Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ -4- MINNINGAR + Guðrún S. Ein- arsdóttir fædd- ist á Hróðnýjarstöð- um í Laxárdal í Dölum 7. janúar 1899. Hún andaðist í Reykjavík 27. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 5. apríl. ENNÞÁ birtast mér minningar unglingsár- anna, bjartar, hlýjar og glaðar, ekki síst núna þegar við kveðjum Guðrúnu á Mánagötunni, konuna sem var móðir bestu vinkvenna minna, Steinunnar og Ingu og líka Liilýar, Árna og Emu. Eg man þegar ég flutti á Rauðarárstíg- inn og þekkti þar eng- an. Á fyrstu dögum mínum þar kynntist ég Steinunni og þar með hófst samgangur minn við fólkið . á Mánagötunni. Þá tók Guðrún, þessi góða og glaða kona, því sem sjálfsögðum hlut að við stelpurnar sett- umst að í borðstofunni hennar til að ræða öll okkar leyndarmál sem enginn mátti heyra. Oft kom hún inn til okkar og talaði þá um lífið og tilveruna við okkur og um leið lagði hún okkur lífsreglurnar án þess að við fyndum fyrir því. En margt af því sem hún fræddi okkur um geymdist með okkur og kom sér seinna vel. Á þessum ámm unnu velflestar húsmæður heima og í viðbót við stórt og gestkvæmt heimili naut Guðrún þess að sauma öll föt á börnin sín. Þeir vom ófáir kjólarnir sem hún saumaði á dætur sínar og hver öðmm fallegri. En alltaf átti hún stund fyrir okkur stelpumar. Ég man líka sorgina og sársauk- ann þegar Árni, eiginmaður henn- ar, lést langt fyrir aldur fram. Þá missti Guðrún mikið og þá reyndi á hana sem stóð ein eftir með hóp- inn sinn unga. En lífið hélt áfram og létt lund og trú hennar léttu henni lífs- gönguna sem átti eftir að verða nokkuð löng. Nú þegar ég kveð þessa öðlingskonu er mér efst í huga þakklæti fyrir alla góðu dag- ana á Mánagötunni og fyrir kynnin af þessu góða og trygglynda fólki sem afkomendur hennar eru. Við hjónin vottum þeim öílun einlæga samúð okkar. Anna Pálmadóttir. Nú er hún Guðrún okkar á Mána- götunni búin að kveðja. í árum talið var hún orðin aldurhnigin, en hún átti því láni að fagna, ævi- langt, að vera ung í anda. Á þess- ari fallegu, mildu og glöðu konu sannaðist orðtakið: „Þeir sem guð- irnir elska deyja ungir.“ Ég var smápatti þegar foreldrar mínir tóku mig með sér í fyrstu heimsóknina af mörgum til Guð- GUÐRÚNS. EINARSDÓTTIR Flestir hafa líklega reiknað með því að steinbríiin yfir Ófærufoss í Eldgjá yrði alltaf á sínum stað. Eignasamsetning íslenska lífeyrissjóðsins í árslok 1994. Bankar og aðrar lánastofnanir 7% Sveitarfólög 4% Traust fyrirtæki 1% Ekkert er Framúrskarandi ávöxtun Eftir að tekið hefur verið tillit til rekstrarkostnaðar reyndist raunávöxtun sjóðsins 8,1% árið 1991, 7,7% árið 1992,15,4% árið 1993 og 6,3% árið 1994. ; LANDSBREF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, fax 588 8598 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Dæmi um lífeyrisgreiðslur ór íslenska lífeyrissjóðnum er inncign 5-475.501 kr. að sparnaöartima loknum Sú upphæð veitir 55-071 kr. lífeyri á mánuðt í 10 ár eða 32.866 kr. lífeyri á mánuói í 20 ár eða 25.831 kr. lífeyri á mánuðt i 30 ár cða 17.866 kr. í vexti á mánuði án þess að höfuðstóil sé skertur Forsendur: Mánaðarlaun kr. 150.000.- lögjald 10% af launum eða kr. 15.000.- Vextir 4% allt tímabiliö. Of margir reikna með því að lífeyrismál þeirra verði í góðu lagi þegar þar að kemur. Ekkert er þó sjálfgefið í þeim efnum og reynslan sýnir að forsjálni er nauðsynleg. Með því að gerast félagi í íslenska lífeyrissjóðnum geturðu treyst hag þinn verulega á eftirlaunaaldrinum. Fjölmargir greiða eigið framlag og framlag vinnuveitanda að fullu í fslenska lífeyrissjóðinn. Aðrir, sem greiða lögum samkvæmt í starfsgreinasjóð, greiða viðbótariðgjald í íslenska lífeyrissjóðinn og koma þannig til með að auka lífeyri sinn í framtíðinni. Ráðgjafar Landsbréfa veita þér fúslega nánari upplýsingar. rúnar og Árna á Mánagötuna. Mér er í barnsminni hvað húsbændurnir voru hlýir og ekki síður börnin þeirra. Og Inga, næstelsta dóttirin, sem passaði mig lítinn, átti ævin- lega rúm í hjarta stráksins eftir það. Ég man eftir stórum stofum, þar sem var geysimikill „radíó- fónn“, sem mér varð starsýnt á. Einnig man ég eftir framandlegum og stásslegum skrautvösum þama inni og fyrir utan húsið var stór garður, þar sem gaman var að ólm- ast. En fyrst og fremst í minning- unni er Guðrún, umburðarlynd, hláturmild og gestrisin. Hún um- vafði mann í ljúfmennsku sinni. Pabbi hafði sem ungur hús- gagnasmiður og utanbæjarmaður leigt hjá þeim Guðrúnu og Árna, þegar þau bjuggu á Sjafnargöt- unni. Þá var oft bankað í þilið hjá piltinum og boðið í morgunkaffi. Þau komu fram við hann eins og hann væri náinn ættingi, en ekki óviðkomandi leigjandi, og þau voru með þeim fyrstu sem hann kynnti unnustu sína og verðandi eigin- konu. Upp frá þessu spannst vin- átta, sem aldrei bar skugga á. Þær Guðrún og mamma héldu vinfengi sínu alla tíð og áttu gott sálufélag. Þegar aldurinn færðist yfir töluðust þær oft við í síma og glöddust eða grétu saman, eftir því sem við átti. í dag kveðjum við Guðrúnu á Mánagötunni hinstu kveðju og okk- ur er söknuður í huga. Ég leyfi mér að þakka henni elskusemi hennar við foreldra mína og mig, fyrr og síðar. Ástvinum hennar öll- um votta ég hluttekningu mína og fjölskyldu minnar og flyt þeim ein- lægar samúðarkveðjur aldraðrar móður minnar. Hilmar Pétur Þormóðsson. Afri ka stól1 Ýmsi r 11 ti r. Fermingarti 1 boð kr. 3.160 Skilafrest- ur vegna minninga- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.