Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Flugleiðir leita samstarfs við bandarískt flugfélag FLUGLEIÐIR hf. hafa um skeið kannað möguleika á að hefja náið samstarf við bandarískt flugfélag til að styrkja stöðu sína á mark- aðnum vestan hafs. Félagið hefur um árabil átt í ákveðnu markaðs- samstarfí við USAir og er annar stærsti aðilinn í Evrópu sem selur farseðla með þessu félagi. Til greina kemur að auka sam- starfið við USAir en einnig hafa hugmyndir um samstarf verið viðraðar við önnur bandarísk fé- lög. Sé sterkt mnanlands í Bandaríkjunum „Við höfum áhuga á samstarfi við flugfélag sem er öflugt í innan- landsflugi í Bandaríkjunum en er ekki inn á okkar aðalmörkuðum i Norður-Atlantshafsfluginu. Þetta NIB-bréfá betri kjör- um en spari- skírteini LANDSBRÉF HF. bjóða nú til sölu skuldabréf Norræna fjár- festingarbankans í íslenskum krónum á mun betri kjörum en fást af spariskírteinum rík- issjóðs með jafnlöngum bindi- tíma. Bréfin eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og eru á gjalddaga þann 29. nóv- ember 1996 eða eftir eitt og hálft ár. Að sögn Davíðs Bjömsson- ar, forstöðumanns hjá Lands- bréfum, er kaupávöxtunar- krafa Seðlabanka á spariskír- teinaflokka með sama bindi- tíma 4,87% og ávöxtunarkrafa Landsbréfa á slíka flokka 5,3%. Skuldabréf NIB eru aft- ur á móti boðin með ávöxtun sem nemur 5,6% umfram láns- kjaravísitölu eða a.m.k. 0,3% hærri ávöxtun. Davíð segir bréfin athyglis- verðan fjárfestingarkost þar sem vart finnist traustari greiðandi á markaðnum. NIB hafi lánshæfísmatið AAA en ríkissjóður íslands sé hins veg- ar með lánshæfimatið A. Eigið fé NIB hafi verið um 66,7 millj- arðar um síðustu áramót og þar að auki beri öll Norðurlönd- in ábyrgð á skuldbindingum hans. Þá uppfylli bréfin óskir ljárfesta um skamman bindi- tíma á verðtryggðum bréfum þannig að sveiflur í verðmæti bréfa verði minni ef raunvaxta- breytingar verði á markaði á næstu mánuðum. Landsbréf keyptu bréfin af erlenum fjárfestum en þau eru úr skuldabréfaútboði Norræna fjárfestingarbankans, NIB, sem fram fór á árinu 1991. Nýir eigend- ur Vara BALDUR Ágústsson, stofnandi Vara og forstjóri undanfarin 25 ár, hefur selt fyrirtækið og hætt þar störfum. Kaupandi er Viðar Ágústsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins undanfarin fjögur ár, og með- eigandi hans í nýju hlutafélagi Vari hf. í frétt frá Vara hf. segir að starfsemi fyrirtækisins verði óbreytt. Nafnið verði hið sama, starfsfólk sömuleiðis og sama þjónusta veitt áfram. samstarf myndi felast í því að fé- lagið tæki við okkar farþegum með svipuðum hætti og USAir gerir núna. Við viljum geta boðið upp á fjölda áfangastaða í Banda- ríkjunum á góðu verði. Þar að auki viljum við tengjast velvildar- kerfi hjá slíku félagi þannig að farþegar okkar fengju punkta inn í kerfið hjá því. Á sama hátt myndi flug með þessu félagi skila punkt- um inn í okkar kerfi. Við stöndum höllum fæti að þessu leyti á Bandaríkjamarkaði því önnur evr- ópsk flugfélög eiga í nánu sam- starfí við bandarísk félög,“ segir Einar Sigurðsson, forstöðumaður upplýsingadeildar Flugleiða. Hann kvaðst ekki getað upplýst að svo stöddu hvaða flugfélög, önnur en USAir, rætt hefði. verið við. Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1985 180 þús. ...... 160 — 140— 120— 100- 80 60 40 20 0 8! 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 Erlendir feróamenn í janúar-mars 1995 Fjöldi % Breyt. írá fyrra ári I.Bandaríkin 5.065 21,7 13,3% 2. Danmörk 3.762 16,1 18,6% 3. Þýskaland 3.349 14,3 26,1% 4. Svíþjóð 3.299 14,1 "23,5% 5. Bretland 2:253 9,6 ■34,8% 6. Noregur 1.690 7,2 10,5% 7. Holland 827 3,5 49,3% 8. Finnland 649 2,8 133,5% 9. Japan 340 1,5 31,8% 10. Frakkland 304 1,3 ■70,2% \ Önnur lönd 1.838 7,9 2,0% Ekkert lát hefur orðið á fjölgun erlendra ferðamanna það sem af er þessu ári. Þannig komu hingað alls 23.376 útlendingar á fyrsta ársfjórðungi sem er tæplega 11 % fjölgun frá sama tíma í fyrra. Á töflunni hér að ofan má sjá fjölda ferðamanna frá einstökum löndum. Norðurlandabúar eru sem fyrr fyrirferðar- miklir í þessum hópi og hefur fjölgað umtalsvert frá sama tíma í fyrra. Skeljungur óskar álits Samkeppnisráðs á flutningsjöfnun Samkeppni hamlað meira en nauðsynlegt er SKEUUNGUR hf. hefur óskað eftir áliti Samkeppnisráðs á því hvort ákvæði laga um jöfnun flutn- ingskostnaðar á olíuvörum stangist á við markmið samkeppnislaga og hamli frjálsri samkeppni meira en nauðsynlegt sé. Samkvæmt lögunum um flutn- ingsjöfnun þarf að innheimta við sölu ákveðið gjald af bensín- og brennsluolíutegundum sem er mis- munandi hátt eftir flokkum. Gjaldið er um 1 króna á helstu tegundunum og ber að skila því í svokallaðan flutningsjöfnunarsjóð. Ur honum er kostnaður olíufélaganna greidd- ur vegna flutnings á olíum út á land. Samkvæmt lögunum er níu tegundum raðað í fjóra flokka en jafnframt hefur verið stofnaður aukaflokkur um eina tegundina. Skeljungur telur að jöfnun kostnaðar milli ólíkra tegunda inn- an flokkanna fái vart staðist og torveldi raunar fijálsa samkeppni. Að mati félagsins kemur þetta ský- rast fram í flokki svartolíu sem öll olíufélögin selja. Skeljungur hóf innflutning á svo- nefndri SD-skipaolía fyrri hluta árs 1993 en ári síðar var lögunum breytt á þann veg að þessi olíuteg- und var sett í flokk með svartolíu. Kostnaður við dreifingu SD-olíu sem eingöngu er seld í stórum af- greiðslum frá fáum dreifíngar- stöðvum er hins vegar í veigamikl- um atriðum frábrugðinn kostnaði vegna svartolíu. Þetta telur Skelj- ungur að eigi raunar einnig við um ólíkar tegundir bensíns en þijár tegundir bensíns eru í sama flokki og kostnaði jafnað á milli þeirra. Á heildina litið dregur félagið í efa að þátttaka samkeppnisaðila í dreifingarkostnaði hvors annars sé í anda samkeppnislaganna eins og framkvæmd flutningsjöfnunarinn- ar sé nú háttað. Forstjóri Samkeppnis- stofnunar víki sæti í erindi Skeljungs er þess einnig farið á leit við formann Samkeppn- isráðs að forstjóri Samkeppnis- stofnunar, sem einnig gegnir for- mennsku í stjóm Flutningsjöfnun- arsjóðs, víki sæti í þessu máli og nýr forstjóri verði fenginn til að fjalla um málið. Starfsmönnum stofnunarinnar verði óheimilt að vinna að málinu en hinum nýja forstjóra þess í stað gert kleift að leita aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. í því sambandi er vísað til nýju stjórnsýslulaganna. Tölvuháskóli Verslunarskólans Kennarar stofna fyrirtæki STOFNAÐ hefur verið hlutafélag á vegum Tölvuháskóla Verslunar- skóla íslands (TVÍ), sem tekur að sér námskeiðahald, vísindalega ráð- gjöf og lausn flókinna forritunar- verkefna þar sem sérfræðiþekking og tækjakostur skólans kemur að góðum notum. Það eru kennarar skólans sem sjá um rekstur fyrir- tækisins, sem heitir Vísindastofnun TVÍ hf. og gegnir því tvíþætta hlut- verki að tengja kennara skólans við íslenskt atvinnulíf og erlenda há- skóla og rannsóknarstofnanir, að sögn Þorvarðar Elíassonar skóla- stjóra Verslunarskólans. Hann sagði að ákveðið hefði ver- ið að fara þá leið að stofna hlutafé- lag um þennan rekstur, sem greiddi skólanum svo aftur fyrir aðstöðu, til að eyða öllum vafa um að enginn mismunur væri á samkeppnisstöðu þess og annara fyrirtækja. Hingað til hefði starfsemi Vísindastofnun- arinnar einkum falist í námskeiða- haldi, en TVÍ hefðu fyrstir manna í Evrópu svo vitað sé tekið upp for- ritun fyrir gluggaumhverfi og búast mætti við að margir vildu nýta sér þá þekkingu sem kennarar skólans búa yfir á því. Þorvarður sagði að Verslunar- skólinn hefði nýlega tekið mikið og dýrt skref í endurnýjun á tölvubún- aði með kaupum á AS/400, Pen- tium og Risk tölvum. Skólinn hefði yfír að ráða fimm kennslustofum með 28 tölvum í hverri og stefnan væri að endurnýja 1-2 stofur á ári. Forrit kenna vélritun Auk kennslu í tölvufræðum nýt- ist við almenna kennslu í skólanum. Þannig fer öll vélritunarkennsla ein- göngu fram á tölvum með aðstoð forrits, sem getur meðal annars lagt skyndipróf fyrir nemendur og gefíð þeim einkunnir. Þorvarður sagði að reynt yrði að taka slík kennsluforrit í notkun í auknum mæli, en því færi þó fjarri að þau kæmu í staðinn fyrir kennara - þvert á móti gerði búnaðurinn aukn- ar kröfur til þeirra. Útgáfufyrirtækið Fróði hf. Stórsamningur við GKS-húsgögn ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Fróði hf. hefur samið við GKS-húsgögn um kaup á 50 vinnustöðvum í tengslum við væntanlegan flutning fyrirtæk- isins i Héðinshúsið að Seljavegi 2 um mánaðamótin júní/júlí. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða, sagði að um væri að ræða milljónasamning og sér skildist að hann væri með þeim stærri á sínu sviði. Magnús sagði að Fróði og for- veri þess í útgáfu, Fijálst framtak, hefðu starfað í 25 ár og verið að smábæta við sig nýjum og notuðum húsgögnum samfara mikilli stækk- un útgáfunnar. Þessi húsgögn væru nú orðin meira og minna ónýt og ákveðið hefði verið að leita tilboða, innanlands og erlendis, í að end- urnýja nær öll húsgögnin við flutn- inginn. „Við ákváðum að semja við rót- gróið íslenskt fyrirtæki, GKS-hús- gögn, þó erlendu verðin hafí verið lægri,“ sagði Magnús. „Við eigum sjálf í vök að veijast gegn innflutn- ingi á erlendum tímaritum og skilj- um því kannski betur en margir aðrir nauðsyn þess að kaupa ís- lenskt og skapa íslensk störf.“ Dýrir flutningar hjá ríkinu Magnús sagði að í tengslum við fjárfestingu Fróða í húsnæði, breyt- ingum á því og húsgagnakaupum sagðist Magnús hafa staldrað við ljárfestingu nokkurra opinberra stofnana, þar á meðal utanríkis- ráðuneytisins og Byggðastofnunar. Sé reiknaðist að heildaríjárfesting ríkisins í húsnæði, breytingum á því og húsgögnum væri tíu sinnum meiri á hveija vinnslustöð en hjá Fróða. „Mér finnst sárt að horfa upp á það á sama tíma og útgáfa tímarita og bóka á í miklum erfiðleikum fyrst og fremst vegna mikillar og óraunhæfrar skattlagningar - og þar á ég við virðisaukaskattinn - sem er að drepa útgáfuna, að ríkið skuli leyfa sér svona bruðl með skattpeningana, að kaupa hverja vinnslustöð á tíu sinnum hærra verði en við gerum hjá Fróða,“ sagði Magnús. Vatnsútflutningur Þórsbrunns Horfurá 50% aukningu MIKILL vöxtur hefur verið í vatns- útflutningi hjá Þórsbrunni hf. sem náð hefur nokkurri fótfestu á Banda- ríkjamarkaði. Á síðasta ári flutti fyr- irtækið út alls um 3,6 milljónir lítra af vatni til Bandaríkjanna. Fyrstu tölur í ár benda til þess að salan verði um 5,6 milljónir lítra á árinu eða um helmingi meiri. Ennþá er þó litTð á þennan útflutning sem til- raunaverkefni. Ragnar Atli Guðmundsson, stjóm- arformaður Þórsbrunns, segir það mjög jákvætt að tekist hafi að ná öðru sæti á markaðnum f Chicago. Hins vegar hafi gengislækkun doll- ars sett strik í reikninginn en reynt sé að vega þar upp á móti með því að kaupa sem mest af aðföngum í dollurum. Hugmyndir hafa verið uppi hjá Þórsbrunni um að bjóða út nýtt hlut- afé í Bandaríkjunum til að fjármagna markaðssetningu í öðrum fylkjum. Ragnar Atli segir að ákveðið tilboð hafi borist frá erlendum aðila um að leggja fjármagn í að byggja upp fleiri markaði en ákvörðun liggi ekki fyrir í því máli. Þá hafi borist fyrirspurnir frá Bretlandi um framleiðsluna en of snemmt sé að segja nokkuð um það á þessu stigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.