Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 12
V VIÐSKIFTIAIVINNULÍF RAÐ H.F. CONSULTANTS LÖGFRÆÐI OG REKSTRARRÁÐGJÖF STOFNANIR SVEITARFÉLÖG O FYRIRTÆKI EINSTAKLINGAR 0 ^GARÐASTR. 38, RVK. g 552-8370/** FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 Nýr afþreyingarmöguleiki fyrir erlenda ferðamenn á Árbakka í Rangárvallasýslu Viðskiptavinum boðið á hestbak ÞESSIR gestir frá Hollandi og Svíþjóð fóru í útreiðartúr frá Árbakka síðastliðið sumar. NÝR afþreyingarmöguleiki hef- ur bæst við fyrir erlenda ferða- menn sem staldra við í Reykja- vík og vilja kynnast að einhveiju lejdi af landi og þjóð í næsta nágrenni. Hjá hrossaræktarbú- inu á Árbakka á Landi í Rangár- vallasýslu er ætlunin að leggja stóraukna áherslu á móttöku erlendra ferðamanna sem hingað koma. Sérstaklega er stefnt að því að laða að útlendinga sem hingað koma í viðskiptaerindum. Hinum erlendu gestum gefst kostur á að kynnast starfseminni á búinu sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar á landinu og fræðast um leið um íslenska hestinn. Þeir geta síðan brugðið sér í reiðtúr og gætt sér á hákarli og brennivíni í lokin eða öðrum veit- ingum eftir óskum hvers og eins. Árbakki er á bakka Ytri- Rangár, um 95 kflómetra frá Reykjavík og aðeins 7,5 kfló- metra frá Hellu. Samkvæmt upp- lýsingum Anders Hansens, eins af forráðamönnum búsins, hafa ýmsir aðilar í viðskiptalífinu hvatt til þess að þessi þjónusta yrði veitt. Margir hefðu á orði að þeir væru búnir að fara ótal ferðir í Bláa lónið, Eden í Hvera- gerði og á Gullfoss og Geysi. Því væri þörf á einhverjum nýjung- um sem væru frábrugðnar því sem er fyrir á boðstólum. Hingað til hafa starfsmanna- félög, skólafólk og erlendir ferðamenn lagt leið sína á búið auk kaupenda á hrossum. Sérstök stóðhestasýning fyrir stjórnendur Hægt er að velja á milli stuttra reiðtúra um land Árbakka og næsta nágrennis og lengri ferða um Landsveit. Klukkustundar- langur reiðtúr kostar um 1.900 kr. á mann miðað við að fjórir séu í hóp en sex til átta klukku- stunda ferð kostar 7.900 krónur á mann og er þá nesti innifalið. Þá er í boði sérstök móttaka sem einkum er ætluð stjórnendum fyrirtækja og erlendum gestum þeirra. Er þá m.a. lögð áhersla á að sýna stóðhesta og folalds- merar en að því búnu er borinn fram matur í hesthúsinu. Verð á þessari þjónustu er breytilegt. Hrossaræktarbúið á Árbakka var stofnað vorið 1986 og var þá ákveðið að rækta þar ein- göngu hross af Svaðastaða- stofni. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi sem tengist ræktun hrossa. Fyrstu folöldin fæðast í maí og hryssumar era að kasta fram í júlí. Árlega er fjöldi fol- alda seldur frá búinu og eru sölu- sýningar haldnar alla laugar- daga á sumrin. Hestaleiga er jafnframt starfandi á sumrin auk þess sem unnið er að tamningu og þjálfun hrossa. Fólk Tæknistjóri Jarðborana mÁSGEIR Mar- geirsson, verk- fræðingur, hefur tekið við starfi tæknistjóra hjá Jarðborunum hf. Ásgeir er fæddur í Keflavík árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá Fj ölbrautaskóla Suðurnesja árið 1980 og B.Sc. prófí í byggingaverkfræði frá Háskóla íslands árið 1985. Ásgeir starfaði fyrst hjá Hagvirki hf. og síðan Verkfræðistofu Stanleys Pálsson- ar hf. Haustið 1986 hóf hann fram- haldsnám í framkvæmdafræði við Tækniháskólann í Lundi í Svíþjóð. Þaðan lauk hann lic. tekn. prófi í greininni vorið 1989. Ásgeir starfaði hjá SH verktökum hf. frá 1989 og 1992 og hjá Eimskip frá 1993 þar til nú. Ásgeir er kvæntur. Svein- björgu Einarsdóttur, hjúkrunar- fræðingi, og eiga þau 3 syni. Deildarsijóri hjá Samskipum MRAGNAR Guð- mundsson hefur tekið við starfi deildarstjóra innanlandsdeildar Samskipa. Ragn- ar er fæddur árið 1965 og lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla ís- lands árið 1988 og síðar MBA námi frá McGill Univers- ity í Montreal í Kanada 1992. Ragnar var áður deildarstjóri hag- deildar. > RÆSTINGUNA? Landsins mesta úrval af ræstivögnum og moppuvögnum ósamt öllum fylgihlutum. Verö fró kr. 16.996 /■ m/vsk. stgr. Meö allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 Torgið Bjartari tímar MEIRI bjartsýni ríkir í efnahagslífi íslendinga um þessar mundir en um árabil. Bráðabirgðatölur Þjóð- hagsstofnunar gefa til kynna að" hagvöxtur hafi verið 2,8% á síð- asta ári eða hinn sami og að með- altali í ríkjum OECD. Þetta er töluvert betri niður- staða en kom fram í þjóðhagsáætl- un í haust þar sem gert var ráð fyrir 2% hagvexti. í ár er því spáð að landsframleiðslan aukist ennþá meira eða um 3%. Víða má merkja aukna þjartsýni í atvinnulífinu. Á þriðjudag var skýrt frá því að nýskráningum bifreiða hefði fjölg- að um 12% á fyrsta ársfjórðungi frá sama tíma í fyrra, en þær tölur gefa vísbendingu um hvert stefnir í efnahagslífinu á hverjum tíma. Þá sýna inn- og útflutningstölur fyrir fyrstu tvo mánuði ársins að umsvifin hafa aukist verulega í þjóðfélaginu frá sl. ári. Almennur innflutningur jókst um fjórðung og útflutningur um 16%. Afgangur af vöruskiptunum á þessu tímabili var 3,4 milljarðar sem er svipaður af- gangur og á sama tíma í fyrra. Viðskiptin við útlönd skiluðu 10 milljarða afgangi á síðasta ári og er búist við áþekkum afgangi á þessu ári. Ársreikningar fyrirtækjanna segja auðvitað sína sögu um bat- ann í efnahagslífinu. Hvert stórfyr- irtækið á fætur öðru hefur tilkynnt verulegan bata í afkomu og víða eru horfur í rekstri góðar. Óvissuþættirnir eru á hinn bóg- inn töluvert margir og Þjóðhags- stofnun bendir á að erfitt sé að spá um fiskaflann, ekki síst afla frá fjarlægari miðum. Þannig geti 50 þúsund tonn af þorski breytt landsframleiðslu um allt að 1,5%. Þá liggur efnahagsstefnan ekki fyr- ir eftir kosningar. Það eru þó þrjú atriði sem Þjóðhagsstofnun telur mikilvægast að stjórnvöld leggi áherslu á í efnahagstjórnun á næstunni. ( fyrsta lagi þurfi að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum en þannig megi skapa forsendur fyrir lækkun raunvaxta og tryggja ró á gjaldeyrismarkaði. í öðru lagi þurfi að festa verðstöðugleikann í sessi og í þriðja lagi stuðla að skipulagsbreytingum til að auka hagkvæmni í atvinnulífi og opin- berum rekstri. Stækkun álvers vægiþungt Þjóðhagsstofnun telur líklegt að nokkuð dragi úr hagvexti á árunum 1996 til 1998 og hann verði að jafnaði um 2% á ári. Þar er gert ráð fyrir óbreyttum þorskafla enda sé óskynsamlegt að auka sóknina vegna ástands þorskstofnsins. Á þessum árum gæti skipt sköpum ef ráðist yrði í stóriðjuframkvæmd- ir. Á þriðjudag var skýrt frá því að góðar líkur væru á því að Alusu- isse, eigandi ÍSAL, muni taka ákvörðun um að stækka álverið í Straumsvík úr 90 þúsund tonna afkastagetu í 150 þúsund tonna afkastagetu. Slíkar framkvæmdir gætu að mati Þjóðhagsstofnunar hæglega aukið árlegan hagvöxt í um eða yfir 3% á árunum 1996- 1998. Um leið og ástæða er til að fagna spám um vöxt í efnahagslíf- inu á næstu árum er mikilvægt að hlusta viðvörunarorð Þjóðhags- stofnunar um að koma þurfi í veg fyrir að þensla myndist. Stjórn rfk- isfjármála og peningamála þurfi að halda aftur af aukningu þjóðar- útgjalda. Sérstaklega er á það bent að áríðandi sé að mæta aukn- um ríkisútgjöldun^vegna nýgerðra kjarasamninga sem fyrst með lækkun ríkisútgjalda og auknum tekjum. Gangi bjartsýnustu þjóðhags- spár eftir mun enn á ný reyna á það hvort íslendingar hafi lært eitt- hvað af hagstjórnarmistökum lið- inna ára þegar uppgangur í efna- hagslífinu fór úr böndunum. Afleið- ingarnar komu fram í stóraukinni einkaneyslu, verðbólguskriðu, gengisfellingum og skuldasöfnun erlendis. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.