Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Er slæmt að safna skuldum ? Hagsjá Þótt stjómvöld vestan'hafs og austan vinni að því að draga úr fjárlagahalla halda marg- ir hagfræðingar að skuldasöfnun ríkissjóðs hafí lítil áhrif á spamað og vexti. Hefðbundn- ir mælikvarðar á afkomu ríkissjóðs gefa heldur ekki rétta mynd af stöðu mála. Bene- dikt Stefánsson flallar einnig um nýja reikn- ingsaðferð sem sýnir betur áhrif skatta og ríkisútgjalda á afkomu fólks í bráð og lengd. SKULDIR ríkisins hafa tvö- faldast á kjörtímabilinu sem er að líða, og eru nú um þriðjungur af vergri landsframleiðslu. Astæðan fyrir þessari öru skuldasöfnun er að sjálfsögðu viðvarandi halli á ríkis- sjóði, sem hefur numið um 8-10% af tekjum undanfarin ár. Vaxta- byrði hefur þyngst svo um munar og ver ríkið nú tíunda hluti tekna sinna til að greiða af skuldum. Hér á landi, eins og víðar á vesturlönd- um hafa menn vaxandi áhyggjur af þrotlausri skuldasöfnun hins opinbera og áhrifum hennar á sparnað, vexti og fjárfestingu. Margir hagfræðingar eru þó á öndveðri skoðun. Ef þeir hafa rétt fyrir sér breytir halli ríkissjóðs litlu um sparnað þjóðarinnar og leiðir ekki til vaxtahækkana. Staðreyndin er að ríkishalli og skuldir eins þessar stærðir eru mældar í hagtölum gefa heldur brenglaða mynd af stöðu ríkissjóðs að mati flestra hagfræðinga. Rökin fyrir þeirri fullyrðingu eru af tvennum toga. Annarsvegar hafa hagfræðingar margt að við það að athuga hvernig ríkisbók- hald er fært hér á landi og erlend- is. Hinsvegar er í reynd lítill mun- ur á því hvort ríkið greiðir reikn- ingana með því að heimta skatta eða safna skuldum. Bókun ríkisútgjalda Víkjum fyrst að því hvemig út- gjöld ríkisins eru færð til bókar. Þær tölur em blanda af ólíkum þáttum sem í reynd eiga ekki heima í sömu summu: Þegar greint er frá halla ríkissjóðs er til að mynda ekki gerður skýr greinarmunur á því hvort fénu var varið til að kaupa vöm og þjónustu, sem fymist á skömmum tíma eða byggja brýr og skóla, sem endast í mörg ár. Ríkið birtir ekki efnahagsreikninga, þar sem eignir em taldar fram gegn skuldum. Skuldbindingar og greiðslur trygginga- og lífeyriskerf- isins valda einnig vanda í ríkisbók- haldi um allan heim. Hvað tekjuhlið ríkisreiknings varðar benda hagfræðingar á að þingmenn geta á hveiju ári valið milli tveggja leiða, að mæta út- gjöldum með sköttum eða skjóta skattlagningu að hluta til á frest og brúa hallann með útgáfu ríkis- skuldabréfa. Eins og áður sagði ver ríkið nú um tíunda hluta tekna til að greiða af skuldum fyrri ára. En þegar ríkið eyðir um efni fram, hafa skattgreiðendur jafnframt meiri tekjur milli handanna en ella. Þessar krónur eru verðmæti sem bera ávöxt. Dæmisaga Skýmm þessa fullyrðingu með einföldu dæmi. Segjum sem svo að þrír bræður fari út í verslun til að kaupa í matinn. Hver þeirra velur vömr fyrir 1.000 krónur en við búðarkassan greiðir hver með sínum hætti. Sá fyrsti vill stað- greiða vömrnar. Annar bróðirinn biður um greiðslufrest og lofar að borga um næstu mánaðamót. Þriðji bróðirinn biður verslunina um að veita sér varanlegt lán að upphæð 1.000 krónur, en lofar að greiða af þvi vexti um hver mánaðamót. Segjum sem svo að vextir séu 1% á mánuði. Bræðurnir eiga allir 10.000 krónur inni á reikningi. Ef innistæðan stendur óhreyfð ætti hver þeirra 10.100 krónur að mán- uði liðnum. Fyrsti bróðirinn stað- greiddi vörurnar í búðinni og fór því heim með 9.000 krónur, og á 9.090 krónur að mánuði liðnum. Annar bróðirinn ávaxtaði innistæð- una, en þarf að borga búðareig- anda úttektina með áföllnum vöxt- um um næstu mánaðamót. Inni- stæðan vex í 10.100 krónur, en skuldin í 1.010 krónur, svo inneign hans eftir mánaðamót er 9.090 krónur. Þriðji bróðirinn skuldbatt sig til að borga 1% vexti af 1.000 króna láni á mánuði til frambúðar. Til þess að geta staðið við þennan samning leggur hann til hliðar fjár- hæð sem gefur af sér 10 krónur á mánuði, eða 1.000 krónur. Hann situr því eirlnig uppi með 9.000 krónur á reikningi og 9.090 krónur um næstu mánaðamót eins og bræður hans. Inntak þessarar dæmisögu er að það skiptir bræðuma mestu máli hvað þeir tíndu í innkaupakörfumar, en ekki hvernig þeir greiddu fyrir vöramar við búðar- kassann. Þingmenn ákveða ríkisútgjöld og skatta fyrir hönd þjóðar- innar. Akvarðanir þeirra um út- gjöld til einstakra málaflokka skipta almenning meira máli en halli ríkissjóðs eða skuldir þjóðar- innar. Þrjár leiðir Eftir að þingmenn ákveða verk- efni næsta árs, geta þeir valið milli þriggja leiða til þess að mæta kostn- aði. Þeir geta skattlagt heimilin í landinu, gefíð út skuldabréf sem falla í gjalddaga eftir ákveðinn tíma eða velt skuldunum áfram, og greitt skuldimar með skatttekjum kom- andi ára. Að gefnum ákveðnum skilyrðum ættu þessar ákvarðanir að leiða tii sömu niðurstöðu. Til þess að dæmisagan hér að framan gangi upp þurfa vissar forsendur að vera fyrir hendi. Við gerðum ráð fyrir því að þriðji bróðirinn liti til framtíðar og legði peninga til hliðar vegna vaxta- greiðslna í framtíðinni. Ef skatt- greiðendur era skammsýnir, eða komnir á efri ár og huga lítt að skattbyrði komandi kynslóða, skiptir það máli hvort ríkisútgjöld era greidd með lánum eða sköttum. Þegar þingmenn fresta skatt- heimtu að sinni getur því verið að almenningur auki ekki spamað, heldur neyslu. Þótt skattgreiðendur geti verið skammsýnir, er einnig ljóst að komandi kynslóðir erfa ekki aðeins skuldir ríkissjóðs heldur einnig sparifé og eignir foreldra Sinna. Ef ríkis- valdið ákveður að hækka skatta til að greiða af skuldum þurfa skatt- greiðendur að draga úr sparnaði, sem skerðir þann arf sem fellur afkomendum þeirra í skaut. Þannig er halli ríkissjóðs ekki að- eins lán til þeirra sem greiða skatta í ár, heldur einnig þeirra sem erfa landið. Önnur forsenda sem skiptir máli í dæmisögunni að ofan er að einstaklingar geti tekið fé að láni til að jafna útgjöld milli mánaða og ára. Augljóslega gera bankar kröfur um veð og tryggingar. Þeir sem eiga ekki greiðan aðgang að lánsfé, eru að öllum líkindum fús- ari til þess að eyða fé sem fellur til vegna lægri skatta. Segja má að ríkissjóður veiti þessum skatt- greiðendum lán sem þeir áttu ekki kost á með öðru móti. Á síðasta áratug skapaðist lífleg umræða meðal hagfræðinga um áhrif ríkishalla á sparnað og vaxta- stig. Fylgismenn þeirra skoðana sem hér hefur verið lýst segja að ríkishalli hafi engin áhrif á sparnað þjóðarbúsins í heild. Flestar athug- anir á hagtölum síðastliðin ár sem leita svara við þessum spurningum styðja þessa fullyrðingu, eða hafna þeirri tilgátu að ríkishalli hafi umtalsverð áhrif á spamaði og leiði til vaxtahækkana. Árgangabókhald Vegna þess að sú ríkisbókhald í núverandi mynd er gallað að mörgu leyti, hafa nokkrir hagfræðingar reynt að finna betri leið til að meta áhrif ríkisfjármála á afkomu fólks. Hópur bandarískra hagfræðinga hefíir stungið upp á því að tekin verði upp ný reikningsaðferð sem nefnd hefur verið árgangabókhald. Tilgangur hennar er að meta ævi- tekjur skattgreiðenda með tilliti til skatta og ríkisútgjalda. Hugmyndin að baki árganga- bókhaldi er fremur einföld. Þegar litið er til framtíðar þarf ríkissjóður að eiga fyrir skuldum, sem þýðir að samanlagðar skatttekjur sem falla til á þessu ári og á hveiju ári til frambúðar, verða að nægja fyrir útgjöldum á sama tímabili og eldri skuldum. Þegar þessar upp- hæðir era metnar þarf að sjálf- sögðu að taka tillit til vaxta: Tekj- ur og gjöld sem falla til að ári eða á næstu öld era ekki jafn verðmæt og skattar eða greiðslur sem reiða þarf af hendi í dag. Árgangabókhald er ætlað að sýna áhrif breytinga á sköttum og útgjöldum á afkomu dæmigerðs einstaklings úr hveijum árgangi. Fyrst er þjóðinni skipt í hópa eftir aldri og kyni. Síðan er spám um fólksfjölgun, dánartíðni, launa- þróun, skattkerfi og ríkisútgjöld beitt til þess að reikna ævitekjur karla og kvenna í hveijum ár- gangi. Hefðbundnar upplýsingar um fjármál ríkissjóðs eru eins og kyrrmynd, en líkja má árganga- reikningi við kvikmynd af áhrifum ríkisbúskaparins á afkomu al- mennings. Þessi reikningsaðferð sýnir ekki aðeins kjör fólks á mismunandi aldri, heldur einnig hvernig konum reiðir af í samanburði við karla. Árgangabókhald veitir ekki aðeins upplýsingar um skattbyrði eldra og yngra fólks, heldur einnig hvernig beinir skattar, sem skerða laun og óbeinir skattar, sem leggj- ast á vöraverð hafa mismunandi áhrif á ungar konur og eldri karla, eða miðaldra karlmenn og rosknar konur svo dæmi séu nefnd. Hálf sagan sögð Stjómarstofnanir í Bandaríkjun- um sem færa ríkisreikninga hafa undanfarin ár gert tilraunir með þessa nýju reikningsaðferð og þeim hefur meðal annars verið beitt við fjárlagagerð undanfarin ár. Upp- hafsmenn aðferðarinnar hafa raunar lagt til að ríkisreikningum í núverandi mynd verði varpað fyr- ir róða og árgangabókhald tekið upp í staðinn. En þótt árgangabókhald hafi marga kosti umfram hefðbundar aðferðir í ríkisbókhaldi getur það líklega aldrei komið í þeirra stað. Árgangabókhald byggir á forsend- um um fólksfjölgun, dánartíðni og hagvöxt, svo nokkur atriði séu nefnd. Ef þessar spár era rangar, eru þær tölur sem fást úr bókhald- inu villandi. Þeir sem nota þessar upplýsingar verða því að kunna góð skil á forsendum þeirra og reikningsaðferðum.** En af framansögðu má einnig sjá að fréttir um hallarekstur og skúldasöfnun ríkissjóðs segja að- eins hálfa söguna. Umræða um ríkishalla og skattheimtu snýst í reynd um ráðstöfunartekjur og spamað almennings. Skuldir og skattheimta eru aðeins tvær hliðar á sama peningi. •Alan J. Auerbach, Jagadeesh Gokhale og Laurence J. Kotlikoff (1994) “Generational Accounting: A Meaningful Way to Evaluate Fiscal Policy,“ Joumal of Economic Perspec- tives, Vol. 8(1), Vetur. **Robert Haveman (1994) “Shouid Generational Accounts Replace Public Budgets and Deficits?", sama rit. Höfundur er við doktorsn&m í hagfræði við Knliforníuháskóln í Los Angeles. Tony O’Reilly O’Reilly í hluta- bréfa- stríði Dublin. Reuter. VERÐ hlutabréfa í Fitzwilton- fyrirtæki Tony O’Reilly, hins kunna kaupsýslumanns og auðugasta manns írlands, hafa hækkað í verði og í að- sigi er barátta um yfirráð yfír fyrirtækinu. Áður en verð bréfanna hækkaði hafði dularfullur ókunnur kaupandi sópað til sín um 9% hlutabréfa í Fitzwilton. Fyrirtækið sagði að um fjand- samlega ráðstöfun væri að ræða. Verð hlutabréfa í Fitzwilton hækkaði í 56 pens um helgina úr 49 pensum í síðustu viku, en lækkaði svo í 53 pens. Dularfulli kaupandinn Sérfræðingar telja að hinn dularfulli kaupandi hafi verið keðjuverzlanimar Dunnes Stores. Dunnes er ein auðug- asta fjölskylda írlands og sér- fræðingamir segja að í upg- siglingu kunni að vera barátta milli hennar og O’Reillys um yfirráð yfir smásölukeðju Fitzwiltons á Norður-írlandi, Wellworth. Wellworth er „djásnið í kór- ónu“ Fitzwiltons og sérfræð- ingar segja að stórfyrirtæki í Bretlandi eins og Sainsbury og Tesco hafí fengið áhuga á möguleikum á auknum um- svifum beggja megin landa- mæranna á írlandi síðan vopnahlé á Norður-írlandi komst á. Dunnes Stores rekur 15 verzlanir á Norður-írlandi, en Wellworth 36. Sérfræðingar segja að Dunnes Stores kunni að vera í vigahug vegna uggs um að verzlanirnar norðan landamæranna komist í hættu, ef Fitzwilton selur Wellworth brezkum stórfyrirtækjum. Einnig getur hugsazt að aukin umsvif Wellworths í Irska lýðveldinu gætu ógnað smásöluverzlunum Dunnes á „heimavelli." Gert er ráð fyrir að O’Reilly afstýri hættu á yfirtöku með því að tryggja sér meirihluta hlutabréfa. O’ReilIy á aðeins 15% í Fitzwilton, en 45% ef fjöl- skylda hans, stjórn fyrirtækis- ins og „vinveittir hluthafar" eru taldir með. í vinahópnum eru John Kluge, einn auðugasti maður Bandaríkjanna, og kanadíski auðjöfurinn Paul Desmarias. Sérfræðingar segja h'kleg- ast að aðili í Bretlandi komi hlutabréfum í Fitzwilton í sölu, því að brezkir aðilar eigi um 25% í fyrirtækinu. Aðeins hálf sagan sögð um skulda- söfnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.