Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1995, Blaðsíða 10
10 E FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSIMINGAR 8. APRÍL Menntun eða fjár- hagslegt sjálfstæði? MÁLEFNI Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafa verið mikið í um- ræðunni fyrir þessar kosningar og fer því vel. Hitt er verra að þrætt er um tölulegar staðreyndir og heilindi þeirra sem starfa að þessum málum dregin í efa. Ekki væni ég full- trúa ríkisstjómarinnar í stjóm LÍN um að flæma námsmenn frá námi eða stefna að fækkun þeirra af ásettu ráði og á sama hátt vil ég frábiðja mér sem stjómarmanni í LÍN og SÍNE að vera vændur um þjónkun við pólitíska flokka. Slík umræða get- ur ekki haft annað en neikvæð áhrif á málefni LÍN. Nú er starfandi nefnd um afleiðingar lánasjóðslaganna frá 1992 og er óskandi að sú nefnd geri meira en að leggja fram tölulegar Fækkun námsmanna ,, erlendis mun leiða til einhæfari menntunar og færri munu mennta sigtil fúllnustu, segir Stefán Aðalsteinsson. Óumdeilt er að áhrif menntunar á hag- . vöxt eru mikil. staðreýndir heldur leiti einnig orsaka þeirra breytinga sem orðið hafa á ijölda lánþega og samsetningu þeirra á skynsamlegan hátt. Færri námsmenn erlendis - einhæfari menntun Stór hluti námsmanna erlendis er í framhaldsnámi að loknu prófí frá HÍ og umtalsverður fjöldi stundar nám sem ekki er boðið upp á hérlend- is. Áhrif fækkunar þeirra mun því verða sú að menntun Islendinga verð- ur einhæfari og færri munu mennta sig til fullnustu s.s. _ með meistara- og doktorsprófum. Oumdeilt er að -*> áhrif menntunar á hagvöxt eru mikil og nýjustu mælingar benda til að um fjórðung af landsframleiðslu í dag megi rekja til fjárfestingar í mennt- un. Námsaðstoð eykur framboð menntamanna og er því að hluta til styrkur við atvinnulífið. Menntun er veigamikill þáttur i fjárfestingar- stefnu íslands. Fjárfesting í menntamálum er ávísun á hagvöxt Samtök námsmanna hafa undanfarið staðið fyrir átaki undir slag- orðinu „Ég kýs um menntamál" og hefur SÍNE tekið þátt í því. Menntamál koma öllum við, ekki einungis námsmönnum. Hagvöxtur framtíðarinnar byggist að hluta á því hvernig tekst til með menntunarmál, jafnt í grunnskóla sem í námi erlendis. Áhrif menntunar koma ölium til góða, þeim sem henn- ar afla, þeim sem munu njóta velferð- arkerfisins á efri árum og þeim sem munu erfa þjóðarbúið að okkur gengnum. Ljóst er þó að fæstir munu kjósa um menntamál eingöngu enda eru þau aðeins hluti af stærri heild. Aukin útgjöld til menntamála leysa ekki ein og sér vandamál þjóðfélags- ins og atvinnulífsins þó svo þau stuðli að lausn þeirra. Fleiri íslendingar á erlendum námslánum Þau gögn sem fyrirliggjandi eru um fjölda íslenskra námsmanna er- lendis eru fjöldi þeirra sem þiggja lán frá LÍN og fjöldi þeirra sem þiggja stuðning frá námsaðstoðarkerfi hinna Norðurlandanna. Á tveggja ára tímabili frá gildistöku laga nr. 21/1992 hefur lánþegum LÍN erlend- is fækkað um 470 manns eða um rúm 19%. Á sama tíma hefur íslenskum námsmönnum sem þiggja stuðning frá hinum Norðurlöndunum fjölgað um 79 eða 29% sem bendir m.a. til þess að fyrirgreiðsla LÍN sé ekki jafn góð og oft er af látið. Fækkun ís- lenskra námsmanna hefur því verið mun meiri hlutfallslega í löndum sem krefjast skólagjalda s.s. í Bretlandi og N-Ameríku en á Norðurlöndunum. Mest fækkun námsmanna erlendis varð á árinu eftir að ný lög um LÍN tóku gildi. Hluti orsaka þessa er að námsmenn sem verið höfðu á lánum sem endurgreiða ber með 3,75% af brúttótekjum veigruðu sér við að fara í framhalds- eða doktorsnám og taka námslán með endurgreiðslu sem nem- ur allt að 7,00% af brúttótekjum. í þeim skrifum og umræðum sem fram hafa farið síðustu daga hafa mikilvægustu hagsmunamál náms- manna varðandi LÍN fallið í skugg- ann af tilgangslitlum þrætum um tölulegar staðreyndir. Því er rétt að draga eftirfarandi aðalatriði fram. 1. Endurgreiðsluhlutfall náms- lána af brúttótekjum hefur hækkað úr 3,75% í 5% fyrstu 5 árin og eftir það í 7%. Ef búist er við því að að námi Ioknu kaupi námsmenn sér húsnæði en fari ekki í félagslega íbúðarkerfið þarf þetta endur- greiðsluhlutfall að lækka.'Húsnæðis- stofnun metur greiðslugetu fólks nú sem 18% af brúttótekjum. Hingað til hefur ekki verið tekið beint tillit til endurgreiðslu námslána í greiðslu- mati en ef af því verður, getur til þess komið að námsmenn sem þurfa á stuðningi LÍN að halda verði að velja á milli náms og þess að eignast eigið húsnæði. SÍNE telur að endur- greiðsluhlutfallið þurfí að lækka. 2. Námslán eru nú greidd eftir að lánþegi hefur skilað árangri á prófum. Slíkt veldur námsmönnum vaxtakostnaði sem oft er aðeins bættur að hluta. Taka ber upp mán- aðarlegar greiðslur námslána að fyrsta námsári loknu hafí námsmað- ur sýnt viðunandi árangur. Hagsmunamál námsmanna er- lendis eru mörg önnur s.s. skóla- gjöld, lág ferðalán og sérstök vanda- mál í einstökum löndum, einkum í Bretlandi, Þýskalandij Bandaríkjun- um og Ítalíu. Stjórn SÍNE telur þessi tvö vera brýnust og horfír þar til þess að þau byggjast jafnt á hags- munum námsmanna á íslandi og námsmanna erlendis. í tilefni kosn- inganna spurði SÍNE fulltrúa allra þeirra flokka sem bjóða fram á lands- vísu um afstöðu flokkanna til þess- ara málefna. Fuljtrúar allra stjórn- málaflokka, að Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra undanskildum, lýstu því yfir að endurskoða bæri endurgreiðsluhlutfallið til lækkunar og allir flokkar fyrir utan Sjálfstæð- isflokkinn töldu rétt að afnema eft- irágreiðslur námsjána að fyrsta námsári Ioknu. SÍNE mun fylgja þessum fyrirheitum eftir og vonandi hafa námsmenn hér heima sem er- lendis ástæðu til að líta framtíðina bjartari augum að þessum kosning- um loknum. Höfandur er cand. merc. ogsitur ístjórn LÍN fyrir Samband íslenskra námsmanna erlendis. Stefán Aðalsteinsson. Flokkakerfið vill ekki breytingar í LJÓSI þess að þing- mönnum hefur ekki tek- ist vel til um breytingu á kosningalögunum, eins og síðasta breyting á kosningalögunum ber með sér, en þingmenn virðast helst taka mið af því að tryggja eigið þingsæti, er rétt að skoða af fullri alvöru nýja leið Þjóðvaka, hreyfíngar fólksins, til að leysa þann hnút sem málið er komið í. Stjórnlagaþing — jöfnun atkvæða Á Alþingi hefur for- maður Þjóðvaka lagt til að stjómar- skráin í heild verði tekin til endur- skoðunar, ekki síst mannréttindaá- kvæði hennar og kosnignareglur. Einnig væri rétt að fela stjórnlaga- þingi að skoða sérstaklega æskilegar breytingar á stjómkerfínu, s.s. skýr- ari skil milli framkvæmdá- og lög- gjafarvalds og hvort rétt sé að breyta og setja skýrari ákvæði um þingrofs- réttinn og setningu bráðabirgðalaga. Jafnframt yrði stjómlagaþingi sér- staklega falið að skoða að auka rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu í stærri málum, jafna atkvæðavægi l lands- manna, fækka þing- mönnum og taka upp persónukjör til Alþing- is. Vel kæmi einnig til greina að stjórnlaga- þingið fjallaði um ráð- herraábyrgð og að til umfjöllunar yrðu teknar þær skráðu og óskráðu reglur sem í reynd ríkja um embættisfærslur í opinberri stjórnsýslu, einkum varðandi emb- ættisveitingar í æðstu stöður í stjórn- kerfinu og ráðstöfun opinberra fjár- muna, og þá hvort rétt sé að draga úr stjórnmálalegum afskiptum í sjóða- og bankakerfinu. Bindandi þjóðar- atkvæðagreiðsla Formaður Þjóðvaka lagði til að stjórnlagaþing yrði skipað 41 þjóð- kjömum fulltrúa. Þeir skyldu kosnir persónukosningu og fjöldi þeirra Þór Örn Víkingsson. Formaður Þjóðvaka lagði til, segir Þór Orn Víkingsson, að stjórn- lagaþingyrði skipað 41 þjóðkjörnum fulltrúa. skiptast á milli núverandi kjördæma. Kjörgengir til þingsins yrðu þeir sem kjörgengir væru til Alþingis, en að baki þeim þyrfti að vera tilskilinn fjöldi meðmælenda. Alþingismenn voru ekki kjörgengir til stjórnlaga- þingsins. Tillögur stjórnalagaþingsins átti að bera undir þjóðaratkvæði og lagt var til að niðurstaða þeirrar þjóðarat- kvæðagreiðslu yrði bindandi, sem ný stjórnarskrá. En fjórflokkakerfið er samt við sig í hagsmunagæslunni. Tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur um stjómlagaþing til að koma í höfn brýnum mannréttinda- málum fólksins var felld á Alþingi, um leið og fjórflokkakerfíð sameinað- ist um að ,jafna atkvæðavægi lands- manna“ með því að færa bara flakk- arann milli landshluta. Eina færa leiðin til að íslendingar fái betri stjónarskrá og jöfnuð at- kvæða er þvi að greiða J-lista Þjóð- vaka atkvæði í komandi kosningum. Höfundur er 6. maður 4 lista Þjóðvaka í Reykjavík. Aðstaða til mennt- unar farartálmi til velmegunar? SVARIÐ er játandi. Samtök foreldra og skólamenn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þessu og bent ít- rekað á þá staðreynd og brýnu nauðsyn að efla þurfi skólahald hér í landi. í þeirri auknu um- ræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu síðan fyrir síðustu bæjar- og sveitarstj órnarkosn- ingar um skólamál vaknar sú spurning hvort frambjóðendum er þetta ljóst. Eru stjórnmálaflokkarnir sem nú bjóða fram til alþingis tilbúnir að setja skólamálin á oddinn í kosningabar- áttu sinni? Ef litið er hlutlaust á ástandið kemur í ljós að menntun hefur hrakað á undanförnum árum þrátt fyrir aukna velmegun. Þetta er staðreynd ef borið er saman við lönd í Vestur-Evrópu. Viðurkennt er af yfirvöldum að verkmenntun er á miklu undanhaldi, og sú mikla verkþekking sem byggst hefur upp hér hjá okkur er í verulegri hættu. Margir vita hvernig sorfið hefur verið að Háskóla Islands til að sinna sínum skyldum svo liggur við álitshnekki út á við. Ég tel að byrja þurfi á að laga til í grunnskól- anum með því að gera betur við alhliða menntun. Þar þarf að koma kennsluháttum af því stigi sem grunnskólinn er búinn að vera í síðustu tvo áratugi. Sú aðferð að tvísetja skólann sem er eins og vaktavinna fyrir nemendur með tilheyrandi misvægi til náms getur aldrei skilað góðum árangri. Skapa þarf aðstæður í grunn- skólanum til þess að öll börnin geti byrjað sinn vinnudag á sama tíma að morgni til. Börnin þurfa að finna að þeirra vinna sé jafn mikilvæg og vinna fullorðinna. Sami kennari kenni aðeins einum bekk frá 1. bekk til 6. bekkjar en síðan verði einn umsjónarkennari sem hefur mest samskipti við börn- in í hverjum bekk. Viðurkenna þarf í verki að það er fullt starf að kenna og sinna 24 til 28 börnum í einum bekk í grunnskóla. Bæta þarf verulega vinnuaðstöðu kenn- ara til undirbúnings kennslu. Skapa þarf grundvöll til þess að auka vægi verk- og listgreina með lengingu á skóladegi. Með aukinni áherslu á verklegar greinar í grunnskóla aukum við skilning barnanna á nauðsyn verkkunnáttu. Ég sé fyrir mér að forstig tónlist- ar, leiklistar og myndlistar geti verið innan grunnskólans. Þetta gæfi öllum börnum færi á grunn- kennslu í þessum greinum, sem ekki er raunin í dag. Skólahús- næðið þarf að vera nægjanlegt til þess að félagslíf barnanna verði skapandi og hvetjandi. Matarað- staða sé fyrir hendi með góðum og hollum mat í hádegishléi eins og tíðkast á nútíma vinnustöðum. Með enn einum grunnskólalög- um er búið að lögfesta að einsetja eigi grunnskólann á næstu sex árum. Mikið eru þetta fögur fyrir- heit, en duga skammt líkt og önn- ur góð fyrirheit, ef ekki fylgir hug- ur máli. Nú vil ég sjá ykkur, fram- bjóðendur góðir, gera grein fyrir því hvernig þið hugsið ykkur að skipta skattpeningum þjóðarinnar á næsta kjörtímabili. Það hafa ver- ið gerðar áætlanir í samgöngumál- um sem kosta miljarða lcróna. Tek- in hafa verið lán til að flýta fram- kvæmdum. Þetta hefur verið nauð- synlegt til að gera landið byggi- legra. Þetta eru lífæð- ar þjóðarinnar vegna dreifðrar búsetu okk- ar. Á síðustu 20 árum höfum við gert stórá- tak í þessum mála- flokkum með lang- tíma áætlunum og er það af hinu góða. Við erum búin að leggja bundið slitlag á meira en helming þjóðvega landsins, og bæta víða vegartálma með byggingu jarðganga, brúa erfið vatnsföll og bæta hafnaraðsöðu víða um land. Nú er komið að því að gera stórátak með nýrri vegaáætlun, menntavegaá- ætlun til minnst sex ára. Mennta- vegir þjóðarinnar eru í hættu, vegna þess hve mikil skörð eru komin í vegkanta og undirstaðan er víða að bresta vegna þess. Við- gerðarefni sem notuð hafa verið til þessa hafa enst ílla. Grunn- menntun landsmanna er að mínum dómi sú lífæð sem tilvera okkar byggist á hér í þessu landi. Með góðri menntun, ekki síst verk- og tæknimenntun, getum við öll lifað sem ein þjóð og notið þeirrar auð- Grunnmenntun landsmanna er, að mati Steinþórs Björgvins- sonar, sú lífæð, sem tilvera þjóðarinnar byggist á. lindar sem við eigum mest af, það er verk- og hugvit þessarar þjóðar. Er ekki kominn tími til að for- gangsraða málum að nýju og gera skólanum hærra undir höfði? Með því að minnka vægi samgöngu- mála næsta kjörtímabil og veita hærri fjárupphæðum í staðinn til að bæta aðstöðu til menntunar barna okkar komum við til með að sjá í framtíðinni sjálfstæðari einstaklinga takast á við þá miklu möguleika sem alltaf gefast þegar hugsun er fijó. Ætla frambjóðend- ur að sjá til þess að ríkið afhendi grunnskólann til sveitarfélaganna í fullri sátt við neytendur þjón- ustunnar? Öll sú skerðing á kennslustundum í grunnskólanum og það fjársvelti sem skólakerfið hefur mátt þola verður að taka enda. Það mun kosta peninga, það er alveg ljóst, til að geta staðið við þau fyrirheit sem boðuð eru í nýsamþykktum grunnskólalögum. Með tilvísun í títtnefnda skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans sem unnin var árið 1991 fyrir mennta- málaráðuneytið, um arðsemi þess að einsetja grunnskólann, sýnir hún háa arðsemi allt að 20% jafn- vel þó tekin séu lán til að flýta þeirri framkvæmd. Þetta skilar sér í bættri umferðarmenningu, í fækkandi slysum, auknum afköst- um í atvinnulífinu, minni áhyggum foreldra á vinnutíma og minni frát- afa frá vinnu. Aukning þjóðar- tekna gæti orðið 0,2 til 0,4% og um eitt þúsund störf mundu skap- ast. Það sem er mest um vert er að þetta skilar börnunum áfram með betri námsárangri inn í fram- haldskólana og síðan sem hæfari einstaklingum og vinnukrafti út í lífið sjálft. Höfundur er forcldri þriggja barna á leið út í lífið. Steinþór Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.