Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKIUIYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL VI QQ nn ?Dauði í Brunswick III. LO.UU (Death in Brunswick) Áströlsk bíómynd um raunir mat- reiðslumanns í vinnu og einkalífí. SUNNUDAGUR 9. APRÍL VI QQ Qfl ?Listin að vera kona III. LL.úil 0g lifa það af (Como ser mujer y no morir en el intento) Spænsk sjónvarpsmynd um konu á fimmtugsaldri sem reynir að standa sig í húsmóðurhlutverkinu auk þess að vinna úti en eiginmanni hennar er lítið um húsverk gefið. SKÍRDAGUR VI QQ Qfl ?Konungur efstu III. LL.vÍJ daga (Der König der letzte Tage) Fjölþjóðleg sjónvarps- mynd í tveimur hlutum sem gerist á fyrri hluta 16. aldar. í myndinni segir frá ferli Jóhannesar frá Leyden en hann var einn af leiðtogum endurskí- renda á þessum umbrotatímum í trúar- bragðasögu Evrópu og alls heimsins. Seinni hluti myndarinnar verður sýnd- ur á föstudaginn langa. STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR 7. APRÍL MQQ Qfl ?Skólaklíkan (School ¦ LLmLV Ties) Hvað eru menn reiðubúnir að ganga langt til að stinga ekki í stúf við aðra? Þessi kvikmynd fjallar um heiftúðuga fordóma á áhri- faríkan hátt. David Greene kemur frá smábænum Scranton en þar sem hann þykir einkar efnilegur ruðningsmaður fær hann styrk til að nema við fínan einkaskóla í Nýja Englandi. Hann vingast við syni efnamanna en það reynir á vinaböndin þegar það spyrst út hverrar trúar Greene er. Hfl IIJ^EIdur á himni (Fire . U. IU in the Sky) Hinn 5. nóvember 1975 voru nokkrir skðgar- höggsmenn á leið eftir fjallvegi í norð- austurhluta Arizona þegar þeir sáu undarlegt og óvenjuskært ljós á himni. Travis Walton stóðst ekki mátið og hélt einn frá bílnum til að kanna fyrir- bærið nánar þótt félagar hans vöruðu hann sterklega við því. Skyndilega var honum skellt í jörðina af undarlegum krafti en félagar hans forðuðu sér hið snarasta. STÖÐ TVÖ LAUGARDAGUR 8. APRÍL Kl. 0. ?Varnarlaus (De- fenseless) T.K. er ung og glæsileg kona. Hún er lögfræðing- ur og heldur við Steven Seldes, skjól- stæðing sinn. Þegar hann er myrtur á dularfullan hátt kemur ýmislegt óvænt upp á yfirborðið. SUNNUDAGUR 9. APRÍL VI Q<| QC ?Mýs og menn (Of nl. LXmLv Mice and Men) Þessi sígilda skáldsaga eftir John Steinbeck fjallar um tvo farandverkamenn, Ge- orge Milton og Lennie Small, vináttu þeirra, vonir og drauma. Lennie er barnslegur og treggáfaður en mikið heljarmenni. Hann reiðir sig algjör- lega á handleiðslu Georges sem er úrræðagóður og skarpgáfaður. í upp- hafi sögunnar koma þeir saman á Tyler-búgarðinn, blankir og þreyttir. Þar f á þeir vinnu en kjörin eru kröpp og sonur eigandans, Curley, gerir allt til að íþyngja verkamönnunum. George og Lennie eignast ágæta sálu- félaga á búgarðinum en eiginkona Curleys, sem ér óhamingjusöm í hjónabandinu, á eftir að kalla mikla ógæfu yfir þá félaga. Maltin gefur þrjár stjörnur. Bönnuð börnum. Mn tC ?Tveir á toppnum 3 . U. IJ (Lethal Weapon III) Lögreglumennirnir Martin Riggs og Roger Murtaugh eru komnir á kreik og þeim kumpánum bregst ekki boga- listin frekar en fyrri daginn. Hágæða hasarmynd með grínívafi. Stranglega bönnuð börnum. MÁNUDAGUR10. APRÍL M9Q yin^Li°tur |eikur . Lú.'iV Crying Game) (The Hér segir af ungum manni, Fergus að nafni, sem starfar með írska lýðveldis- hernum á Norður-írlandi. Hann tekur þátt í að ræna breskum hermanni og er falið að vakta hann. Þessum ólíku mönnum verður brátt vel til vina en hermaðurinn veit hvert hlutskipti hans verður og fer þess á leit við Fergus að hann vitji ástkonu sinnar í Lundún- um. Ein óvæntasta söguflétta allra tíma í frábærri mynd. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL VI QQ in^Siðleysi (Damage) Hl. LúAV Stephen Fleming er reffilegur, miðaldra þingmaður sem hefur allt til alls. En tilvera hans umturnast þegar hann kynnist Onnu Barton í kokkteilboði. Stúlkan er unn- usta sonar hans en þrátt fyrir það hefja þau sjóðheitt ástarsamband. Stephen er heltekinn af stúlkunni og stofnar velferð fjölskyldu sinnar í hættu með gáleysislegu framferði sínu. Stranglega bönnuð börnum. MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL VI 90. Qíl ? Með vakandi auga nl. tð.OU (A Dark Adapted Eye) Nú verður sýndur fyrsti hluti af þremur af þessari dramatísku og spennandi bresku framhaldsmynd. Myndin er gerð eftir bók spennusagna- höfundarins Barböru Vine sem líklega er betur þekkt sem Ruth Rendell. Annar hluti er á dagskrá annað kvöld og þriðji og síðasti hluti er á dagskrá að kvöldi föstudagsins langa. «0 9K ?Kossinn (Prelude To . V.Lv A Kiss) Það er ást við fyrstu sýn þegar Peter og Rita hitt- ast og skömmu síðar eru þau komin upp að altarinu. En í brúðkaupinu birtist roskinn maður að nafni Julius og biður um að fá að kyssa brúðina. Peter verður ljóst að hann veit lítil deili á þessari ungu eiginkonu sinni. SKÍRDAGUR H91 JC>ÓsMlegt . L I.IU (Indecent tilboð (Indecent Proposal) Hjónin David og Diana Murphy fá ósiðlegt tilboð frá John Gage, forríkum fjármálamanni. MQQ IC^Með vakandi auga . LÚAíi (A Dark Adapted Eye) (2:3) Kl. Lokasýning. BQC ?Veröld ¦UO (Wayne's Waynes Woríd) BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BIOBORGIN Banvænn leikur kkk Lögfræðiprófessor kemur dauða- dæmdum fanga til hjálpar í ágætlega gerðum trylli þar sem Sean Connery er traustur sem fyrr í hlutverki hins réttláta manns. Uns sekt er sönnuð kVi Óspennandi og klisjukennt réttar- haldsdrama um unga konu í kviðdómi sem mafíósi ógnar til að fá á sitt band. Afhjúpun k kk Hún tælir hann í ófyrirleitnu valda- tafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. BÍÓHÖLLIN Banvænn leikur (sjá Bíóborgina) Gettu betur kkk Robert Redford hefur gert fína mynd um frægt sjónvarpshneyksli vestra á sjötta áratugnum þegar sjónvarpið eins og missti meydóminn. Góður leik- hópur sem stendur sig með prýði og endursköpun fyrstu ára sjónvarpsins er frábær. Afhjúpun (sjá Bíóborgina) Leon kk Ábúðamikil mynd úr furðuveröld Bess- ons. Góð átakaatriði í bland við ómerkilegan efnisþráð og persónu- sköpun. Fríða og dýrið? Varla. Sagan endalausa 3 *V? Þriðja myndin um hætturnar sem steðja að ævintýralandinu Fantasíu. Heldur klént allt saman. HÁSKÓLABÍÓ Ein stór fjölskylda kVi Kúgaður kærasti barnar fímm á einu bretti. Þokkaleg hugmynd fær slæma úrvinnslu í flesta staði. Browningþýðingin k kVi Albert Finney er góður sem grísku- kennarinn raunamæddi í nútímaút- gáfu þessa vel þekkta leikrits. Stökksvæðið kVi Góð háloftaatriði er nánast það eina sem gleður augað í íburðarmikilli en mislukkaðri spennumynd sem reynist ekki annað en B-mynd í jólafötunum. Enginn er fullkominn kkk Litið við í smábæ í New York fylki þar sem Paul Newman fer fyrir óvenju skemmtilegum leikhópi í laufléttri mynd um amstur hversdagslífsins. Nell kkVi Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem framleiðir og fer með titilhlutverk ungrar konu er hefur ekki komist í kynni við samtíðina. Skógardýrið Húgó k k Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. Skuggalendur kkkVi Gæðamynd byggð á einstöku sam- bandi bresks skálds og fyrirlesara og bandarísks rithöfundar um miðja öld- ina. Það geislar af Anthony Hopkins og Debru Winger í aðalhlutverkum. Aukaleikarar ekkert síðri og leikstjór- anum Attenborough tekst að segja hádramatíska sögu án þess að steyta nokkru sinni á óþarfa tilfinningasemi. Forrest Gump kkkVi Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þrjá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ / skjóli vonar kVi Fjölskyldudrama með Susan Sarandon í hlutverki móður sjö sona. Ristir aldr- ei nógu djúpt en verður flatneskjuleg saga af súpermömmu. Inn um ógnardyr kk Ný hrollvekja frá Carpenter setur hann ekki aftur á toppinn en það eru hlutir í henni sem eru ágætir. Vasapeningar k Óttalega ómerki- leg og væmin mynd um strák sem finnur nýja konu handa föður sínum. Corrina, Corrina kk Meinleysisleg mynd um samdrátt blökkukonu og hvíts manns á sjötta áratugnum. REGNBOGINN Rita Hayworth og Shawshank- fangelsið kkk í alla staði sérlega vel gerð mynd um vináttu innan fangelsisveggjanna og meinfyndna hefnd. Robbins og Free- man frábærir saman. Himneskar verur k k kVz Afburðavel gerð mynd sem gefur inn- sýn í andlega brenglun tveggja ungl- ingsstúlkna er hefur í för með sér hrottalegar afleiðingar. / beinni kVi Hringavitleysa um þrjá þungarokkara sem yfirtaka útvarpsstöð. Góðir leikar- ar innanum og einstaka brandarar hlægilegir en svo er það búið. Reyfari kkkVi Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um Iíf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. SAGABÍÓ Slæmir félagar kVr Spennumynd með heldur ómerkilegum aðalpersónum og lítilli spennu í þokka- bót. Táldreginn kkk Linda Fiorentino fer á kostum sem voðakvendi í frábærri spennumynd um konu sem gerir allt fyrir peninga. Nýnoir tryllir eins og þeir gerast be^tir. Konungur Ijónanna kkk Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. STJÖRNUBÍÓ Vindar fortíðar kkk Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega stórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir. Matur, drykkur, maður, kona kkk Frumþarfirnar teknar fyrir af hinum snjalla tævanska leikstjóra Ang Lee. Fjölskylduvandamál roskins föður og þriggja dætra skoðuð í gamni og al- vöru. Á köldum klaka kkk Ungur Japani kynnist landi og þjóð í vetrarham í þessari nýjustu mynd Friðriks Þórs. Kynni hans af mönnum og draugum sýnd í skondnu ljósi og mörg góðkunn viðfangsefni leikstjór- ans í forgrunni eins og sveitin og dauð- inn og hið yfirnáttúrulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.