Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.04.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 Jftú rjjjtttftlaííiíi ■ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL BLAD KNATTSPYRNA OlgaíKR Olga Færseth, körfubolta- og knattspymukona, hefur ákveðið, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins, að leika með KR-ing- um í 1. deild kvenna í knattspymu í sumar. Olga, sem er 19 ára, hefur leikið með Breiðabliki undanf- arin þrjú sumur og varð íslands- og bikarmeistari með félaginu í fyrrasumar og varð auk þess marka- hæst í deildinni í fyrra. Þess má geta til gamans að hún varð einnig íslands- og bikarmeistari með liði Keflavíkur í körfuknattleik í fyrra og í fyrra- kvöld varð hún svo íslandsmeistari í körfuknatt- leik með Breiðabliki. Olga nær ekki að leika alla leiki KR í sumar því um miðjan ágúst fer hún til Atlanta í Banda- ríkjunum þar sem hún verður næsta vetur í skóla auk þess sem hún mun leika körfuknattleik. HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Bjarki Sigurðsson til liðs við Aftureldingu Bjarki Sigurðsson, landsliðsmað- ur úr Víkingi, hefur ákveðið að leika með 1. deildarliði Aftureld- ingar úr Mosfellsbæ á næsta leik- tímabili. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins verður gengið frá samningum þar um í dag. Bjarki hefur alla tíð leikið með Víkingi en hefur nú ákveðið að breyta til. Bjarki, sem er 28 ára, leikur í hægra hominu með landsliðinu en hefur bæði leikið þar og sem skytta fyrir utan hægra megin með Vík- ingi. Hann mun því væntanlega fylla skarð það sem Jason Ólafsson skildi eftir sig en hann gerði á dög- unum samning við Brixen á Ítalíu. Bjarki er einn þeirra íslensku handknattleiksmanna sem valinn hefur verið í heimsliðið. Hann var valinn í úrvalslið heimsmeistara- keppninnar í Svíþjóð 1992 og lék með liðinu í Kairó — gegn landsliði Egyptaleik, leik sem settur var í í tilefni afmælis egypska handknatt- leikssambandsins. Fyrsta landsleikinn lék Bjarki árið 1987 gegn Dönum hér heima og tapaðist sá leikur 17:21. Hann hélt síðar með landsliðinu til Banda- ríkjanna í æfingaferð og gerði þar sitt fyrsta landsliðsmark. Alls hefur hann leikið 152 landsleiki. Rúnar einnig burt Ljóst er að Rúnar Sigtryggsson, sem lék með Víkingsliðinu í vetur og þar áður með Val og Þór á Akureyri, verður heldur ekki áfram í herbúðum félagsins. Rúnar hygg- ur á nám í Danmörku næsta vetur, og talsverðar líkur eru á að hann leiki með Ribe. Þá er ljóst að Gunn- ar Gunnarsson verður ekki áfram þjálfari Víkings. Schumacher nær drukkn- aður við köfun Michael Schumacher, þýski heimsmeistarinn í kapp- akstri, skýrði frá því í gær að hann hefði nærri drukknað í síð- ustu viku þegar hann var að kafa, ásamt nokkrum öðrum, skammt utan við strendur Brasilíu þar sem hann var í fríi. Schumacher fór á báti ásamt kærustu sinni og fjórum öðrum talsvert langt frá ströndinni til að kafa. Þar vörpuðu þau ankerum og heimsmeistarinn, ásamt þremur öðrum, fór að kafa en kærasta Schumachers og þjálfari hans urðu eftir á bátnum þar sem þau fundu fyrir sjóveiki og treystu sér ekki til að kafa. „Það hefur verið um 40 metra dýpi þarna og ég tók eftir því að ankerið færðist, en hélt að það væri svo lítið að allt væri í lagi,“ sagði Schumacher. Eftir að kapparnir höfðu kafað í 45 mínútur komu þeir upp á yfir- borðið á ný, en þá var báturinn horfínn. „Við sáum bátinn ekki fyrst en eftir að við höfðum synt smá stund rétt grillti í hann. Hinir þrír gáfust fljótlega upp og ég synti einn að honum. Fólkið um borð varð okkar ekki vart. Það var erfiðasta klukkustund sem ég hef upplifað,“ sagði hinn 26 ára gamli Þjóðveiji. „í fyrsta sinn hugsaði ég af al- vöru um dauðann. Þetta var mar- tröð,“ sagði Schumacher, sem náði til bátsins og gat þannig bjargað þremur félögum sínum sem lágu máttlitlir á yfirborðinu þegar Schumacher kom til baka á bátn- um. BJARKI Sigurðsson í kunnuglegrl stelllngu í Vfklngsbúningn- um. Hann leikur með Aftureldlngu næsta vetur. Guðni í byrjunarliði Bolton GUÐNI Bergsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Bolton Wanderers í gærkvöldi, er liðið sigraði Swindon 1:0 á útivelli í ensku 1. deildinni. Það var Andy Thompson sem gerði eina mark leiksins á 88. minútu, en hann gerði einnig mark Bolton gegn Liverpool á Wembley um helg- ina. Guðni kom nokkuð við sögu í leiknum, sem var fast leikinn. Hann var einn sex leikmanna sem fékk að líta gula spjaldið. Með sigrinum komst Bolton í annað til þriðja sætið ásamt Tranmera, liðin eru með 68 stig en Midd- lesbrough, sem er í efsta sæti er með 72 stig. Oldham vann Middlesbrough 1:0 í 1. deildinni í gærkvöldi og Millwall tapaði 1:3 fyrir Port Vale. KORFUBOLTI Tómasz fær bolta frá Orlando TÓMASZ Lupinski, pólski dreng- urinn sem bjargaðist úr snjóflóð- inu í Súðavík í febrúar, fær í kvöld afhentan að gjöf körfu- bolta sem áritaður hefur verið af öllum leikmönnum bandaríska NBA-körfuboltaliðsins Orlando Magic. Tómasz hefur mikinn áhuga á bandaríska NBA-körfu- boltanum og eitt það fyrsta sem hann spurði um er hann fannst í snjóflóðinu var hvernig leikur Orlando og Philadelphia hefði farið. Eftir að starfsmenn Menning- arstofnunar Bandaríkjanna lásu um áhuga Tómaszar á banda- ríska körfuboltanum í íslenskum fjölmiðlum ákváðu þeir að beita sér fyrir því að útvega honum áritaðan bolta frá Orlando og eins áritaðar myndir af leik- mönnum Philadelphia. Nú hefur það tekist og mun Parker Borg, sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, afhenda Tómaszi boltann og myndirnar í leikhléi úrslita- leiks Njarðvíkinga og Grindvík- inga í Njarðvík í kvöld. AC MILAN FYRST TIL AÐ SIGRA PARÍS SG í EVRÓPUKEPPIMIIMIMI í VETUR / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.