Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 B 7 VIÐSKIPTI Hrím hf. með ný umboð HEILDVERSLUNIN Hrím hf. hefur tekið við innflutningi og sölu á vörum Liquid Plastics Lim. og Flexcrete Lim. hér á landi. Undanfarin tvö ár hefur Dröfn hf. í Hafnarfirði verið með umboðin og þar áður Vemd hf. í fjórtán ár. Liquid Plastics Lim. er leiðandi í heiminum í framleiðslu teygjan- legra málningafilma eftir því sem segir í fréttatilkynningu. Þar má nefna Decadex sem hefur verið mikið notað á útiveggi bygginga og Steridex sem er sérstök teygjanleg málning sem er notuð innan á veggi og loft í fiskvinnslu- stöðvum, kjötvinnslum, mjólk- urbúum og annars staðar þar sem sérstaks hreinlætis er krafist. Einnig má nefna Decothane, sem er fljótandi poliurethane efni sem myndar teygjanlegan dúk ofan á þök og aðra lárétta fleti og Isoclad ryðvarnarmálningu sem myndar þykka teygjanlega filmu á stálið. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að viðgerðarefnalínan frá Flexcrete Lim. sé kunnug öll- um þeim sem hafa starfað að steypuviðgerðum sl. tíu ár. Efni frá Flexcrete Lim. hafi í mörg ár verið notuð af viðgerðarverktök- um um allt land með góðum ár- angri. ísspor flytur í Síðumúla ÍSSPOR hf. hefur flutt starfsemi sína frá Auðbrekku í Kópavogi að Siðumúla 17 í Reykjavík. Fyr- irtækið hefur um árabil verið leiðandi í framleiðslu og inn- flutningi á verðlaunagripum, segir í fréttatilkynningu. ísspor var stofnað fyrir 22 árum og var fyrst til húsa að Ármúla, en flutti í Kópavog 1980. Auk framleiðslu á verðlauna- gripum hefur Isspor frá fyrstu tíð annast gerð minnispeninga, barmmerkja og fagurgripa, en gullsmiður er þar starfandi. * Islenskir hugvits- menn safna liði FÉLAG íslenskra hugvitsmanna vinnur nú að því í samstarfi við Iðntæknistofnun, Upplýsingaþjón- ustu Háskóla íslands o. fl. að taka saman hagnýtt námsefni og upp- lýsingar um hagnýta nýsköpun í því skyni að efla þekkingu á vinnu með athyglisverðar tækninýjung- ar. Fyrsta skrefið er kynning á nýrri handbók, International In- ventor Guide. í fréttatilkynningu frá Félagi ís- lenskra hugvitsmanna segir að International Inventor Guide hafi að geyma hagnýtar upplýsingar um forgangsval hugmynda og vinnu með hugmyndir. Hún hafi að geyma góð skýringardæmi og gagnlegar upplýsingar um vernd- unarform sem bjóðist á alþjóða- vettvangi. International Inventor Guide er uppsláttarrit á kiljuformi, skrifið á ensku af Svisslendingnum Clar- ence Feldman, sem er fyrrverandi formaður Alþjóðasamtaka hug- vitsmanna og „hefur yfir 20 ára reynslu sem einkaleyfisráðgjafi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og WIPO, Alþjóða hugverkastofn- unarinnar,“ eins og segir í frétta- tilkynningunni. „Einnig er í undirbúningi að stofna nýjan samstarfsvettvang um viðfangsefnið, í því skyni að efla samstarf þeirra sem málið varðar og vilja vinna að því að gera viðfangsefni hugmyndaríks fólks að athyglisverðum nýjung- um, að jákvæðu ferli í íslensku samfélagi og einn af grundvöllum hagvaxtar á íslandi," segir enn- fremur í fréttatilkynningunni. GRETTIR STJÓRNAÐ VIÐHALD Alíslenskt forrit til a5 halda utan um allt viðliald fyrirtækja og skipa. Sér uin fyrirbyggjandi viðhald — er með multilager- og pantanakerfi. / XOTKl V \ŒÐ MJÖG GÓÐUM ÁRANGRI M.A. UJÁ NOKKRUM STÓRUM FYRIRTÆKJUM. MMfflVIRKI HF Bolholti 6-105 Reykjavík, sími 568-9830-fax: 588-1180. EuroBonus Þú safnar EuroBonus punktum fljúgandi, sofandi og akandi! Eurobonus er hlunnindakerfi sem SAS notar til að verð- launa viöskiptavini sina. Með því að ferðast með SAS, gista á SAS Radisson hótelum og nota bílaleigubíla getur þú safnaö þér EuroBonus punktum sem nýtast síöar til úttektar á flugi, hótelgistingu og bílaleigum eftir ákveðnum reglum. Hvort sem um er að ræöa viöskipta- eöa skemmtiferö og hvort sem þú ferðast á Euroclass eða Tourist class, færist þú stöðugt nær þeirri úttekt á bónus sem þú hefur safnað þér fyrir og við viljum að þú njótir. Auk þess vinnur þú þér inn aukapunkta hjá samstarfsaöilum okkar um heim allan*. 2.500 punktar við inngöngu SAS EuroBonus er fyrir alla 18 ára og eldri. Nýir meðlimir fá 2.500 punkta í forgjöf og blátt kort. Þegar safnast hafa 20.000 punktar á einu almanaksári sendir SAS viðkomandi silfurkort og viö 50.000 punktá markiö er gullkortið sent út. Silfur- og gullkorthafar njóta fjölbreyttra hlunninda Þú getur fengið allar nánari upplýsingar um SAS EuroBonus i síma 562 0062 eða fýllt út seðilinn hér fyrir neðan og sent okkur í pósti eða á faxi 562 2281. * Helstu samstarfsaöilar SAS sem veita þér aukapunkta í EuroBonus eru eftirfarandi: Flugfélög: Swissair, Austrian Airlines, British Midland, Continental Airlines Qantas og Air New Zealand. Hótelkeöjur: Hilton International, Inter-Continental Hotels, Swissotel, Forum Hotels og SAS Business Hotels. Bílaleigur: Hertz og Avis. Já, takk, ég vil gjarnan fá aö vita meira um SAS EuroBonus Nafn:. Heimili: _ Sími:. Sendist til: SAS á íslandi, Laugavegi 172, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.