Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL1995 57 MINNINGAR KRISTÍN ÓLAFSSON T Kristín Sigriður * Hinriksdóttir Ólafsson fæddist 31. janúar 1905 í Ebor í Manitoba í Kanada og lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 25. mars sl. Hún var jarðsungin frá Foss- vogskirlgu 5. apríl sl. í DAG er ástkær amma okkar, Kristín Ólafs- son, borin til grafar. Við systkinin viljum kveðja hana ömmu okkar sem var sérstaklega yndisleg manneskja. Amma Kristín var glæsileg kona sem ávallt var jákvæð og hafði bjartsýni sér að leiðarljósi. Það var sama hvað gekk á, alltaf sá hún björtu hliðarnar á hlutunum og það tók hana ekki langan tíma að leysa vandamálin. Amma hlaut bæði fegurð og listræna hæfileika í vöggugjöf. Hún málaði gullfalleg málverk og teikningarnar eftir hana eru ekki síður glæsilegar. Amma var ekki einungis lista- kona, heldur var hún mjög fær á íþróttasviðinu. Hún var sundkenn- ari í Kanada á sínum yngri árum og stundaði hún sundið daglega eftir að hún kom til íslands. Sundið var þó ekki eina íþróttin sem amma stunöaði því hún hafði einnig lært listdans á skautum. Til gamans má geta þess að amma vann til verð- launa bæði fyrir sund og skautaiðk- un. Amma var ekki síður fær í elda- mennskunni. Hún var sannkallaður listakokkur og gat unað sér í eld- húsinu tímunum saman. Við eigum góðar minningar um frábæran veislumat sem hún eldaði. Amma hafði ávallt mikinn áhuga á því sem við barnabörnin hennar vorum að fást við. Hún sýndi tón- list mikinn áhuga og vildi gjaman fylgjast með okkur systkinunum í tónlistarnáminu. Þegar hún kom í heimsókn þótti henni afar skemmti- legt að heyra fiðluleik og píanóleik og við systkinin lékum ósjaldan fyrir hana á fiðluna og píanóið. Amma hafði líka mikinn áhuga á að barnaböm hennar lærðu ensku. Þar sem hún var sjálf Vestur- Islendingur hikaði hún ekki við að reyna að kenna okkur ensku. Yngstu börnunum byijaði hún á að kenna litina, en fyrir eldri börnin var orðaforðinn eiliítið flóknari. Ekki má svo gleyma sundinu, því það var amma dugleg að kenna barnabörnum sínum. Amma Kristín var einstök kona sem stóð sig með prýði í ömmu- hlutverkinu. Hún gerði allt til þess að ástvinum hennar og fólkinu í kringum hana liði vel og hún hugs- aði ætíð síðast um sjálfa sig. Nú er hún komin til afa okkar sem hún elskaði svo heitt og við vitum að núna líður henni vel. Við viljum kveðja ömmu okkar með þess- um orðum: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. M. Joch. Ástvaldur, Ásgeir Árni, Kol- brún Rut, Kristín Björg. Hún amma er skilin við, voru orðin sem mamma sagði á laugar- dagskvöldið þegar við systumar vorum nýkomnar frá henni. Þetta var búið að vera nokkuð langur aðdragandi og bjuggumst allir við þessu, enda amma búin að ná 90 ára aldri og búin að lifa stórkost- legu lífi. Þegar við hugsum til baka kemur amma fyrst upp í huga okk- ar á sundlaugarbakkanum að kenna ■okkur barnabörnunum að synda. Það skein af henni lífsorkan og krafturinn, öll skyldum við læra að synda enda var það hefð í fjölskyld- unni að um helgar færu allir í sund eldsnemma á morgnana og svo upp í Hörgshlíð í pönnukökur. Alltaf var nóg af pönnukökum enda var hún amma eins og herforingi í eldhúsinu og framleiddi pönnukökur af mikl- um krafti eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún amma var glæsileg kona og ætíð vel klædd. Hún var mikil framúrstefnukona og var bíllinn hennar í samræmi við það, dökkgræn sporttýpa af Saab-gerð með topplúgu. Þetta fannst okkur systrunum sko flott enda var gaman að fara með ömmu í bíltúr þar sem hún átti það til að stíga fast á bensínið. Já, það er mikil eftirsjá að henni ömmu okk- ar. Hennar munum við alltaf minn- ast með bros á vör, full af lífi og fjöri. Megi Guðs englar nú njóta þess að hafa svo yndislega konu í sínum heimi. __ Kristín Ýr og Lára Sif Hrafnkelsdætur. Það er okkur minnisstætt þegar við ferðuðumst með ömmu á heima- slóðum hennar um Kanada. Við keyrðum um og heimsóttum marga ættingja okkar, fólkið hennar ömmu. Þar sem um skemmtiferð var að ræða tók ferðin oft þannig á okkur strákana að við vorum ör- magna í lok dagsins. Þá kom amma alltaf til okkar full af lífskrafti og átti næga orku til að gefa okkur „ungu mönnunum" eins og hún kallaði okkur ævinlega. Þá var jafn- an stutt í hláturinn og návist henn- ar fylgdi kærleiki og góðvild. Þann- ig liðu dagamir með ömmu í þess- ari ferð þar sem hvert kvöld var sem upphaf nýrrar ferðar. Þannig var amma alla tíð. Með heilbrigðu lífsviðhorfi sá amma ávallt góðu hliðarnar á öllum málum og hið besta í fari hverrar mann- eskju. Alltaf sá hún það sem gott var og vel var gert hvar sem hún fór og að öllu dáðist hún. Amma hafði sérstaklega gaman af því að vera innan um fólk, vera í „sel- skap“ eins og við sögðum gjarnan og hlógum; þá naut hún sín vel. Hófsemi og stilling ásamt því umburðarlyndi sem einkenndi ömmu gerði það að verkum að hvar sem hún fór var gott að vera og fólki leið alltaf vel í kringum hana. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti fyrir það sem hún hef- ur kennt okkur. Lárus Páll Ólafsson, Ragnar Ólafsson og Ólafur Bjöm Olafsson. Þegar fjallavötn lukust saman fyrir Kristínu H. Ólafsson og hún átti að baki mikilvægustu reynslu lífsins, sjálfan dauðann, eins og höfundur Sólarljóða trúir okkur fyr- ir, leitaði hugurinn hana upp í göml- um minningum. Ég sá hana fyrir mér eins og blóm sem brosir við sumri og sól. Hvar i heiminum sem maður hefði mætt henni, hefði maður verið viss um _að þar færi suðræn hefðarkona. Ég get ekki lýst henni nema að grípa til suð- ræns tungumáls „la belle Espagn- ole“. Samt var hún íslensk kona, að henni stóðu sterkir stofnar, ís- lenskar bjarkir, þótt hún væri borin og barnfædd í Vesturheimi. Þegar ég sá hana síðast entust kraftamir henni varla til að ganga, en sama ljúfa brosið lék um hið æðrulausa andlit. Og nú er hún búin að kveðja þetta hvunndagslega leiksvið okkar. Samt er eins og okkur gmni ein- hvern leyndardóm sem við þekkjum ekki nema af afspum: Við hinum látna blasir vera svo björt sem sólin og fylgir inn í ókunna veröld mik- illa ævintýra, ef marka má höfund Sólarljóða. Á hejmili foreldra Kristínar var barist í bökkum með efnahaginn. Hún var ein af ellefu systkinum. Áherslan var lögð á, að ala sem best barnahópinn, standa vel í skil- um við alla og gera hvers manns bón sem að garði bar ef þess var kostur. Kristín fékk í foreldrabú- garði hið besta uppeldi og síðan þá bestu skólagöngu sem völ var á. Hún lauk verslunarskólaprófi og prófi frá íþróttaskóla í Winnipeg þar sem hún sérhæfði sig í list- dansi og sundkennslu og kenndi þessar greinar í einhver ár. Hún tók þátt í hinum ýmsu keppnum. Hún var sigurvegari í báðum þessum greinum. Kristín starfaði á heims- sýningunni í New York árið 1939 við íslensku deildina þegar hún kynntist frænda sínum, Ragnari Ólafssyni, sem að lokinni námsdvöl við Columbia-háskólann fór til að heimsækja ættingja sína íKanada. Þegar Kristín giftist, var hún þroskuð kona, þó að hún væri líka ung kona, eins og hún hélt áfram að vera, í hug og hjarta. Hún var sjálfstæð kona, sem hafði lært að starfa og sjá sér farborða og aflað sér ágætrar menntunar. Hún heyrði til kynslóð, sem hefur lifað hinar stórfelldustu breytingar í aðstæðum og hugsunarhætti og eins og líkum lætur fært sér þær í nyt og staðist þær misjafnlega. En hún átti þann opna hug og skapfestukjama, sem gerði henni auðvelt að taka við hveiju nýju, sem að höndum bar og kostur var á, án þessa að glata því sem verðmætt var í erfðum hennar frá góðu upplagi og góðu uppeldi. Með hjónabandi Kristínar og Ragnars tengdust foreldrar mínir þeim sterkum vináttuböndum. Faðir minn, Ingvar Vilhjálmsson, og Ragnar höfðu verið vinir frá bam- æsku, en móðir mín, Áslaug Jóns- dóttir, var systkinabarn við Ragn- ar. Auk þess sem þær Kristín voru systradætur urðu þær fljótlega góð- ar vinkonur. Þótt faðir minn væri ekki ævinlega sammála Ragnari í stjórnmálum, skyggðu ólík sjónar- mið aldrei á trausta vináttu. Komur þeirra Kristínar og Ragnars á æskuheimili mitt vom alltaf sól- skinsstundir. Frá því að ég man eftir Kristínu var eins og hún ætti í mér hvert bein og marga glaða stund átti ég yfir leikgullunum sem hún færði mér þegar ég lá rúmliggj- andi sex ára gömul. Ég hika ekki við að kalla Kristínu mikla gæfukonu og það fyrir fleira en sagt verður í fáum orðum. En fyrst og síðast á ég við heimilisgæf- una. Heimilið var sá staður sem hún hafði helgað hjarta, hug og hendur eftir að hún fluttist til Islands. Hún eignaðist afbragðsförunaut í lífinu Ragnar Ólafsson, sem var einn af virtustu lögfræðingum þjóðarinnar. Hann hafði allt til að bera, sem góðan mann prýðir, hvort heldur var í sjón eða raun. Saman eignuð- ust þau eitthvert indælasta heimili sem ég hef kynnst. Fá hjón hef ég þekkt jafn samrýnd og elsk af hvort öðru og samvistanna nutu þau ríku- lega með börnum og barnabömum. Ragnar lést árið 1982 og ég veit að lát hans var Kristínu þungt högg þó að lítt væri talað. Það var eins og alltaf væri bjart í kringum hana Kristínu. Hún var mikil fríðleikskona, höfðingleg á svip og gervileg í fasi blátt áfram, og tilgerðar- og hispurslaus í allri framgöngu. Og það sem meira var. Hún var yndisleg manneskja, mild, blíð og fín eins og fjólublóm. Á kveðjustund er mér efst í huga sú órofatryggð og hlýja sem Kristín sýndi mér. Eg þakka kynni mín af Kristínu H. Olafsson og mun ævin- lega minnast vinfestu hennar og ræktarsemi. Sigríður Ingvarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-texta- - skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega ltnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ríSLENSfCÍ LÍFEYRISSfÓÐURINNI Hæsta raunávöxtun séreignasjóða verðbréfafyrirtækja J 7991,1992,1993 og 1994 l§ , LANDSBRÉF HF. fn ~ ^ I Löggilt verðbréfafyrirtæki. Apili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 1 08 REYKJAVIK.SIMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 losewarne rúm ermingartilboö meö dýnu kr. 40.160 Fermingartilboð: Litil karfa kr. 5.200 Stór karfa kr. 6.000 Pacino sófar Köflóttir. 4 iitir. Fermingartiiboð kr. 44.910 Boundry rúm Fermingarti1boð með dýnu kr. 47.760 habitat Laugavegi 13 - Sími 562-5870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.