Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 E 7 KOSNINGAR 8. APRÍL Auður til framtíðar NÝ ÖLD nálgast. Á undanförnum árum og áratugum háfa orðið stórstígar breytingar á högum okkar og hugsanagangi. Efnis- leg gæði hafa stórauk- ist og framfarir orðið á flestum sviðum. Þessar breytingar munu fylgja okkur inn í nýja öld, en það mun líka nýtt mat á raun- verulegum gæðum gera. Menntun Fátt er mikilvægara nútíma samfélagi en vel menntaðir þegnar þess. Mennt- un á öllum sviðum skólakerfisins ber að rækta og tryggja að hver og einn finni sér þar farsælan far- veg. Meiri gaum þarf einkum að gefa starfs- og verkmenntun, sem því miður hefur hingað til ekki ver- ið gert nógu hátt undir höfði. Þetta er mikilvægt, sérstaklega þegar haft er í huga hve nauðsynlegt það er fyrir atvinnulífið að hafa á að skipa góðum fagmönnum á hveiju sviði. Með menntun til framtíðar er nefnilega ekki aðeins átt við fræðilegt langskólanám — öðru nær er þar vísað til gróskumikils og fjöl- breytts menntakerfis sem sinnir öllum þörfum jafnt. Þessi flóra er lífsnauðysnleg eigi ísland að eiga sömu möguleika og samkeppnislönd þess í framtíðinni. Það er því engin tilviljun að menntamál eru nefnd fyrst, þegar tíundaðir eru einstakir málaflokkar í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðis- fiokksins. Þar segir í upphafi: „Líta ber á góða menntun þjóðarinnar sem eitt stærsta efnahagsmál henn- ar, sameiginlegt metnaðarmál og kappsmál heimilanna í landinu. Óvenju hraðar tækni- breytingar síðasta ald- arfjórðung og næstu áratugi gera nýjar og meiri kröfur til menntakerfisins." Menning Allt of lengi hefur okkur láðst að meta menningu sem raun- veruleg auðæfi. Þessu þarf að breyta. í heimi aukinnar alþjóðlegrar samvinn.u er fátt mikil- vægara en að viðhalda eigin sérkennum og sérstöðu. Það verður hvað best gert með því að efla og hlú að þeim menninga- rauði sem þjóðin þegar á. Eigi okk- ur að takast að bjóða þegnum okk- ar sömu lífsgæði og annars staðar bjóðast er nauðsynlegt að stuðla að fjölbreytilegu lista- og menning- arlífi. Varast skal þó að festa slíkan starfa á klafa ríkisforsjár, því um- fram allt verður menningar- og list- sköpun að fá að dafna í umhverfi frelsis, umburðarlyndis og raun- verulegs vals þeirra sem njóta. Þetta vill Sjáfstæðisflokkurinn tryggja og í kosningayfirlýsingu hans segir: „Hlúð skal að grósku- miklu menningarstarfi og listsköp- un á öllum sviðum. Því aðeins er Island samkeppnisfært, að þar sé fólki boðið að njóta listar, sem er sambærileg við hið besta á alþjóða- mælikvarða." Auður til framtíðar Áður fyrr voru auðsprettur hverrar þjóðar taldar liggja nær eingöngu í landi, fjármagni eða náttúruauðlindum. Þetta er breytt og mun breytast enn frekar í nán- ustu framtíð. Á það hefur verið bent af mörgum að land hafi ekki Þættir eins og þekking, hæfni, skipulag, mennt- un og menning þeirra þjóða og einstaklinga, sem landið byggja, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafa nú mun meira að segja en áður um afkomu þeirra og auð. sama gildi og áður, þar sem aukinn afrakstur í landbúnaði geri kleift að framleiða miklu meiri matvæli en mannkynið þarfnast. Fjármagn sé ekki lengur takmarkað, því nú megi fá meira en nóg af því á al- þjóðlegum markaði til arðbærra verkefna, séu menn tilbúnir til að greiða fyrir það. Náttúruauðlindir hafa á síðustu árum aðeins staðið undir hagvexti í fáeinum löndum, einkum í Mið-Austurlöndum. Þessi mælanlegu auðæfi, sem hafa frá aldaöðli skapað löndum ríkidæmi, eru því í auknum mæli að víkja fyrir ýmsu sem ekki verður mælt á sama kvarða. Þættir eins og þekking, hæfni, skipulag, menntun og menning þeirra þjóða og einstaklinga, sem landið byggja, hefur nú mun meira að segja en áður um afkomu þeirra og auð. Með þetta í huga eigum við Islend- ingar að horfa bjartsýnir til framtíð- ar — og takast á við þau tækifæri sem ný öld felur í sér. Höfundur er sljórnmálafræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hanna Birna Kristjánsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn vill efla Landhelgisgæsluna FRÉTTIR af átökum Kanadamanna og Evr- ópusambandsins á mið- unum undan Stóra- banka, þar sem fiski- skip frá Spáni og fleiri löndum veiða grálúðu rétt utan 200 mílna lín- unnar, minna töluvert á baráttu okkar íslend- inga fyrir stækkun landhelginnar á árum áður. Þar mæddi mest á Landhelgisgæslunni, sem stóðst þá raun með prýði eíida þótt stund- um væri tvísýnt um úrslit. Á vordögum 1994, við lok 117. löggjafarþings, var sam- þykkt þingsályktunartillaga nokk- urra þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins um endurnýjun varðskips. Þegar var skipuð nefnd til þess að gera tillögu um þessi mál og er forstjóri Landhelgisgæslunnar formaður nefndarinnar. Ef ég þekki hann rétt hefi ég trú á að hún ljúki störfum fljótlega. Þörfin á nýju og stóru varð- skipi er brýn. Skipakostur Landhelg- isgæslunnar er kominn til ára sinna. Yngsta varðskipið er 20 ára en það elsta 35 ára gamalt. Það liggur í augum uppi að endurnýjun skipa- stólsins má ekki dragast lengi úr þessu. Hlutverk Landhelgisgæslunnar er margþætt. Auk löggæslu á hafinu — fiskveiðilögsaga íslands er 758 þús- und ferkílómet,rar — eru varðskipin björgunartæki til sjós, þau eiga að veita sæfarendum við ísland hjálp í nauðum og koma hinum dreifðu byggðum til aðstoðar ef hættu ber að höndum. Þegar snjóflóð féll á Súðavík í vetur og veð- ur hamlaði umferð í lofti og á landi var varð- skip sent vestur með 150 björgunarmenn og tæki. Þegar mannskætt snjóflóð féll á Patreks- ijörð fyrir nokkrum árum var Landhelgis- gæslan kölluð til og hún sendi varðskip með björgunarlið á slysstað. Landhelgisgæslan kemur íbúum hinna dreifðu byggða til hjálpar þegar í nauðir rekur. Aðstoðar þegar veikindi eða slys henda á afskekkt- um stöðum og ótalin eru þau manns- líf sem landhelgisgæslumenn hafa bjargað. Enn eitt hlutverka Land- helgisgæslunnar er að vera viðbúin til löggæslu í dreifbýli gerist þess þörf. Þegar varðskipin Ægir, Týr og Óðinn, sem öll eru svipuð að tonnatölu, voru smíðuð voru þau af líkri stærð og öflugustu fískiskip landsmanna. Framþróun hefir orðið þannig að fiskiskipin hafa stækkað verulega. Þau eru því mörg hver mun stærri en varðskipin okkar. Sú staða getur komið upp að varðskip- in, sem Landhelgisgæslan hefir nú yfir að ráða, geti ekki sinnt aðstoð og björgun þessara skipa verði þau vélarvana í vondum veðrum. Skemmst er að minnast þess er varð- skipið Ægir sótti leiguskip Eimskips suður í haf og var marga daga með það til lands. Nú berast fregnir um að flotar erlendra fiskiskipa séu á karfamið- Skipakostur Landhelg- isgæslunnar er kominn til ára sinna, að mati Guðmundar Hallvarðssonar, og nauðsynlegt að end- urnýja hann svo gæslan geti sinnt sínu mikil- væga hlutverki. um á Reykjaneshryggnum. Auk þess eiga fimm togarar frá löndum Evr- ópusambandsins rétt til veiða á til- teknum svæðum innan 200 mílna lögsögunnar, samkvæmt EES- samningum. Það er því í mörg horn að líta í verkefnum Landhelgisgæsl- unnar. Gott er til þess að vita að í vor bætist í flugflota hennar ný þyrla og er það fagnaðarefni. Við megum þrátt fyrir það ekki láta deigan síga varðandi skipakostinn. Á næstu árum eru fyrirsjáanleg mikil verk- efni varðskipanna vegna vaxandi sóknar í fisk á mörkum efnahagslög- sögunnar. Öll þessi verkefni, sem hér hafa verið talin, sanna svo ekki verður um villst að við íslendingar verðum að efla Landhelgisgæsluna og þá starfsemi sem rekin er á henn- ar vegum. Höfundur er þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi Guðmundur Hallvarðsson Er heilbrigðisum- ræðan feimnismál GOTT heilbrigðis- kerfi og aukin velmegun undanfarna áratugi hef- ur tryggt íslendingum sess meðal heilbrigðustu og langlífustu þjóða heims. Við stöndum nú frammi fyrir því eins og aðrar vestrænar þjóðir að hver viðbótarkróna sem við notum tii heil- brigðismála skilár okkur hlutfallslega sífellt minni ávinningi. Auknar Ijárveitingar til heil- brigðismála tryggja okkur ekki lengur lægri dánartíðni, meira lang- lífi eða meiri jöfnuð. Ekki er lengur um að ræða tölfræðilegar stökkbreytingar á heilbrigði þjóðarinnar eins og fyrr á öldinni. Ný og betri tækni, ný lyf, ný þekking, nýjir sjúkdómar og fjölg- un aldraðra einstaklinga valda því að kostnaður mun aukast um u.þ.b 2% á ári að öllu öðru óbreyttu, því við getum sífellt gert meira fyrir fleiri. Þess vegna þurfum við að leita nýrra leiða til að ná markmiðum heilbrigðiskerfisins. Erum við á villigötum? í íslenskri heilbrigðisáætlun viljum við tryggja öllum þá bestu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á. En valið stendur því miður ekki um bestu heilbrigðisþjónustuna, heldur um hversu mikla peninga við viljum eða getum notað til að kaupa hana. Þrátt fyrir takmarkaða fjármuni höldum við áfram að lifa áhættusömu lífi, sem við vitum að eykur fyrr eða síð- ar útgjöld til heilbrigðismála. Við borðum óhollan mat, keyrum eins og við séum einu riddarar götunnar, drekkum okkur og öðrum til óbóta, reykjum eins og strompar, þvælumst um fjöll og fírnindi og slösum okkur í gjótum eða gjám, beitum aðra of- beldi, nennum ekki að hreyfa okkur, sofum hjá óheppilegum rekkjunaut- um og aukum sífellt líkurnar á að við eða samferðafólk okkar þurfum á rándýrri heilbrigðisþjónustu að halda. Allt þetta þó áð við vitum betur. En við vitum líka að fram til þessa hefur okkar ágæta heilbrigðiskerfi reddað okkur eftir bestu getu þegar í óefni er komið og við höfum getað treyst á að pyngja samborgaranna borgi brúsann. Eru stjórnmálamenn í loddaraleik? Undanfarin ár hefur „sparnaður", í heilbrigðiskefinu numið mörg hund- ruð milljónum króna. Þeir sem vinna að heilbrigðismálum vita að í óbreyttu heilbrigðiskerfi er ekki leng- ur um að ræða sparnað eða hagræð- ingu heldur hreinan niðurskurð. Samt halda stjórnmálamenn úr flest- um flokkum því fram að sem betur fer séum við ekki enn komin á það stig að „þurfa að“ forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni. Hvern er ver- ið að blekkja? Allar vestrænar þjóðir hafa þurft að forgangsraða heilbrigð- isþjónustu í mörg ár. Við höfum gert það líka, en ekki opinskátt. Við erum til dæmis að forgangsraða nið- urskurði á þjónustu þegar við lokum öldrunardeildum, geðdeildum eða bæklunarlækningadeildum án þess að bjóða upp á úrlausnir fyrir þá sem lokað er á. Á pappírunum heitir þetta aðhald eða sparnaður af því að mörg- um finnst forgangsröðun Ijótt orð. Við erum reyndar líka að forgangs- raða þegar við veitum auknum fjár- munum til einhverrar þjónustu t.d. glasafijóvgunar og fórnum þar með þjónustu sem hefði mátt nota sömu peninga til. Umræða um endurskoðun á hlut- verki samhjálpar í heilbrigðiskerfinu er erfið, en óhjákvæmileg. Hún krefst umræðu um réttmæti gilda sem við höfum ekki efast um að væru rétt. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að okkar gildi varðandi heilbrigðis- þjónustu séu þau einu réttu, verðum við að vera tilbúin að styðja við þau með því ijármagni sem til þarf, væntanlega á kostnað einhvers ann- árs. Hver á að borga fyrir heilbrigðiskerfið? Ef við veljum áfram- haldandi niðurskurð verðum við að þora að ræða hispurslaust um hvaða heilbrigðisþjón- ustu á að veita af sam- eiginlegum sjóðum og fyrir hveija hún á að vera. í umræðunni um kostnaðarhlutdeild sjúklinga gætir mikils tvískinnungs. Af hveiju er í lagi að sjúklingur greiði hluta kostnaðar við komu á heilsugæslustöð, á stofu hjá sérfræðingum, fyrir lyf og jafnvel allan kostnað hjá tannlækni, en ef rætt er um t.d. innritunargjald á sjúkrahús þá er verið að vega að velferðarkerfinu?. Er betra að halda sjúkrahúsunum í stöðugu fjársvelti og grafa þannig undan þjónustunni? Stór hópur fólks sem þarf skamm- tíma sjúkrahúsþjónustu hefur vel efni á að greiða t.d. innritunargjald. Það er ekki rétt að neita fólki um Heilbrigðisþjónustan getur sífellt gert meira fyrir fleiri, segir Ingi- björg Þórhallsdóttir, sem bendir á að fram- þróunin í heilbrigðis- málum, fjölgun aldr- aðra, ný lyf og ný tækni auki heilbrigðisútgjöld. þjónustu og skerða bráða- og lang- tímaþjónustu sjúkrahúsa af því það eru til einstaklingar sem hafa ekki efni á að taka_þátt í greiðslu kostnað- ar við kerfið. I okkar reglugerðaþjóð- félagi mætti örugglega útbúa sann- gjarnar samhjálparreglur um innrit- unargjöld á sjúkrahús eins og annað. Nú skulum við kjósa um stefnu í heilbrigðismálum! íslenskir kjósendur hafa ekki fengið að kjósa um stefnu í heilbrigð- ismálum, en nú er kominn tími til að fólk viti hvert stjómmálaflokkarn- ir ætla að stefna í þeim málum. Á að „halda vörð um heilbrigðiskerfið" í orði og skera það niður, af handa- hófi, á borði, eða fáum við að vita hvetju við megum eiga von á næstu íjögur árin og velja flokka á grund- velli þess. Við stöndum frammi fyrir því að stöðva niðurskurð í heilbriðigi- skerfinu og leita nýrra leiða til að nýta betur þá fjármuni sem þar eru, eða að eyðileggja með stöðugu fjár- svelti, það heilbrigðiskerfi sem við höfum byggt upp Vegna áralangs fjársveltis nemur uppsöfnuð þörf fyr- ir viðhald á byggingum og tækjum t.d. Borgarspítalans hundruðum milljóna króna sem bætist við halla vegna rekstrarkostnaðar sem erfitt reynist að þvinga niður, því að fólk heldur áfram að veikjast án tillits til fyrirmæla stjórnvalda um spamað. Allir vilja óbreytta og helst meiri og betri heilbrigðisþjónustu, einkum þegar þeir eða einhveijir þeim ná- komnir þurfa á henni að halda. Stóra spurningin er hvaða heilbrigðisþjón- ustu ætla ríki og sveitarfélög að veita sem hluta af velferðarpakkanum, hvað eiga sjúklingar að borga stóran hluta hennar með þjónustugjöldum eða „sjúklingasköttum" og hvað mik- ið eiga sjúklingar að greiða óbeint í gegnum skatta- eða tryggingakerfi. Um þetta eiga íslendingar rétt á að fá að kjósa um í kosningum því að þetta varðar okkur öll. Höfundur er forstöðumaður Fræðslu- og rannsóknardeildar Borgarspítalans. Ingibjörg Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.