Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MATUR, DRYKKUR, MAÐUR, KONA er útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erienda myndin og var eínnig útnefnd til Golden Globe verðlaunanna. Lystaukandi gamanmynd sem kitlar jafnt hláturtaugar sem bragðlauka. Sýnd kl. 6.50 og 9. STJÖRNUb íÓ kl M FRUMSYNIR m \W Frumsýning á einni bestu mynd ársins VINDAR FORTÍÐAR Stórmynd leikstjórans Ed Zwick er ólýsanlegt þrekvirki sem segir margra áratuga örlagasögu fjölskyldu einnarfrá fjallafylkinu Montana. Þessi kvikmynd hefur einróma hlotið hæstu einkunn um víða veröld og lætur engan ósnortinn. Tilnefnd til3 ÓSKARSVERÐLAUNA HLAUT ÓSKARSVERÐLAUN FYRIR BESTU KVIKMYNDA TÖKUNA I aðalhlutverkum eru: Brad Pitt, Anthony Hopkins, Aidan Quinn, Henry Thomas og Julia Ormond Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.25. Bönnuð innan 16 ára. Lagið DANCING BAREFOOT með U2 úr myndinni THREESOME er búið að vera á toppnum á íslenska listanum í 6 vikur. í tilefni þess sýnum við þessa frábæru mynd THREESOME í örfáa daga kl. 11.15. Miðaverð kr. 400. *** A.l Mþl,| *** Ó.H.T.jpás 2. *** Þ.Ó. TÍagsljós *** Ö.M. Timinn , Leikstjóri f Friðrik Þór Friðriksson V Stuttmynd Ingu Lisu Middleton, „i draumi sérhvers manns” , sýnd á undan „ Á KOLDUM KLAKA". Sýnd kl. 5. Miðaverð 700 kr. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI991065 Taktu (játt i spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir I STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mín. UGLAUMBAR heldur upp á 5 ára af- mæli sitt um helgina. Margt verður um dýrðir á laugardagskvöldinu m.a. leikur Sælgætisgerð Kobba Skælers acid- jazz fyrir gesti og einnig mun föstudags- fiðringurinn Maggi Magg leika dans- tónlist. mHÓTEL SAGA Á föstudagskvöld verða Bubbi Morthens, Bogomil Font og Egill Ólafsson með tónleika í Súlna- sal. Tónlist félaganna spannar allan dægurlagaskalann, allt frá rokktónlist til gömlu sveiflunnar. Tónleikarnir hefj- ast kl. 23 en húsið opnar kl. 22. Að loknum tónleikum verður dansleikur til kl. 3 með Agga Slæ og Tamlasveit- inni en hana skipa: Stefán S. Stefáns- son, Eiríkur Órn Pálsson, Björn Thoroddsen, Ásgeir Óskarsson, Gunnar Hrafnsson og Jónas Þórir ásamt Agli Ólafssyni. Tónleikarnir verða opnir öllum tónlistaraðdáendum 20 ára og eldri. Á Mímisbar leika þeir Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson föstudags- og laugardagskvöld. í Súlnasal er Ríósaga á laugardagskvöld og að lokinni þessari skemmtidagskrá Ríó Tríó leikur hljóm- sveitin Saga Klass fyrir dansi. MJASSBARINN Á föstudagskvöld leik- ur norkst tríó en það er komið til ís- lands fyrir milligöngu norska sendiráðs- ins. Tríóið skipa þeir Asbjörn Johann- essen, saxafón, Vigleik Storaas, píanó og Bjöm Aalterhaug, kontrabassa. Dagskrá tríósins samanstendur af af hefðbundnum nútímajazzi með vísun til norrænna tónverka. Þegar dagskrá þeirra er tæmd munu nokkrir íslenskir listamenn ,jamma“ með þeim uns húsið lokar. Á laugardagskvöld leika þeir Þórir Baldursson, .hammond og Einar Valur Scheving, trommur. Gestaleikari þeirra að þessu sinni verður Óskar Jónsson, saxafón. Á sunnudagskvöld kemur fram Bógómil Krúnar sem mun troða upp með Frank Sinatra og Dean Martin standarda, honum til aðstoðar er Kjartan Valdimarsson, píanóleikari. PÁLL Óskar og félagar hans í MiHjónamæringamir leika á föstu- dagskvöld í Njarðvík og á laugar- dagkvöld á Neskaupstað. ■ GARÐKRÁIN GARÐABÆ Um helg- ina leikur hljómsveitin SÍN. Á föstu- dagskvöld skora þeir á alla Vestmanna- eyinga að mæta og rifja upp kynnin. Á laugardagskvöld verða það Sjálfstæðis- menn sem fylla húsið með kosningavöku sinni. mPÁLL ÓSKAR OG MILUÓNA- MÆRINGARNIR Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin í Stapanum, Njarð- vík og á laugardagkvöld leika þeir í Neskaupstað. mSÓLON ÍSLANDUS Á föstudags- kvöld leika þeir Howser og Hansen tónlist frá öllum tímum á ljúfum nótum. UGAUKUR Á STÖNG Á fimmtudags- kvöld leikur hljómsveitin Sprakk og á fostudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Sól Dögg en þess má geta að hljómsveitin hefur fengið nýjan bassaleikara til liðs við sig en hann heitir Eiður Alfreðsson. Á sunnudags- og mánudagskvöld leikur gleðisveitin Paparnir og á þriðjudagskvöld er kynn- ingarkvöld. Þá verður kynnt til leiks hljómsveitin KFUM og The Andsko- dans. Á miðvikudagskvöld leikur hljóm- sveitin Langbrók. mSINDRABÆR HÖFN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur dúettinn Arnar og Þórir. Einnig verður haldin þar kosningavaka og m.a. komið upp 30 tomma sjónvarpsskjá. rnGJÁIN SELFOSSI Á laugardags- kvöld verða tónleikar með hljómsveitinni Blues Express og hef|'ast þeir kl. 22 og standa til kl. 1. Hljómsveitina skipa Gunnar Eiríksson, Svanur Karlsson, Einar V. Einarsson og Gunnar Þ. Jónssonar. Þeir félagar ætla að leika blús og rokk í anda Claptons, Garry Moore o.fl. Aðgangur er ókeypis. mSJALLINN ÍSAFIRÐI Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Bong en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur í Sjalianum. Hljóm- sveitina skipa: Jakob Magnússon, Arn- ar Ómarsson, Guðmundur Jónsson, Hafþór Guðmundsson, Eyþór Arn- alds og Móðeiður Júníusdóttir. mNÆTURGALINN SMIÐJUVEGI Hljómsveitin Stykk leikur föstudags- og laugardagskvöld hressa tónlist. mHÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld er kosningadansleikur Þjóðvaka þar sem ýmsar hljómsveitir koma fram. Húsið opnar kl. 22. Á laugardagskvöld er 19. stórsýning Björgvins Halldórssonar Þó líði ár og öld. Þríréttaður kvöldverð- ur. Að lokinni sýningu er Kosningavaka Sjálfstæðisflokksins þar sem Stjórnin leikur fyrir dansi ásamt gestasöngvur- unum Bjarna Ara og Bjögga Halldórs. mCAFÉ AMSTERDAM Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur Rúnar Þór. mKRINGLUKRAIN Á fimmtudags- kvöld leikur hljómsveitin Blues Express kunna blússtandarar. Dagskráin hefst kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Snlnasalur Midnseturskemm Bubbi, Bogomil Font og Egill^ í Súlnosal, Hótel Sögu^áB Sín r lafsson pril Hinir einu sönnu Bubbi Morthens, BogomiJ Font og Egill föstudagskvöldið 7. apríl í Súlnasal á Sögu. HÚSÍð Opn hefjast kl. 23:00. Eftir tónleikana er dansleikur^n»:<»».Hiii«MMi»icu^».ie en hana sldpa Stefán S. Stefánsson, saxófón, Eiríkui^j' Ásgeir Óskarsson, trommur, Gunnar H ásamt Agli.il Missið ekki JMafsson verða með dúndurtónleika kl. 22:00 en tónleikarnir : og Tamlasveitinni Pálsson, trompet, Björn Thoroddsen, gítar, Hfnsson, bassi, og Jónas Þórir, hljómborð lafssyni söngvara. einstakri skemmtun. Aldurstalcmairf 20 ár. Miðaverd 1OOO kr. -þín saga! Tónleikar RADIOPUHELIMET. Morgunblaðið/Júlíus Finnskir pönkarar Finnskir rokkarar hafa tíðum heimsótt ísland. Liðsmenn pönksveitarínnar Radiopuhelimet, sem halda hér tónleika í kvöld og annað kvöld, segja og að íslendingum og Finnum svipi saman um margt. FJÖLMARGIR hafa haft orð á því að Islendingum og Finnum svipi saman um margt og víst hafa óvenju margar fínnskar rokkhljómsveitir komið hingað til tónleikahalds und- anfarin ár. Ein slík hljómsveit, Rad- iopuhelimet, heldur þannig tvenna tónleika hér, í kvöld og annað kvöld. Radiopuhelimet, sem þýðir út- varpsviðtæki, kemur frá Oulu í Finn- landi, en rokkhljómsveitir frá Oulu eru margar þekktar fyrir gróft pönk- skotið rokk. Hljómsveitin er nú á mála hjá Bad Vugum útgáfunni, sem hefur meðal annars gefið út tvær smáskífur með Gunnari Hjálmars- syni undir nafni Dr. Gunna. Bad Vugum gaf út fyrstu smáskífu Rad- iopuhelimet, sem var um leið fyrsta útgáfa fyrirtækisins, 1987, en áður höfðu sveitarmenn starfað saman í ýmsum sveitum, þeirra helstri KTMK, eða Kansanturvamusiikiko- missio. Velgengni Radiopuhelimet kom sveitinni á samning hjá stórfyr- irtæki, Sonet, sem er í eigu Polygr- am-risans, og á vegum Sonet sendi sveitin frá sér fjórar breiðskífur. Sjötta breiðskífa Radiopuhelimet kemur líkt og sú fyrsta út á vegum Bad Vugum, en einn hljómsveitar- meðlima, trymbillinn, er meðal eig- enda Bad Vugum. Þeir félagar eru ekkert að skafa utan af því og segj- ast hafa verið reknir frá Polygram, en bæta við að þeir hafi verið óánægðir með samstarfið og hugleitt að hætta eftir að sá sem fékk þá til fyrirtækisins og studdi með ráðum og dáð, Riku Mattila, fór annað. „Polygram á nóg af seðlum, en þar er fátt um ferskar hugmyndir," segja þeir ákveðnir, „við vorum orðnir þeirra vandamál og þeir ekki síður okkar“. Einangrunin sameiginleg Finnskri rokktónlist og íslenskri svipar nokkuð saman og þeir félagar skrifa það á einangrunina, Islending- ar á eyju í Atlantshafi, en þeir ein- angraðir á sinn hátt á milli Skand- inava og Rússa. Radiopuhelimet hefur lagt land undir fót, meðal annars leikið í Len- ingrad, víða í Skandinavíu og Mið- Evrópu. „Við fórum til Rússlands 1989 og spiluðum í ungmennahöll. Okkur var ekki vel tekið þar, ung- mennin voru víst að vonast eftir vest- rænu diskói, en ekki fínnsku pönki,“ segja þeir og hlæja að minningunni. Vanir því að eiga enga peninga Radiopuhelimet er iðin við tón- leikahald í Finnlandi og þeir félagar segjast selja hæfilega af plötum, „að minnsta kosti nóg tit að halda áfram að gefa út, tónlist eins og okkar á aldrei eftir að seljast neitt af viti og við erum vanir því að eiga enga peninga,“ segja þeir og bæta við að tónlistin haldi þeim gangandi, en ekki draumurinn um ríkidæmi, „og líka heimska" skýtur einn inní og þeir hlæja allir, en svo bætir trymb- illinn við að hann sé í tónlistarstússi til að tapa peningum; að minnsta kosti hafi hann tapað aleigunni á plötuútgáfu. Hart og harkalegt rokk Eins og áður er getið leikur Rad- iopuhelimet harða og á tíðum harka- lega rokktónlist með óvæntum kafla- skiptum, en þeir félagar segjast vera að róast eitthvað með árunum, að minnsta kosti sé næsta breiðskífa öllu rólegri og þar bregður fyrir hljóðfærum sem þeir hafa ekki áður gripið til. Þeir segjast þó ekki stefna á að slá í gegn, líklega sé þeim ókleift að semja grípandi popplag hvort eð er. Radopuhelimet leikur á tónleikum í Tveimur vinum í kvöld og annað kvöld. Á undan Finnunum leika ís- lenskar hljómsveitir, í kvöld leika Kolrassa krókríðandi, Texas Jesús og Curver, en annað kvöld Unun, Ólympía og Saktmóðigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.