Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 3
2 C FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL1995 C 3 BADMINTON KNATTSPYRNA Cantona á förum til Ítalíu? Inter bíður eftir svari frá Man. Utd. Inter Mílanó reynir hvað það getur til að frá franska landsliðsmanninn Eric Cantona til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil. „Áhugi okkar fyrir honum er meiri en áður, en við höfum ekki fengið svar frá Manchester United,“ segir Thomas Villa, talsmaður ítalska félagsins. „Við vitum að stjóm Manchester United kemur saman á mánudaginn, til að ræða um framtíð Cantona. Menn hugsa sig tvisvar um, ef leik- maður eins og Cantona verður seldur." Blöð á Ítalíu hafa sagt Inter Mílanó væri tiibúið til að borga 378-441 millj. ísl. kr. fyrir Cantona. Hann eigi að fá rúmar þijár millj. kr. ísl. í vikulaun, glæsi- lega villu til umráða og tvær Mercedes-bifreiðar. Þess má geta að eigandi hússins sem Cantona og ijölskylda hefur búið í fyrir utan Manchester, hefur óskað eftir því að Cantona yfirgefi húsið, þar sem hann ætlar að selja það. Forráðamenn Manchester United, sem hafa sagt að Cantona sé ekki til sölu, eru að vinna í að fá nýtt húsnæði fyrir hann. Miðakvóti á félög MIKILL áhugi er fyrir „Knattspyrnuhátíð aldarinnar — í þá gömlu góðu daga“, að sögn Halldórs Einarsson- ar, forsvarsmanns hátíðarinnar og hefur því verið ákveðið að setja miðakvóta á 1. deildarfélögin, sem taka þátt í hátíðinni, sem verður að Hótel íslandi 30. apríl. Á hátíðina koma gamalkunnir knattspyrnu- kappar saman, ásamt eiginkonum — leikmenn sem hafa leikið í 1. deildarkeppninni frá 1955, þegar deildarfyrirkomulagið var tekið upp, og einnig eldri leikmenn, dómarar og fréttamenn. Bjarni Guðnason, fyrrum landsliðsmaður úr Vík- ingi, og alþingsmaður, verður aðalræðumaður kvölds- ins. Aðrir ræðumenn eru Ellert B. Schram, fyrrum landsliðsmaður úr KR og formaður KSÍ, núverandi forseti ÍSÍ, og Magnús V. Pétursson, fyrrum milli- ríkjadómari í knattspyrnu. „Það er mjög mikill áhugi fyrir hátiðinni, þannig að ákveðið hefur verið að setja ákveðinn kvóta að- göngumiða á félögin tuttugu, sem hafa leikið í fyrstu- deildarkeppninni," sagði Halldór Einarsson. Gordon Banks, fyrrum landsliðsmarkvörður Eng- lands, kemur sem gestur á hátíðina og mun hann veita knattspyrnumönnum ársins 1955-1979 viður- kenningar, en verðlaunagripirnir eru unnir af Ríkey Ingimundar, myndlistarmanni. Fimm leikmenn fyrir hvert ár verða útnefndir, einn þeirra krýndur. Banks kemur til landsins samdægurs — fer frá London til Amsterdam og þaðan til íslands. Veislustjóri verður Hermann Gunnarsson, fyrrum markaskorari úr Val, og Rúnar Júlíusson, fyrrum sóknarleikmaður frá Keflavík, sér um tónlist. Margir gamalkunnir söngvarar og skemmtikraftar koma fram, en aðalskemmtikraftur kvöldsins verður Ómar Ragnarsson. Hljómsveitin Gömlu brýnin leika fyrir dansi. Húsið verður opnað kl. 18, og verður þá boðið upp á fordrykk. Þríréttuð máltíð hefst kl. 19.30. Miðaverð er kr. 3.500. Morgunblaðið/Sverrir Glæsilegir verðlaunagripir RÍKEY Inglmundar, myndlistarmaður, hannar verðlaunagriplna, sem knattspyrnumenn ársins 1955-1979 fá. Engir tvelr gripir eru eins, en þelr eru byggðir upp á tveimur knattspyrnuskóm og karlmannsandlitl. Á myndlnnl er Ríkey fyrlr aftan tvo gripl úr leir, sem hún er búin að hanna og fyrir aftan hana er einn gripur. Samstarf KSI og Skandia Knattspyrnusamband ísland og Skandia hafa endurnýjað samstarfssamning til næstu þriggja ára, eða til ársloka 1997. Þá á árinu, 50. afmælisári KSÍ, fer fram úrslita- keppni 18 ára landsliða í Evrópu hér á landi. Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, gerir mjög miklar kröfur um trygg- ingar vegna keppninnar og hefur Skandia tekið að sér að sjá um þær, KSI að kostnaðarlausu. „Hér er um að ræða tryggingu á öllu starfsliði keppninnar, öllum erlendum gest- um á vegum KSI og UEFA og baktrygging fyrir allar þátt- tökuþjóðir — einnig trygging á fimmtíu bifreiðum og þeim mannvirkjum sem notuð verða á meðan á keppninni stend- ur,“ sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusam- bandsins. Átta þjóðir taka þátt í Evrópukeppni 18 ára landsliða og sagði Eggert að nú þegar hafi verið gengið frá trygging- armálum, bifreiðamálum við Heklu og nær væri búið að ganga frá hótelmálum í sambandi við keppnina. „Það er erfitt að meta verðmæti þessa samnings við Skand- ia, en hann er að verðmæti um sjö milljóna króna, sem er vísbending um umfangið. Við kaupum allar ti-yggingar vegna iandsliða okkar og landsliðsmanna hjá Skandia. Tryggingin nær yfir allar ferðir landsliða og æfinga allt árið á vegum KSÍ bæði innanlands og utan. Jafnframt eru allir dómarar sem dæma í deildarkeppninni á vegum okkar tryggðir hjá Skandia, einnig húsnæði, innbú og búningalager okkar,“ sagði Eggert Magnússon. + ÍÞRÓTTIR Mikill áhugi sagðurfyrir „Knattspyrnuhátíð aldarinnar" Tryggvi Nielsen frá keppni í tvo mánuði TRYGGVI Nielsen, badmintonmaður úr TBR, sem hefur verið við æfingar og keppni í Randers í Dan- mörku í vetur meiddist í leik á Opna hollenska meist- aramótinu nýlega. Krossbönd á öðru hné tognuðu illa í fyrsta leik hans á mótinu gegn sænskum mót- herja. Að lokinni skoðun hjá lækni liðs síns fékk hann þann úrskurð að krossböndin væru illa tognuð og hann mætti ekki leika badminton næstu tvo mán- uði. Þessi meiðsli Tryggva eru honum mikið áfall því um helgina er Evrópumeistaramót unglinga í Slóvakíu. Að því móti hafði hann stefnt í langan tíma og gert sér vonir um að ná góðum árangri þar, enda í góðri æfingu eftir Jótlandsdvölina í vetur. Tryggvi er á heimleið — hér á Iandi stefnir hann á að geta haldið sér í einhverju formi með lyftingum og hlaup- um. Framhaldið hjá honum verður síðan að fara í æfingabúðir í París í lok júní, hann fékk styrk frá Ólympíusamhjálpinni til þess að fara í búðirnar. Tryggvi Nlelsen Einvígi Daníels og Einars Fjóvfalt hjá Jóhanni JÓHANN Haukur Hafstein úr Ármanni varð mjög sig- ursæll á ungllngameist- aramótínu í alpagreinum sem fram fór á Seyðisfirði um síðustu helgi. Hann sigraði í svigi, stórsvigi, risasvigi og alpatvíkeppni auk þess sem hann varð bikarmeistari SKÍ 1995 í flokki 15-16 ára. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Jóhann Haukur Hafstein úr Ár- manni var maður unglinga- meistaramótsins sem fram fór á Seyðisfirði fyrir skömmu. Hann varð fjórfaldur meistari, sigraði í svigi, stórsvigi, risasvigi og alpa- tvíkeppni. Hann _ varð jafnframt bikarmeistari SKÍ í flokki 15-16 ára. „Ég átti alveg eins von á því að sigra í þessum greinum, en kannski ekki með svona miklum mun. Ég var búinn að vinna á öll- um bikarmótum í vetur nema tveimur og því kom þetta ekkert á óvart,“ sagði Jóhann Haukur, sem er á yngra ári í þessum aldurs- flokki. Hann er að ljúka grunn- skólaprófi í Hagaskóla og segist stefna að því að fara í skíða- menntaskóla í Svíþjóð eða Noregi næsta vetur. „Ég byijaði að æfa á skíðum á ísafirði þegar ég var átta ára og fór fyrst á Andrésar andar-leikana á Akureyri sama ár. Ég flutti til Reykjavíkur 12 ára gamall og fór þá í KR, en skipti yfir í Ármann fyrir þetta keppnistímabil, aðal- lega til að komast í þjálfun hjá pólska þjálfaranum Andry Bi- elawa. Hann hefur kennt mér mik- ið og breytti töluvert tækninni hjá mér, sérstaklega í svigi. Hann á mikinn þátt í velgengni minni í vetur. Ég hef æft mjög vel í vet- ur, farið á skíði alltaf þegar hefur verið opið. Verkfall kennara kom sér einnig vel því þá gat ég ein- beitt mér algjörlega að skíðun- um,“ sagði hann. Jóhann Haukur hefur einnig keppt í karlaflokki á bikarmótun- um í vetur og komist þar á verð- launapall. Hann tók einnig þátt í Ólympíumóti æskunnar í Andorra og keppti þar í fýrsta sinn í risa- svigi. Hann verður á meðal kepp- enda á skíðalandsmótinu sem hefst á ísafirði í dag, en á hann ein- hveija möguleika þar? „Ég veit það ekki. Eg verð ánægður ef ég næ að vera á meðal tíu efstu því landsliðsstrákarnir, sem hafa æft í Austurríki í vetur, eru allir með núna,“ sagði skíðakappinn efni- legi. Pétur Kristjánsson skrifar frá Seyðisfirði Vel heppnað mót í Stafdal Unglingameistaramót íslands á skíðum var haldið í Stafdal í Seyðisfirði um síðustu helgi. Um sextíu keppendur á aldrinum 13-16 ára mættu til leiks. Mótið var sett á föstudag, en keppni átti síðan að heíjast á laugardags- morgun. Fresta þurfti henni fram á næsta dag vegna mikils hvass- viðris. Keppendur lentu í erfiðleikum með að komast til Seyðisfjarðar vegna ófærðar, en allir komust þó í tæka tíð nema ísfirðingar sem sátu fastir heima. Sigurvegari mótsins er tvímælalaust Reykvík- ingurinn Jóhann Haukur Hafstein sem varð fjórfaldur íslandsmeist- ari. Hallfríður Hilmarsdóttir, Ak- ureyri, varð íslandsmeistari stúlkna í alpatvíkeppni og María Magnúsdóttir varð bikarmeistari SKI í alpagreinum eins og Jóhann Haukur. Þetta er fyrstastórmótið á Seyð- isfirði í 25 ár og þykir mönnum ánægjulegt hversu vel tókst til, ekki síst þar sem kaupstaðurinn á nú hundrað ára afmæli og mótið telst til hluta afmælishaldsins. KEPPNI á Skíðamóti íslands hefst á ísafirði í dag. Rúmlega hundr- að keppendur eru skráðir til leiks, þar af 15 erlendir sem keppa í alþjóðlegum svigmótum (lcelandair Cup) sem er hluti lands- mótsins. Göngukeppnin ferfram á nýju skíðasvæði ísfirðinga, í Tungudal og hefst kl. 13.00. Búistervið spennandi keppni í göngunni milli Daníels Jakobssonar og læriföður hans, Einars Oiafssonar, sem hefur æft grimmt að undanförnu og segist ætla að stríða lærisveini sínum. Indiana lagði New York Reggie Miller skoraði þriggja stiga körfu þegar 28 sek. voru til leiksloka og tryggði Indiana Pacers sigur, 94:90, yfir New York Knicks á útivelli. Miller skoraði 28 stig í leiknum og Derrick McKey 18 fyrir Pacers. „Þetta var mikill leikur. Það er mikill sigur fyrir ungt lið að vinna útisigur á þessum árstíma," sagði Larry Brown, þjálf- ari Indiana, sem var ánægður með sigurinn gegn hinu sterka liði New York. Patrick Ewing skoraði 28 stig, tók þrettán fráköst og varði fimm skot fyrir heimamenn og John Starks skoraði 20 stig, en hitti að- eins úr tveimur af níu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs hélt sigur- göngu sinni áfram — vann sinn tólfta leik í röð og þann níunda án Dennis Rodmans, þegar liðið heim- sótti Los Angeles Clippers, 89:113. David Robinson skoraði 27 stig og tók átján fráköst fyrir gestina. Karl Malone skoraði 31 stig og tók sautján fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda leik í röð, þegar liðið fékk Seattle SuperSonics í heimsókn, 114:92. John Stockton skoraði ellefu stig og átti tíu stoð- sendingar fyrir Utah og Malone var með sjö stoðsendingar. Gary Payton skoraði 26 stig og Shawn Kemp 15 fyrir Seattle. Sherman Douglas skoraði 24 fyr- ir Boston Celtics, sem náði að leggja NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Cieveland - Boston........ 92: 97 Miami - Philadelphia...... 95: 92 New York - Indiana........ 90: 94 Denver - LA Lakers........101:104 Golden State - Phoenix....122:114 Utah-Seattle..............114: 92 Portland - Minnesota...... 95: 91 LA Clippers - San Antonio.. 89:113 Sacramento - Houston......109:105 Cleveland Cavaliers að velli, 92:97. Boston er að beijast um sæti í úrslitakeppninni við Miami. Bobby Phills skoraði 17 stig fyrir Cleve- land og Mark Price 15 og átti fjórt- án stoðsendingar. Liðið varð fyrir því áfalli að Terrell Brandon fót- brotnaði og verður frá keppni út þetta keppnistímabil. Chris Mullin náði þrennu (25 stig, þrettán fráköst, þrettán stoðsend- ingar) og Donyell Marshall skoraði 28 stig fyrir Golden State Warri- ors, sem vann Phoenix Suns 122:114. Wesley Person skoraði 26 stig fyrir Phoenix, en Charles Bar- kley skoraði ekki nema níu stig. Walt Williams skoraði 30 stig og Mitch Richmond 17 þegar Sacra- mento Kings lagði Houston 101:94, eftir tíu tapleiki í röð. Clyde Drexl- er skoraði 29 stig og Kenny Smith nítján fyrir Houston, sem hefur tap- að fjórum að síðustu fimm leikjum sínum. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson ÞÓRODDUR Ingvarsson frá Akureyri varð þrefaldur melstari í göngu á meistara- mótlnu á Seyðisfirði. Ikvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Fimmti leikur í úrslitakeppni karla: Njarðvík - Grindavík........20 BLAK Fyrst/ leikur í úrslitakeppni kvenna: Víkin: Víkingur - HK..:..20.30 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmótið, B-deiId: Leiknisvöllur: Ármann - Valur 18 Leiknisvöllur: Leiknir - Fjölnir.20 SKIÐAMOT ISLANDS A ISAFIRÐI KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN SKIÐI / UNGLINGAMEISTARAMOT ValurB. lónatansson skrifar Það má segja að það hefði ekki þótt frétt fýrir nokkrum árum að mót sem þetta færi fram á Isafirði, en eftir að snjóflóð lagði skíða- svæði ísfirðinga í rúst fyrir ári síðan, var ekki mikil bjart- sýni á að ísfirðingum tækist að halda skíðalandsmót þetta árið. En með ótrúlegum vilja og krafti heimamanna er uppbygging skíða- svæðisins komin vel á veg og ekk- ert því til fyrirstöðu að halda lands- mót. Elnar Ólafsson Nú eru skíðasvæðin á ísafirði orðin tvö, í Tungudal og á Selja- landsdal. ísfirðingar hafa nefnt nýja skíðasvæðið sitt „Dalina tvo“ sem er vel við hæfi því eitt besta skíðasvæði Frakka heitir „Dalimir þrír.“ Skíðaganga er fyrsta keppnis- grein mótsins og hefst hún í dag. Þar er búist við að keppnin í karla- flokki standi á milli Daníels Jakobs- sonar og Einars Ólafssonar, sem nú keppir á íslandsmóti í fyrsta sinn síðan 1988. Einar var nær ósigrandi á árunum 1984 til 1988. Eftir það lagði hann skíðin á hilluna og fór í nám til Bandaríkjanna. Hann er nú fluttur aftur til ísafjarð- ar og hefur séð um þjálfun í vetur jafnframt að æfa sjálfur. Hann hef- ur unnið öll bikarmótin í vetur sem hann hefur tekið þátt í. „Ég ákvað að æfa á fullu eftir að það var ljóst að Daníel ætlaði sér að keppa fyrir Ólafsfjörð á landsmótinu. Við ísfirðingar erum ekki sáttir við það hvemig hann stóð að félagaskiptum sínum yfir í Leiftur. Ég er í ágætri æfingu mið- að við aldur og fyrri störf. Ég ætla að reyna að stríða Daníel og láta hann hafa fyrir þessu, það er ekki nokkur spurning,“ sagði Einar sem verður 33 ára í maí. Daníel hefur oft verið nefndur lærisveinn Einars í skíðagöngunni og því verður spennandi að fylgjast með þeim kljást í fyrsta sinn í keppni. DANIEL Jakobsson hefur tltil að verja. í alpagreinum karla verður Ól- afsfirðingurinn Kristinn Björnsson að teljast sigurstranglegastur. Hann hefur verið yfirburðarmaður í vetur. Hinir fímm strákarnir sem hafa æft með honum í Austurríki í vetur; Arnór Gunnarsson, Vilhelm Þorsteinsson, Haukur Amórsson, Gunnlaugur Magnússon og Pálmar Pétursson, kom til með að beijast um silfurverðlaunin og tilbúnir að taka gullið ef Kristni hlekkist á. Ásta S. Halldórsdóttir ætti að vera nokkuð örugg með sigur í alpa- greinum kvenna, enda hefur hún haft mikla yfírburði þar síðustu árin. Systurnar, Hildur og Brynja Þorsteinsdætur frá Akureyri, og Theodóra Mathiesen úr Reykjavík, sem hafa allar æft erlendis í vetur, koma til með að beijast um verð- launasæti og eins er það spurning hvað Isfirðingurinn Sigríður Þor- láksdóttir, sem nú keppir fyrir Ak- ureyri, gerir á sínum gamla heima- velli. SAMNINGAR Knattspyrnu- deild KR semur við FRJALSIÞROTTIR Fríða Rún bætir sig Isienska fijálsíþróttafólkið, sem er við nám í Athens-háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum, keppti ■■■■■ i heimabæ sínum Stefán Þór um helgina. Fríða Stefánsson Rún Þórðardóttir skrifarfrá úr Ármanni bætti Bandaríkjunum pcrsómkgt met sitt um 17 sekúndur í 5.000 metra hlaupi er hún hljóp á 16.52,96 mín. og sigraði. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, sigraði í 400 metra grindahlaupi á 61,40 sek. og Gunnhildur Hinriks- dóttir, HSÞ, bætti sig um rúma sekúndu í sama hlaupi og varð í 4. sæti á 64,56 sek. Guðrún Arnar- dóttir, Ármanni, hefur átt í bak- meiðslum undanfarið en hljóp þó ásamt Snjólaugu í sigursveit skól- ans í 4x400 metra boðhlaupi. Milli- tími Guðrúnar mældist um 54 sek- úndur en 56 sekúndur lijá Snjó- laugu. Sænsku spjótkastaramir, Patrick Boden, fyrrum heimsmethafi og Dag Wennlund, eru { Qögutra vikna æfmgabúðum 1 Austin í Texas. Mögulegt er að EinarVilhjálmsson úr IR bætist í hópinn um miðjan aprfl. íslenskt landsliðsfólk í ftjáls- íþróttum er væntanlegt til Athens um næstu helgi í tveggja vikna æfingabúðir yfir páskana. FYRIR skömmu var undirritaður auglýsinga- og samstarfssamning- ur knattspymudeildar KR og Skelj- ungs hf. Hann nær til fjögurra ára og verður fyrirtækið aðalstyrktar- aðili deildarinnar á tímabilinu. Allir keppnisflokkar deildarinnar leika með auglýsingu frá Skeljungi á tímabilinu auk þess sem knatt- spyrnudeildin auglýsir nafn og vör- ur fyrirtækisins á annan hátt. Gegn þessu fær deildin fastar árlegar greiðslur og frekari greiðslur tengd- ar árangri auk annarra hlunninda. Samstarf KR og Skeljungs hófst fyrir þremur ámm. Lúðvíks S. Ge- orgsson gekk frá samningnum sem formaður knattspymudeildar KR. Hann sagði að öflugur stuðningur Skeljungs við deildina og reyndar fleiri íþróttadeildir væri lýsandi fyr-. irmynd samstarfs atvinnulífsins við íþróttahreyfinguna en um væri að ræða tímamótasamning hjá KR því þetta væri stærsti samningur sem knattspyrnudeildin hefði gert. Síð- an samningurinn var undirritaður hefur aðalfundur knattspyrnudeild- ar KR farið fram og þá hætti Lúð- vík sem formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.