Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 45 „Yerum skelfd í umferðinni?“ „Svona lagað ger- ir maður ekki“, Jón Baldvin ÓGN ER yfir oss og skelfing. Enginn er óhultur. Þungvopnaðir síbrotamenn æða um í leit að sak- lausum fórnarlömbum. Lögreglan lítur undan. Óbótamönnunum er ekki refsað. Enginn vill stöðva ógnarverk þeirra, nema Ragnheið- ur Davíðsdóttir. Ragnheiður hefur lagt hart að sér við að vekja athygli á afleiðing- um umferðarslysa. Þjóðfélagið þarfnast skeleggra baráttumanna í því efni. Hún á þakkir skildar, við eigum samleið með Ragnheiði. En það er þetta með aðferðirnar að okkar sameTginlega marki. Hvernig má úr bæta? Eru kannski lög íslams góð fyrirmynd: Bijótir þú bíl eða bein bróður þíns, skal hið sama gjört við þig. Brennimerking fyrir fyrsta hraðaglæp. Eymamissir fyrir að stöðva ekki öll hjól á línunni við stöðvunarskyldu. Handarhögg fyrir að leggja á gulri línu. Nei, refsingar eftirá forða ekki tjóni. Lítum á nokkrar aðferðir til að fækka umferðarslysum: ★ Ógn. Hrikalegar refsingar bíði þeirra sem upp kemst að hafi brot- ið reglur. ★ Áróður. Hann þarf þá að vera stanslaus, vandaður, sífellt end- urnýjaður. ★ „Auga Stórabróður“. Mynda- vélar á hveiju horni, sekt við hveija yfírsjón. ★ Prófun. T.d. á 5 ára fresti. Ódýr leið. Hugleiðið áhrifin. ★ Kennsla. Ökukennslu kippt inn í nútímann. Endurmenntun lög- bundin. Lykilorð: Færni Greinum umræðuna um um- ferðarglæpona snöggvast í tvennt. Geymum aðeins „unglingavanda- málið“, og lítum til okkar eldri sem eigum að vita allt. Meirihluti okk- ar hefur aldrei raunvemlega lært á bíl, en hefur sloppið með það jafnvel í áratugi með varkárnina að vopni. Inngróinn vana til að aka sér milli staða. En hvað gerist þegar eitthvað bregður útaf? Hálkublettur, vind- hviða, eigin mistök eða annarra, eða samverkandi aðstæður: Færn- ina vantar þá til að bjarga málum. Hræðslan ræður. Viðbrögðin eru engin, of sein, röng, eða allt í senn. Pæng. Slys. Sisvona. Slys sem mátti forða með því einfaldlega að kunna á bíl. Með því að viður- kenna að bílinn þarf að þekkja að mörkum hans, og yfir. Vita hvar eigin mörk og bílsins liggja. Æfa aftur og aftur þar til heilinn bregst ósjálfrátt rétt við. Það er of seint að læra það, þegar barn er stokk- ið fyrir bílinn, eða hann rennur á hálkubletti, eða annað kemur uppá þar sem þú þarft að nota allt sem tækið þitt, bílinn, getur. Þetta eru ekki þeir sem Ragn- heiður talar um, því þeirra óhöpp eru bara óhöpp eða hvað? Ekkert við þeim að gera? Það eru glæpa- mennirnir, síbrotamennirnir sem skapa vandamálin. Lausnin: Negl- um helvítin — sennilega í nafni forvarna. Að vísu vantar aðeins á það hveijir flokkast undir „síbrota- menn umferðarinnar". Eru það ólánspésarnir sem keyra fullir meðan þeir hanga utan múra, með eða án skírteinis, eða eru það hin- ir annars siðavöndu góðborgarar sem fylgja umferðinni á Miklu- brautinni í og úr vinnu og bijóta þannig lög oft á dag? Venjulegt fólk slasast daglega, segir Ari Arnórsson, vegna þess að hluti ökumanna hef- ur ekki færni til að aka bílum sínum. Akstur — flug — Hver er munurinn? Lærum af flugheiminum. Hvernig er óhöppum afstýrt þar? Herskari fólks situr jú á jörðu niðri og fylgist með. En þeir geta ekk- ert gert ef færni flugmannsins skortir. Flestöll flugslys verða fyr- ir mannleg mistök. Umferðarslys verða hins vegar nánast eingöngu fyrir mannleg mistök. Hvort er að þínu mati hyggilegra að refsa eftir gerð mistök eða koma í veg fyrir að mistökin séu gerð? Hækka mis- takaþröskuldinn þar til jafnvel erf- iðustu aðstæður verða mönnum ekki ofviða að ráða úr? Flugmönnum er kennt þetta. Kennt að fljúga flugvélum, ekki með eyrunum eða munninum, held- ur með höndunum og fótunum. Þeir eru látnir æfa sig undir drep, og eru síðan teknir reglulega í þjálfun og prófanir í viðbrögðum við óvenjulegum aðstæðum. Færni þeirra til að fljúga flugvélum er markvisst haldið við. Þeir sem ekki ná að tileinka sér færnina í upp- hafi fá ekki að fljúga. Þeir sem missa færnina fá ekki að fljúga lengur. Vildir þú fljúga með flugmanni sem hefði lært á vélina af afspurn, og væri haldið frá óhöppum með hræðsluáróðri í fjölmiðlum? Værir þú öruggur í flugvél hjá hræddum flugmanni, hvaða próf sem hann hefði? Réttindi og svipting þeirra í flugi er ekki byggð á því að senda alla í loftið og rexa svo í Mogganum yfir þeim sem stíma á. Því skyldi umferðin þá vera þannig? Bílar skulu koma árlega í stranga skoðun í hátæknivæddum skoðunarstöðvum, engin miskunn, annars eltir löggan þá uppi með klippurnar. Samt eru það ekki bíl- arnir sem valda óhöppunum. Það eru ökumennimir. Ökumönnum þarf enn ekki að kenna meira en lágmarkið til að slumpast I gegnum mannskaða- slakt bílpróf. Ökuréttindin eru síð- an gefin til lífstíðar! Hver og einn ræður sér eftir það. Er furða að færninni sé ábótavant í umferð- inni? Hver verður ekki rogginn af því, 17 ára, að hafa fengið þetta merka plagg, bleika kortið, fyrir nánast ekki neitt? Slapp með 9 tíma, ma’r! Flaug í gegn um próf- ið! Klassabílstjóri! Ekkert mál! Allir með á rúntinn! Hvað gerist þegar eitthvað kem- ur uppá hjá þessum krökkum? Þar er ástandið enn verra en hjá okkur eldri. Þá er færnin engin. Við- brögðin röng, stjórn mannsins á tækinu hverfur þar sem hann hef- ur aldrei reynt neitt slíkt. Veit ekki hvernig tækið hagar sér. Kann ekki á það. Hefur kannski heyrt margt sagt um hvað á að gera, en heilinn og hendurnar og fæturnir kunna ekki neitt. Um af- leiðingarnar rexum við í Moggan- um, í stað þess að tryggja að þeir sem aki bíl kunni það. Byssur, bílar og baðkör Gömlu lummunni hennar Ragn- heiðar í Mogganum um daginn um hlöðnu byssuna og bílinn er freist- andi að svara með gömlu lum- munni um baðkarið. í og við baðk- arið sitt hafa margir farist. Þyrfti kannski að gefa út (ævilöng?) rétt- indi til að baðast í kari? Er baðkar kannski hættulegt vopn? Hvers er sökin í baðkarsslysum? Hveijum skal refsað? Hengja bakarann, eða smiðinn? Þetta þykir vísast fáum gáfuleg- ur samanburður. Berum þó snöggvast byssuna og bíllinn saman á annan hátt. Hvert ferðu til að puðra úr byssu? Niður Laugaveginn? Nei, þú ferð á opin — eða lokuð — svæði þar sem óhætt er að skjóta að vild. Rétt eins og vera á með bíla. Vilji seytján ára strákur reyna hvar mörkin liggja á bíl sínum (eða mömmu), hvert á hann að fara? Niður Laugaveg og upp Hverfis- götu? Hvar er svæðið sem honum er óhœtt að „hleypa af öllum hættulegu hestöflunum"? Það er víðast hvar hægt að plaffa af byss- um þegar þörfin til þess kemur yfir mann. Það er alls staðar bann- að að reyna sig og bílinn. Að læra á bílinn. Nema í akstursíþróttum. Þar er mikil orka útleyst, manna og bíla. Kappaksturinn af götunum sagði Kvartmíluklúbburinn á sínum tíma, og það gerðist mikið til. En það er bara ekki nóg. Færnin fæst á æfingasvæði Það hefur kostað fy'ölda manns- lífa að hafa ekki svæði fyrir al- menning að reyna sig og bílinn sinn án áhættu, svo kenna megi seytjáningunum á bíl, halda síðan færninni við, og gefa færi á útrás. Þetta svæði kostar brot af þeim kostnaði sem hlýst af því á hveiju ári að það er ekki til. Þetta svæði er staðsett, teiknað, tilbúið nema fyrir það að borga gerð þess. Arð- semi þeirrar þriggja mánaða fram- kvæmdar er meiri en allra annarra vegamannvirkja sem gerð eru ár- lega. Hvers vegna er þetta ekki gert? Skilur þú það? Er lausnin kannski æfingarakst- urinn, sem er nú loks leyfður hér eins og í öðrum löndum. Nei segja ökukennarar í kjallaragreinum, foreldrar eru jafnvel villingar sem gjörspilla barninu — og kunna sjálfir ekkert á bíl. Af hveiju skyldi það nú vera? Ekki þó af því foreldrarnir fengu ónóga kennslu og sluppu í gegnum ónýtt bílpróf og lærðu lítið eftir það annað en ósiði? Hvernig væri að beijast fyrir meiri kröfum um færni til aksturs. Það ætti að færa ökukennurum spón í ask, fyrir nú utan þjóðþrifin. Er það kannski eitthvað sem má ekki nefna, akst- ursfærni? Eru kannski allir sem halda sig utan síbrotamannaskilgreiningar- innar hennar Ragnheiðar pottþétt- ir ökumenn? Kunna allt sem þarf: Taka af stað í brekku, gefa stefnu- ljós í rétta átt, bremsa án þess að amma detti í ijómatertu, og beygja án þess að fara langt upp á gang- stétt. Vöknum nú. Tímann gengur stundum ekki einu sinni að mæla í heilum sekúndum. Brot úr sek- úndu skilja milli heims og helju. Allir sem aka verða að geta það sem þarf á örlagaríku sekúndu- broti. Venjulegt fólk er að slasast og deyja daglega vegna skorts á færni til að aka bílnum sínum. Björgum mörgum. Komum akst- ursæfingasvæði í gagnið — á ofsa- hraða. Höfundur er áhugamaður um akstur og umferðarntál. í KOSNINGAHRÍÐINNI hafa málefni Lánasjóðs íslenskra náms- manna að vonum verið á dagskrá meðal annarra mikilvægra þjóð- mála. Það er þó ekki fjárhagsstaða sjóðsins sem menn hafa áhyggjur af eins og stundum áður. Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, hefur haldið því á lofti í þeirri umræðu að giftusam- lega hafi tekist „með setningu nýrra laga að koma í veg fyrir fjár- hagslegt skipbrot sjóðsins" á kjör- tímabilinu. Það kemur því á óvart að í sömu andránni leggur hann til fyrir hönd Alþýðuflokksins að teknar verði upp samtímagreiðslur námslána og fullyrðir í grein í Morgunblaðinu fyrir nokkru „að kostnaðarauki Lánasjóðsins ef þessu yrði hverfandi“. Ég vitna til fleygra orða Davíðs Oddssonar eins og Jón Baldvin gerði fyrir nokkru: „Svona lagað gera menn ekki“, Jón Baldvin. Þetta heitir Hér er á ferðinni ábyrgðarlaust yfirboð Alþýðuflokksins, segir Einar Hálfdánarson, sem senda á skatt- greiðendum. nefnilega að slá sér upp á kostnað samstarfsflokksins í öðrum tveggja málaflokka sem tókst að draga saman ríkisútgjöld. Það tókst Alþýðuflokknum hvergi. Kostnaðaraukinn 1,7-1,9 milljarðar á fyrsta ári Kostnaðarauki LÍN á fjárlögum á fyrsta ári sem slíkar samtíma- greiðslur yrðu teknar upp yrðu 1.000 til 1.200 milljónir króna vegna fjármögnunar á haustlán- um, sem nú greiðast eftir áramót, en að auki allt að 600 milljónir árlega miðað við svipaðan lánþega- ijölda og nú. Á fyrsta árinu yrði kostnaðaraukinn því 1.700 til 1.900 milljónir króna! Ég endurtek: Þetta gera menn ekki, a.m.k. ef menn „leggja mikla áherslu á fjár- hagslega ábyrgð við stjórnun Lánasjóðsins", eins og þú fullyrðir í áðurnefndri grein að Alþýðu- flokkurinn vilji. Kostnaðaraukinn af fjármögnun haustlána er augljós og borðleggjandi. En hvers vegna árlegur kostnaðarauki sem nemur allt að 600 milljónum króna? Hann stafar í fyrsta lagi af því að þá fengju menn, sem ekki skila lág- marksárangri í námi, aftur lán frá LÍN, en það gerist ekki nú þar sem menn verða að sýna fram á árang- ur áður en lán eru afgreidd. í öðru lagi fengju menn svonefnd „of- greidd“ lán í mun meira mæli en nú gerist og í þriðja lagi yrði ekki hægt að framfylgja þeirri reglu að menn skili 100% námsfram- vindu til þess að fá fullt lán. Yfirboð Alþýðuflokksins Hér er því á ferðinni ábyrgðar- laust yfirboð Alþýðuflokksins í rík- isfjármálum sem senda á skatt- greiðendum reikninginn fyrir eftir kosningar, ekkert síðra en þau yfirboð sem Alþýðuflokkurinn sak- ar aðra „félagshyggjuflokka" um í þessari kosningahríð. Það sem vekur þó sérstaka athygli í þessu máli er að í raun er Alþýðuflokkur- inn að segja með því að taka þetta atriði út úr: Það er algjört for- gangsmál í menntamálum að taka á nýjan leik upp að veita fólki nið- urgreidd námslán, þótt viðkomandi skili litlum eða jafnvel engum ár- angri í námi. Er það vinstra rétt- læti að lána þeim meira til náms sem minni árangri skila, eins og þú leggur í raun til? Námslán hafa verið hækkuð með vaxtaábót Jón Baldvin segir að með sam- tímagreiðslum „sparist vaxta- greiðslur" námsmanna. Þetta er rétt. Sá sparnaður yrði hins vegar eins og áður segir óhemju dýru verði keyptur, ef honum á að ná með þeim hætti sem Alþýðu- flokkurinn hefur lagt til. Hvergi hefur komið fram í þessari um- ræðu, og alls ekki hjá Jóni Bald- vin, að stjórn LÍN hefur hækkað námslán til manna með svonefndri vaxtaábót á öll námslán, vegna þess að lánin greiðast nú út 2-3 mánuðum að meðaltali síðar en þau gerðu áður. Þessi hækkun hefur numið á gildistíma nýrra laga, þ.e. síðustu tvö skólaárin, um 90 millj- ónum króna. Um útreikning þess- arar vaxtaábótar hefur undanfarið verið sátt í stjórn LIN. Væri ekki réttara að spyija hvort hægt væri að breyta reglum þannig að komið sé á einhvern þann hátt til móts við námsmenn að vaxtagreiðslur gætu sparast, fremur en að slá því föstu að ná þeim sparnaði með afnámi 6. greinar laganna um eft- irágreiðslu námslána? Staðreyndin er sú að sú leið er óhemju dýr og dregur ekki síst verulega úr því aðhaldi sem núgildandi lög og regl- ur hafa haft í för með sér með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þennan mikilvæga sjóð náms- manna, sjóð sem veitir meiri og víðtækari aðstoð en nokkur sam- bærilegur sjóður í heiminum. Höfundur er stjórnarmaður í LÍN. > * \wrevf/í.z/ 5 88 55 22 mt: /iBmBi BAÐÞILJUR Stórglœsilegar amerískar baðplötur. Mikið úrval á hreint ótrúlega lágu verði. Komið og skoðið í sýningarsal okkar í Ármúla 29. Alltaf til á lager P. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.