Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KOSNINGABAR- ÁTTAN OG S JÁV- ARÚTVEGSMÁLIN SJÁVARÚTVEGSMÁLIN og fiskveiðistjórnunarkerfið hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna í vaxandi mæli síð- ustu daga. Segja má, að frambjóðendur allra flokka hafi í flest- um, ef ekki öllum kjördæmum landsins, staðið frammi fyrir spurningum kjósenda um ýmsa þætti fiskveiðistefnunnar. Þetta hefur auðvitað verið mest áberandi í sjávarplássunum í kring- um landið en umræður meðal almennings á höfuðborgarsvæð- inu um þessi mikilvægu mál eru einnig orðnar mun meiri en áður. Þetta er sérstakt, fagnaðarefni. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar skv. lögum, sem Alþingi íslendinga hefur sett og það er eitt af stærstu málum okkar samtíma hvernig og með hvaða hætti skuli nýta þessa auðlind. Sjávarútvegsmálin hafa ekki orðið eitt af helztu málum kosningabaráttunnar vegna þess, að stjórnmálaflokkarnir hafi lagt sérstaka áherzlu á þau. Að vísu hafa frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum og frambjóðendur Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi tekið þessi málefni til umræðu og hvor aðili um sig lagt fram tillögur um ný fiskveiðistjórnun- arkerfi. í báðum tilvikum hafa forystumenn flokkanna hins vegar lagst gegn þessum tillögum. Meginástæðan fyrir því, að sjávarútvegsmálin eru orðin að kosningamáli er sú, að fólkið í landinu hefur tekið þau á dag- skrá og til umræðu. Það er sjaldgæft, að almenningur hafi frumkvæði að því að taka mál til umræðu í aðdraganda kosn- inga en það hefur gerzt með afgerandi hætti að þessu sinni. Á því eru margar skýringar. En ein sú helzta er að greiðsla erfðafjárskatts af kvóta hefur vakið upp mikla reiði meðal fólks og opnað augu þess fyrir ágöllum kvótakerfisins. Islend- ingar geta ekki sætt sig við að kvótinn gangi í erfðir og allir aðrir verði eins konar leiguliðar hjá kvótaeigendum. Það hefur komið rækilega í ljós, að skoðanir um fiskveiði- stefnuna eru mjög skiptar. Þær fara mjög eftir því í sjávar- plássum hvar hagsmunir manna liggja. En margir hafa þung- ar áhyggjur af ýmsum aukaverkunum núverandi kerfis svo sem því að miklu magni af fiski sé hent í sjóinn. Grundvallar- atriðið er þó það, að landsmenn munu ekki sætta sig við að helzta auðlind landsmanna verði afhent fámennum hópi fólks endurgjaldslaust. Frambjóðendur flokkanna hafa verið illa undir það búnir, að fiskveiðimálin kæmust á dagskrá í kosningabaráttunni og ávallt lent í vandræðum, þegar málið hefur borið á góma. Þetta kom ekki sízt í ljós undir lok kosningafundar, sem Stöð 2 efndi til á Hótel Sögu en þar var fjallað um þetta mál eins og hálfgerðan hégóma og var lítið, sem ekkert á þeim umræð- um að græða. En væntanlega er forystumönnum stjórnmála- flokkanna að verða ljóst, að endurskoðun fiskveiðistefnunnar hlýtur að verða eitt stærsta og brýnasta málið á dagskrá nýrr- ar ríkisstjórnar og nýkjörins Alþingis. Stjórnmálaflokkarnir geta einfaldlega ekki lokað augunum fyrir því, sem er að ger- ast í landinu í þessum efnum. Það er að spretta upp grasrótar- hreyfing, sem krefst endurskoðunar fiskveiðistefnunnar í grundvallaratriðum, sem krefst þess að eigandi auðlindarinnar fái eðlilegt gjald fyrir að veita öðrum afnot af auðlindinni. Þessi krafa er að verða svo hávær, að engin ríkisstjórn getur tekið við völdum án þess að setja nýja fiskveiðistefnu efst á blað. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið í hópi þeirra, sem hafa ekki aðhyllzt gjaldtöku vegna nýtingar auðlindarinnar. Hins vegar lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins því yfir fyrir kosningarnar 1991, að hann teldi eðlilegt, að ákvæði um að auðlindin væri sameign þjóðarinnar yrði tekið upp í stjórnarskrá lýðveldisins. Fyrir nokkrum vikum lýstu meira og minna allir stjórnmálaflokkar fylgi við þá hugmynd að taka slíkt ákvæði upp í stjórnarskrá og verður að ætla, að það verði gert á nýju þingi. En jafnframt hefur Davið Oddsson tekið af skarið um það, að hann muni lúta vilja meirihluta flokksmanna sinna í þessum efnum og sagði um það mál í viðtali við ríkissjónvarpið sl. mánudagskvöld: „... ef að svo fer að meirihluti flokksins sam- þykkir veiðileyfagjald þá ber mér sem öðrum að laga mig að þeirri stefnu flokksins. Maður vill auðvitað leiða sinn flokk en í mörgum tilfellum þarf maður einnig að lúta niðurstöðu meiri- hlutans.“ í framhaldi af þeim umræðum, sem fram hafa farið á kosn- ingafundum um land allt um fiskveiðimálin, má gera ráð fyrir stórauknum umræðum innan Sjálfstæðisflokksins um þennan málaflokk m.a. á næsta landsfundi flokksins. Margt bendir til þess, að þáttaskil séu að verða í baráttunni fyrir nýrri fisk- veiðistefnu í þessari kosningabaráttu. Það hefur tekið langan tíma. Næsta kjörtímabil verður því tímabil mikils umróts og vonandi víðtækra umbóta í fiskveiðimálum. * Atta framboðslistar beijast um 12 þingsæti í Reykjaneskjördæmi BANKAMÁL REYKJANESKJÖRDÆMI: Úrslit í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 1987 Gild atkvæði/Samtals 1983 Atkvæði % 28.927 100,0 Fjöldi þingm. Fjöldi þingm. Atkvæði % 35.565 100,0 11 1991 Atkvæði % 38.810 100,0 11 Fjöldi þingm. 1995 í framboði Alþýðuflokkur 4.289 14,8 1+1 6.476 18,2 2 9.025 23,3 3 X Framsóknarflokkur 3.444 11,9 0 7.043 19,8 2 5.386 13,9 1 X Sjálfstæðisflokkur 12.779 44,2 3+1 10.283 28,9 3 15.851 40,8 5 X Alþýðubandalag 3.984 13,8 1 4.172 11,7 1 4.458 11,5 1 X Samtök um kvennalista 2.086 7,2 0+1 3.220 9,1 1 2.698 7,0 1 X Bandalag jafnaðarmanna Borgaraflokkur Flokkur mannsins Verkamannafl. íslands Frjálslyndir Heimastjórnarsamtök Öfgas. jafnaðarmenn Grænt framboð Þjóðarfl./FI. mannsins Kristil. stjórnmálahr. Náttúrulagafl. íslands Þjóðvaki 2.345 8,1 0+1 84 3.876 411 0,2 10,9 1,2 0 2 0 m * *T * 99 0,3 0 315 0,8 0 88 0,2 0 459 1,2 0 112 0,3 0 319 0,8 0 x x Þingsætumim fjölgar frá síðustu kosningum Þingsætum fjölgar um eitt í Reykjaneskjör- dæmi frá síðustu kosningum og að mati Guðmundar Sv. Hermannssonar verða kosningaúrslitin þar tvísýn og spennandi AÐ ER ekki heyglum hent að heyja kosningabaráttu í Reykjaneskjördæmi því hagsmunir íbúa þar eru mjög ólíkir eftir stöðum. Þannig eru sjávarútvegsmál efst á baugi á Suður- nesjum og sjónarmiðin mismunandi eftir greinum. Kjördæmið nær einnig yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðis- ins þar sem hagsmunamálin eru al- mennari. Og í Kjósarsýslu og Kjalar- nesi er stundaður landbúnaður, bæði hefðbundinn og verksmiðjubúskapur. Nú eru 12 þingsæti til skiptanna á Reykjanesi, en eitt þingsæti hefur bæst þar við frá síðustu kosningum. Kjördæmissætin eru 10 og að auki er tveimur jöfnunarsætum úthlutað eftir úrslitum á landinu öllu. Alls er 48.560 manns á kjörskrá, eða rúmlega 25% af heildinni. Kjósend- um' á Reykjanesi hefur fjölgað um 4.200 frá síðustu kosningum en þá var kjörsókn 88,5%. Átta framboðslistar bjóða nú fram. A-listi Alþýðuflokks - Jafnaðar- mannaflokks Islands, B-listi Fram- sóknarflokks, D-listi Sjálfstæðis- flokks, G-listi Alþýðubandalags og óháðra, J-listi Þjóðvaka, K-listi Kristi- legrar stjórnmálahreyfíngar og N-listi Náttúrulagaflokks Islands og V-listi Samtaka um kvennalista. Reykjaneskjördæmi hefur lengi ver- ið eitt höfuðvígi Alþýðuflokks. Árið 1979 fékk flokkurinn 24,2% atkvæða og tvo þingmenn, árið 1983 datt fylg- ið niður í 14,8% en flokkurinn hélt þingmönnunum tveimur. Það ár buðu Bandalag jafnaðarmanna og Kvenna- listi fram í fyrsta skipti og fengu 7-8% hvor í kjör- dæminu. Fylgi Alþýðu- fiokksins jókst í 18,2% í kosningunum 1987 og í 23,3% í kosningunum 1991. Emil Jónsson var lengi þingmaður flokksins í kjördæminu. Frá 1934 til 1959 var hann þingmaður Hafnar- fjarðar en þingmaður Reyknesinga frá 1959 til 1971. Guðmundur í. Guð- mundsson sat einnig lengi á þingi fyr- ir flokkinn, sömuleiðis Jón Ármann Héðinsson, Karl Steinar Guðnason og Kjartan Jóhannsson. Framsóknarflokkur fékk þingmann á Reykjanesi eftir kjördæmabreyting- una 1959, Jón Skaftason, sem sat á þingi fyrir flokkinn til 1974 en náði þá ekki kjöri. Árið 1979 fékk flokkur- inn 17,3% og aftur þingmann í kjör- dæminu en árið 1983 fékk flokkurinn 11,9% og missti þingmanninn. Eftir það flutti Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður flokksins, sig frá Vestfjörðum til Reykjaness og flokk- urinn fékk 19,8% og 2 þingmenn kjörna árið 1991, Steingrím og Jóhann Einvarðsson. í kosningunum 1991 fékk flokkurinn síðan 13,9% og einn þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið stærsti flokkurinn á Reykjanesi. Árið 1979 fékk flokkurinn 39,8% og þrjá þingmenn, árið 1983 44,2% og fjóra þingmenn, árið 1987 fór fylgið niður í 28,9% og þrjá þingmenn; þá fékk Borgaraflokkurinn 19,2% og tvo þingmenn í kjördæminu. I síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,8% og fímm þingmenn. Ólafur Thors var þingmaður Sjálf- stæðisflokks á Reykjanesi frá 1959 til 1964 en var áður þingmaður Gull- bringU; og Kjósarsýslu frá 1924. Matt- hías Á. Mathiesen var þingmaður Reyknesinga frá 1959 til 1991. Ólafur G. Einarsson var fyrst kjörinn á þing fyrir flokkinn 1971 og Salome Þorkels- dóttir sat á þingi frá 1979 til 1995. Alþýðubandalagið hefur átt fast þingsæti á Reykjanesi frá stofnun 1956. Finnbogi Rútur Valdimarsson var þingmaður Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1949-1959 og síðan þingmaður Reyknesinga til 1963. Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson voru lengi þingmenn Al- þýðubandalagsins á Reykjanesi, Gils frá 1963 til 1979 og Geir frá 1963 til 1991. Flokkurinn fékk 18,3% atkvæða í kosningunum 1979, 13,8% árið 1983, 11,7% árið 1987 og 11,5% árið 1991. Kvennalistinn hefur átt þingmann á Reykjanesi frá því flokk- urinn bauð fyrst fram 1983. Kristín Halldórsdóttir sat á þingi fyrir flokk- inn til 1989 þegar Anna Ölafsdóttir Björnsson tók við. Flokkurinn fékk 7,2% fylgi árið 1983 og 9,1% fylgi árið 1987 og fékk þá kjördæmakosinn þingmann á Reykjanesi. Árið 1991 fékk flokkurinn 7% en hélt þingsætinu. í síðustu kosningum buðu sex smá- flokkar fram á Reykjanesi sem ekki bjóða fram nú og fengu samtals 3,6%. Nokkrar breytingar hafa orðið á framboðslistum frá síðustu kosning- um, þó mestar hjá Framsóknarflokki sem hefur alveg skipt um menn í efstu sætunum. B-listann leiðir Siv Friðleifs- dóttir bæjarfulltrúi, Seltjarnarnesi, en Steingrímur Hermannsson var í efsta sæti 1991. í öðru sæti er Hjálmar Árnason skólameistari, Keflavík- Njarðvík-Höfnum, en Jóhann Ein- varðsson alþingismaður var þar áður. í þriðja sæti er Drífa Sigfúsdóttir for- seti bæjarstjórar, KNH. Á A-lista Alþýðuflokks er Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra, Kópavogi, í efsta sæti en var síðast í 3. sæti. Þá leiddi Jón Sigurðsson bankastjóri listann. I öðru sæti er nú Guðmundur Árni Stefánsson alþingis- maður, Hafnarfirði, en hann var í 4. sæti síðast, og í þriðja sæti er Petrína Baldursdóttir alþingismaður, Grinda- vík, sem var í 5. sæti listans árið 1991. Hjá V-lista Kvennalista er Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalist- ans, Seltjarnarnesi. í efsta sæti en hún tekur við af Önnu Ólafsdóttur Björns- son. Kristín var áður þingmaður Kvennalista en hætti vegna útskipta- reglu flokksins. í öðru sæti er Bryn- dís Guðmundsdóttir kennari, Hafnar- firði, en hún var áður í 13. sæti, og í þriðja sæti er Kristín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ, en hún var áður í 2. sæti. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra, Garðabæ, leiðir D-lista Sjálfstæðisflokks eins og í nokkrum undan- förnum kosningum en í öðru sæti er nú Árni Mathi- esen alþingismaður, Hafn- arfirði. Hann færist upp um eitt sæti frá síðustu kosningum en Salome Þor- kelsdóttir, sem var í 2. sæti féll í próf- kjöri í vetur. í 3. sæti nú er Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður, Mosfellsbæ, í 4. sæti er Árni Ragnar Árnason alþingismaður, Keflavík- Njarðvík-Höfnum, og í 5. sæti er Krist- ján Pálsson fyrrverandi bæjarstjóri, KNH, en hann er nýr á lista flokksins. Ólafur Ragnar Grímsson, alþingis- maður, Seltjarnarnesi, og Sigríður Jóhannesdóttir kennari, Keflavík- Njarðvík-Höfnum, eru í tveimur efstu sætum G-lista Alþýðubandalags eins og í síðustu kosningum. I þriðja sæti er nú Kristín Guðmundsdóttir formað- ur Sjúkraliðafélags íslands, Kópavogi. Á J-lista Þjóðvaka er Ágúst Einars- son prófessor, Seltjarnarnesi, í efsta sæti. Ágúst var meðal annars vara- þingmaður Alþýðuflokksins á Suður- landi 1978-1983. í öðru sæti er Lilja Á. Guðmundsdóttir kennari, Reykja- vík, og í 3. sæti er Jörundur Guð- mundsson markaðsstjóri, Vogum. K-lista Kristilegrar stjórnmála- hreyfingar leiðir Guðmundur Örn Ragnarsson prestur, Reykjavík. í öðru sæti er Böðvar Magnússon rafsuðu- maður, Bessastaðahreppi og í 3. sæti er Finnbogi Hallgrímsson öryggisvörð- ur, Kópavogi. Á N-lista Náttúrulagaflokks er Að- alheiður Einarsdóttir húsmóðir, Kópa- vogi, í efsta sæti. Sigríður Bachmann húsmóðir, Reykjavík, er í 2. sæti og Úlfur Ragnarsson læknir, Reykjavík, er í 3. sæti. Flokkarnir leggja almennt talsverða áherslu á atvinnumál í kjördæminu, þá einkum sjávarútvegsmál. Einnig hafa jafnréttismál kynjanna verið áberandi en óvenju margar konur eru í efstu sætuhi framboðanna. Kvótakerfið er ekki sérlega vinsælt á Suðurnesjum og því eru sjávarút- vegsmálin þar nokkuð erfið fyrir Sjálf- stæðisflókkinn sem byggir stefnu sína á lítið breyttu kerfi. Aðrir flokkar hafa lagt til breytingar á kvóta- kerfinu, og vilja m.a. leggja aukna áherslu á bátaútgerð með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal eru frambjóðendur Framsóknarflokks á Reykjanesi og hafa áherslur þeirra í sjávarútvegsmálum ekki vakið mikla hrifningu flokksforystunnar. Samkvæmt skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar HÍ, sem Morgunblað- ið birti í gær, ættu kjördæmasætin 10 að skiptast þannig að Alþýðuflokk- ur fengi 2 menn, Framsóknarflokkur 2, Sjálfstæðisflokkur 4, Alþýðubanda- lag 1 og Þjóðvaki 1. Baráttan um jöfn- unarsætin tvö myndi standa milli Sjálf- stæðisflokks, Álþýðubandalags og Þjóðvaka. Hins vegar var úrtakið í könnuninni lítið og skekkjumörkin því víð. Hagsmunir ólíkir eftir stöðum Margar konur ofarlega á listum Hart deilt um verk- efni Seðlabanka Stjómendur banka o g sparísjóða segja að Seðlabankinn sé að vasast í ýmiss konar smásöluviðskiptum sem ekki eigi þar heima. Seðlabankinn vísar þessu á bug og segist í meginatriðum stunda eðlilega Seðlabanka- starfsemi í samræmi við lög, eins og Kristinn Briem komst að raun um STJÓRNENDUR banka og sparisjóða hafa lengi haft hom í síðu Seðlabankans fyrir að leyfa starfsmönn- um sínum að opna tékkareikninga í bankanum. Bent hefur verið á að þetta sé fullkomlega óeðlilegt og þekkist hvergi að einstaklingar eigi með þessum hætti viðskipti við Seðlabanka. Þessar gagnrýnisraddir hafa heyrst af og til innan bankakerfisins en hafa ekki farið hátt utan þess. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka, bætti um betur á þingi Sambands íslenskra banka- manna nýlega, þegar hann fullyrti að Seðlabankinn stundaði margvís- leg önnur smásöluviðskipti í sam- keppni við bankana. I því 'sambandi bendir Tryggvi á að Seðlabankinn annist m.a. innláns- og gjaldeyri- sviðskipti við sjóði og stofnanir ásamt ráðgjöf vegna erlendra lána. Þar að auki sé um að ræða seðlavið- skipti við erlenda banka, gjaldmiðla- skipti við Norræna fjárfestingar- bankann og ýmsa bankaþjónustu fyrir Þjónustumiðstöð ríkisverð- bréfa. Betra sé fyrir bankann að hætta þessu strax en þurfa fyrir áeggjan Samkeppnisstofnunar að aðgreina þennan samkeppnisrekst- ur. „Byggt á misskilningi“ Seðlabankinn svaraði þessari gagnrýni með greinargerð sem birt- ist í Morgunblaðinu 29. mars og segir það byggt á misskilningi að bankinn ástuhdi samkeppni um við- skipti við viðskiptabankana. Starfs- menn hafi allt frá stofnun átt þess kost að fá laun sín greidd inn á tékkareikninga en engin þjónusta sé þar inhifalin. Varðandi önnur meint smásölu- viðskipti bendir bankinn á að gert sé ráð fyrir því í lögum um bankann að opinberir sjóðir og stofnanir hafi þar innlánsreikninga. Seðlabankinn hafi ekki bætt þau kjör sem hann bjóði í þeim tilgangi að halda við- skiptunum. Seðlabankinn vísar sömuleiðis tii lagaákvæða vegna gjaldeyrisviðskipta við opinbera sjóði sem ekki fara í gegnum gjald- eyrismarkaðinn. „Samkeppnisviðskipti staðfest" „Með greinargerð sinni hefur Seðlabankinn staðfest opinberlega að hann stundi öll þau samkeppnis- viðskipti sem bent hefur verið á,“ sagði Tryggvi Pálsson. „Reyndar má í greinargerðinni sjá ný dæmi sem við vissúm ekki um áður eins og viðskiptin við ÁTVR. Eini munur- inn á afstöðu Seðlabankans og okk- ar til allra þessara viðskipta er að þeim fmnst þetta eðlilegt en okkur finnst þetta óeðlilegt. Málið snýst um hlutverk Seðlabankans. Á það að vera hlutverk Seðlabankans að stunda þessa smásölu?“ Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri SPRON og formaður Sam- bands íslenska sparisjóða, tekur undir það að ekki sé eðlilegt að Seðlabankinn stundi smásöluvið- skipti. „Eg tel t.d. að það hljóti að vera eðlilegt að starfsmenn skipti við þá banka og sparisjóði sem þeir óska eftir. Síðan er ég ákaflega mikið á móti spariáskrift Lánasýslu ríkisins sem fer gegnum Seðlabank- ann. Mér finnst ekki eðlilegt að rík- ið sé í gegnum Seðlabankann að keppa á smásölumarkaði við banka og sparisjóði um innlán. Við gætum fullkomlega annast sölu bréfa fyrir ríkið í áskrift." Baldvin sagðist einn- ig telja óeðlilegt að Seðlabankinn láti starfsmönnum sínum í té ferða- gjaldeyri. Varðandi viðskipti við sjóði og stofnanir sagði hann að samkvæmt lögum þyrftu ýmsir sjóð- ir að vera með sín viðskipti í Seðla- bankanum en þetta gæti heldur ekki talist eðlilegt. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans og formaður Sam- bands íslenskra viðskiptabanka, er sömuleiðis þeirrar skoðunar að Seðlabankinn eigi ekki að stunda smásöluviðskipti sem viðskipta- bankarnir geti annast. „Það er mjög einkennilegt að einstaka starfsmenn hafi tékkareikning á Seðlabanka og mér fyndist það eðlilegra að þeir hefðu tékkareikninga á viðskipta- banka.“ Stefán sagði að þetta mál hefði oft verið rætt við Seðlabank- ann og bankinn vissi um afstöðu viðskiptabankanna. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir það skoðun bankans að Seðlabank- inn eigi ekki að stunda viðskipta- bankastarfsemi af neinu tagi, þar með talið launareikningsviðskipti starfsmanna. Landsbank- inn hafi raunar boðist til að yfirtaka þessi viðskipti við starfsmenn bankans fyrir nokkrum árum en ekki hefði reynst áhugi fyrir því. Hann kvaðst sömuleiðis telja það algjörlega óþarft að Seðla- bankinn ætti í viðskiptum við sjóði, stofnanir, hitaveitur enda stunduðu viðskiptabankarnir þessa starfsemi daglega. Hins vegar væri byggt á ákveðinni heimild í lögum þannig að ástæða væri til að endurskoða lögin um Seðlabankann. „Launareikningar á gráu svæði“ „Við erum í meginatriðum sam- mála íslandsbanka um að Seðla- bankinn eigi fyrst og fremst að stunda starfsemi sem telst til eðli- legrar Seðlabankastarfsemi og ekki vera í samkeppni við viðskiptabank- ana,“ segir Birgir ísleifur Gunnars- son seðlabankastjóri. „Að okkar mati höfum við gert það í meginat- riðum þannig að ágreiningurinn snýst um það hvað telst vera smá- söluviðskipti og hvað ekki. Það er auðvitað ljóst að launareikningar starfsmanna eru á gráu svæði. Hins vegar eru flest stærri atriðin á þann veg að að við teljum að það sé ekki um óeðlileg smásöluviðskipti að ræða.“ Birgir ísleifur segir að bankinn hafi smám saman verið að beina viðskiptum starfsmanna til við- skiptabanka og sparisjóða. Hins vegar sé þetta mikið viðkvæmnismál hjá starfsmönnum. „Starfsmannafé- lagið hefur staðið gegn því að það verði tekið af starfsfólkinu að mega eiga sín viðskipti hér. Við höfum smám saman verið að herða að þessu með því að veita enga þjónustu sem í boði er hjá öðrum stofnunum. Þeim hefur því fjölgað stöðugt sem láta leggja sín laun inn í viðskiptabönk- unum. Það er tvímæla- laust okkar vilji að draga úr þessum viðskiptum.“ Starfsmenn eiga einnig kost á því að fá afgreidd- an ferðagjaldeyri hjá Seðlabankanum þegar þeir ferðast á vegum bankans. „Þennan kostnað greiðir Seðlabankinn og hann er því að eiga viðskipti við sig sjálfan. Okkur finnst það fullkomlega eðli- legt að við megum eiga slík við- skipti.“ „Hitaveitulánið" sérstætt Fjárfestingarlánasjóðir eiga bæði gjaldeyrisviðskipti og innlánsvið- skipti við bankann. „I nýjum lögum um lánastofnanir, aðrar en imrláns- stofnanir, er beinlínis tekið fram að þessir sjóðir mega kalla sig fjárfest- ingarbanka. Þar með er verið að leggja auknar skyldur á Seðlabanka og við getum ekki mismunað bönk- um eftir tegundum, hvort um sé að ræða innlánsstofnanir eða fjárfest- ingarbanka. í Skandinavíu og hvar- vetna þar sem við þekkjum til eru fjárfestingarbankar í viðskiptum við Seðlabanka. Við keppum hins vegar ekki við viðskiptabankana um þessi viðskipti með því að bjóða betri kjör.“ Aðstoð Seðlabankans við lántöku Hitaveitu Akraness og Borgarness er að mati Tryggva Pálssonar skýrt dæmi um samkeppnisrekstur Seðla- bankans. Birgir Isleifur svarar því til um þetta mál að þar sé um mjög einstætt og sérstakt tilvik að ræða. „Alþingi samþykkti að þessi hita- veita fengi sjálfsskuldarábyrgð ríkissjóðs á sínu láni og það má auðvitað jafna því við að ríkissjóður sé sjálfur að taka lán. Slík lán eru reyndar mjög oft afgreidd þannig að ríkissjóður tekur lánið og endur- lánar viðkomandi stofnun. Svo er þó ekki í þessu tilviki og aðstoð okkar við hitaveituna helgaðist af því en hún ákvað sjálf að taka er- lent lán. Samkvæmt lögum er mjög rík skylda lögð á okkar herðar þeg- ar um lán af þessu tagi er að ræða, þ.e. með sjálfsskuldarábyrgð ríkis- sjóðs. Að öðru leyti veitum við ekki ráðgjöf til fyrirtækja eða stofnana." Ráðuneytið óskaði eftir viðskiptum við ÁTVR Þá hefur það komið á óvart að ÁTVR skuli hafa innlánsreikning í Seðlabankanum. „Það er eitt af meginverkefnum Seðlabankans að stunda bankaviðskipti við ríkissjóð og við höfum markað því nákvæm- ari farveg með sérstöku samkomu- lagi sem gert var fyrir tveimur árum. I fyrsta lagi má ríkissjóður ekki hafa yfirdrátt á sínum reikningum í bankanum. Hér er um að ræða allmarga reikninga ríkisstofnana sem ríkissjóður vill að falli undir þennan samning. Þetta eru svo- nefndir samstæðureikningar og þeg- ar allt er lagt saman má ríkissjóður ekki vera í nettóskuld í bankanum. Þetta eru allt A-hluta stofnanir sem hafa bein áhrif á lausafjárstöðu ríkissjóðs. Það er aðeins ein B-hluta stofnun, þ.e. Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins. Tekjur ÁTVR hafa svo mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs að þess var sérstaklega óskað af fjár- málaráðuneytinu að fyrirtækið gæti haft reikning hér. Hins vegar held ég að ÁTVR hafí einnig reikninga í sínum viðskiptabönkum." Ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi frumvaip til nýrra laga um Seðla- banka Islands á árinu 1992 sem ekki hlaut afgreiðslu á þeim tíma. Birgir ísleifur segist ekki sjá að fyrirliggjandi frumvarp feli í sér miklar breytingar á þeim verkefnum sem gagnrýni um smásöluviðskipti hafi beinst að. „Ef eitthvað er þá skerpast frekar línumar í þessum efnum og lagagrunnurinn fyrir þeim viðskiptum sem um er deilt er jafn- vel traustari í frumvarpinu eins og það var lagt fram.“ Gagnrýni banka og sparisjóða á Seðlpbankann er af svipuðum toga og sú gagnrýni sem fram hefur komið á Póst og síma, Skýrr, o.fl. opinbera aðila. Málefni Seðlabank- ans hafa ekki komið inn á borð stofnunarinnar og ekki virðist ætl- unin að vísa því þangað. Bankamenn vonast fremur eftir því Seðlabank- inn sjái að sér í þessu máli og að þetta mál komist á dagskrá við end- urskoðun Seðlabankalaga á næsta kjörtímabili. Hitaveitulánið var undan- tekning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.