Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 B 3 V1ÐSKIPTI Morgunblaðið/PPJ FLUGVÉL Atlanta, TF-ABO, máluð i litum Saudia, ríkis- flugfélags Saudi-Arabíu. Umfangsmikil leiguflugsverkefni Atlanta * 164 Islendingar starfa erlendis á vegum félagsins FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. hóf um helgina umfangsmikið leigu- flugsverkefni fyrir ríkisflugfélag Saudi-Arabíu, Saudia. Við þetta verkefni, sem mun standa yfir næstu sex mánuði, verða notaðar þijár Boeing 747 breiðþotur og munu um 229 starfsmenn félags- ins vinna við það, þar af um 102 íslendingar. Flugvélarnar verða allar stað- settar í Jeddah á Rauðahafsströnd Saudi-Arabíu og fljúga þaðan á ýmsum flugleiðum Saudia, aðal- lega til staða í Afríku og Asíu. Fyrstu tvo mánuði munu starfs- menn Atlanta flytja íslamska píla- gríma til og frá Jeddah. Að loknu pílagrímaflugi telur við sk. kenn- araflug, þar sem kennarar starf- andi í Saudi-Arabíu eru fluttir í sumarleyfi til heimalanda sinna, en flestir eru kennararnir frá Egyptalandi. Ennfremur mun Atl- anta annast almennt leiguflug á flugleiðum Saudia. Þetta er þriðja árið í röð sem Flugfélagið Atlanta gerir umfangsmikla samninga við Saudia. Ein af Boeing 747 breiðþotum Atlanta, TF-ABO, hafði viðkomu í Keflavík sl. laugardag og fóru þá um áttatíu og fimm starfsmenn félagsins utan vegna verkefnisins í Saudi-Arabíu. Um næstu helgi hefst síðan umfangsmikið leiguflug Atlanta fyrir flugfélagið Kabo Air í Níger- íu. Við þetta verkefni verða einnig notaðar þijár Boeing 747 breiðþot- ur. Þær verða staðsettar í borgun- um Kano, Kaduna og Sokoto í Nígeríu og flytja pílagríma frá þessum stöðum til Jeddah. Við þetta verkefni, sem mun standa Morgunblaðið/PPJ HJONIN Arngrímur Jóhanns- son og Þóra Guðmundsdóttir, aðaleigendur Flugfélagsins Atlanta hf. yfir í tvo og hálfan mánuð, munu starfsmenn_ Atlanta verða um 68 þar af 39 Islendingar. Af öðrum erlendum verkefnum Flugfélagsins Atlanta má nefna sex mánaða verkefni fyrir flugfé- lagið Istanbul Airlines í Tyrk- landi, sem hefst um nk. mánaða- mót. Við þetta verkefni verður notuð breiðþota af gerðinni Lock- heed TriStar og munu fjórtán starfsmenn félagsins, þar áf níu íslendingar, vinna við þetta flug sem verður fyrst og fremst milli Tyrklands og Þýskalands. Þá eru tvær Boeing 737-200 vélar Atl- anta staðsettar í Köln í Þýskalandi þar sem þær fljúga vöruflug á áætlunarleiðum þýska flugfélags- ins Lufthansa. Þar eru starfandi §órtán starfsmenn Atlanta, allir Islendingar. Lífeyrissjóðir * VIB ávaxtar lífeyri hljómlistarmanna LÍFEYRISSJÓÐUR Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, FÍH, og Verðbréfamarkaður íslandsbanka, VÍB, hafa gengið frá samkomulagi um að VIB taki að sér ávöxtun ljármuna og umsjón með verð- bréfaeign lífeyrissjóðsins. Helstu atriði samkomulagsins fela í sér að stjórn sjóðsins og VÍB munu reglulega móta sameigin- lega fjárfestingarstefnu ásamt því að fara yfir hver árangurinn hafi verið við ávöxtun eigna sjóðsins skv. því sem fram kemur í frétta- tilkynningu. Einnig segir að stjórn sjóðsins og VÍB muni jafnframt marka stefnu varðandi uppbygg- ingu eigna á komandi árum. í framhaldi af gerð samkomu- lagsins mun lífeyrissjóður FÍH taka þátt í sameiginlegum tilboð- um sjóða í umsjón VÍB í verðbréfa- kaup og þannig njóta betri kjara en lífeyrissjóðurinn næði einn. { fréttatilkynningunni segir að sam- komulagið feli í sér að rekstrar- kostnaður sjóðsins ætti að lækka á næstu árum. VÍB rekur 6 lífeyrissjóði jafn- framt því að sjá um ávöxtun fjár- muna fyrir fjölda annarra lífeyri- sjóða og fyrirtækja. Fjármunir í rekstri hjá VÍB eru um 14 milljarð- ar króna. V X *■ \m£VFILL/ 5 88 55 22 íflSI -kj i mí arni málsins! Umsóknir til Kísilgúrsjóðs Samkvæmt ákvæði í námaleyfi Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit skal starfræktur sjóður til eflingar atvinnulífs í þeim sveitarfélögum sem eiga hagsmuna að gæta vegna starfsemi Kísiliðjunnar. Með lögum nr. 17/1995, samanber reglugerð apríl 1995, er sjóðnum ætlað aukið ráðstöfunarfé. Sjóðurinn mun einbeita sér að nýsköpun í atvinnulífi. Til þess að ná fram markmiðum sínum og stuðla að uppbyggingu, mun sjóðurinn veita eftirfarandi fyrirgreiðslu: 1. Lán til ákveðinna verkefna, einn eða í samvinnu við aðra. 2. Veita styrki til rannsókna, markaðsathugana, vöru- þróunar og nýsköpunar. 3. Kaupa hlutabréf í nýjum og starfandi félögum. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. hefur umsjón með sjóðnum og veitir nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá félaginu á Garðarsbraut 5, 640 Húsavík, sími 96-42070, bréfsími 96-42151. .... ■ «i : .... * RAMMA SAMNINGAR<<< ]\ýtt og betra innkaupakerfi til sparnaöar í innkaupum opinberra stofnana RAMMASAMNINOAR otf SNiiy wvsvin wv y Einfaldleikínn í (yrírrúmi Rammasamningakerfi Ríkiskaupa er nýtt, einfalt og áhrifaríkt tæki til sparnaðar í innkaupum opinberra stofnana. Kerfið er nýjung í þjónustu Ríkis- kaupa. Ríkiskaup framkvæma útboð og gera rammasamninga á sem flestum sviðum vöru- og þjónustu og leitast þannig við að tryggja viðskiptavinum sínum bestu fáanlegu kjör á markaðnum hverju sinni. Fjárlia«sl(*í! hagkvæmni Val milli seljcnda í dag eru til staðar rammasamningar um ritföng og skrifstofuvörur, prentun, umslög, ljósritunarvélar og ljósritunarpappír, rekstrarvörur fyrir tölvur, hjólbarða, hreinlætispappír, hreinlætisefni, plastvörur, ljósaperur o.m.fl. Forsvarsmenn opin- berra stofnana eru hvattir til að hafa samband við Ríkiskaup og afla sér frekari upplýsinga um þetta nýja kerfi. Tímasparnaðnr ísamræmivið liig og reglnr ífýb'' o RIKISKAUP U t h n A c I/ ■ I /i Mr/in/iríf U t b o ð s k i I a á r a n g r i BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844, BRÉFASÍMI 9 1-626739

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.