Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Háskóli Islands ber ábyrgð á Hagfræðistofnun Háskólans MIKLAR umræður um landbúnaðarmál hafa átt sér stað á síð- ustu misserum. Kemur þar margt til, mikill samdráttur hefur átt sér stað í einstökum greinum landbúnaðar og tekjusamdráttur er mjög mikill hjá stórum hluta bænda. Þá hefur mikið verið rætt um stuðning hins opinbera við landbúnaðinn, inn- flutning á landbúnaðar- vörum, og áhrif þess á matvælaverð til neyt- enda. Inn í þessa um- Gunnar Sæmundsson ræðu hafa komið margir aðilar í þjóð- félaginu, bæði tilkvaddir og aðrir. Sumarið 1993 birti Hagfræði- stofnun Háskóla íslands skýrslu um samanburð á stuðningi við landbúnað á Norðurlöndum. Þar kom fram að þessi stuðningur væri mestur á ís- landi. 14. nóvember 1993 var haldinn árlegur fundur formanna búnaðar- sambanda á landinu. Þar var fjallað um þessa skýrslu og þær umræð- ur sem orðið höfðu um hana. Fundurinn sam- þykkti samhljóða eftir- farandi ályktun: „Til háskólaráðs Há- skója íslands. A undanfömum mánuðum hafa farið fram í þjóðfélaginu miklar umræður um málefni landbúnaðarins frá ýmsum hliðum. Þessar umræður voru sérstaklega óvægnar og ómálefnalegar þar sem þær byggðust að verulegu leyti á röngum fullyrðingum og óvönduðum vinnubrögðum. Hagfræðistofnun Háskóla íslands er á vissan hátt ábyrg fyrir þessum umræðum þar sem þær byggðust á niðurstöðum skýrslu þeirrar, sem stofnunin vann um neytendamál á Norðurlöndunum. Fram hefur komið að þau vinnu- brögð sem Hagfræðistofnun viðhafði STEIKARTIL ÖOÐ Mest seldu steikur a Islandi Ljuffengar nautagríllsteikur á 495 KR. Pá&kasmakk frá Góu fylgir hverju barnahoxi. uu/ Stendur til 9. apríl. Jarlinn ~ V £ I T I N G A S T O F A ■ Sprengisandi eru á engan hátt sæmandi fyrir stofnun sem kennir sig við Háskóla Islands, æðstu menntastofnun þjóð- arinnar. Þeir útreikningar sem gerðir voru varðandi íslenskan landbúnað í fyrr- greindri skýrslu byggðu á eldri grunngögnum en notuð voru fyrir hin Norðurlöndin, notuð var önnur reikniaðferð fyrir ísland en fyrir hin Norðurlöndin og þær ályktanir sem dregnar voru af útreikningunum voru óvísindalegar og rangar. Þá er átt við að lagðar eru fram niðurstöð- ur útreikninga um meintan hagnað neytenda af því að opna alfarið fyrir innflutning búvara og hætta öllum opinberum stuðningi við landbúnað- inn og þar með neytendur. Þessir útreikningar eru gerðir án þess að minnsta tilraun sé gerð til að gera sér grein fyrir heildaráhrifum þessa á efnahagslífið eða margþættu gildi landbúnaðar fyrir þjóðfélagið. Opnar umræður um málefni land- búnaðarins eru nauðsynlegar á hveij- um tíma, ekki síst á umbrotatímum eins og nú standa yfir. Þær hljóta hins vegar ætíð að vera vandmeðf- amar og viðkvæmar, eðli málsins samkvæmt, þar sem hér er verið að i’ fjalla um grundvallaratriði í íslensku samfélagi. Því er það ólíðandi, að mati fundarins, að nafn Háskóla ís- lands sé misnotað með þeim hætti og gert var á sl. sumri þegar illa unnum og óvönduðum gögnum var gefin aukin þyngd með því að bera þau á borð þjóðarinnar undir nafni Háskólans. Því beinir fundurinn þeirri fyrir- spum til Háskólaráðs Háskóla ís- lands hvort það sé sátt við þau vinnu- brögð sem Hagfræðistofnun Háskóla Islands viðhafði við vinnslu fyrr- greindrar skýrslur og sé samþykkt þeim ályktunum sem dregnar vom af niðurstöðum hennar?“ Þessi ályktun var send Háskóla- ráði nokkm eftir fundinn. Nú er upp mnninn apríl á því Herrans ári 1995 og ekkert svar hefur komið. Það er umhugsunarvert. Einhvem veginn Innlend matvælaöflun er, að mati Gunnars Sæmundssonar, veiga- mikill þáttur þess að þjóðin standi á eigin fótum. hélt ég að jafn virðufeg stofnun og Háskóli íslands og Háskólaráð svar- aði þeirri spurningu sem fram er sett með hógværum hætti í lok álykt- unarinnar. Við setningu Búnaðarþings 13. mars 1995 sagði Halldór Blöndal, • landbúnaðarráðherra m.a. í ræðu sinni við það tækifæri: „Þá mun í maímánuði birtast skýrsla Efnahags- og framfarastofn- unarinnar OECD í París um úttekt sem stofnunin hefur gert á íslenskum landbúnaði og gerir í fyrsta sinn kleift að bera á raunhæfan hátt sam- an stuðning við landbúnað hér og í öðmm löndum. Enda þótt skýrslan sé enn óopinber, get ég greint frá því, að stuðningur við landbúnaðinn, mældur á mælikvarða OECD og sem að vemlegu leyti felst í reiknaðri markaðsvemd, hefur minnkað meir hér en í nálægum ríkjum síðustu ár og er nú á svipuðu stigi og í Nor- egi, Finnlandi, Sviss og Japan. Skýrslan staðfestir það sem ég hélt fram í deilum sem risu um þessi efni fyrir tveimur ámm, og er því óhætt að stinga undir stól margumræddri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskól- ans sem marklausu plaggi." Svo mörg vom þau orð ráðherr- ans, en svo tregt sem Háskólaráði er tungu að hræra um þetta verk undirmanna eða samstarfsmanna sinna við Hagfræðistofnun Háskól- ans þá slakar Hagfræðistofnun hvergi á klónni. Nýlega skilaði stofn- unin fjórum skýrslum um áhrif inn- göngu íslands í Evrópusambandið. Verkbeiðandi var ríkisstjórn íslands. Ein skýrslan var um landbúnað og áhrif á matvælaverð hér á landi ef ísland gerðist aðili að ESB. Niður- staða Hagfræðistofnunar um það er sú að verð á matvælum til- neytenda muni lækka um nálægt því 35%. I undangenginni kosningabaráttu hampaði Alþýðuflokkurinn og eink- um formaður hans, í fyrstunni mjög þessum niðurstöðum. Hins vegar slævðist þetta vopn mjög í höndum formannsins þegar aðrir hagfræðing- ar, m.a. starfsmenn Hagstofu Is- lands, lögðu fram rökstudda gagn- rýni á þetta verk Hagfræðistofnunar. í sjónvarpsviðtali 29. mars sl. varði talsmaður Hagfræðistofnunar, Guð- mundur Magnússon, prófessor, nið- urstöður stofnunarinnar. Hún hefði notað sama vinnulag og OECD og það væri takmarkað hvað Hagfræði- stofnun gæti farið nákvæmlega í útreikninga fyrir 700 þúsund króna þóknun. I lokin tókst prófessornum að leiða umræðuna út frá því máli sem var til umræðu með því að segja frá gömlum bónda sem taldi mestu framfarir lífs síns hafa verið að eign- ast gúmmístígvél. Enn vil ég spyija Háskólaráð, hvort það sé sátt við vinnubrögð Hagfræðistofnunar skólans? Ég spyr vegna þess að Háskóli íslands er hluti af íslensku þjóðfélagi, sækir til þess afl sitt og skilar því afli sínu. Háskóli íslands hefur mátt þola mik- inn niðurskurð á fjárveitingum frá hinu opinbera, og þarf á fullum stuðningi þjóðarinnar að halda til að geta gegnt hlutverki sínu. Ég óska Háskólanum þess að hann eflist og fái þá fjármuni sem hann þarf til að dafna, ekki veitir af að efla menntun þjóðarinnars en til að það takist þarf Háskóli Islands að vera samstiga þjóðinni, verk þau sem skólinn skilar verða að vera vönduð og unnin af víðsýni. Því má t.d. ekki gleyma að það er sameiginlegt mark- mið þjóðarinnar að hún standi á eig- in fótum, en það gerir hún einungis með því að lifa á eigin auðlindum. Innlend matvælaöflun, eftir því sem hún verður stuhduð, er veigamikill þáttur þjóðarinnar í því að standa á eigin fótum. Ég leyfi mér enn að vona að Há- skólaráð svari bréfi því sem því var sent fyrir meira en 16 mánuðum. Höfundur býr í Hrútatungu. Trespo-gólf IMíðsterkt og fallegt gólfefni Skrifstofuhúsnæði til leigu 300m2skrifstofuhúsnæði á 3. hæð á Suðurlandsbraut 4. Einnig 200m2 lagerhúsnæði með stórum og aðgengilegum lagerhurðum getur fylgt með ef vill. Upplýsingar í síma 603883 á skrifstofutíma Þanga Hja s allar eiðir KEA, Akureyri Byko, Kópavogi Húsosmiðjan, Reykjovik K.B. Borgarnes Tréverk Vestmonnaeyja Jón Fr. Einarsson, Bolungarvík Akur, Akranesi 12 AIU ÁRYIttil)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.