Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚSG. KJARTANSSON + Magnús G. Kjartansson var fæddur í Reykjavík 25. október 1948. Hann lést á Borg- arspítalanum 29. mars siðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan Jónsson, f. 10.8. 1912, d. 1991, og Margrét Thor- berg Magnúsdóttir, f. 27.1. 1908, d. 1965. Siðari kona Kjartans og stjúp- móðir Magnúsar er Unnur Ágústsdóttir Schram. Bróðir Magnúsar er Bjarni Kjartansson, f. 23.8. 1951. Systkini Magnúsar sam- mæðra eru Flemming Thor- berg, látinn, og Kirsten Thorberg, búsett í Portúgal. Stjúpsystkini Magnúsar eru Hrafnhildur Schram og Ágúst Schram. Hinn 5. júní 1971 kvæntist Magnús Auði Kristmunds- dóttur kennara, f. 26.5. 1951. Börn þeirra eru Mar- grét, f. 15.7. 1974, og Kristmundur, f. 1.9. 1979. Utför Magnúsar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík i dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. MIÐVIKUDAGINN 29. mars lést mágur minn og svili Magnús G. Kjartansson framkvæmdastjóri, langt um aldur fram. Kallið kom allt í einu, öllum á óvart. Þegar svo er verður sú staðreynd svo óraun- veruleg og ótrúleg, að tíma tekur að átta sig á að Maggi er iátinn. Maðurinn var með fulla starfsorku fram á síðasta dag. Magga kynntumst við þegar hann kvæntist systur minni og mágkonu Auði Kristmundsdóttur. Á þeim tíma var Maggi starfandi hjá Lögreglunni í Reykjavík fyrst í almennu deildinni og síðan hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Einnig vann hann hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins eða þar til hann hóf rekstur eigin fyrirtækis, Magnús G. Kjart- ansson hf, hópferðaflutningar, sem hann rak allt til dauðadags. Maggi og Auður giftu sig 1971 og byggðu sér heimili í Mosfellsbæ ásamt böm- unum sínum tveimur þeim Grétu og Didda. Það var alltaf gaman að heimsækja þau. Þar var oft margt um manninn og síminn síhringj- andi. Var stundum haft á orði að við í fjölskyldunni þyrftum að panta viðtalsbil, eða að Maggi væri með símtólið gróið við eyrað, ýmist vegna vinnunar eða félagsmálanna en Maggi var um tíma formaður Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ á þeim tíma sem fylgi flokksins var hvað mest. Einnig var Maggi félagi í Rotary, Mosfellsbær, en vegna vinnu sinnar dró hann sig í hlé um stund eins og hann orðaði það. Hann var stórhuga til athafna, metnaðarfullur og lagði hart að sér og sló ekki slöku við við að byggja fyrirtækið upp. Hann var ótrúlega duglegur að afla fyrirtækinu verk- efna. M.a var hann á leiðinni til Kína til að undirbúa komu kínver- skra ferðamannna til landsins og að sjálfsögðu í akstur um landið Suöurveri, Stigahiíö 45, sími 34852 > rrífíJwrj ,\ ÁYí'jlúaurkorí Frí jtíoJáun ' Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar með Magga. Ef verkefni fékkst ekki, þá bjó hann það til eða flutti það inn til landsins. Maggi hafði góða kímnigáfu og var góður sögumaður. Hann hafði þá eiginleika að ná athygli áheyr- enda ekki síst þegar hann náði „flugi" í frásögninni. Maggi var greiðvikinn maður, alltaf var hægt að leita til hans eftir aðstoð og lagði hann sig fram við að leysa úr málum fólks og var þá síminn gripinn strax ef þar var lausnina að fínna. Hann var einn af þeim mönnum sem gekk í hlut- ina. Margs er að minnast þegar horft er til baka. Upp í hugann koma góðar minningar um skemmtilegar samverustundir eins og þegar Maggi og Auður heimsóttu okkur til Arósa og við ferðuðumst um Evrópu með þeim í bílnum okkar, litlum Fíat 127. Þá var haft á orði að slíkur bíll færi Magga ekki sér- lega vel, þessum stóra og mikla manni enda kom það á daginn að langferðabílar voru það sem átti betur við Magnús. Eða ferðanna sem þau hjónin stofnuðu til er þau buðu allri flöl- skyldunni í rútuferðir til ýmissa staða á góðum sumardegi. Magnús bílstjórinn og Auður fararstjórinn. Þetta þóttu okkur óvenjulegar og skemmtilegar ferðir, að ferðast svona allur hópurinn saman í rútu að ógleymdum skemmtiatriðunum, s.s. þegar hver aldurshópur kom með söngatriði í hljóðnemann og margt fleira. Nú er komið að kveðjustund og munum við lengi minnast Magnús- ar. Við vottum Auði, Didda og Grétu innilega samúð okkar. Krístín og Eyjólfur. Sinna verka nýtur seggja hver, sæll er sá, sem gott gerir, auðir frá er mér ætluð var sandi orpin sæng. (Úr Sólarljóðum.) Kæri vinur. Nú sit ég eftir og hugsa: Hvað er til ráða? Ég hef alltaf átt „stóra bróður". Bróður sem passaði mig í æsku, hjálpaði mér á unglingsárunum og var alltaf tiltækur. Bróður sem huggaði mig við fráfall mömmu, sefaði við missi Flemmings og var styttan sem ég fékk að halla mér að, þegar pabbi dó. Bróður sem stappaði í mig stál- inu, þegar andstreymi varð á minni vegferð. Bróður sem samgladdist LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 MINNINGAR mér fölskvalaust þá allt lék í lyndi. Ég þakka þér með ljúfri virð- ingu, sárri eftirsjá en von um upp- fyllingu þess sem við ræddum um, einir. Jæja, vinur minn, nú er brotið blað, allt er nýtt fyrir þig og mig. Þú vinnur út úr þínum málum af sömu eljunni og ætíð. Ég reyni að gera slíkt hið sama, minnugur þess sem þú sagðir þá við stóðum yfír moldum hans pabba okkar. Missir minn er sár en sárast er tómið eftir þig, þú fylltir allt upp með persónutöfrum og glæsileik. Harmur Auðar, Grétu og Didda er þyngstur. Skerandi kvöl. Þú talaðir sjaldan um trúmál, varst þögull um þær tilfínningar, þú gerðir annað, sem er mest um vert, þú lést kærleiksverkin tala, þú uppfylltir trúaijátninguna með dagfari þínu og gjörðum. Guð er góður. Hann muh hugga okkur öll og styðja í sorginni. Hann hefur tekið við þér, dyggum þjóni, og gerir vel við þig. Launin eru ljúf. Vertu nú ævinlega blessaður, „frændi“, við hittumst síðar þegar stund minnar umbreytingar verður. Þá munt þú hugga mig og styrkja, eins og forðum. Og dagurinn Ieið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjl (Tómas Guðmundsson) Bjarni bróðir. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun að hann Magnús vinur minn og fósturbróðir sé dáinn. Það kom eins og reiðarslag yfír mig þegar ég og konan mín komum upp á Borgarspítala stuttu eftir að Magnús hafði verið fluttur þangað. Að þessi stóri og hrausti maður skyldi vera kallaður á brott frá sinni fjölskyldu í blóma lífsins. Okkar leiðir lágu saman þegar móðir mín Unnur Ágústsdóttir og faðir hans Kjartan Jónsson giftu sig 1967, en bæði höfðu þau misst maka sína fáeinum árum áður. Magnús var þá rétt kominn frá Bandaríkjunum, en hann hafði þá verið þar í nokk- ur misseri við að læra ensku og við vinnu á J.F. Kennedy-flugvelli. Ég átti því láni að fagna að um- gangast Magnús og Auði á þeirra fyrstu hjúskaparárum, þar sem við bjuggum um nokkurra ára skeið í sama húsi, og höfum alltaf síðan verið góðir vinir og borið mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Það vita allir sem umgengust Magnús, að þar fór sannur dreng- skaparmaður, hæglátur og lítillát- ur, en bjargtraustur sínum vinum. Aldrei kvartaði Magnús þó að hann þyrfti að takast á við stóra hluti í lífi og starfí. Með mikinn söknuð í hjarta kveð ég þig, vinur minn. Megi Guð gefa þinni ástkæru eiginkonu og bömum styrk á þessari erfiðu stundu. Ágúst Schram. Snemma árs 1968 var hringt til mín og ég beðinn að taka að mér ungling til kennslu í nokkrar vikur. Ég var dálítið hikandi að taka þetta að mér og gerði mér ljóst, að brugð- ið getur til beggja vona með að taka ókunnan ungling á heimilið sitt til náms. En sem betur fer varð ég við þessari bón. Hinn 21. marz þennan vetur kom Magnús Kjartansson á heimili okkar og dvaldist hjá okkur í tvo mánuði. Hann var þá 19 ára piltur, myndar- legur og hávaxinn, kurteis, prúður og hlýr í allri framkomu og bauð í hvívetna af sér hinn besta þokka. Mér varð strax ljóst, að á heimili mitt var kominn góður drengur og gott mannsefni. Hann hafði misst móður sína og það reyndist ungl- ingsins góðu og viðkvæmu sál erf- itt og sárt. Hann hafði því hætt í skóla og vantaði aðeins herslumun- inn til að ljúka gagnfræðaprófi. Nú var það hlutverk mitt þessar vikur að leiðbeina honum og und- irbúa hann undir prófið, og það reyndist auðvelt verk og gefandi. Gagnfræðaprófínu lauk hann í maí og stóð sig vel. Það var glaður og þakklátur ungur maður, sem kvaddi okkur hjónin á vordögum og gekk vongóðum og öruggum skrefum á vit vorsins og framtíðar- innar. Á þessum vikum bast hann okkur þeim vináttu- og tryggða- böndum, sem aldrei hafa rofnað. Hann var trygglyndur maður og vinfastur. Þremur árum síðar, eða á vor- dögum 1971, kom Magnús í heim- sókn eins og hann gerði reyndar stundum. Það var bjart yfir honum og glampi æsku og ástar í augum. Hann hafði fundið stúlkuna sína, konuefnið sitt hana Auði Krist- mundsdóttur. Nú var það erindi Magnúsar að biðja mig að gefa þau saman í hjónaband. Eg gifti þau í Dómkirkjunni hinn 5. júní 1971. Hönd í hönd gengu brúðhjónin ungu út úr Dómkirkjunni þennan bjarta júnídag staðráðin í að vinna með einum huga og einum vilja að sameiginlegri hamingju sinni og lífsverkefnum. Hinn 28. september 1974 veittist mér sú ángæja að skíra dóttur þeirra hjónanna, Margréti, sem er fædd 15. júlí 1974. Hún var látin heita eftir móður Magnúsar, sem hann unni mjög og var svo sárt að missa langt um aldur fram. Þegar Margrét fæddist, var Auður orðin kennari, en Magnús starfaði sem lögregluþjónn og var síðar lengi rannsóknarlögreglumaður. í því starfi sem annars staðar kom hann sér vel, var samviskusamur og ábyggilegur og naut trausts og virðingar samstarfs- og samferða- manna. Fimm árum síðar eða hinn 1. desember 1979 var ég kvaddur til að skíra son þeirra Kristmund, sem er fæddur 1. september það ár. Fjölskyldan var þá flutt í Mos- fellsbæ og þar hafa þau átt heim- ili síðan. Þau áttu fallegt og yndis- legt heimili. Síðustu árin hafði Magnús með höndum rekstur fólksflutningabif- reiða og var framkvæmdastjóri eig- in fyrirtækis. Fórst honum það vel úr hendi eins og allt annað, sem hann fékkst við í lífinu. Magnús Kjartansson var glæsi- legur maður, göfuglyndur og góður drengur. Það er sárt að sjá honum á bak svo langt um aldur fram. En minn- ingin lifír um góðan og göfugan mann í hugum allra, sem áttu hann að ástvini, vini, félaga og sam- starfsmanni. Göfug minning um góðan dreng varpar birtu fram á veginn og grær að lokum inn í ei- lífð Guðs. Magnús vin minn og nemanda kveð ég með þessum orðum Jónas- ar Hallgrímssonar: Flýt þér, vinur, í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og flúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Við hjónin þökkum Magnúsi vini okkar öll kynnin góðu og ljúfu, tryggðina, traustið og vináttuna. Frú Auði, bömunum og öðrum ást- vinum vottum við okkar dýpstu samúð, biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni og gefa þeim alla daga bjarta og góða á ófarinni ævileið. Jón Einarsson, Saurbæ. Það er með söknuð og harm í hjarta. að við félagamir setjumst niður og skrifum þessa minningar- grein. Þegar okkur barst sú fregn að Magnús væri látinn vomm við orðalusir og ringlaðir og neituðum að trúa því. En því verður ekki neitað að hann er farinn, farinn að eilífu. Blákaldur sannleikur um svo hressan og lífsglaðan mann. Magnús var ekki aðeins góður vinnuveitandi heldur einnig og ekki síður mikill vinur okkar allra. Avallt var stutt í léttleika og glens hjá Magnúsi og alltaf var hann tilbúinn að hlusta á og ræða það sem okkur lá á hjarta: Magnús var þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert og var óspar á hrósið. Setningar eins og „ykkur leiðist ekki“ eða „hér gengur allt nema vinnan“ með léttum hlátri sem fylgdi á eftir líða seint úr huga okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja Auði, Margréti og Didda, svo og aðra ástvini Magnúsar í þessari miklu sorg. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsmenn Magnúsar Kjartanssonar hf. Það var mikið áfall að opna Morgunblaðið og eitt það fyrsta sem við sáum var að hann Maggi Kjartans var dáinn. Hann Maggi sem var svo fullur af lífi og alltaf með eitthvað nýtt á pijónunum. Óþreytandi að bæta hag fyrirtækis- ins, bamanna sinna og hennar Auðar. Það eru ekki mörg ár síðan við kynntumst Magga og fyrirtækinu hans. En það hafa verið ljúf kynni. Alltaf besta fyrirgreiðsla og Maggi t^ldi ekkert erfiði eftir sér til að gera allt sem þægilegast fyrir okk- ur, sem nutum þjónustu hans. Við höfum átta margar skemmtilegar stundir saman á ferðalögum. Hann var frábær ferðafélagi, sem naut þess að ferðast í íslenskri náttúru. Auðvitað gátu ýmis vandamál kom- ið upp. En ekkert var svo flókið að Maggi leysti ekki úr því með sinni alkunnu ljúfmennsku. Og svo var bara gert grín að öllu saman á eftir. Við erum þakklát fyrir að fá að kynnast Magga og Áuði. Að sjá hvað þau stóðu vel saman og studdu hvort annað. Við vitum að Maggi var stoltur af henni Auði og hann hafði ástæðu til þess. Við vitum það líka að hún heldur áfram þar sem hann varð að hætta svo óvænt og heldur merki hans hátt á loft. Við sendum fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þó sorgin sé sár, þá höfum við fyr- ir mikið að þakka að hafa kynnst svo góðum dreng og minningin lifir. Starfsfólk Norræna hússins. í dag kveðjum við vin okkar og félaga. Handknattleikssamband ís- lands hefur fengið að njóta þjón- ustu og vinskapar Magnúsar í hart- nær sjö ár. Á erfiðleikatímum sam- bandsins, þar sem fjárskortur hijá- ir starfsemi og framgang, gátum við alltaf leitað til Magnúsar. Engu skipti hvort þjónusta hans væri greidd seint og um síðir. Hann var alltaf boðinn og búinn að hlaupa undir bagga með HSÍ. Af dreng- lund og vinskap taldi hann ekki eftir sér að skjótast'til Keflavíkur, sækja lið úr flugvél, renna því á æfingar ellegar koma gestum okk- ar í flug á ný. Magnús ávann sér traust sinna viðskiptavina, byggði upp fyrirtæki sitt á trausti og þjónustulund sinni. Smátt og smátt óx honum fiskur um hrygg og nú var stóra verkefn- ið framundan, sjálf HM. Ekki er lengra síðan en á þriðjudag sem við ræddum saman um hlutverk hans í móttöku okkar gesta og enn á ný var Magnús ráðagóður og hjálpfús. Hann sá þetta fyrir sér sem hluta af víðtækari landkynn- ingu og HSÍ treysi Magnúsi til að verða sinn fulltrúi í því ærna verki sem framundan er. Nú er hann allur, langt um aldur fram. Þar er skarð fyrir skildi og söknum við vinar í stað. I gegnum árin hafði margur landsliðsmaður- inn kynnst Magnúsi í starfi og leik. Hann tók þátt í gleði okkar og sorgum en var sífellt hin trausti félagi sem sinnti hluverki sínu af alúð og vandvirkni. Handknattleikssamband íslands, handknattleiksmenn okkar og kon- ur senda konu hans og börnum sín- ar innilegustu samúðarkveðjur og jafnframt þakkir fyrir allt sem hann lagði íþróttinni til. Ólafur B. Schram, form. HSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.