafnar verða viðræður við samtök launafólks um aukinn jöfhuð og réttlæti í skattlagningu einstaklinga. Sérstök áhersla verður lögð á • að jaðarskattar af miðlungstekjum fari ekki yfir 55 % • að skattleysismörk verði hækkuð • að barnabætur verði hækkaðar • að vaxtabætur verði hækkaðar • Fyrsti áfangi í lækkun sjúklingaskatta komi strax til ffamkvæmda með breytingum á reglugerðum og samþykkt laga á Alþingi. • Lagafrumvarp um skattlagningu fjármagnstekna lagt fram og afgreitt á sumarþingi. • Þær skattkerfisbreytingar sem að framan eru tald- ar taki gildi strax í sumar eða í síðasta lagi með ?árlögum næsta árs. samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda verða valin 5-7 áherslulönd í markaðssókn íslendinga til fjar- lægra heimshluta. • Markaðsstarfsemi opinberra aðila erlendis verði endurskipulögð með því að sameina starfsemi útflutningsráðs, markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar og ferðamálaráðs.. • Samþykkt lög á Alþingi sem fela í sér fyrstu aðgerðir til að taka á skuldavanda heimilanna og afgreidd áætlun um langtímaúrbætur í húsnæðis- málum. • Aðgerðaáætlun um að eyða halla ríkissjóðs á næstu árum verður lögð fyrir Alþingi og samþykkt sem grundvöllur fjárlagavinnu fyrir árin 1996 og 1997. • Gengið verður ffá afslætti á orkuverði fyrir ný fyr- irtæki eða vegna aukinnar notkunar starfandi fýr- irtækja. Fyrsti áfangi í jöfnun orkuverðs heimila eftir búsetu korni til framkvæmda. • Umsóknir um styrki til einstaklinga og smærri fýrir- tækja vegna nýsköpunar í atvinnulífi og/eða mark- aðssóknar verði auglýstar í maí og teknar til afgreiðslu í júní. • Teknar verði upp þríhliða viðræður ríkisins, sveitar- félaganna og kennarasamtakanna í samvinnu við samtök foreldra um starf grunnskólans, sérstaklega stoðþjónustu og sérkennslu, ekki síst í dreifbýli, svo og um stöðu ffæðsluskrifstofa og réttindi starfs- manna skólanna frá 1. ágúst 1996. • Samráðsnefnd menntamálaráðuneytis, fjármála- ráðuneytis og samtaka námsmanna endurskoði á lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna, en ákvörðun um samtímagreiðslur námslána verði tekin strax. • Afnumin verði þau skólagjöld sem lögð hafa verið í framhaldsskólum og háskólum. • Kynntar verða fyrsm aðgerðir til að draga úr launa- mun kynja hjá hinu opinbera og nefnd um aðgerðir til að jafna launamun kynja með kerfisbundnu starfsmati og fleiri aðgerðum skili fyrstu tillögum fyrir lok júní. • Samþykkt lög um afhám virðisaukaskatts af bókurn. • Samþykkt erindisbréf samráðsnefndar sem gangi frá tillögum að frumvarpi um rammalöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. • Hafin vinna við endurskoðun sjávarútvegsstefnu, og ákvarðanir um vanda smábátaútgerðar verði teknar strax. • Hafnar verða viðræður við bændasamtökin um mótun landbúnaðarstefnu til næstu ára og tillög- um skilað varðandi vanda sauðfjárbænda í lok júní. • Samþykkt á Alþingi ffumvarp sem lögbindur að allur afli sem ekki fer beint til innlendrar vinnslu fari á markað. • Birtar nýjar reglur um opinberar stöðuveitingar sem tryggi jafnrétti og faglega hæfhi. • Gefin út reglugerð um endurskoðun á dagpen- inga- og risnu- og ferðakostnaðarkerfi ríkisins. • Forsætisráðherra skipi nefnd til að endurskoða verkaskiptingu og fjölda ráðuneyta. • Alþingi afgreiði þingsályktunartillögu um siða- reglur í stjómmálum og hjá hinu opinbera og und- irbúin Iöggjöf á því sviði. • Sumarþing starfi í maí og júní. Með öflugum stuðningi við Alþýðubandalagið og óháða geta þessi drög að samstarfsgrundvelli vinstri stjórnar orðið að veruleika. Sterk útkoma G-listanna er beittasta vopnið gegn áframhaldandi stöðnun og úrræðaleysi hægri stjórnar. Þeir sem vilja ríkisstjórnina burt setja X við G og tryggja samhenta vinstri stjórn strax eftir kosningar. Alþýðubandalagið eg óháðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.