Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL'1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Framtíð djúpveiða í LOK marzmánað- ar, þegar aðalhrygn- ingartími þorsksins fer í hönd, eru yfir 40 djúpveiðitogarar að veiðum á Selvogs- banka og undan Reykjanesi innan _ 50 mílna línunnar. Ótil- greindur fjöldi neta- bátá er þar einnig að veiðum, en þorskanet eru nú næstum tvöfalt dýpri en áður var, eða 60 x 9 tommu möskvar eða um 13.5 metrar á dýpt frá botni. Þetta er eins og 5 hæða hús. Þessi dýpt hefir víst verið í notkun sl. 4-5 ár, en einnig eru notuð grynnri net 7-8 metar eða likt og 3ja hæða hús á köntun- um, víst mest út frá Vestmannaeyj- um og Hornafirði. Þessi net eru eðlilega lögð mest þvert á göngu- leiðir þorsksins á hrygningarstöðv- arnar, því að þannig Veiða þau bezt. Þetta er lýsing á viðbúnaði útgerð- arinnar á mestu hrygníngarstöð þorsksins nú, eftir að hrygning hans 8 undanfarin ár hefir misfar- jst, Margir eru þejr, sem telja þessi vinnubrögð óábyrg, en þannig er fiskveiðum stjórnað á okkar tíð, og því verður ekki breytt nema af Al- þingi. Ollum að óvörum er góð veiði á grunnslóð við SV-land. Stór og fall- egur hrygningarfiskur, sem einnig veiðist á línu, hvernig svo sem þorskinum tekst að rata í gegn um netafrumskóginn. Hann er vísast ekki eins vitlaus og af er látið. Kannske er þetta síðasta hrota stórfisks á þessar hrygningar- stöðvar, því að enginn bjóst við svo vænum fiski nú. Vonandi mis- ferst þessi hrygning ekki nú, þótt sýnilega verði vinnubrögðum í útgerðinni ekki þakkað það. Kvótana burt Frambjóðendur allra flokka hafa I kosningabaráttunni lýst sig fylgj- andi breytingum á kvótkerfinu, nema Framsókn, sem vill óbreytt ástand. Þetta er skiljanlegt, þvl að framsóknarmenn hafa alla tíð lifað á opinberri sérhagsmunastefnu. Talið er að þelf „eigi“ nú um 40% af úthlutuöum kvótum, þe. 66.000 tonn af árskvótanum af þorski, sem alls er 165.000 tonn. Miðað við verð á árlegum „leigukvóta11 80 kr/kg nemur þetta nú 5.280 milljón- um,(sem á undangengnum 11 árum samsvarar 57.2 milljörðum króna), en miðað við verð á „eignarkvóta“ 250 kr/kg er „varanlegt" verðmæti kvóta framsóknarmanna 16,500 milljónir. Það þarf engan að undra, að framsóknarmenn vilji viðhalda Útgerð djúpveiðiskipa hér við land er á tíma- mótum. Onimdur As- geirsson segir ekki lengur unnt að úthluta þeim kvótum innan lög- sögunnar, og útgerðir þeirra verði að finna aðra möguleika. þessum sérhagsmunum. Miðað við atkvæðafjölda til Alþingis, sem að jafnaði er um 18% hafa þeir meira en tvöfaldar aflaheimildir á við aðra borgara landsins. Vörn þeirra fyrir viðhaldi þessa ranglætis kemur nú fram í geysilegum áróðri í auglýs- ingum ( kosningabaráttunni, langt umfram aðra flokka. Hver skyldi bofga kosnitlgaáfóöur Framsóknar? Siðleysið og spillingin I kfing um kvótakerfiö eru orðin algerlega óþolandi, og það er þegar orðið augljóst, að ekki getur orðið fram- hald á slíkum vinnubrögðum. Upp- söfnun kvóta á örfá stór úthafs- veiðiskip gengur gegn siðferðisvit- und almennings. Þetta er dýrasta útgerðin við landið, sem skilar minnstu og spillir mestu í umhverf- inu. Komið hefir fram, að við Ný- fundnaland höfðu kvótar safnast á 6 stórútgerðir, sem tókst að útrýma orskinum og eyðileggja fiskimiðin. sama stefnir hér. Engin ástæða er til að úthluta þorskveiðileyfum til togskipa innan 200 mílna lögsög- unnar hér, því að nóg er af hent- ugri skipum með umhverfisvæn Eru sumir jafnari en aðrir? Önundur Ásgeirsson veiðarfæri til að ná þessum 165.000 tonnum, sem leyfilegt er talið að veiða. Þessa staðreynd verður ný ríkisstjórn að virða. Krókaveiðarnar eru bezta veiðiaðferðin innan land- helginnar, og það ber að virða, amk. meðan ekki tekst að ná upp hrygningarstofninum, sem nú er talinn aðeins 200.000 tonn eða 10% af því sem var þegar bezt gegndi. Nýting djúpveiðiflotans Krafa Brians Tobin fiskiráðherra Kanada gegn EB, fréttir af flota Japana til veiða á Atlantshafi frá bækistöðvum á írlandi, sem sannar að þeir hafa tæmt allt Kyrrahafið, sem mun ekki vera svo lítið afrek, og að 660 úthafsskip Spánvetja skuli hætta veiðum við Marokko eftir lok aprílmánaðar, ætti að vera nægileg aðvörun til eigenda úthafs- veiðiskipa um að gæta sln á hættun- um framundan. Miklar llkur eru á að djúpfiskifloti EB bætist við á Reykjaneshryggnum, og hvar stöndum við þá? Það er sama þótt hani gali norður á Þórshöfn eða skytta þar skjóti á Norðmenn, þá eykur það ekki eða bætir aðstöðu íslenzka djúpveiðiflotans. Miðað við þessar aðstæður til veiða á N-Atlantshafi, er óhjá- kvæmilegt að ráðstefna SÞ I New York verður að komast að niður- stöðu um skipulag þessara veiða, annarB_fer allt i upplausn, Sendi- nefnd íslands þar hefir lagt fram tillögu þess efnis, að tekið skuli sértakt tillit til þjóða, sem sérstak- lega eru háðar fiskveiðum í atvinnu- lífi sínu, sem sýnist gott mál, en af bræðraþeli gagnvart íslending- um hafa Norðmenn snúist gegn þeirri tillögu. Furðu vekur, að sendi- nefndin hefir ekki mótmælt út- færslu Norðmanna á fiskilögsögu í 200 mílur við Jan Mayen, Svalbarða og Bjarnarey, og er þó enginn munur á þeirri aðstöðu og er við Rockall, þar sem fella á niður fiski- lögsögu Englendinga. Þetta er þó grundvallaratriði I sambandi við veiði á þessu svæði, sem ætti að lúta sameiginlegri ákvörðun að- liggjandi veiðiþjóða, þe. íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Rússa. Smugan og Síldarsmugan eru bein- línis ákvarðaðar af Norðmönnum með hinni ólöglegu útfærslu þeirra á 200 mílna lögsögunni. Þetta varð- ar alla íslendinga og ekki slzt út- gerðir djúpveiðiskipa. Hvað veldur? Tími notkunar umhverfisspillandi djúpveiðiskipa I landhelginni er lið- inn. Úthlutun á kvótum til slíkra skipa er þvl einnig að baki. í stað- inn hlýtur að koma fijáls króka- veiði I landhelginni með kvöð um löndun alls afla og úrgangs til full- vinnslu I landi. Útgerðir djúpveiði- skipa verða því að finna sér nýjan vettvang. Það gera þær eflaust bezt með samningum við ríki þar sem slík skip geta komið að gagni, og þetta er eflaust bezt að gera með stofnun útgerðarfélaga I við- komandi löndum, td. Angóla, Mexico eða Brazilíu, o.s.frv. Héðan I frá eru sllk skip innan (slenzkrar fiskilögsögu aðeins til vandræða. Höfundur er fyrrverandi forstjóri OHb. ICfCITIZENI l t-« ii i ii < i II»«»<Y! Falleg, vattisvariH stálúr ttieð Úriti eru sérlegaÞutiH otííara þess vegna vel á hendi Stelpuúr Verð áður kr. 15.200,- Tilboðsverð kr. 10.600,- Strákaúr Verð áður kr. 15.900,- Tilboðsverð w JÁtM- úra- og skartgripaverslun Axel Eiríksson úrsmiður iSAFIRDI.AnA15TRjCTI 22.SIMI 94-3023 . ALFABAKKA 16»MJODD»SÍMI 870706 Póstsendum frítt ÁRNI Sigfússon, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjóm, lætur hjá iíða að svara einfaldri spumingu, sem beint var til hans þess efnis, hvort með- höndla eigi embætt- ismenn, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, samkvæmt nýrri kenningu hans um að láta reka embættis- menn, sem ekki era fylgjandi ráðandi vald- höfum á hveijum tíma. Þess I stað telur hann upp störf, sem nýlega hefur verið ráðið I hjá Reykjavíkurborg, og era ýmist tíma- Ekki er sjálfgefið, segir Alfreð Þorsteinsson, að sjálfstæðismenn einir séu ráðnir í Ráðhúsið. bundin eða hlutastörf, sbr. ráðning Kristínar Ámadóttur aðstoðarkonu borgarstjóra, sem mun sitja jafnlengi og núverandi borgarstjóri, og ráðn- ing Stefáns Jóns Hafstein I sérverk- efni í stuttan tíma. Allt öðru máli gegnir hins vegar um stöðu borgarritara. Þar er verið að ráða embættismann I stað Jóns G. Tómassonar, sem lét af störfum að eigin ósk og tók við starfi ríkislög- manns. En það er ráðning Helgu Jónsdóttur I stöðu borg- arritara, sem varð til- efni Áma og sjálf- stæðismanna til hótun- ar um brottrekstur óæskilegra embættis- manna. Segja má, að embætti borgarritara sé ígildi stöðu ráðuneytisstjóra eða t.d. framkvæmda- stjóra Ríkisútvarpsins. Til að Árni Sigfússon skilji betur hvað átt er við er hægt að varpa fram þeirri spumingu, hvort hann telji eðliiegt, að þegar nýr mennta- málaráðherra tekur við af núverandi ráðherra, sem réð Markús Örn Antonsson nýlega, að þá láti nýr ráðherra víkja Markúsi úr starfi? Eða að Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri I forsætisráðuneyt- inu, sem Davíð Oddsson réð, verði látinn víkja, þegar Davíð hættir sem forsætisráðherra? Málið er ekki flóknara en svo, að það er verið að spyija um, hvort sömu leikreglur eigi að gilda fyrir alla — eða hvort sumir séu jafnari en aðrir. Að lokum þetta: Þó að sjálfstæð- ismenn séu alls góðs maklegir, þá er það ekki endiiega sjálfgefið, að þeir einir séu ráðnir til starfa I Ráðhúsinu — og að ráðning þeirra nái út yfir gröf og dauða Sjálfstæðisflokksins I borgarmálum Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulitrúi R-Iistans íReykjavík. Alfreð Þorsteinsson Diplomat fístölvur 486 DX2 66 MHz VESA Local Bus, hljóðkort, 8 Ml) miiini, 240 Mb HDD Verð kr. 189.900,- *BOÐEIND~ Austurströnd 12. Sfmi 561-2061. Fax 561-2081 Hverjupariaf ^wogönguskóm íylgja VWÍH Tbíriiö göngusokkar Nú gildir að draga ekki lappimar. M velur þér ^ÖMflgönguskó við hæfi og Thorlo sokkamir í'ylgja í kaupbæti. Heildverslunin VETRARSÓL er dreifinpraðili fyrir Tliórlo sokkana. VETRARSÓL hf. Kópavogi s. 564-1864 Þarsem ferbalagiö byrjar! SEQLAQERÐIN ÆQIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 562-1 780 PÚ OG FÆRÐ nar KAUPIR PARAF SOKKUM AF SKOM Thórlo sokkar Sérstyrktir sokkar sem eru hannaðir af fótasérfræðingum. Einstakir (gönguskó Light lYekking kx Kvenna- og karlastærðir. Sénukiega hanníðir fyrir jöngutkó. Sterkir. I nokkrum litum. Stubai frá kr. 8.700 Nevada kr. 11.700 Starðir 36-48 sympatexvatnsvarðir Sutrðir 36-48 sympatexvatnsvarðir Þyngd: 560 g. parió Skór fyrir létur gönguferðir Þyngd: 600 g. parið Léttir mjúkir og þ*gilegir JllVCl kr. 10.700 «> Stærðir 36-48 sympatexvatnsvarðir ^QfJ)Qf) Þyngd: 600 g. parið Mjög þægilegir skór fyrir st/ttri og lengri göngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.