Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 E 5 KOSNINGAR 8. APRÍL Á launamisrétti kynjanna Meiri hagvöxtur, að ráða bótagreiðslum? meiri atvinna í TILEFNI af dómi Hæstaréttar frá því 12. janúar sl. í skaðabóta- máli sem var höfðað fyrir hönd stúlku sem hafði verið bitin í and- litið af hundi, flutti ég fyrirspurn á Alþingi um jafnan rétt kvenna og karla til dæmdra bóta. í svarinu kom m.a. fram að dómurinn byggi á dómafram- kvæmd og réttarregl- um sem voru í gildi fyrir setningu gildandi skaðabótalaga frá ár- inu 1993. Þá tíðkaðist að meta líkamstjón barna og framtíðartekjutap út lífíð út frá tekjum iðnlærðra kvenna ef um stúlkubarn var að ræða en iðn- lærðra karla ef barnið var dreng- ur. Þar sem meðaltekjur þessara viðmiðunarhópa voru misháar var réttlætanlegt að dæma stúlkum lægri slysabætur út lífið en piltum. Þá segir í svarinu við fyrirspurn minni að sýnt þyki að nýju lögin byggist á jafnræði kynja þegar um börn er að ræða og er ég sammála því. Bótagreiðslur fullorðinna ráðast af telyum En byggjast skaðabótalögin á jafnræði kynja þegar um fullorðið fólk er að ræða? Því miður virðist hið illræmda launamisrétti kynj- anna koma niður á konum að þessu leyti. Ef vinnandi fólk slasast bygg- ist mat á framtíðartekjutapi út lífið á því hveijar tekjur viðkomandi eru nú og undanfarin ár. Matið miðast við tjónþola sjálfan sem einstakling og hans tekjur en ekki við gildandi jafnréttislög eða þá framtíðarsýn að launajafnrétti kynjanna komist á eins og lög hafa gert ráð fyrir í 20 ár. Konur sem slasast nú fá því bætur vegna áætlaðs tekjutaps út lífið sem eru að meðaltali um 60% af bótum karla vegna þess launa- misréttis sem nú tíðkast óháð því hvort ástandið batnar í náinni framtíð. Á sama hátt er líklegt að verkakonan sem að t.d. missir fing- ur fái lægri skaðabætur vegna framtíðartekjutaps en verkamaður, þar sem tímakaup verkakvenna var að meðaltali aðeins 94% af tíma- kaupi verkakarla árið 1993, sam- kvæmt tölum frá Hagstofu íslands. Hjá afgreiðslufólki fá konur aðeins 71% af tímakaupi karla að meðaltali og það myndi endurspeglast í dæmd- um bótum. Einnig myndi lögfræðingur- inn fá mun hærri bæt- ur en verkakonan og verkamaðurinn, þó að fingurmissirinn geti verið örlagaríkari fyrir starf verkafólksins en lögfræðingsins og þó að manngildið sé það sama. Frá sjónarmiði mannréttinda hljóta allar manneskjur að vera jafnmikls virði, en skaðabótalögin eru ekki í þeim anda. Kvennalistinn vill launajafnrétti og breytta dómaframkvæmd Launamisréttið er skýrt lagabrot en þrátt fyrir það láta ráðamenn það viðgangast. Við kvennalista- konur teljum það einnig skýrt mannréttindabrot að borga konum minna en körlum fyrir sömu störf Kvenfrelsi, mannrétt- indi, samábyrgð. Guðný Guðbjörnsdóttir segir þessi orð kjörorð Kvennalistans. eða sambærileg og jafnverðmæt störf. Við teljum það einnig brot á mannréttindum að þessi kynbundni launamunur ráði mati á bóta- greiðslum út lífið. Réttarkerfí sem byggist á misrétti þegnanna er tímaskekkja. Þetta er eitt lítið dæmi um það hvernig ráðandi öfl hanna kerfið sér í hag. Þeir tekju- hærri eru til fleiri fiska metnir en þeir tekjulægri og konur eru metn- ar til færri fiska en karlar í sömu störfum. Þá er vert að minna á þá dóma- framkvæmd sem hér tíðkast í nauðgunarmálum og öðrum ofbeld- ismálum gagnvart konum og börn- um. Ótrúlega léttvægir dómar end- urspegla virðingarleysi fyrir mann- réttindum viðkomandi kvenna og barna þar sem lögin heimila mun þyngri dóma. Hér þarf að koma til breytt framkvæmd og aukin fræðsla, bæði til almennings, lög- manna, löggæslumanna og annarra er starfa innan réttarkerfisins. Það er einnig mannréttindabrot að feður geti ekki tekið fæðingar- orlof og annast nýfædd börn sín eins og mæður, því að þá er grunn- urinn að sambandi foreldris og barns lagður. Þennan rétt feðra þarf að lögfesta og einnig þarf að tryggja að launamunur kynjanna komi í veg fyrir að feður taki fæð- ingarorlof í reynd. Það var því vissulega tímabært að breyta mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og innleiða þar bæði almenna jafnræðisreglu og ákvæði sem segir að jafnrétti kynj- anna skuli ríkja í hvívetna. Næsta skref er að hnekkja þeirri dóma- framkvæmd sem hér ríkir og láta reyna á þessi mikilvægu ákvæði stjómarskrárinnar eftir að Alþingi hefur samþykkt þau endanlega. Annað er brot á mannréttindum Kvenfrelsi, mann- réttindi, samábyrgð Kvennalistinn gengur til þessar- ar kosningabaráttu undir kjörorð- unum kvenfrelsi, mannréttindi, samábyrgð. Við viljum aukin mannréttindi fyrir alla, konur, börn og karla. Fáum við til þess kjör- fylgi og völd munum við leggja megináherslu á að útrýma launam- un kynjanna með margþættum aðferðum, sem við höfum útfært í tólf liða aðgerðaáætlun. Þá stefn- um við að umtalsverðum úrbótum á réttarkerfinu, en um þau mál er sérstakur kafli í okkar stefnuskrá. Einnig viljum við lengja fæðingar- orlofið í 9 mánuði og tryggja að feður taki hluta af því. Launajafnrétti kynjanna í reynd er forsenda fyrir jafnrétti á vinnu- markaði, í einkalífi og í réttarkerf- inu. Er ekki kominn tími til að hnekkja þessu kerfi sem gerir kon- ur og börn að annars flokks þegn- um á sumum sviðum og karla á öðrum? Ef svar þitt er játandi þá áttu samleið með okkur í Kvenna- listanum og velur V á laugardag- inn. Höfundur er dósent í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla íslands og skipar 2. sæti Kvennalistans í Reykjavík. ÍSLENSKU þjóð- inni hefur undir for- ystu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar tekist að ijúfa þann vítahring stöðnunar sem við fórum inn í árið 1988. Verðbólgan hefur aldrei verið lægri og er sú lægsta í Evrópu. Vextir eru þeir lægstu á Norður- löndum og hagvöxtur er kominn á svipað stig og hjá öðrum þjóðum í Evrópu. Kaupmáttur launa mun nú aukast tvö ár í röð í fyrsta skipti í átta ár og á síðasta ári voru sköpuð tæplega tvö þúsund ný atvinnutækifæri sem er mesta fjölgun starfa frá Kaupmáttur launa mun nú aukast tvö ár í röð í fyrsta skipti í átta ár. ---?--------------------- Arni M. Mathiesen segir að á síðasta ári hafi verið sköpuð tæp- lega tvö þúsund ný at- vinnutækifæri sem sé mesta fjölgun starfa frá árinu 1987. árinu 1987. Það er hins vegar ekki svo að öll vandamál séu fokin út í veður og vind og engin ástæða til þess að slaka á í baráttunni fyrir betri lífskjörum hér á landi. Fjárlagahallinn er enn of mikill þrátt fyrir það að aukning ríkisút- gjalda hafi verið stöðvuð og að ríkisútgjöld muni verða svipuð á þessu ári og á árinu 1988. At- vinnuleysið er enn meira en við munum þola þótt fjölgun starfa muni nú tvö ár í röð verða meiri en aukning á framboði vinnu- krafts. Hvað veldur? En hvað er það sem veldur því að við, íslendingar, höfum náð þessum árangri á kjörtímabilinu? Það er ábyrg fjár- málastjórn ríkisins, ábyrg peningastjórn og rétt skráð gengi. Það eru líka ábyrgir kjarasamningar og breytingar sem við höfum gert á efna- hags- og viðskipta- kerfinu til aukinnar samkeppni sem kom- ið hefur neytendum til góða í lægra vöru- verði og verið drif- kraftur nýs hagvaxt- ar um nær 3% tvö ár í röð. Það eru líka fórnir sem einstakl- ingarnir hafa þurft að færa til þess að veija atvinnutækifærin með lægri skattlagningu á fyrir- tækin en einstaklingarnir munu líka uppskera því skattar á þá í lok kjörtímabilsins verða þeir sömu og í upphafi þess, matvöru- verð 11% lægra og kaupmáttur launa mun aukast um 3% á þessu ári. Framtíðin Við höfum þess vegna ástæðu til þess að horfa ákveðin fram á veginn. Ekki andvara- og aðgerð- arlaus heldur vakandi og tilbúin til þess að vinna og takast á við verkefni framtíðarinnar. Til þess höfum við skapað traustan grunn, stöðugleikann sem okkur hefur svo lengi dreymt um. Á honum getum við byggt betra skólakerfi með meiri áherslu á starfsnám. Við getum endurbætt viðskiptalíf- ið með meiri áherslu á sam- keppni, neytendum til góða. Jafn- framt getum við bætt fjárfesting- arkerfið með fijálsu lífeyriskerfi í beinum tengslum við atvinnulífið. Við getum haslað okkur völl á erlendum mörkuðum og laðað að okkur erlent fjármagn til fjárfest- ingar án þess að hafa sífellt þung- ar áhyggjur af verðbólgu, gengis- fellingum og óstöðugleika. Við getum með öðrum orðum skapað Betra ísland. Forsenda þessa 'er trygg landstjórn sem einungis fæst með forystu Sjálfstæðis- flokksins. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Guðný Guðbjörnsdóttir Árni M. Mathiesen Mannréttindi Vélar eða menn EFTIR að hafa náð flækju úr saumavélinni minni og stillt sporið gripu ekki tvær skrúfur sem festa þurfti með plötu undir fæti, svo ég fór með vélina í sauma- vélaverzlunina með þús- und-krónaseðli í vasan- um til greiðslu á þessu að ég taldi fimm mín- útna viðviki. En kostn- aður hljóðaði upp á kr. 2.000, sem ég neitaði að greiða nema helming af, því verðlagningin var meira en lítið á skjön við það sem ég sem kennari fæ greitt fyrir mína vinnu. Mér varð hugsað til sjónvarpsþáttar, Hver erum við?, og annars slíkt um velferðarríkið og menntamál; og finnst við ættum að hafa enn annan slíkan: Hvers konar fólk erum við? Hvernig er þessi þjóð að verða? Hvað verðlaunar þetta samfélag? Vissulega ekki menntun. Framhaldsskólakennari með fjögurra ára fræði- lega háskólamenntun og kennaramenntun að auki, svo og framhalds- nám, má taka í lausa- vinnu sem nemur ca 1100 krónum að meðt- öldu orlofí fyrir þá kennslu og undirbúning sem ein kennslustund er. Er nokkurra mín- útna saumavélarvið- gerð, sem reiknast sem eitt verk, samkv. sænskum skala (þó að til sé að reiknuð sé hálf stund, eru slík viðvik reiknuð sem ein stund) er jú útseld vinna sem greiðist fyrir kr. 2.000 til fyrirtækisins. Ef kenn- ari fengi greidd laun samkv. sænsku mati á vinnu hans, þá væru kennar- ar áreiðanlega ekki í verkfalli. Sú er þó ekki raunin, þó í velferðinni og tækninni viljum við teljast sam- bærileg við hinar Norðurlandaþjóð- Jóhanna Guðmundsdóttir irnar og teljast hátækniþjóð. Svo má vera. En hvað um menntunina og þá sem fást við að örva nám, þroska og þekkingu ungs fólks, hvað og hveijir eru þess megnandi að meta vinnu kennara svo lítils sem raunin er? Ættu valdhafar og samn- ingamenn ríkisins að horfast í augu við kennara frá öllum Evrópulöndum sem njóta margfaldra okkar launa og segja frá launum, kennsluskyldu, fjölda í bekk, gerð hópa og lífeyris- réttindum íslenzkra kennara myndu þeir blikna við augnatillitið og sæju hvers konar tvískinnungsþjóð við erum, og hvar við eigum heima. Vinna kennara og undirbúningur fyrir alla daga heilu veturna undir miklu andlegu álagi, berandi síaukna ábyrgð á vinnu nemenda sinna, á tímum þegar líf þorra fólks snýst fyrst og fremst um dansinn kringum gullkálfinn, meðan önnur verðmæti gatast, er metin sem séu þeir ekki matvinnungar. Ef laun til kennara sem eru að vinna með lifandi efni væru eitthvað lík því sem við greiðum fyrir viðgerð á vél í hátæknivæddu þjóðfélagi okkar, sem skal jafnast á við aðrar Norðurlandaþjóðir, væru kennarar áreiðanlega ekki í verkfalli. Svo er þó ekki. Við erum nær Norðurlönd- unum í tæknivæðingu en langt á eftir flestum Evrópuþjóðum í að Ekki má greiða kennur- um mannsæmandi laun, segir Jóhanna Guð- mundsdóttir, þótt þeir hljóti að flokkast á sama plani og læknar. meta menntun þeirra sem fást við uppeldi og menntun þjóðarinnar. - Á meðan geta nemendur þeirra og aðrir heimtað há verkamannalaun eins og Rannveig Guðmundsdóttir lofaði - að lægstu laun skyldu hækk- uð til að halda þjóðarsátt - en ekki má greiða mannsæmandi laun kenn- urum sem hljóta að flokkast á sama plani og læknar, það má greiða kennurum fyrir að mennta þjóðina - eru mannréttindi þeirra minni en annarra borgara þessa lands? Mér kemur í hug skólastjórinn í velferð- ar- og menningarmálaþættinum sem taldi langskólagengna menn sem hann mundi eftir i hans landshluta og fannst þeir vera undir tíu að tölu. Allur annar þorri fólks þar, sem sí- fellt kom í fjölmiðlum talandi fyriiv skorti á fjárstuðningi við atvinnulífið í þessum bæjum, sé á barnaskóla- planinu - já og sumir hafa m.a.s. ekki lokið fullnaðarprófi. Hvaða flokk? Hvað erum við? Hvers konar fólk er þetta? Hvaða flokk eiga kennarar að kjósa í komandi kosningum? Ekki eru þeir neinir beiningamenn. Ég sé ekki betur en svo að hart sé að þeim þrengt mannréttindalega séð að þeir séu tilneyddir að stofna sinn eigin flokk á þingið. Ég neita að láta meta mig sem annars eða þriðja flokks þjóðfélagsþegn af því að ég hef ekki magisterspróf í því að kreista fé út úr fólki, með klækjum eða með illu. Þau launakjör sem kennarar búa við eru ólög, og það ber að leiðrétta þann órétt sem ís- lenzk kennarastétt og menntafólk hefír mátt þola nú um langan tíma. Þeir stjórnmálamenn, stjórn og þing- menn sem valdið hafa þessu ófremdarástandi, og finnst hér allt í sóma, vita ekki og skilja ekki hvað þeir eru að gera í sínu starfi. Hávær slagorð nægja ekki ef viðkomandi er ekki ljóst samhengi þessara mikil- vægu þátta. Nú duga ekki bara ráð- in, heldur skal hér koma dáðin. Metið menntun kennara og jafnið laun kynjanna. Höfundur er franihaldsskóla- kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.