Morgunblaðið - 06.04.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 06.04.1995, Síða 1
AUGLÝSINGAR Samstaða eða ' ■ V FYRIRTÆKI Grand Hótel tekur HLUTABRÉF Hinn þögli samkeppni /4 W til starfa/6 meirihluti /8 VIÐSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 BLAÐ vís I tilefni fimm ára afmælis Vá- tryggingafélags íslands í fyrra, hefur stjórn félagsins ákveðið að greiða öllu fastráðnu starfsfólki VIS uppbót á laun sem samtals nemur tíu milljónum króna. Upp- bótin skiptist jafnt á starfsfólkið miðað við starfshlutfall. Víxlar Með útboði á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxlum sem lauk í gær, skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tilboðum á bilinu 300 - 3.500 miiyónir króna. 26 gild tilboð bárust að fjárhæð 1.795 milljón- ir. Heildarfjárhæð tekinna til- boða var 416 miHjónir. Meðal- ávöxtun samþykktra tilboða í 3ja mánaða víxla er 7,05%. Ekki náð- ist tilskilin lágmarksfjárhæð samkeppnistilboða í útboði 6 og 12 mánaða víxla. IMýtt nafn HP Ákveðið hefur verið að breyta nafni HP á íslandi hf. í Opin • kerfi hf. Þessi ákvörðun er tekin vegna fjárfestinga í fyrirtækjum sem selja vörur frá öðrum en HP. Engar breytingar verða á rekstri fyrirtækisins. SÖLUGENGI DOLLARS Vélsmiðju Orms og Víglundar boðin aðstaða til skipasmíða Flotkví gæti komið til Hafnar- fjarðar í sumar HAFNARSTJÓRN Hafnarfjarðar- bæjar samþykkti í gær að veita Vélsmiðju Orms og Víglundar (VOOV) aðstöðu til að setja upp flotkví utan Suðurgarðs sunnan hafnarinnar í bænum. Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallar um málið í dag, en ef hugmyndin fær grænt ljós þar gæti flotkvíin verið komin til Hafnarfjarðar í sumar, en hún gæti skapað allt að 100 störf í bænum, að sögn Guðmundar Víg- lundssonar, tæknifræðings hjá VOOV. Valgerður Sigurðardóttir, for- maður hafnarstjómar, sagði að ákvörðunin væri tekin að vel at- huguðu máli, bærinn liti mjögjá- kvæðum augum á þetta framtak og það skipti miklu máli að fá kvína til Hafnarfjarðar. Lyftigeta 5-6.000 tonn Bærinn legði til aðstöðuna, en rekstur kvíarinnar væri í höndum einkaaðila; Vélsmiðja Orms og Víglundar myndi kaupa kvína og sjá um að draga hana til landsins. Valgerður sagði að engin kostnað- aráætlun lægi fyrir enn, en í sam- þykkt hafnarstjórnar segir að tæknivinnu við gerð aðstöðunnar verði hraðað efns og kostur er og verkið síðan boðið út reynist kostn- aðaráætlun ásættanleg. Guðmundur Víglundsson sagði að flotkvíin myndi hafa um 5-6.000 tonna lyftigetu, væri 120 metra löng og gæti tekið 8 metra djúprist skip. Þetta þýddi að hún gæti tekið stóm togarana íslensku og meðalstór fraktskip í viðgerð. Til dæmis hefði togarinn Venus frá Hafnarfirði farið í viðgerð til Póllands eftir að hann brann, meðal annars af því að engin að- staða var á íslandi til að lengja skipið. Það yrði hins vegar hægt í flotkvínni. Gætu tekið að sér erlend verkefni Guðmundur sagði að kvíin gæti fengið til sín bæði íslensk skipa- smíðaverkefni, sem nú færu að stórum hluta til útlanda og eins gæti hún tekið upp erlend skip. Hér væri mikil þekking og færni til staðar og mikil umferð skipa' yfir Atlantshafið þannig að ekkert væri því til fyrirstöðu að íslending- ar flyttu inn skipasmíðaverkefni. Hann sagði að kvíin gæti skap- að um 50 störf fyrir iðnaðarmenn - járnsmiði, trésmiði og rafvirkja - og ef til vill önnur 50 tengd störf við ýmis konar þjónustu. Nú er pngin flotkví fyrir skipa- smíðar á íslandi, en von er á fiotkví frá Litháen til Akureyrar nú í vor og kaup á flotkví er einn af þrem- ur kostum sem rætt hefur verið um við endurnýjun á skipasmíða- aðstöðu á ísafirði. GJAFABRÉF GÓÐ FRAMTÍÐARGJÖF Á FERMINGARDAGINN Kostir Sjóðsbréfa 5 eru: • Örugg eignasamsetning í ríkisverðbréfiim. • Stöðugleiki í ávöxtun til langs tíma litið. • Uttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. • Ókeypis varsla bréfanna. • Yfirlit tvisvar á ári. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar i Sjóðsbréf 5 í afgreiðslunni í Armúla 13 ■ um Sjóðsbréf 5 í afgreiðslunni í Armúla 13a eða í síma 560-8900. Jafnframt er hægt að kaupa Sjóðsbréf 5 í útibúum íslandsbanka um land allt. Verið velkomin í VÍB. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.