Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 37 AÐSEIMDAR GREINAR Ég á gnllbrúðkaup í ár! og reyna að leysa hann á friðsamleg- an hátt. Okkur' er báðum ljóst, að við þolum illa hættuleg hliðarspor og munum reyna að forðast þau. VII , Mér er það mikið fagnaðarefni að Eg held upp á það laugardaginn 8. apríl - Þú ert hjartanlega velkominn! í:entI££rÍJnsr!í1mínk^rbaeðgvð Jónas Gíslason ÉG á „gullbrúð- kaup“ í ár. 50 ár eru liðin frá því ég gekk til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn. Haustið 1945 var ég í 6. bekk Menntaskólans, heims- styijöldin var á enda og við fögnuðum varanlegum friði. Von- brigðin urðu því sár, er Sovétríkin tóku þega færa út áhrifasvæði sitt í Evrópu — oft með ofbeldi. ísland var mikilvægt fyrir varnir vestrænna þjóða, en beiðni Bandaríkjanna um að fá að halda aðstöðu hér olli vonbrigðum og var hafnað. Þá töldum við nægja, að Hjálpræðisherinn yrði á ný eini „herinn" á íslandi, en hann berst með „vopnum“ kærleikans og bjargar mannslífum! II Við vorum ekki margir - stúdent- arnir - sem vörðum vestrænan mál- stað í stríðslok og við áttum á bratt- ann að sækja, en við gengum ótrauð- ir fram í fullvissu þess að málstaður okkar væri góður. Árið 1946 var samið um að Bandaríkin færu með herinn burt, en væru heimil viss af- not af vellinum. Miklar deilur hófust með þjóðinni og haldnir voru kapp- ræðufundir, þar sem harkan var oft mikil, enda mörgum heitt í hamsi. Þessi miklu átök náðu hámarki 30. marz 1949, er kommúnistum mis- tókst að trufla starfsfrið Alþingis. Mikil ábyrgð hvíldi á herðum okkar - nokkurra háskólastúdenta - er vorum í innsta hring stuðnings- manna löglegra stjórnvalda og tók- um þátt í ákvörðunum dagsins! Við héldum hópinn - nokkrir vinir og samheijar - áttum sannfæringar- kraft æskunnar og vorum reiðubún- ir að beijast fyrir framgangi þess, er við töldum til heiila horfa fyrir land og lýð. Okkur dreymdi stóra framtíðardrauma. Við trúðum því að mennskan legði okkur þunga ábyrgð á herðar og vorum reiðubún- ir að takast á við vandann. Við vor- um sammála um, að mannlíf - mótað af grundvallar-kenning- um kristinnar trúar - væri hið eina rétta markmið allra þjóðfé- lagsafskipta okkar og enginn mætti traðka á þeim, sem minnimáttar eru. Ég lagði ríka áherslu á skyldu okkar að taka alvarlega tví- þætt kærleiksboð Krists um elsku til Guðs og náungans og reyna að móta þjóðfélagið sem mest í anda þess. Á þessum árum kynnt- ist ég þeim tveimur mönnum, er höfðu mikil áhrif á stjórnmálaskoðanir mínar og ég met flestum meir. Rúmlega tvítugur varð ég trúnað- armaður Bjarna Benediktssonar í kirkjumálum og var það, unz hann andaðist. Það varð mér lærdómsrík- ur skóli. Þá tel ég mér til gildis, að hafa fengið að njóta náinnar vináttu og trausts Geirs Hallgrímssonar - þess vammlausa manns er ég met flestum mönnum meir - og sú vin- átta entist, meðan hann lifði. III Ég dró mig snemma út úr beinni þátttöku i landspólitík, því að ég fann mig kallaðan til starfa á öðrum vettvangi, þótt ég hafi aldrei slitið „hjónabandinu" mínu við Sjálfstæð- isflokkinn. Það kemur fyrir í beztu „hjónaböndum“, að hjón eru ekki alltaf sammála um allt. Tveir ein- staklingar, sem ganga í hjónaband, eru áfram sjálfstæðir einstaklingar, um leið og þeir eru „eitt hold“, eins og segir í Heilagri ritningu. Ég held, að því aðeins geti hjón verið sam- mála um allt, ef annar aðilinn þreng- ir skoðunum sínum upp á hinn - beint eða óbeint. Stundum getur hvesst í góðu hjónabandi, en oftast lægir aftur og án þess nokkur viti um „hvassviðrið" nema þau tvö, sem tókust á. En stundum getur hvesst svo mjög, að hávaðinn heyrist alla leið fram á gang, er hjónakornin brýna raustina, einkum þegar um- ræðan fjallar um mál, er mestu varða Athugasemd - vegna ummæla framkvæmdastjóra VSÍ ÞÓRARINN V. Þórarinsson harmar í viðtali við Mbl. fimmtudag- inn 30. mars sl. „missagnir háskóla- manna“ sem hann segir vera „á full- komnum villigötum“. Þórarinn lætur ekki staðar numið í viðtalinu heldur ásakar hann undirritaðan um „fuh- komlega ábyrgðarlaust fleipur". Á meðan Þórarinn sannar ekki mál sitt eiga ofangreindar tilvitnanir við um hann sjálfan. En víkjum þá að missögnum Þórarins. 1. Þórarinn ber saman lauslegt mat BHMR á áhrifum samninganna eftir skatt fyrir launamenn sem BHMR taldi um 15% á tímabilinu við mat Þjóðhagsstofnunar og VSÍ á meintum áhrifum „sérkrafnanna" sem þeir telja vera um „0,3% ígildi launakostnaðar". Þvílík útúrsnún- ingsfræði. BHMR hefur ekki lagt neitt mat á sérkröfur ASÍ-félag- anna. BHMR hefur heldur ekki met- ið áhrif kjarasamninganna á launa- kostnað fyritækjanna, enda er ýmsu af kostnaði vegna kjarasamning- anna komið á ríkissjóð. BHMR hefur einfaldlega reynt að meta hækkun launa og launatengdra kjara eftir skatt á tímabilinu hjá launamönnum. 2. Mat VSÍ á áhrifum kjarasamn- inganna liggur ekki opinberlega fyr- ir. Mat ASÍ (sjá Fréttabréf ASÍ) sýnir að laun hækka á bilinu 6,4-14,5%. Þá eru ótaldar allar hækkanir vegna sérkjarasamninga Það myndi gleðja okkur báða, mig og Sjálfstæð- isflokkinn, segir Jónas Gíslason, ef þið gætuð átt samleið með okkur þennan dag, 8. apríl næstkomandi. í lífinu. Þá getur stundum farið svo, að upp úr sjóði og allt stefni að slit- um. Þá er oft eina ieiðin sú að reyna að kryfja málin og kanna hvort hjón- in geti jafnað ágreininginn og nálg- azt á ný. IV Mér er engin launung á því, að stundum hefur hvesst í hjónabandi mínu og Sjálfstæðisflokksins og hef- ur þá stöku sinnum mátt greina all- hörð orðaskipti, þegar við höfum tekizt á í fullri alvöru. Óvenju „kröpp lægð“ gekk nýlega yfir okkur - mig og flokkinn minn - og náði hámarki 21. marz sl., er hvirfilvindur skall á okkur. Ég var bæði sár og gramur yfir þvi, sem ég heyrði um flokkinn minn og fannst hann vera að stíga slíkt hliðarspor, að helzt líktist „framhjáhaldi" í mínum augum. Ég taldi mig jafnvel tilneyddan að skilja við flokkinn minn, ef hann breytti ekki um stefnu! Ég brýndi því raust- ina og lýsti skoðun minni umbúða- laust - eins og ég er vanur, er þörf gjörist - en þó sennilega talsvert hærra en oftast áður. Deilan stóð um eina fremstu sjúkrastofnum þjóðarinnar, sem sannað hefur ágæti sitt. Ég þurfti ekki að mynda mér skoðun á deildinni eftir frásögn ann- arra, því að ég hef sjálfur legið þar rúma þrjá mánuði og fundið breyt- inguna, sem á mér varð, auk þess sem ég hef orðið vitni að ótal krafta- verkum á mörgum sjúklinganna. V Mér var engin leið að sætta mig við þetta. í sársauka mínum sendi ég flokknum mínum- kveðju og setti honum tvo kosti: Annaðhvort hætti hann við að breyta Grensásdeildinni eða við værum skildir að skiptum! Og að hætti hjóna, er orðið hafa saupsátt, en vilja sættast, ef þess er nokkur kostur, höfum við nú ræðzt við - að hluta til í áheyrn alþjóðar, en einnig í kyrrþey. Og storminn hefur lægt. Við erum sátt- ir. Að frumkvæði forsætis-, fjár- mála- og heilbrigðisráðherra hefur með aukafjárveitingu verið tryggður óbreyttur rekstur Grensásdeildar- innar. Fyrir það ber að flytja þessum ráðherrum kærar þakkir. Þeir hafa vaxið af þessu verki sínu. Þar sem ég hef ekki orðið var við áhrif frjáls- hyggjumanna í þessari kosningabar- áttu, er ekkert lengur því til fyrir- stöðu, að ég veiti Sjálfstæðisflokkn- um - gamla flokknum mínum - fullt brautargengi í þessum kosning- um, eins og jafnan áður. Mikið er ég feginn, að við höfum fyrirgefið hvor öðrum og ákveðið að halda hjónabandi okkar áfram. Og við munum áfram ræðast við í hrein- skilni, ef ágreiningur rís með okkar, höfum náð fullum sáttum, því að auðvitað þykir okkur vænt hvorum um annan. Hvernig hefðum við öðr- um kosti þolað hvor annan í hálfa öld? Við höfum ákveðið að halda upp á gullbrúðkaupið nk. laugardag 8. apríl. Okkur langar að sjá sem allra flesta vini okkar - og aðra, er vilja samfagna okkur - hitta okkur þann dag á kjörstað. Þið megið sleppa bló- munum, en hitt mundi gleðja okkur báða - mig og Sjálfstæðisflokkinn - ef við gætum átt samleið þann dag. Ég er bjartsýnn og vænti íjölmenn- is! P.s. Mig langar til að þakka mætum og grandvörum vini mínum - Jóni Helgasyni - kærlega fyrir vinsam- lega - og næsta óvænta kveðju, þar sem hann segir ma: „Aliir, sem þekkja sr. Jónas Gislason, vita að það, sem hann segir, er af einlægni og heilum huga mælt.“ Ég þakka falleg og vinsamleg orð Jóns Helga- sonar, sem er með allra mætustu framsóknarmönnum, sem ég þekki. Þótt honum hafi yfirsést, að ég lýsti erfiðleikum mínum á að styðja flokk- inn minn að óbreyttri afstöðu. Flokk- urinn hefur breytt afstöðu sinni og því mun ég kjósa hann. Ég leyfl mér að hvetja fólk til að fara að ráðum hans, er hann segir: „Bændur og aðrir... verða því að bregðast við á sama hátt og sr. Jón- as Gíslason og sýna það i verki með atkvæði sínu á kjördag." Þakka þér kærlega fyrir þennan óvænta stuðning. Við kjósum þá væntanlega báðir Sjálfstæðisflokkinn á laugardaginn kemur? Höfundur er vígslubiskup. landssambanda ASÍ og hækkanir vegna skattalagabreytinga. ÞHS gerir ráð fyrir 0,3% hækkun launa- kostnaðar fyrirtækja. í því mati er gert ráð fyrir að sérkjarasamningar Rafiðnaðarsambandsins leiði ekki til neinna launabreytinga (þó að RSÍ hafi verið tilbúið að slást fyrir kröf- um sínum með verkfalli), að Samiðn hafi fremur samið um launalækkun en launahækkun (!) og að meginatr- iði samninga Verkamannasam- bandsins, kauptryggingarsamning- arnir, leiði ekki til neinna launa- breytinga. Þetta eru aðeins dæmi um matsaðferðir. BHMR hefur bent á að margir launamenn fái í sérkja- rasamningum launahækkanir vegna menntunar og starfsaldurs, vegna fastlaunasamninga og vegna breyt- inga á vinnutímaákvæðum. BHMR hefur líka bent á að yfirvinnulaun sumra hafa hækkað vegna breyttra viðmiða yfirvinnukaups. Og BHMR hefur vakið athygli á launaáhrifum kauptryggingarsamninga. Að lokum er þörf á að árétta að mat BHMR miðar við launahækkanir eftir skatt þ.e. að meðtöldum skattalagabreyt- ingum vegna iðgjalda til lífeyrissjóðs en BHMR hefur ekki lagt mat á áhrif breytinga á kostnaðarþáttum eins og hlífðarfötum. Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR. Af hverju Alþýðuflokkinn? HINIR andstæðu pólar í is- lenskum stjórnmáium eru nú aðrir en áður var. Átakalínur í stærstu umbótamálum þjóð- arinnar liggja þvert í gegn um alla stjórnmálaflokka landsins, nema einn: Alþýðuflokkinn - Jafnaðarmannaflokk íslands. Aðeins Alþýðuflokkurinn kemur til þessara kosninga með skýra, róttæka og frjáls- lynda umbótastefnu í mikil- vægustu framtíðarmálum þjóðarinnar. Aðeins Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á opið hagkerfi með virkri samkeppni, afnám hafta og einokunar og að laða eigi að erlenda fjárfestingu. Við telj- um að hlutverk stjórnvalda eigi að vera að leggja með almennum hætti til fijósaman jarðveg fyrir þá sem vilja sá til nýrrar uppskeru. Við minn- um á að Alþýðuflokkurinn var eini flokkurinn sem stóð heill og óskiptur að samningnum um evrópska efna- hagssvæðið. Aðeins Alþýðuflokkurinn er þeirrar skoðunar að útgerðarmenn eigi af réttlætis- og hagkvæmnisástæðum að greiða veiðigjald til þjóðarinnar fyrir afnot sín af sameign hennar, auðlindum sjávar. Aðeins Alþýðu- flokkurinn hefur lagt á það áherslu að þessi sameign verði bundin í stjóm- arskrá. Aðeins Alþýðuflokkurinn hefur skynsamlegar tillögur til lausnar á þeirri sjálfheldu sem bændur og neyt- endur eru komnir í vegna ofstjórnar og hafta landbúnaðarkerfisins. Flokk- urinn vill afnema framleiðslutengda styrki, en taka í staðinn upp jafnar búsetugreiðslur („grænar greiðslur"). Bændur eiga að endurheimta frelsi sitt til að ákveða í samræmi við lög- mál markaðarins hvað þeir framleiða, Margrét S. Björnsdóttir Vilhjálmur Þorsteinsson Alþýðuflokkurinn geng- ur til kosninga með skýra, róttæka og frjálslynda umbóta- kröfu, segja Margrét S. Björnsdóttir og Vil- hjálmur Þorsteinsson, og bæta því við að sigur kosti kjark. hvernig og í hvaða magni. Aðeins Alþýðuflokknum er treyst- andi til að standa vörð um velferð okkar og samhjálp til frambúðar. Jafnaðarmenn munu ekki hvika af varðstöðu sinni um þau grunngildi sem velferðarþjóðfélagið grundvall- ast á. Sú varðstaða felst ekki síst í því að tryggja undirstöður þess til frambúðar með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Aðeins Alþýðuflokkurinn bendir á að reglan einn maður - eitt atkvæði fjallar um grundvallarmannréttindi í lýðræðisþjóðfélagi. Flokkur- inn vill jafna vægi atkvæða og gera landið að einu kjör- dæmi, enda eðlilegt að þjóðin sigli öll í sama báti. Samhliða þessari breytingu þarf að færa verkefni til stærri og öflugri sveitarfélaga. Aðeins Alþýðuflokkurinn vill að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Flokk- um ber að hafa framtíðarsýn. Undan því hefur Alþýðuflokkurinn aldrei skorast. Þetta mál er á dag- skrá. Það varðar framtíðarheill unga fólksins og atvinnutækifæri þess á næstu árum og áratugum. Hér verða ekki sköpuð þau 12.000 störf sem þörf er á til aldamóta nema íslend- ingar standi jafnfætis nágrannaþjóð- um sínum S Evrópu hvað varðar lífs- kjör fólks, verð matvæla, fjölbreytni atvinnulífs og almennt umhverfi þess. Þá er það íslendingum nauð- synlegt sem sjálfstæðri þjóð að geta haft áhrif á ákvarðanir sem teknar eru í samstarfí bræðraþjóða okkar í Evrópu og varða hag okkar í smáu sem stóru. • Látum ekki framsóknarmenn allra flokka sameinast eftir þessar kosn- ingar um óbreytt ástand og sam- tryggingu sérhagsmunanna. Hvert atkvæði skiptir máli fyrir þá framtíð sem búin er íslensku þjóðfélagi. Sig- ur hefur alltaf kostað kjark. Þann kjark er að fínna í Alþýðuflokknum - Jafnaðarmannaflokki íslands. Höfundar eru félagar í Alþýðuflokknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.