Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 63 ANNA GUÐRÚN NORÐFJÖRÐ + Anna Guðrun Norðfjörð fædd- ist á Sauðárkróki 2. mars 1912. Hún andaðist 28. mars 1995 á Grund. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhannes Norðfjörð úrsmíða- meistari í Reykja- vík, f. 7. sept. 1875, d. 17. júní 1952, og Ása Norðfjörð frá Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu, f. 11. júní 1883, d. 26. okt. 1963. Bræður hennar voru: Jón Hilmar, f. 1906, d. 1988; Agnar, f. 1907, d. 1982; Árni Stefán, f. 1910, d. 1933; Axel, f. 1914, d. 1979; Wilhelm, f. 1916, d. 1985. Hinn 22. nóvember 1952 gift- ist Anna Óskari Guðmundssyni, f. 12. apríl 1914, d. 1971. Þau eignuðust ekki börn. Dóttir Önnu er Ása, f. 24. apríl 1948, sem hún átti með dönskum manni, Ottó Jensen. Ása var í sambúð með Ævari Lúðvíks- syni, f. 1.1. 1944, og á með honum Önnu Guðrúnu, f. 31.12. 1965, og Óskar, f. 1.7.1969. Ása giftist Gunnari Péturssyni, f. 24.1. 1956, 16. apríl 1987. Þau skildu 1994. Anna Guðrún Ævarsdóttir er í sam- búð með Jóni Inga Georgssyni, f. 28.9. 1963. Þau eiga tvö börn, Ásu Dagmar, f. 18.1. 1989 og Georg Jón, f. 5.4. 1991. Jarðarför Önnu Norðfjörð fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. FYRSTU bernskuminningar mínar eru bundnar við heimili afa og ömmu að Njarðargötu 49. Þar sá ég Önnu föðursystur mína fyrst, sumarið 1948. Þá var hún nýkomin frá Kaupmannahöfn með Ásu dótt- ur sína nýfædda. Anna ólst upp í hópi fimm bræðra en foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Norðfjörð úr- smíðameistari í Reykjavík og Ása Jónsdóttir. Þau vildu mennta einka- dótturina og í því skyni var hún send til Danmerkur á húsmæðra- skóla. Var hún þar á sama tíma og faðir minn, sem stundaði hag- fræðinám við Hafnarháskóla og leit til með systur sinni sem var firmn árum yngri. Á árunum eftir 1930 vann Anna lengst af í Iðunnarapóteki en rétt fyrir síðari heimsstyijöldina afréð hún að fara til Kaupmannahafnar til að mennta sig enn frekar. Hún vann í apóteki þar ytra, og lærði m.a. að blanda lyf. Örlögin höguðu því þó þannig að Anna lokaðist inni í stríðinu eins og svo margir aðrir íslendingar og dvaldist hún þar fram yfir stríðslok. Eftir heimkomuna setti hún sam- an heimili með foreldrum sínum og litlu dótturinni, sem hún hafði eignast með dönskum manni. Er sannast sagna að hún annaðist for- eldra sína ákaflega vel til æviloka beggja. Lengst af stóð sameiginlegt heimili þeirra að Skipasundi 27 sem varð einn af föstu punktunum í til- verunni. Þar býr dóttirin Ása nú og hafa því búið þar fjórir ættliðir. Fljótlega eftir heimkomuna frá Danmörku hóf Anna störf í Holtsapóteki og minntist hún þess oft hve það hefði verið skemmtileg- ur tími. Ævinlega var gestkvæmt í Skipasundi 27 enda átti amma Ása stóran systkinahóp, sum þeirra bjuggu norður á Melrakkasléttu, en önnur í Reykjavík. Ættarböndin voru sterk og vel ræktuð. Anna frænka hélt sér til hlés á þessum árum og man ég hana oftast, í þá daga, nýkomna heim úr apótekinu, og gjarnan farin að dúka borð fyr- ir gesti og gangandi, því þjónustu- lund átti hún í ríkum mæli. Jóhannes afi andaðist árið 1952 og um sama leyti giftist Anna Ósk- MINNINGAR ari Guðmundssyni trésmið ættuð- um úr Borgarfirði, miklum ágætis- manni. Þau eignuðust ekki börn, en hann gekk Ásu, dóttur Önnu, í föður stað. Var þetta þeim öllum til heilla. Óskar féll frá langt um aldur fram árið 1971. Þá hófst nýr kafli í lífi Önnu, því nú var hún komin í hlutverk ömmunnar. Ása einkadóttirin hafði þá eignast tvö börn, Önnu og Óskar. Anna frænka uppskar svo sannarlega eins og hún sáði, því umhyggja hennar fyrir dótturinni og barnabörnunum var endurgoldin ríkulega. Barnabömin bjuggu hjá henni um lengri eða skemmri tíma, með húsdýr ef því var að skipta. Var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve kært var með þeim nöfnum. Á síðari árum, einkum eftir lát foreldra minna, kynntist ég Önnu best. Hún hafði reyndar alla tíð ræktað ákaflega vel sambandið við æskuheimili mitt. Við Anna fórum á síðari áram oftast eina ferð á sumrin í Borgarfjörð. Anna var skemmtilegur ferðafélagi, fróð um menn og málefni, hnyttin og gam- ansöm og svo kunni hún vel að njóta útiverunnar. Fyrir tíu árum þeystum við frænkur norður á Melrakkasléttu, sem hafði alltaf sérstakt aðdráttarafl í hugum okk- ar, enda höfðu báðar dvalið þar á sumrum. Við hittum á óskastund, veðrið var dýrðlegt og gestrisni frændfólksins frábær. Rifjuðum við þessa ferð oft upp til gamans. Lífið fór mildum höndum um frænku mína síðasta áfangann, þótt heilsan bilaði. Hún vistaðist fyrir tveimur árum á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund og þar leið henni vel. Eru öllu því góða fólki sem annaðist hana af umhyggju- semi færðar hlýjar kveðjur og þakkir. Góðir eiginleikar Önnu skýrðust í ellinni. Hún var þakklát fyrir allt sem lífið hafði fært henni, taldi sig gæfumanneskju, og aldrei hallaði hún orði um nokkurn mann. Eftir heimsókn á elliheimilið var alltaf svolítið erfitt fyrir mig að kveðja frænku. Oftast stóð hún lengi og veifaði mér. Síðasta skipt- ið sem ég kom til hennar þurfti ég ekki að kveðja hana, hún kvaddi mig, sátt við Guð og menn. Þannig er gott að mega deyja. Kristín Norðfjörð. PALL KRISTINN HALLDÓR PÁLSSON + Páll Kristinn Haldór Pálsson fæddist 22. ágúst 1930. Hann lést 24. mars sl. Foreldrar hans voru Guðbjörg Oktavía Sigurðar- dóttir frá Austur- Eyjafjallahreppi, f. 2.10. 1897, d. 8.11. 1977, og Páll Ágúst Jóhannsson frá Arnarnesi við Eyja- fjörð, f. 20.8. 1876, d. 4.4. 1930. Páll átti ellefu hálfsystk- ini samfeðra. Sjö af ur, f. 25.7. 1905. Páll átti einnig fimm hálfbræður sammæðra, Hjörleif Má Erlendsson, f. 13.10. 1927, Marinó Hafstein Andrea- son, f. 15.7. 1933, d. 17.10. 1986, Óla Markús Andreason, f. 27.11. 1934, d. 30.3. 1991, Karl Val Andreason, f. 27.11. 1934, og Jón Rafn Andreason, f. 22.2. 1936. Páll Kristinn Halldór verður þeim komust til manns og eru tvær systur hans enn á lífi, Lára, f. 15.12. 1908, og Sigríð- jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 6. apríl, og hefst athöfnin kl. 16. var örvhentur. Hann stundaði öll störf til sjós og lands og lifði lífs- ins fábreyttan farveg hávaðalaus í garð samfélagsins. Palli var góður drengur og hjartahreinn og aldrei lagði hann neitt ill til annarra. Þegar móðir hans var orðin ein var hann stoð og stytta hennar og sýndi henni kærleik og virðingu svo sem alla tíð. Hann var snyrtimennskan upp- máluð og þegar hann ungur að árum og hjó við í eldinn fyrir móð- ur sína var eftir því tekið hve fal- lega og vel hann hlóð viðarköstinn. Enda var hann eftirsóttur vinnu- ævina alla fyrir lagtækni. Síðustu ár ævi sinnar bjó Palli á elliheimil- inu Hraunbúðum, en hann hefði orðið 65 ára nk. haust. Megi góður Guð geyma hann, megi minningin um góðan dreng gefa eftirlifandi hlýju og gleði. Páll Helgason. DRENGUR góður hefur kvatt, Páll Kristinn Halldór Pálsson frá Vestmannaeyjum, en hann verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag. Palli ólst upp í góðum og tilþrifamiklum bræðrahópi og stundum gegndu þeir nafni allir fyrir einn og einn fyrir alla; Óli, Kalli, Rabbi, Mari, Már og Palli, fullu nafni Hjörleifur Már Erlendsson, Marinó Hafsteinn Andreasson, Karl Valur Andreas- son, Óli Markús Andreasson og Þórir Rafn AndreasSon. Móðir þeirra, Guðbjörg Sigurðardóttir, var kjarnakona, en þótt oft væri erfitt í ári á heimilinu auðnaðist húsmóðurinni alltaf að eiga mat handa strákunum, sem allir voru hörkuduglegir og listrænir. Þetta var fátækt fólk með stórt hjartalag og kom sér áfram af miklum dugn- aði og elju með vinarþel í buddu stað þegar lagt var í’ann til eigin ábyrgðar. Palli gekk aðeins í barnaskóla, en hann tók strangar lotur í lífsins skóla og fór ekkert allt of vel út úr því þar sem hann ánetjaðist Bakkusi ungur og rauf ekki þau bönd meðan heilsa entist. Palli var ákaflega handlaginn og oft þótti gott að vinna á móti honum sökum hæfileika hans og þess að hann Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er möttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Faðir okkar, BJÖRN GUÐMUNDSSON, sem lést 29. mars sl., verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 7. apríl kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær bróðir okkar, EYMUNDUR SVEINSSON frá Stóru-Mörk, sem lést 30. mars sl., verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju laug- ardaginn 8. apríl kl. 13.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Guörún Sveinsdóttir, Sigfús Sveinsson, Pálfna Sveinsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ERLINGSDÓTTIR, áðurtil heimilis í Breiðholti við Laufásveg, er lést á Droplaugarstöðum 29. mars sl., verður jarðsett frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 7. apríl, kl. 15.00. Bótólfur Sveinsson, Erla Bótólfsdóttir, Guðmundur Kristleifsson, Sólveig Bótólfsdóttir, Guðmundur Helgason, Fjóla Bótólfsdóttir, Ólafur Gfslason, Erlingur Bótólfsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Grafarbakka, Hrunamannahreppi, verður jarðsungin frá Hrunakirkju föstu- daginn 7. apríl kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.30 með viðkomu í Fossnesti á Selfossi. Emil Rafn Kristófersson, Lilja Ölvisdóttir, Eiríkur Kristinn Kristófersson, Áslaug Eiríksdóttir, Björk Kristófersdóttir, Árni Vigfússon, Kjartan Kristófersson, ÁrnýJóna Jóhannsdóttir, Guðrún Kristfn Kristófersdóttir, Guðmundur Óli Pálsson, María Munda Kristófersdóttir, Heiðar Guðbrandsson, Hlíf Kristófersdóttir, Sigurður Már Sigurgeirsson, Gyða Ingunn Kristófersdóttir, Grétar Páll Ólafsson, Hreinn Kristófersson, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Ásdfs Hrönn Björnsdóttir, Jóhanna Sigrfður Danfelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa ski'rnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verkftað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.