Morgunblaðið - 06.04.1995, Page 5

Morgunblaðið - 06.04.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 D 5 LAUGARDAGUR 8/4 MYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson RAUÐUR í LOKIN DRAMA Þrír litir: Rauður („ Trois Coule- urs Rouge“) k k kVi Lcikstjóri Krzysztof Kieslowski. Handrit Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz. Aðalleikendur Irene Jacob, Jean-Louis Trintignant. Svissnesk/Frönsk/Pólsk. EDO 1994. Háskólabíó 1995.110 mín. Ölium leyfð. ÞÁ er komið að lokakafla þrí- leiksins hans Kieslowskis sem hann grundvall- aði á táknlitum frönsku bylting- arinnar, fánalit- unum þremur. Aðalpersónan, sýningarstúlkan Va- lentine (Irene Jacob), verður fyrir mikilli lífsreynslu uppúr því hún ekur á hund í eigu dómara á eftirla- unum (Jean-Louis Trintigant), kynni þeirra verða þungamiðja myndarinnar. Flókið lífsmynstur nágrannanna verður opinbert er upp komast símahleranir dómarans. Állt tengist það á einhvern hátt brothættri til- veru Valentine, sem með tímanum kynnist betri hliðum dómarans. Rauður fjallar um einangraðar persónur í stórborg, gjörsamlega ókunnugar í fyrstu en tengjast fyr- ir tilviljun sterkum böndum. Slíkt virðist mögulegt í leyndardómsfullri veröld leikstjórans og sagnameist- arans pólska. Ástir og örlög koma mikið við sögu, spurningin um rétt- lætið situr ofarlega i huga dómar- ans, málpípu Kieslowskis, sem gamli sjarmörinn, hann Jean-Louis Trintignant, túlkar af snilld. í lokin kveður svo leikstjórinn persónur sínar úr fyrri myndum þríleiksins, lýkur honum af þeirri smekkvísi og hugmyndaflugi sem hefur einkennt hann allan. DRAUMARNIR RÆTAST DRAMA Okkar eigið heimili („A Home of Our Own “) k kxh Leikstjóri Tony Bill. Handrit Patrick Duncan. Tónlist Michael Convertino. Aðalleikendur Kathy Bates, Edward Furlong, Soon-Teck Oh, Clarissa Lessig, Tony Campisi. Bandarisk. Pol- ygram Film Production 1994. Háskólabíó 1995.95 mín. Öllum leyfð. FRANCES Lac- ey er fráskilin, sex barna móðir, sem á ekki bót fyrir bossann á sér. Fjölskyldan er nánast á göt- - unni þegar Frances fær hugljómun, hún ætlar að finna þeim eigið heimili. Veraldlegu eigurnar komast fyrir í Plymouth-skrjóðnum, Kalifornía er yfirgefin og haldið uppí Klettafjöll- in. Og viti menn, Frances stoppar við hálfkaraða skúrbyggingu, hér var draumastaðurinn fundinn. Hún semur við skúreigandann um að kaupa hann af honum og greiða með vinnu. Okkar eigið heimili er byggð á sannri sögu sonarins Patricks (Edward Furlong) og er gott dæmi um þrautseiglu og óbilandi kjark, einskonar frumbyggjadug sem ein- kenndi þessa kraftmiklu fjölskyldu. Því er ekki að neita að rétt er að hafa heila vasaklútastæðu við hend- ina því Okkar eigið heimili opnar álíka flóðgáttir tára og nokkrir þættir af Húsinu á sléttunni, svo gripið sé til dæmis sem landinn þekkir úr innstu hugarfýlgsnum. Hún jaðrar við að vera væmin en sleppur fyrir horn. Það er ekki síst að þakka sögumanninum, Edward Furlong (Terminator 2), þessi ungi leikari getur gert meira en að ærsl- ast með Scwharzenegger. Lessig gefur honum lítið eftir í hlutverki systur hans og þau eru bæði traust, Soon-Teck Oh, sem bóndinn og jarðeigandinn og Kathy Bates í hlutverki hinnar óbifanlegu, sex barna móður. HROLLUR Á NÆTURVAKT- INNI SPENNUMYND Næturvörðurinn („Nattevagt- en“)kk k Leikstjóri og handritshöfundur Ole Bornedal. Aðalleikendur Nikolaj Caster Waldau, Kim Bodnia, Sofie Grabol, Lotte And- ersen. Danmörk 1994. Háskóla- bíó 1995. HÉR hafa Danir heldur betur hitt naglann á höfuðið, Næturvörðurinn er topp spennumynd og búin að vekja athygli á leikstjóranum Ole Bornedal í háborginni Hollywood. ökkaxeigið ^ HFJMIU Jjj ; AHONœOFÍX.'SOWN Búið er að bjóða honum að gera sína bandarísku útgáfu af Næt- urverðinum, hann ætti að gera það gott vestra. Myndin fer í gang einsog hefðbundin hrollvekja. Martin (Ni- kolaj Coster Waldau), ungur laga- nemi, fær vinnu sem næturvörður á sjúkrahúsi til að drýgja námslán- in. Honum er greinilega um og ó er forveri hans í starfí lóðsar hann um ranghala og afkima kjallara sjúkrahússins. Þar er líkhúsið, einn aðalstarfsvettvangur piltsins, en það hýsir um þessar mundir nýjasta fórnarlamb fjöldamorðingja sem gengur laus um götur Kaupmanna- hafnar. Hann myrðir ungar vændis- konur og fullnægir síðan hvötum sínum á líkunum. Martin verður ljóst að náriðillinn á greiða leið inná sjúkrahúsið, jafn- framt að morðinginn er að reyna að koma morðunum á hann sjálfan. Ole Bomedal er flinkur leik- stjóri, blandar óhugnaðinn og spennuna í réttum hlutföllum svo áhorfandinn fær sjaldan grið. Út- smogin hliðarsaga þar sem drykk- felldur og dularfullur vinur Martins kemur við sögu, skapar enn meiri spurn í huga áhorfandans og lausn- in kemur á óvart. Næturvörðurinn er ekkert sérstaklega vel leikin mynd, aðalstyrkur hennar felst í dúndrandi fínni leikstjórn og hand- riti Ole Bornedals. Það er engin hætta á öðru en hann spjari sig vestra og verður forvitnilegt að fylgjast með honum á amerískri grund. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Sæbjöm Valdimarsson Einkaspæjarinn Pogue („Clean Slate") kkVi Lauflétt gamanmynd um raunir einkaspæjara sem missir minnið. Leikurinn tekur að æsast er hann á að bera vitni i morðmáli sem hann minnist ekki að hafa séð. Og annað eftir því í mynd sem sniðin er í kringum skopskyn Dana Carv- ey. Hann stendur sig hreint bæri- lega. 107 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Starfsmenn fréttastofu Útvarps munu gera úrslitum kosninganna skil fram eftir degi á sunnudag. Ríkisútvarpið Kosningauppgjör fréttastofu KOSNINGAÚRSLITUM verða gerð ítarleg skil í morgunfréttum Ríkis- útvarpsins klukkan átta, níu og tíu á sunnudagsmorgun. Frá kiukkán tíu til tólf verður greint frá niður- stöðum Alþingiskosninganna á Rás 2. Þá verða lesin úrslit úr öllum kjördæmum og farið yfir breytingar á fylgi flokkanna. Auk þess verða birt viðtöl við stjórnmálamenn og aðra sem rætt var við á kosninga- vöku. Þorkell Helgason verður reiknimeistari Fréttastofu útvarps á kosninganótt og mun skýra úrslit- in í hádegisfréttum á sunnudag. Fyrir þá sem sofa fram yfír hádegi verða úrslit úr öllum kjördæmum endurtekin 16.05 á Rás 1. í þætti á Rás 2 klukkan 18 verða forystu- menn flokkanna síðan til viðtals. Munu þeir spá í spilin og ræða stjórnarmyndun; velta fýrir sér hvaða flokkar geta myndað stjórn, hveijir vilja vera saman og hvexjir ekki og hveijum beri stjómarmynd- unarumboðið í fyrstu atrennu. Stuttbylgjusendingar vegna kosninganna Laugardag 8. apríl kl. 21.00 til sunnudags 9. apríl kl.-5.00: Alstefnuvirkt á 3.295 kHz Til Evrópu á 7.870 og 9.275 kHz Til Ameríku á: 11.402 og 13.850 kHz Lesin verða úrslit úr öllum kjördæmum en auk þess verða birt viðtöl við stjórnmála- menn og aðra sem rætt var við á kosn- ingavöku UTVARP Rás I kl. 11. í vikulokin i umsjá loga Bergmanns Eiissonar. RÁS 1 ÍM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir 6.50 Bæn: Séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veður- fregnir 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Með morgunkaffinu - Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Brauð, vín og svín Frönsk matarmenning í máli og mynd- um. 1. þáttur: Eðli og óeðli. Umsjón: Jóhanna Sveinsdóttir. 10.45 Veðurfregnir 11.00 í vikulokin Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar 13.00 Fréttaauki á laugardegi 14.00 Hringiðan Menningarmál á iíðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál Umsjón: Guð- rún Kvaran. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50) 16.15 Söngvaþing - íslensk og erlend sönglög Bald- vin Kr. Baldvinsson, Fríður Sig- urðardóttir, Halla Soffía Jónas- dóttir, RARIK kórinn, Samkó.r Trésmiðafélags Reykjavíkur og fleiri flytja. 16.30 Veðurfregnir 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins íslenskir einsöngvarar flytja ný og gömul lög eftir ís- lensk tónskáld. Fyrri hluti. Um- sjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Bóndinn í Laufási Brot úr tónleikum sem haldnir voru ! Glerárkirkju 16. janúar síðast- liðinn til styrktar séra Pétri Þór- arinssyni og fjölskyldu. Umsjón: Arnar Páll Hauksson. 18.00 Tónlist á laugardagssíð- degi. - River Suite eft- ir Duke Elling- ton. Sinfóníu- hljómsveitin í Detroit leikur; Neeme Jrvi stjórnar. - Lög eftir Ge- orge Gershwin í útsetningu Stan- leys Silvermans. Tashi-kvintettin leikur. - In the still of the night eftir Cole Porter: The Chestnut brass compani leikur. 18.48 Dánar- fregnir og auglýs- ingar 19.30 Auglýsing- ar og veðurfregnir 19.35 Óperu- kvöld Útvarpsins Belvedere Gala- tónleikar Frá söngvarakeppni í Belvedere kastalanum st. sumar. Soraya Chaves, Carlo Scibelli, Marina Riiping, Tommaso Randazzo, Luise Walsh, Stan- islaw Schwez og Sally du Randt syngja aríur úr þekktum óper- um. Fílharmóníuhljómsveitin i Slóvaklu leikur; Conrad Art- muller stjórnar. Umsjón: Ing- veldur G. Ólafsdóttir. Orð kvöldsins hefst að óperu lokinni Unnur Halldórsdóttir flytur. 21.00 Kosningaútvarp Frétta- menn Útvarps segja frá tölum um leið og þær berast, rætt er við frambjóðendur um land ajlt og farið á kosningavökur. Inn á milli er leikin tónlist en kosn- ingaútvarpið stendur þar til úr- slit liggja fyrir í öllum kjördæm- um landsins. Fréttir á RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslif. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristin Blöndal og Siguijón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. 22.00 Kosn- ingaútvarp. 24.10 Næturvakt Rás- ar 2. Guðni Már Henningsson. NSTURÚTVARPID 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Nætur- tónar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturtónar halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Acker Bille. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. Þáttur i umsjá iþróttafélaganna. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Laugardagur um land allt. Halldór Backman og Sigurður Hlöðversson. 16.05 ís- lenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld á Bylgjunni með Grétari Miller. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Næturvaktin. Frétfir kl. 10, 12, 15, 17 ug 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Byigjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin: 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Ragnar Páll Ólafsson í morg- unsárið. 13.00 Fló á skinni. Helga Sigrún. 16.00 Lopapeysan. ísl. tón- list. Axel Axelsson. 19.00 Björn Markús. 23.00 Mixið. Ókynnt tón- list. 1.00 Pétur Rúnar Guðnason. 4.00 Næturvaktin. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 islenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Á léttum nótum. 17.00 Einsöngvarar. 20.00 í þá gömlu góðu. 24.00 Næturtón- ar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sitt að aftan. 14.00 X-Dómfnóslistinn. lé.OOÞossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.