Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 B 3 KOSNINGAR 8. APRÍL Björgum velferðinni! Forsenda velferðar Velferð sérhvers ríkis byggist á öflugu at- vinnulífí. Hvergi í heiminum finnst sterkt velferðarkerfi nema til staðar sé öflugt efna- hagslíf, sem ber velferð- ina uppi. Fyrir 100 árum var tómt mál að tala um að byggja öflugt velferðarkerfí hér á landi; sjúkrahús, elliheimili, bamaheimili, vemdaða vinnuaðstöðu fyrir fatlaða og skóla- kerfi svo dæmi séu tek- in. Fábreytt og veik- burða atvinnulíf hefði aldrei staðið undir slíkum kostnaði. Sömu sögu er að segja frá mörgum þróunar- ríkjum í dag. Forsenda góðs vel- ferðarkerfis er öflugt atvinnulíf. Velferðarkerfið er rekið fyrir skatta, sem lagðir em á fyrirtæki eða einstaklinga. Hvorutveggja á uppmna sinn hjá fyrirtækjunum, því einstaklingar greiða skatta sína, beina (t.d. tekjuskatt) eða óbeina (virðisaukaskatt) með tekj- um, sem aflað er hjá fyrirtækjum. Þess vegna ætti það að vera keppi- kefli þeirra, sem vilja varanlega velferð, að sjá til þess að fyrirtæk- in, smá og stór, blómstri. Viðjar atvinnulífsins Skattar og aðrar álögur hins opinbera íþyngja atvinnulífinu. En það er ýmislegt fleira, sem hindrar atvinnulífið og drepur það í dróma. Þjónusta opinberra aðila (t.d. toll- og skattyfírvalda), kostnaður við stofnun fyrirtækja og margt fleira hindrar atvinnulífið. Það má líkja atvinnulífinu við dráttarklár, sem dregur vagn velferðarinnar. Ef lagðar eru of miklar byrðar á klár- inn hægir hann ferðina og getur jafnvel hnigið niður örendur ef okið keyrir úr hófi. Vandi þeirra, sem er raunvemlega annt um vel- ferðina, er að stilla byrðinni í hóf og losa um viðjar á atvinnulífinu. En það þarf ekki síður að stilla í hóf þeim byrðum, sem lagðar em á vinnandi einstaklinga. Ef þeir sjá engan árangur erfiðis síns, dugnaðar og framkvæðis vegna þess að allt er hirt af þeim í skatta, munu þeir leggja frá sér amboðin og ganga til hvílu. Hver á þá að draga vagninn? Vilji menn varan- lega velferð verða þeir að huga að uppmna velferðarinnar. Það er ábyrgðarleysi og lýðskmm að lofa að bæta velferðina endalaust án þess að geta þess hvemig hún skuli greidd. Spumingar Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrir- sögninni: „Gerir velferðarkerfið alla (jafn) fátæka". Þar varpaði ég fram þeirri hógvæm spumingu hvort við kynnum að hafa gengið of langt í því að skattleggja ein- staklinga. Hvort allir væm að verða fátækir. Þetta er grundvall- arspurning. Ég lagði ekki til að velferðarkerfið yrði lagt niður. Langt því frá. Ég hef einmitt áhyggjur af gmnni velferðarinnar. Dugnaði, fmmkvæði og atorku einstaklinga og fyrirtækja. Bresti það, er velferðin í hættu. Skattasaga Þeir auknu skattar, sem ríkis- stjórn Steingríms Hermannsonar lagði á landslýð, vom farnir að draga úr þreki einstaklinga og fyrirtækja þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við. Atvinnuleysi myndaðist og vonleysi blasti við. Ríkisstjóminni hefur tekist að stöðva aukningu þessarar skatt- heimtu. Atvinnuleysi er minnkandi og fyrirtækin er far- in að skila hagnaði. Það mun koma vel- ferðinni til góða. En skattbyrðin er of þung á einstakling- um. Ekki er hægt að lækka hana umtals- vert nema auka halla ríkissjóðs eða minnka framlög til velferðarkerfísins. Halli ríkissjóðs er að sjálfsögðu ekkert annað en ávísun á aukna skatta í fram- tíðinni. Sem sagt skattar á bömin okk- ar. Ríkissjóður hefur meðvitað verið rekinn með halla undanfarin ár til þess að fleyta þjóðinni yfir þær þrengingar, sem hún hefur gengið í gegnum vegna minnkunar aflaheimilda. Atvinnu- leysið og niðurskurður velferðar- kerfisins hefðu orðið miklu meiri, ef markið hefði verið sett á halla- lausan ríkissjóð. Þess vegna blasir við sú staðreynd að skattbyrðin verður ekki lækkuð svo um munar nema takist að lækka útgjöld til velferðarkerfisins, sem alls ekki Forsenda góðs velferð- arkerfís, segir Pétur H. Blöndal, er öflugt atvinnulíf. þýðir að það verði lagt af. Spum- ingin er um hagræðingu og afnám oftryggingar, sem víða viðgengst og kostar offjár. Ögmundar þáttur Jónassonar Við Ögmundur Jónasson áttum með okkur kappræður nokkrar á mánudag. Fram kom að Ögmund- ur vill lækka skattbyrði einstakl- inga. Milljarðar þar. Þar emm við hjartanlega sammála. En hvar ætlar Ögmundur að taka milljarð- ana? Við því fékkst ekkert raun- hæft svar. Það er loddaraskapur og móðgun við kjósendur að gera ráð fyrir því að þeir skilji ekki að skattalækkun upp á milljarða guf- ar ekki upp. Halli ríkissjóðs mun aukast en ekki minnka. Ögmundur greip þá enn í hálmstráið mikla: Fjármagnstekjuskatt einstaklinga. Hugmyndir era uppi um að vaxta- tekjuskattur yrði notaður til þess að lækka eignarskatta, sem em með þeim hæstu í OECD-iöndum. Þar verður því enginn afgangur. Hátekjuskattur gæfi sömuleiðis sáralítið vegna þess hve fáir em með mjög háar tekjur. Hvar ætlar Ögmundur þá að taka milljarðana sína? Skattafsláttur sjómanna A ofangreindum fundi lýsti Ög- mundur því yfir að hann teldi að samræma ætti skattlagningu sjó- manna sköttum annarra. Hann vill sem sagt afnema sjómannaaf- sláttinn, sem kostar ríkissjóð um 1,5 milljarða á ári. Ef Ögmundur ætlar að verða trúverðugur ætti hann að setjast með mér yfir vanda velferðarinnar og velta fyrir sér þeim spumingum sem ég kom með. Er eðlilegt að hjón með þrjú börn og 220 þúsund kr. tekjur á mánuði, séu betur sett hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar en sem laun- þegar borgandi skat.ta? Hvernig svara opinberir starfsmenn þeirri spurningu? Iiöfundur er tryggingafræðingur og skipar 8. sæti á lista Sjálfstteðisflokksins í Reykjavík. Pétur H. Blöndal Morgunblaðið, ASÍ og skattleysismörkin HEITI greinar á að gefa til kynna inntak hennar. Éf vel er á haldið, er heitið óað- skiljanlegur hiuti greinarinnar. Því er þá ekki bara skellt framan við í lokin, því að eitthvað verður króinn að heita, heldur verður það til um leið og greinin, sem er þá einnig samin með hlið- sjón af heitinu. í lok jólaföstu samdi ég grein, sem ég nefndi Áherslur laun- þegasamtakanna í skattamálum era rangar og sendi til birtingar í árs- lok. Hún birtist svo 2. feb., en nefndist þá Rangar áherslur_ í skattamálum. Áherslur hverra? Ég hef metnað til, að mér sé ekki eign- aður þessi klúðurslegi titill. í grein- inni eru launþegasamtökin aðeins einu sinni nefnd, það kemur hvergi fram, að ádrepunni er einkum beint til þeirra. Hið eina skipti, sem þau em nefnd, átti að nægja til að tengja greinina við heiti hennar. Þar kemur þessi áhersla fram og hefði væntanlega tekið minna dálkarými á fyrirsagnaletri en þær málalengingar, sem urðu við það óþarfar. Þótt um síðir sé, kem ég nú þessari athugasemd á framfæri og nota tækifærið til að herða á ádrepunni. Ég gæti þess að hafa titil stuttan með því að láta ASÍ koma í stað allra launþegasamtak- anna, þótt fleiri eigi sneiðina. Morgunblaðið hefur tekið upp þann ágæta sið að draga út úr hverri grein eitthvert atriði, sem sýni anda greinarinnar og áherslu höfundar. Um mína grein stendur: Umbylting skattkerfisins er hið mikilvægasta að mati Hólmgeirs Bjömssonar, sem nú er um að ræða til almennra kjarabóta. Það er sjálfsagt til of mikils ætlast, að sá sem fæst við að semja þetta skilji hveija grein. Ég tala að vísu um umbyltingu, en aðeins á af- mörkuðum þætti skattkerfisins. Þvert á móti kemur skýrt fram, að ég geri ráð fyrir, að meginein- kenni þess haldist. Það er ekki svo að skilja, að ég telji umbyltingu skattkerfisins óæskilega. Ég teldi rétt, að skatt- lagningin færi vaxandi með hækk- andi tekjum, en skattleysismörk væm lág, nálægt lágmarkslaun- um. Álagning á lægstu tekjur umfram skattleysis- mörk væri aðeins 20-30%, en færi brátt hækkandi. Ég tel heppilegra, að hún fari jafnt vaxandi á ein- hveiju bili, þ.e. eftir jöfnu beinnar línu, en að hún hækki í þrepum eins og áður var. Sjálf- sagt er að fella bama- bætur inn í skattkerf- ið. Álagningin getur t.d. verið misjöfn eftir fjölda bama í fjöl- skyldu. Breytingar af þessu tagi era hins vegar þungar í vöfum, og alls ekki er hægt að ætlast til, að löggjafinn fari að hlaupa eftir einhveijum hugmynd- um_ í Morgunblaðsgrein. Ég hef hins vegar í tveimur greinum bent á stórkostlega brota- löm í skattkerfinu og jafnframt sýnt fram á, að úr henni má bæta án þess að umbylta því öllu og án þess að skatttekjur ríkisins minnki vemlega. Þessi brotalöm stafar af því, að lágtekjufólki em greiddar út ýmsar bætur, sem svo skerðast með vaxandi tekjum. Það er sem gott og blessað, en löggjafinn hef- ur ekki séð að sér, allar þessar bætur, þ.e. bamabætur og húsa- leigubætur eða vaxtabætur, eiga að skerðast á nokkurn veginn sama tekjubilinu. Mönnum er svo mikið í mun að ijölskyldur með meira en 200 til 230 þúsund njóti einsk- is, að ijölskyldur með tekjur frá skattleysismörkum (tæplega 120 þús.) að þeim mörkum, sem fyrr eru nefnd, eiga þess lítinn sem engan kost að auka ráðstöfunar- tekjur sinar með auknum atvinnu- tekjum. Þegar tekið hefur verið tillit til annarra tekjutengdra gjalda svo sem greiðslu í lífeyris- sjóð, stéttarfélagsgjalds og tekju- tengdrar afborgunar af námslán- um, getur svo farið, að aðeins örfá prósent verði eftir, jafnvel alls ekki neitt! Dæmin um það em þó líklega fá, en algengt ér, að afgangurinn verði ekki nema 25-30%. Það er umbylting þessa kerfis, sem ég tel vera brýnasta úrlausnarefnið til kjarabóta lág- og miðlungstekju- fólks. Því hefur verkalýðshreyfing- in ekki sinnt. Núverandi kerfi er eins og stagbætt flík, þar sem bót er sett ofan á bót án þess að gá að, hvort hald sé í kring. Það er löggjafanum til háborinnar skammar, og það er ekki hægt Stórfelld hækkun skatt- leysismarka, segir Hólmgeir Björnsson, yrði til þess að margir launþegar hættu að greiða skatt. annað en undrast, að löggjafar- samkoma 63 manna, sem nýtur ráðgjafar sérfræðinga í ráðuneyt- um og víðar, skuli geta gert sig seka um slíka óhæfu. Mér til mikillar ánægju hef ég séð, að Alþýðubandalagið hefur tekið í kosningastefnuskrá sína að setja þak á jaðarálögur. Hins veg- ar fór eins og margir óttuðust, að „aðilar vinnumarkaðarins" og ríkisstjómin sýndu það ábyrgðar- leysi í samningum að láta ríkið greiða niður launin með lækkun tekjuskatts og velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn. Jafnan er klifað á, að halli ríkissjóðs valdi verðbólgu, þetta em því verðbólgu- samningar. Reynslan hefur sýnt það, sem menn máttu vita, að ekki er raunhæft að gera ráð fyrir vem- legri lækkun ríkisútgjalda. Eini lið- urinn, sem hefur lækkað að marki, er framlög til landbúnaðar. Sá nið- urskurður var reyndar ákveðinn á síðasta kjörtímabili. Það er mikill árangur í niðurskurði, ef tekist hefur að stöðva aukningu ríkisút- gjalda. Hins vegar er það þjóðinni lífsnauðsyn að auka útgjöld til menntamála, ef hún á að standast samkeppni, og því er niðurskurður skatta nú mikið ábyrgðarleysi. Enn em nokkrir stjómmála- menn með hugmyndir um stór- fellda hækkun skattleysismarka. Það yrði til þess, að margir laun- þegar hættu að greiða skatt. Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg orð, en skora á þessa menn að íhuga vandlega, hvort ekki væri verið með því að búa til e.k. lág- launamörk, þröskuld, sem erfítt yrði að yfirstíga. Þetta skattleysi yrði nokkurs konar niðurgreiðsla launa, sem greiddi götu láglauna- iðnaðar í landinu. Atvinnurekendur gætu með nokkram sanni bent launþegum á, að til lítils væri að sækjast eftir hækkun launa upp fyrir þetta mark. Höfundur er tölfræðingur, starfar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Hólmgeir Björnsson Upp úr hjólförunum MARGT fólk er mjög vanafast, líka í stjórnmálum. Það kýs sinn flokk án þess að hugleiða nánar stefnu hans og markmið eða leggja dóm á þau verk sem hann hefur unnið að á undangengnu kjörtímabili. Við sem stöndum að framboði G-listanna um land allt leggjum hins vegar áherslu á að fólk ræði stefnu og taki afstöðu á gmnd- velli málefna. Þannig höfum við viljað ræða við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um hugmyndir þeirra um einkavæðingu í heilbrigð- is- og skólakerfínu. Við höfum vilj- að ræða þær breytingar sem gerðar hafa verið í húsnæðismálum og skattamálum fjölskyldufólki í óhag. En við höfum ekki látið þar staðar numið. Við höfum sett fram hug- myndir til úrbóta í öll- um þessum málaflokk- um. Við höfum bent á hvemig útrýma megi atvinnuleysi sem er nú meira á íslandi en ver- ið hefur frá stríðslok- um. Vonandi hefur þessi umræða náð eyr- um sem flestra, þó óneitanlega hafi verið gerðar ítrekaðar til- raunir til að kæfa hana með auglýsing- askrumi í sjónvarpi og á flettiskiltum. Við erum sannfærð um að í alþingiskosn- ingunum nú liggja fyr- ir tveir valkostir. Annars vegar geta menn kosið hægri stefnu frjálshyggju og einkavæðingar. Hins vegar geta menn kosið mótað- ar tillögur Alþýðubandalagsins og óháðra, tillögur sem settar em fram undir merkjum félagshyggjunnar, tillögur um það hvernig stuðla megi Annars vegar kjósa menn um hægri stefnu, — ■ að mati Ogmundar Jónassonar, hins vegar G-listann. að jöfnuði og verðmætasköpun og útrýma atvinnuleysi. Þetta eru valkostimir sem fyrir liggja. Við biðjum kjósendur að draga ályktanir af stjórnarstefnu síðustu ára og kynna sér rækilega tillögur okkar um breytingar. Nú þarf hver og einn að hugleiða hvers konar samfélag hann kýs sér og sínum á næsta kjörtímabili og taka afstöðu að vandlega yfirveguðu máli. Höfundur skipar 3. sæti G-listans i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.