Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 67 FRÉTTIR Félag sjálfstætt starfandi heimilislækna Heppilegra að auka vægi heimilislækninga með markvissri þróun Á FUNDI í Félagi sjálfstætt starfandi heimilislækna 4. apríl var samþykkt ályktun þar sem félagið lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hörðu deilu sem nú stendur yfir milli heilbrigðis- ráðherra og sérfræðilækna vegna tilvísanamálsins. I ályktuninni segir: „Félagið telur að ríkt hafi gott jafnvægi og sátt um það kerfi sem hefur verið við lýði-undanfarin tvö ár þar sem verðstýring beinir sjúkl- ingum fremur til heimilislækna en sérfræðilækna. Félagið telur heppilegra að auka vægi heim- ilislækninga með markvissri þró- un og áróðri fremur en með jafn- róttækum breytingum og núver- andi reglugerð um tilvísanir. Auk þess er ljóst að slíkar breytingar ná ekki fram að ganga ef þær eru gerðar án samráðs við lækna og samtök þeirra. Félag sjálfsætt starfandi heimilislækna harmar ummæli um störf heimilislækna, þar sem lítið er gert úr kunnáttu og menntun heimilislækna og þeir jafnvel taldir óþarfir. Telur félag- ið að slík ummæli lýsi vanþekk- ingu á menntun heimilislækna sem flestir hafa margra ára sérnám í heimilislækningum að baki auk almennrar læknis- menntunar. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að einn aðili varðveiti upplýsingar um heilsuf- ar fjölskyldna og sé aðgengileg- ur, þegar um heilsufarsvanda er að ræða eða þörf á ráðgjöf." Gagnrýna staðsetningu heilsugæslustöðvar „Félagið telur þá áætlun ráð- herrans að láta reisa 6-8 lækna heilsugæslustöð á lóð Ríkisút- varpsins gagnrýnisverða. Sú áætlun felur í sér að heimilis- læknum á Fossvogs- og Kringlu- svæðinu verði fjölgað úr 11 í 14-16, en á svæðinu búa um 11.400 manns. Félagið lýsir skilningi á því að leysa þurfi húsnæðisvanda heilsugæslustöðvar fyrir Foss- vogshverfi sem nú er starfrækt í Borgarspítalanum. Hins vegar verður fyrirhuguð staðsetning stöðvarinnar á Útvarpslóðinni að teljast hæpin því handan göt- unnar starfa 8 sjálfstætt starf- andi heimilislæknar sem ítrekað hafa óskað eftir auknu sam- starfi við Heilsugæsluna í Reykjavík. Félagið telur það í mótsögn við stefnu núverandi ríkisstjórn- ar, ef mismunandi rekstrarform í heilsugæslu fá ekki notið sín. Yfirlýsing frá Sérfræðinga- félagi íslenskra lækna MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna: „í þeim drögum að reglugerð um tilvísanir, sem send voru læknasamtökunum í janúar 1995, var öllum læknum heimilt að vísa sjúklingum sínum á rannsóknastofur með greiðslu- þátttöku sjúkratrygginga án þess að skilyrt væri tilvísun heimilislækna, enda hafa sjúk- lingar lækna utan samnings við TR alla tíð átt þann trygginga- rétt. í endanlegri gerð reglu- gerðarinnar sem undirrituð var 9. febrúar 1995 hafði ráðherra hins vegar afnumið þessi rétt- indi íslendinga en greiðsla TR fyrir rannsóknir var nú skilyrt tilvísunarheimild frá heilsu- gæslulækni. Þannig tók ráðu- neytið heilbrigðismála að vel íhuguðu máli tryggingaréttinn af sjúklingum sérfræðinga og eingöngu heilsugæslulæknar gátu skv. reglugerðinni heimilað greiðsluþátttöku sjúkratrygg- inga í blóð-, sýkla-, vefja- eða röntgenrannsóknum. Fjórum dögum fyrir alþingis- kosningar gefur heilbrigðisráð- herra nú í skyn að hann sé að gæta hagsmuna almennings með því að afnema ákvæði sem hann kom sjálfur á með reglu- gerð 9. febrúar 1995. Nú eiga kjósendur að gleðjast innilega yfir hjartagæsku og góðverkum ráðherrans, því ráðherrann von- ar að landsmenn átti sig ekki á því að hann hafði sjálfur afnum- ið þessi réttindi. Hið rétta er, að ráðherra hef- ur þ. 4. apríl 1995 viðurkennt að hluti reglugerðarinnar var beinlínis til þess að gera sjúkl- ingum erfitt fyrir að leita beint til sérmenntaðra lækna. Ákvæð- ið var spellvirki. Eftir breyting- una er öllum íslenskum læknum að nýju heimilt að vísa sjúkling- um sínum á rannsóknastofur með greiðsluþátttöku almanna- trygginga hafi rannsóknastofan samning við TR. Þetta er kallar ráðherrann góðverk; m.ö.o. að hann sé að gæta hagsmuna al- mennings. Engin breyting hefur hins vegar verið gerð á tilvísunar- skyldu vegna sérfræðilæknis- hjálpar og því eru sjúklingar þeirra 320 sérfræðilækna sem sagt hafa upp samningi við TR engu betur settir eftir breyting- ar ráðherrans 4. apríl nema hvað varðar kostnað vegna nauðsyn- legra rannsókna. Eftir sem áður verður kostnaðarauki ríkisins vegna tilvísanakerfisins a.m.k. 100 milljónir króna auk kostnað- ar vegna skriffinnsku og tví- verknaðar. Eftir sem áður er aðgengi sjúklinga að sérfræð- ingum skert með fjárhagslegum álögurn og sviptingu trygginga- réttar. Eftir sem áður greiða sjúklingar eftir 1. maí allan kostnað af viðtali, skoðun og aðgerðum hjá sérfræðingum." Páskabasar Hringsins KVENFÉLAGIÐ Hringurinn verður með páskabasar í Kringl- unni föstudaginn 7. og laugar- daginn 8. apríl. Á boðstólum verður ýmiss kon- ar páskaskraut sem Hringskonur hafa unnið. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins og stuðlar þannig að eflingu barn- aspítalans og bættri umönnun sjúkra barna. Á myndinni er sýnishorn af því á boðstólum verður hjá Hringskonum. Fyrirlestur um virkni hljóðkerfis- reglna ÞORSTEINN G. Indriðason cand. mag. heldur opinberan fyrirlestur í boði íslenska málfræðifélagsins í stofu 423 í Árnagarði, fimmtudag- inn 6. apríl kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist Virkni hljóðkerfisreglna í íslensku og aðgangur þeirra að orðmyndun. Þorsteinn G. Indriðason lauk kandídatsprófi í íslenskri málfræði frá Háskóla íslands í júní sl. og nefndist lokaritgerð hans, Reglu- virkni í orðasafni og utan þess, og fjallar hún um lexíkalska hljóðkerf- isfræði í íslensku. Hefur ritgerðin verið gefin út af Málvísindastofnun Háskóla ís- lands í ritröðinni Málfræðirann- sóknir. Fug-lalíf í Papey og Skrúði FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ heldur í dag, fimmtudaginn 6. apríl, rabb- fund í kaffistofu Náttúrufræðistofn- unar, 4. hæð, við Hlemm og hefst hann kl. 20.30. Þar mun Jóhann Óli Hilmarsson rabba um fuglalíf og náttúrufar í Papey og Skrúði og sýna litskyggnur frá þessum helstu eyjum Austurlands. Jóhann stóð fyrir Ieiðangri til eyj- anna sl. sumar til að kanna hvort sæsvölur yrpu þar og jafnframt var annað fuglalíf skoðað. Yitni vantar BIFREIÐINNI PP-303 var stolið frá Hafnarbraut 25 í Kópavogi 30. mars sl. PP-303 er hvít sendibifreið af gerðinni Volkswagen Polo árgerð 1990. Þeir sem hafa orðið varir við bif- reiðina eða vita hvar hún er nú vin- samlegast hafi samband við lög- reglu. Húsmæðrafélagið gaf MS-félaginu HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur varð 60 ára 30. janúar sl. Húsmæðrafélagj hefur starfað óslitið allan þennan tíma og er því með eldri kvenfélögum á Reykjavíkursvæðinu. Meginstoð- ir félagsins eru eldri konur sem koma saman einu sinni í viku á þriðjudögum milli kl. 13-17 og vinna að hannyrðum og er að sjálfsögðu heitt á könnunni og opið hús. Að hausti er haldinn 100 þúsund basar og afraksturinn seldur. AUur ágóðinn fer til línarmála. í tilefni afmælisins afhenti hús- mæðrafélagið MS félaginu gjöf að upphæð 100.000 kr. Á mynd- inni sést þegar formaður hús- mæðrafélagsins, Steinunn V. Jónsdóttir, afhendir formanni MS-félagsins, Gyðu Ólafsdóttur, fjárliæðina. Einnig var Elín Þor* kelsdóttir, gjaldkeri félagsins, viðstödd. Doktor í haf- botnsjarð- fræði HAFLIÐI Hafliðason, jarðfræðing- ur, varði doktorsritgerð sína í hafs- botnsjarðfræði (fomloftslags- og fornstraumafræði) við Háskólann í Björgvin í Noregi 7. desember sl. Doktorsrit- gerðin fjallar um hina jarðfræði- legu þróun land- grunnsins út af Mið-Noregi (síð- ustu ca. 1 milljón árin) og norður- hluta Norðursjáv- ar (síðustu 30 þúsund árin) og tengsl þess við al- heims-loftslagsbreytingar. Varpað er nýju ljósi á umfang og tíðni jöklamyndunar í Noregi. Með rannsóknum á setkjörnum frá Norðursjónum er sýnt fram á að þær tíðu og umfangsmiklu loftslags- sveiflur sem áttu sér stað í lok síð- asta jökulskeiðs á norðurhveli jarðar er að miklu leyti stjórnað af breyt- ingum í straumakerfi sjávar. Leiðbeinandi var dr. Hans Petter Sejrup, prófessor við Björgvinjarhá- skóla, og andmælendur dr. Ánders. Elverhoi, prófessor við Háskólann í Osló og dr. Jón Eiríksson, dósent við Háskóla íslands. Hafliði Hafliðason fæddist á Siglufirði 23. september 1953, son- ur hjónanna Jónu S. Einarsdóttur og Hafliða Helgasonar, fyrrverandi bankaútibússtjóra. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973, BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Islands 1978 og M. Phil-prófi frá Edinborgarháskóla 1984. Hafliði starfar við jarðfræði- deild Háskólans í Björgvin og vinnur — að rannsóknum á fornloftslagi og setflutningi á landgrunni Noregs og í Norsk-Grænlandshafinu. Eigin- kona Hafliða er Edda J. Ólafsdóttir barnalæknir og eiga þau þrjú börn. SkoöanakQnnanir, flokkarnir, frambjóöendurnir og úrslitin. htt p://www.s ki ma. IS Kosningar á Internet KoBnlngavaka þar aam r isYlífiA A tölurnar blrtaBt jafnóðum. jlvl IVI/V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.