Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 6
6 E FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Sj álfstæðissumar UNDANFARIÐ kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn veitt forystu sam- stjórn með Alþýðu- flokknum, hér hefur verið við völd viðreisn- arstjóm. Velhepp- naðra verka þessarar stjórnar sér víða stað í þjóðlífinu. Nú er skammt til Alþingis- kosninga og er því ekki úr vegi að riija upp hvað áunnist hef- ur í tíð núverandi rík- isstjórnar og íhuga það hvað biði okkar ef úrslit kosninganna verða Sjálf- stæðisflokknum ekki í hag. Árangurinn af starfi viðr eisnar stj órnar Ef tíunda á árangurinn af starfi núverandi ríkisstjórnar ber hæst á hvern veg ríkisstjórninni hefur tekist að ryðja braut nýrri hugsun í þjóðlífinu. Horfið er frá hugar- fari sértækra aðgerða og þess í stað eru vandamálin leyst með altækum aðgerðum. í því felst að þegnunum og þar með atvinnulíf- inu hafa verið sköpuð skilyrði til að starfa með hagsæld að leiðar- ljósi. Stöðugleika hefur verið kom- ið á í efnahagslífinu, vextir lækk- aðir með markaðstengdum að- gerðum á hárréttum tíma, horfið hefur verið af braut skuldasöfnun- ar og þátttaka íslands í viðskipta- heildum tryggð með aðild að EES- og GATT-samningunum. Enda er umtalsverður efnahagsbati orðin staðreynd. Þessum árangri meg- um við ekki glutra niður. Þrátt fyrir það að ríkisstjórnin hafi allt kjörtímabilið þurft að leggja megin áhersluna á viðreisn efnahagslífsins hefur á mörgum öðrum sviðum þjóðlífsins einnig orðið bati. Þó hefur varnarbarátt- an ein orðið að nægja á sumum sviðum, ýmist vegna erfiðrar stöðu þjóðarbúsins eða þá að verk fyrri ríkis- stjórnar bundu hendur þeirrar núverandi. Ég vil endurtaka að við megum ekki tapa nið- ur árangrinum í end- urreisn efnahagslífs- ins og við megum heldur ekki fórna tækifærinu sem gefst á næsta kjörtímabili til að vinna ötullega að endurreisn ýmissa annarra þátta þjóðlífs- ins nú þegar betur árar og svigrúm eykst. Þetta verður aðeins tryggt með því að Sjálfstæðis- flokkurinn komi sterkur út úr komandi Alþingiskosningum. Skipi Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur öndvegið, hvað þá? Verði Sjálfstæðisflokknum núna ýtt til hliðar í íslenskum stjórnmálum er vargöld fyrir dyr- um. Þá bíður okkar ekki annað en fjölflokka vinstristjórn með til- heyrandi glundroða, ráðleysi og sundurlyndi. Sporin þau hræða: I Reykjavík situr nú slík samsuða við völd. Lítil og smá eru afrek R-listans frá því að hann tók við völdum á síðastliðnu vori. Helst kæmi þá upp í hugann bitlinga- ráðningar pólitískra samheija og þrotlaus leít að einhverjum bita- stæðum hneykslismálum varðandi stjórnsýslu sjálfstæðismanna í borginni. Þessi leit hefur tekið á sig margar en æði lágkúrulegar myndir en engin hefur eftirtekjan orðið. Þá má heldur ekki gleyma skattahækkununum sem R-listinn hefur staðið fyrir og einar sér ollu þær hvað mestu róti sem íslenskt efnahagslíf varð fyrir á síðasta ári. Sé skattahækkana minnst kemur fljótt upp í hugann Jóhanna Sigurðardóttir með sína fylgifiska, flest fóljs úr hinum ýmsu „félags- hyggjuflokkum“ sem ekki hefur Hugvit er lykill að hagsæld. Kristinn Hugason segir að fram- tíðarfarsæld verði að sækja til mennta og þekkingar. náð árangri þar sem það var áð- ur. Allur málflutningur Jóhönnu og einnig Alþýðubandalagsins og „óháðra“ snýst um skattahækkan- ir, skattahækkanir sem munu ger- samlega kyrkja atvinnulífið í land- inu og keyra það í gjaldþrot ásamt með mörgum fjölskyldum. Fram- sóknarflokkurinn eða formaður hans og sumir aðrir frambjóðendur flokksins hafa myndast við að mótmæla þessum málflutningi Þjóðvaka og Alþýðubandalags en aðrir eru honum hjartanlega sam- mála. Enda alltaf jafn erfitt að henda reiður á málflutningi Fram- sóknar. Vinstri flokkarnir og Framsókn hafa í kosningabarátt- unni reynt að draga athyglina að skuldavanda heimilanna í landinu. Sá vandi er ærinn en enginn stjórnmálamaður í landinu ber meiri ábyrgð á honum en Jóhanna Sigurðardóttir með aðgerðum sín- um sem félagsmálaráðherra en í því ráðuneyti sat hún í sjö ár sam- fellt. Áframhaldandi viðreisn á næsta kjörtímabili Á næsta kjörtímabili bíða fjöl- mörg verkefni úrlausnar. Þó er ljóst að svo mikill árangur hefur náðst í efnahagsmálunum að svig- rúm hefur myndast til að hægt er að huga að fleiri atriðum. Hér á eftir langar mig til að geta tveggja málaflokka í þessu sam- bandi. Það eru menntamál og málefni landbúnaðarins. Kristinn Hugason Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, hefur setið undir harð- vítugri gagnrýni allt kjörtímabilið og á köflum hefur sú gagnrýni jaðrað við ofsóknir. Má þar geta um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Því hefur verið hald- ið fram að breytingar þær sem Ólafur stóð fyrir á útlánareglum sjóðsins myndu gera fjölmörgum ókleift að stunda nám. Hið sanna er að þær breytingar sem Ólafur stóð fyrir björguðu sjóðnum frá gjaldþroti og gera á þann veg námsfólki framtíðarinnar fært að stunda nám, þurfi það á lánsfé að halda . í tíð núverandi ríkisstjórn- ar náðust ýmsir fleiri áfangar í mennta- og menningarmálum, þrátt fyrir að vinstri menn sem telja sig „eiga“ mennta- og menn- ingarmál þessa lands reyni að halda öðru fram. Má í því sam- bandi geta um vígslu Þjóðarbók- hlöðunnar sem ríkisstjórnin setti kraft í að ljúka, lagabætur í skóla- málum og ötula uppbyggingu Há- skójans á Akureyri. Á sviði mennta- og menningar- mála þarf eigi að síður að stór- auka sóknina á næsta kjörtímabili og til þess hefur núverandi ríkis- stjórn skapað svigrúm. Vil ég í því sambandi geta um uppbygg- ingu Háskóla Islands sem sterks rannsókna- og kennsluháskóla á sviði hug- og raunvísinda og stór- fellda eflingu Háskólans á Akur- eyri sem háskóla atvinnulífsins á Islandi. HÍ sem sterkur akade- mískur háskóli leggur auk þess sitt lóð á vogarskálar ailrar framfarasóknar í atvinnulífi o.fl. Af rnenntamálunum ræðst hvort við íslendingar verðum auðug þjóð á komandi öld; hugvit er lykill að hagsæld. Þetta markmið næst ekki nema að kennurum á öllum skólastigum verði tryggð góð kjör. Annars fæst hæfasta fólkið ekki til kennslu. Núverandi ríkisstjórn hefur náð að bæta kjör kennara eins mikið og hægt er í einum áfanga en á meiru er þörf og við hinir þegnar þessa lands verðum að skilja að kennarar eru að fá launaleiðréttingu því að þeirra kjör hafa rýrnað meira en annarra. Enginn flokkur getur leitt þessa framfarabaráttu betur en Sjálf- stæðisflokkurinn. I landbúnaðarmálum var sú kostulega staða er núverandi ríkis- stjórn tók við völdum að síðasta ríkisstjórn hafði haft það fyrir eitt af síðustu verkum sínum að gera búvörusamning við bændur sem gilti allt þetta kjörtímabil og langt fram á það næsta. Þrátt fyrir þetta hefur Halldóri Blöndal landbúnað- arráðherra auðnast að hnika ýmsu á rétta braut. Þó að ýmislegt hafi áunnist við uppbyggingu landbún- aðarins í gegnum áratugina hefur fleira farið miður enda má segja að meginstefnan í landbúnaðar- málunum hafi verið röng allt frá setningu afurðasölulaganna upp úr 1930. Með þeim lögum var í raun komið í veg fyrir uppbygg- ingu fijáls atvinnulífs í greininni. Landbúnaðurinn hefur enda verið leikvöllur Framsóknar, einkum hinar hefðbundnu búgreinar. Eigi að vera hægt að bjarga landbúnað- inum frá hruni þarf sjálfstæðis- stefnan að fá notið sín í landbún- aðarmálunum á næsta kjörtíma- bili. Hér framar gat ég um þá hug- mynd að Háskólinn á Akureyri yrði háskóli atvinnulífsins á Is- landi. Þetta yrði gert með frekari eflingu sjávarútvegs- og rekstrar- fræðibrauta skólans og með flutn- ingi búvísindanámsins í landinu norður. Þetta myndi stórstyrkja atvinnulífið í landinu og þá ekki hvað síst landbúnaðinn með því að bæta búvísindanámið frá því sem nú er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlutverki að gegna í öllum þáttum þjóðlífsins. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra leiðir flokkinn, þeirri leiðsögn er ljúft að lúta. Góður meirihluti þjóðarinnar vill að Dav- íð Oddsson verði áfram forsætis- ráðherra. Tryggjum það með því að sjá til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn nái glæsilegum kosninga- sigri í Alþingiskosningunum á laugardaginn kemur. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er sérfræðingur í búvísindum og sjálfstæðismaður. Þögnin rofin - Geir H. Haarde leiðréttur - SÁ ágæti þingmað- ur Geir H. Haarde ritar grein í Morgunblaðið sl. laugardag og telur sig þurfa að leiðrétta málflutning minn varðandi íþrótta- og sýningarhöll í Reykja- vík. Grein mín beindist að ráðandi sjálfstæðis- mönnum í ríkisstjórn sem, að mínu mati, höfðu barist gegn byggingu íþróttahallar vegna HM -95 en í rík- isstjórninni situr ekki Geir H. Haarde og kannski því miður. Hann hefur hinsvegar fengið það verkefni að svara. I greininni segist hann hafa vonast til þess í lengstu lög að HM ’95 yrði ekki dregin inn í þá kosninga- baráttu sem nú stendur yfir. Það leikur enginn vafi á því að þögnin hefði eflaust komið sér mjög vel fyrir ráðandi sjálfstæðismenn í rík- isstjórn. Er það þetta sem er „Betra ísland" Það sem Geir taldi sig þurfa að leiðrétta voru engan veginn neinar rangfærslur af minni hálfu. Grein mín byggist á (sköldum staðreynd- um um þann fjárstuðning sem menn voru tilbúnir eða ekki tilbún- ir að láta af hendi vegna HM ’95. Geir vill hinsvegar nú, rétt fyrir kosningar, slá sj álf stæðisráðherrana til riddara, fyrir að veita ríkisábyrgð á lán til ÍSÍ, en það lán hef- ur ekki fallið á ríkis- kassann enn sem komið er og því er varla hægt að kalla það íjárstuðning. Ég fellst þó á að það megi kalla þetta fyrir- greiðslu. Geir segir einnig að skrif mín verði vænt- anlegri fjölnota höll ekki til framdráttar. Af hveiju? Er ekki mál til komið að menn hætti að hóta fólki með stjórnsýsl- una sem bakhjarl? Ríkið á ekki að vera ofbeldisstofnun eða hvað? Er það þetta sem er „Betra ísland“? Nei, ég tel að fólk eigi að vera í fyrirrúmi, líka íþróttafólk. Þess vegna er það ánægjulegt að þing- flokksformaðurinn skuli, í grein sinni, taka undir þá framtíðarsýn okkar framsóknarmanna að reisa hér fjölnota hús fyrir hinar marg- víslegu íþróttagreinar. HM ’95 á 7 ára erfiða forsögu Undirbúningur fyrir HM ’95 íþróttahreyfingin þarf að verða, segir Arnþrúður Karlsdóttir, óháð stjórnmálamönnum. hófst ekki á síðasta ári, þegar Gelr tók að sér að verða formaður HM ’95 sem hann hefur sinnt með sóma. Málið á sér 7 ára forsögu sem hefur bæði verið hörð og erfið fyrir forystu HSÍ. Ég get fyrirgef- ið Geir, þótt hann þekki ekki þá sögu til hlítar. Alþjóða handknatt- leikssambandið samþykkti að ís- land héldi HM ’95, fyrst og fremst vegna þess að við eigum hand- knattleiksmenn á heimsmæli- kvarða og helstu ráðamenn þess- arar þjóðar gáfu yfirlýsingar um stuðning við málið. Ennfremur réði það úrslitum að fyrir lágu teikning- ar að fjölnota húsi í Kópavogi sem rúmaði 7000 áhorfendur (ekki 4200) og bindandi samningur hafði verið gerður við ríkisvaldið um að það hús yrði reist. Þetta voru upp- haflegu forsendur þess að HM ’95 var samþykkt hér á landi, og það var löhgu áður en Geir H. Harde varð formaður HM ’95. Arnþrúður Karlsdóttir íþróttafólk ærðist út af orðum Davíðs Þegar núverandi ríkisstjórn hafði tekið völdin var forysta HSI hinsvegar þvinguð til þess að und- irrita samning við fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs í desember 1991, sem fól í sér að ekkert yrði úr byggingu fjölnota húss af hálfu ríkisvaldsins. Málið var komið á byijunarreit og fullkomin óvissa ríkti um framhaldið. Öll íþrótta- hreyfingin ærðist þegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra Iýsti því yfir að hann teldi ekki ástæðu til þessa að reisa einhveija „hand- boltahöll“ fyrir einn leik. Ef bæði forsætis- og fjármála- ráðherra hefðu ekki farið svona að ráði sínu, væri 7000 manna höll risin hér nú, og handknatt- leikslandsliðið væri þar við undir- búning fyrir heimsmeistarakeppn- ina, sem hefst eftir rúman mánuð. íþróttahreyfingin kúguð með þögninni Málefni íþróttafólks eru líka stjórnmál, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er löngu orðið tímabært að íþróttahreyfingin losni úr viðjum þess að vera háð stjórnmálamönnum, með þeim hætti sem nú er. Háð því, í fjár- hagslegu tilliti, hveijir sitja í ríkis- stjórn. Háð því að þegja, til þess að styggja ekki ráðamenn. Það er ekki nógu gott að íþróttahreyfingin sé knúin til þess að velja í stjórnir menn sem hafa greiðan aðgang að ráðherrum, þótt þeir séu í sjálfu sér ekkert verri en aðrir. Gott dæmi um þetta, í mínum huga, er Geir H. Haarde. Mér finnst eins og hann hafi komið af himni ofan. Hann var bara allt í einu orðinn formaður HM ’95. Geir er hinsveg- ar formaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins og með greiðan aðgang að ráðherrum flokksins og því var von til þess að hann gæti komið vitinu fyrir þá, sem ég tel að hann hafi líka gert. Enda segir Geir orð- rétt í grein sinni: „Eg hygg að enginn þekki betur til aðildar ráð- herranna að máli þessu en ég.“ Að styggja „Björninn“ Mér er fullkunnugt um, að Geir H. Haarde, hefur staðið sig mjög vel fyrir HM ’95 og ég væri tilbú- in að ráða hann aftur ef á reyndi. Hinsvegar er ekki víst að einhver annar stjórnmálamaður hefði stað- ið sig eins vel og Geir og því er það slæmt að íþróttahreyfingin skuli vera háð stjórnmálamönnum á þennan hátt sem raun ber vitni. Ég tel þess vegna nauðsynlegt að lögbinda enn frekar fjárhagslegan stuðning ríkisins til handa íþrótta- hreyfingunni og endurmeta þurfi þær reglur sem nú eru í gildi. Mergurinn málsins er þó sá að forystumenn íþróttahreyfingarinn- ar og íþróttamenn verða að geta treyst því að ákvarðanir lýðræðis- lega kjörinnar ríkisstjórnar varð- andi stórviðburði á borð við HM ’95, séu virtar þótt svo aðrir flokk- ar komist til valda. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa að óttast að styggja Björninn, sem sefur í híði sínu. Valdníðsla á ekki heima í nútíma þjóðfélagi, þannig byggjum við ekki „Betra Island". Höfundur er fyrrvcrandi stjórnarmaður í HSÍ og skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.