Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 B 7 KOSIMINGAR 8, APRÍL Fyrirtækið ísland Ása María Ingiveig Björnsdóttir Gunnarsdóttir NÚ FER hver að verða síðastur að gera upp hug sinn varðandi val á stjórnendum landsins næsta kjör- tímabil. Hinn heimskunni markaðs- fræðingur Jack Trout var staddur hér á landi í febrúar síðastliðnum. í sjónvarpsviðtali sem haft var við hann kom hann fram með áhuga- verða samlíkingu þar sem hann heimfærði árangursríkt markaðs- starf fyrirtækis upp á aðstæður ís- lands. Þar tilgreindi hann sérstak- lega ferðaþjónustu sem markaðs- tækifæri sem „fyrirtækið ísland“ ætti að beina spjótum sínum að. Markviss stjórnun eða orð án innihalds Þegar frammistaða stjórnmála- manna í umræðuþáttum í fjölmiðlum síðustu daga er skoðuð, er það veru- legt áhyggjuefni að þar fara framtíð- arstjórnendur „fyrirtækisins ís- lands“. Af málflutningi þeirra að dæma virðast engar skýrar áætlanir liggja að baki háleitum markmiðum. Eigum við ekki rétt á að heyra um raunhæfar aðgerðaáætlanir til efl- ingar og nýsköpunar í atvinnulífi? Hljótum við ekki að gera kröfu til ákvarðanatöku, sem byggist á breyttum markaðsaðstæðum, grein- ingu á nýjum markaðstækifærum og heilstæðri ímyndasköpun? Sífellt er hjakkað í sama farinu og af einhæfni umræðunnar mætti ráða að starfsmenn „fýrirtækisins íslands" væru upp til hópa ýmist bændur og búalið eða sjómenn og fiskvinnslufólk. Sem starfsmenn í fyrirtækinu ís- landi gerum við kröfur til stjórnenda sem taka á málum af sannfæringu og festu sem byggist á þekkingu og yfírsýn. Blekkingar sem felast í orð- um án innihalds eru ekki farsæl leið til afla sér vinsælda til framtíðar. Verðmæti þorsktonna í ferðamönnum — magn á kostnað gæða Þá sjaldan er ferðaþjónustu ber á góma í kosningaumræðunni verður oftast fátt um svör hjá stjórnmála- mönnum. Svo virðist sem þar ráði ýmist vanþekking á greininni og möguleikum hennar eða áhugaleysi, sem reyndar virðist hafa einkennt afstöðu stjórnmálamanna til ferða- þjónustu um langt skeið. Áhugaleysi þetta lýsir sér í skorti á stefnumót- un, en þar standa nágrannaþjóðir okkar okkur mun framar. Við meg- um ekki brenna okkur oft á sama eldinum, ana fram með góð fyrirheit ef stefnan og markmiðin eru ekki skýr. Það mætti líkja því saman við að fara í stórmarkaðinn án inn- kaupalista og standa uppi með tvennt af öllu þegar heim er komið. Ferðaþjónustan býr við lög sem mótuð voru fyrir 20 árum, þegar fjöldi erlendra ferða- manna til landsins var aðeins um 55. 000. Á síðasta ári lögðu leið sína hingað til lands um 179.000 erlendir ferðamenn og spáð er að með áfram- haldandi fjölgun verði talan komin upp í 290.000 ferðamenn árið 2000. Til þess að gera sér betur grein fyrir þeim gjaldeyristekjum sem ferðaþjónustan skapar þjóðinni hafa verið dregnar upp samlíkingar við verðmæti þorskafla úr sjó, þar sem einn erlendur ferðamaður er metinn á við eitt þorsktonn í gjaldeyristekj- um. Þegar eina auðlind þverr er um að gera að snúa sér að þeirri næstu og róa á mið náttúrunnar. En viljum við ferðaþjónustu sem byggist á magni á kostnað gæða? Ferðaþjónusta — stofn án kvóta? Ferðaþjónustan fær misjafnlega mikið rými í stefnuskrám flokkanna. Umfjöllun þeirra um ferðamál er nokkuð keimlík, þar sem stuðst er við greinargerðir Ferðamálaráðs og Sem starfsmenn fyrir- tækisins íslands, segja þær Ingiveig Gunnars- dóttir og Asa María Björnsdóttir, gerum við þá kröfu til stjóm- endanna að þeir taki á málum af ábyrgð, þekk- ingu og yfírsýn. það sem skrafað hefur verið og ritað um ferðamál á síðustu misserum. Mönnum verður tíðrætt um þá möguleika sem ferðaþjónustan getur skapað varðandi aukna atvinnu og aukin verðmæti, tillögur varðandi frekari útfærslur eru engar. Alþýðu- bandalag og Þjóðvaki vekja sérstaka athygli á aukinni eftirspurn ferða- manna í hreina og óspillta náttúru og mikilvægt sé að taka mið af verndun náttúrunnar við skipulags- mál ferðaþjónustu. Þjóðvaki fjallar nokkuð ítarlega um mikilvægi sjálf- bærrar þróunar í atvinnu- og um- hverfismálum. í stefnuskrá Kvenna- listans er enn ítarlegar komið inn á þetta málefni með hugmyndafræði grænnar ferðamennsku. I nýút- komnum bæklingi Sjálfstæðisflokks um ferðaþjónustu undir heitinu „Þeir físka sem róa“ er talað um „ferða- menn — stofn án kvóta. Sóknin er frjáls og takmarkast einungis við burðarþol landsins og vinnuafl". Þegar nánari skilgreiningar á burð- arþoli landsins er leitað í bæklingn- um er gripið í tómt. Takmarkalaus aðgangur að auð- lindum sjávar hefur haft geigvæn- legar afleiðingar í för með sér fyrir þjóðarbúið. Náttúra íslands er sú auðlind sem ferðaþjónustan byggist á. Lærum af mistökum fortíðar og leggjum áherslu á öflugt forvarnar- starf til framtíðar. Forskot í framtíðina Ferðaþjónusta á íslandi býr við forskot sem þarf að nýta. Við búum við aðstæður á íslandi sem eru öfundsverðar. Hreint loft, hreint og ómengað drykkjarvatn, umhverfísvæn orka, lífrænt ræktað- ar afurðir, hreinar sjávarafurðir og ósnortin náttúra eru aðstæður sem aðrar þjóðir eru tilbúnar að greiða hátt verð fyrir. Þessar aðstæður þarf að markaðs- setja með vörumerki sem lýsir heil- stæðri gæðaímynd „fyrirtækisins íslands". Markhópur þeirra ferðamanna í heiminum sem gera kröfur til hreinnar ósnortinnar náttúru fer stækkandi. Nýleg skoðanakönnun Studienkreis fur Tourismus í Þýska- landi sýnir að 50% Þjóðveija sem ferðast til annarra landa, nefna helstu ástæður á vali ferðamanna- staðar: fallegt landslag, fjölbreytt náttúra og hreint umhverfl. Framtíð- arstjórnendur landsins þurfa að setja skýrar línur varðandi uppbyggingu grunnþátta og skipulagningu ferða- mála sem taka mið af sjálfbærri þróun. Við verðum að sýna erlendum gestum okkar að við berum virðingu fyrir náttúruauðlindinni og að við kunnum að nýta hana án þess að hún beri skaða af. Ingiveig Gunnarsdóttir er leiðsögumaður og ferðamarkaðsfræðingur og Ása María Björnsdóttir erhótel- og markaðsfræðingur. Yorhret á glugga... ÞEGAR þetta er skrifað eru aðeins nokkrir dagar til kosn- inga. Margir hafa þegar gert upp hug sinn, en aðrir eru óá- kveðnir. Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un vilja 80% kjósenda 2ja flokka stjórn, lík- lega vegna þess að þeir vita að margra flokka stjórnir hafa reynst illa hingað til, og oft ekki náð að sitja heilt kjörtímabil. Hrossakaup flokk- anna hafa því verið áberandi og útkoman verið stjórn sem enginn kjósandi hélt að hann væri að kjósa yfir sig. Þetta er óstöðugleiki í stjórnmálum. Hrossakaup flokkanna hafa ]dví verið áberandi, segir Katrín Fjeld- sted, og útkoman verið stjórn sem enginn kjósandi hélt að hann væri að kjósa yfír sig. Þetta er óstöðugleiki í stjómmálum. Vinstra vor Alþýðubandalagið hefur vinstra vor sem slagorð. Ég sé fyrir mér, að slíkt vor sé kalt vor með póli- tískan hafís og vorhret á glugga fyrir þjóðina. Ólafur Ragnar var guðfaðir R-listans í borgarstjórn- arkosningunum vorið 1994 og hefur átt sér þann draum að beita Jóhönnu Sigurðar- dóttur fyrir samskon- ar vagn á landsvísu og gert var við Ingi- björgu Sólrúnu. Ekki er einleikið hve margir alþýðubandalags- menn hafa raðað sér á lista Þjóðvaka, fólk sem maður hafði ekki heyrt um að hefði fjar- lægst Alþýðubanda- lagið hugmyndafræði- lega séð. Nefna má sem dæmi Mörð Árna- son, fyrrverandi aðstoðarmann Ólafs Ragnars og Svanfríði Jónas- dóttur, fyrrverandi varaformann Alþýðubandalagsins. Er þetta til- viljun? Kvennalistinn er í tilvistar- kreppu og minnir mest á rauð- sokkur fyrri tíma (slagorðið „kvennabarátta" kemur upp í hug- ann). Framsókn tvístígur minna er venjulega, og veruleg vinstri slagsíða er á formanninum, er hann segist stefna að vinstri stjórn fái hann til þess umboð. Sjálfstætt hugsandi fólk Stjórnlyndi vinstri manna hræð- ir. Skattaáþján, sjóðasukk og öl- musugjafir heilla ekki sjálfstætt hugsandi fólk. Stefnum því að stöðugleika næstu fjögur ár, höld- um verðbólgu og sköttum í skefj- um. Með hækkandi sól og heiðan himin framundan skulum við forð- ast vorhret vinstri manna. Stefn- um á sólríkt sumar, kjósum D. Iiöfundur erlæknir, skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Katrín Fjeldsted Opið bréf til þín! BRÁÐUM kemur betri tíð með blóm í haga! Þannig hljómar boðskap- ur Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um þessar mundir. En fyrir hveija er sú betri tíð? Er það trúverðugt að það sé fyrir barnafjölskyldur, sjúkl- inga, aldraða og síðast en ekki síst bændur? Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðu- flokkur eru búnir að sitja við völd í tæp fjögur ár og á þessum tíma hefur hagur þessara hópa verið fyrir borð borinn og ber Jóhanna Sigurðardóttir fulla ábyrgð á þessu ástandi líka, þó hún reyni að þvo hendur sínar. Hún viðurkenndi að vísu í samtali við mig í Kringluni 24. mars sl. að húsbréfa- kerfið væri ekki eins gott og hún vill vera láta, þegar maður heyrir hana tala í fjölmiðlum, en þá er það varið með oddi og egg. Davíð Oddsson kemur á sjónvarps- skjái landsmanna oft á kvöldi og lýs- ir áhyggjum sínum af ástandinu, sem gæti orðið ef sjálfstæðismenn verða ekki við stjórn eftir kosningar. Ég vil halda því fram að ástandið gæti ekki orðið verra án þeirra, því Davíð lofar okkur að halda áfram á sömu braut og verið hefur, sem sagt að fara í vasa þeirra sem minnst mega sín og láta þá borga brúsann, leggja á okkur aukna skatta til þess að geta haldið áfram að bæta hag stór- eignamanna á borð við forstjóra Eim- skips, framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins, eiganda Skífunnar o.fl., en þetta eru þeir sem njóta ávaxt- anna af starfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, er þeir felldu niður svokallaðan „ekknaskatt" en þessir og aðrir álíka eru þessar svo kölluðu „ekkjur"! I blaði, sem barst inn um lúguna hjá mér nú fyrir kosningar, er nokk- uð athyglisverð frétt, sem ég ætla að fjalla um. Blaðið (en það er nafn blaðsins, undirtitill þess er: um betra ísland) segir: „Þrátt fyrir að skuldir heimilanna hafa aukist undanfarin ár er fjárhagsstaða þeirra viðunandi. íf árslok 1994 er talið að eigið fé heimilanna hafi numið um 670 miljörðum króna og hafi aukist um 20 miljarða milli áranna 1993 og 1994.“ Þessi frétt er unnin upp úr blaði, sem nefnist Vísbending, en athyglisvert er að það kemur ekkert fram á hvaða hátt þessi tala var fengin og ætla ég að upplýsa það hér, (rétt er að taka fram að leturbreytingar eru mínar). í Vísbendingu sagði: „Fjárhagsstaða heimila í heild verður að teljast vel viðunandi. Heildareignir þeirra, að meðtöldum innistæðum í lífeyris-sjóð- um, eru metnar á hátt í þúsund mil- jarða króna en til frádráttar eru skuld- ir við lánakerfíð sem eru áætlaðar um 290 miljarðar króna.“ Síðar í greinini segir: „Þrátt fyrir auknar skuldir bendir allt til þess að eigið fé heimila hafí aukist í heild um 20 miljarða króna á milli áranna 1993 og 1994 á hlaupandi verðlagi, en um 12 miljarða króna sé miðað við verðlag í árslok 1994. Þessi aukning á alfarið rætur að rekja til aukinna innistæðna í lífeyr- issjóðum, en án þeirra verður minnkun á eigin fé heimila milli áranna um 6 milljarðar króna á hlaupandi verðlagi og eiginfjárstaða fellur úr tæplega 70% í um 60%. Að lífeyrissjóðum und- anskildum reyndist eigið fé heimila 433 miljarðar króna. Fjáreignastaða, þ.e. hreinar peningalegar eignir, verð- ur neikvæð um 110 milljarða króna þar eð skuldir em metnar á liðlega 292 milljarða króna en innistæður aðrar en í lífeyrissjóðum hins vegar á um 183 milljarða." Þetta dæmi sýnir, svo að ekki verð- ur um villst að hérna er verið að leika sér að tölum, nema að sjálfstæðis- menn séu á sér samningum við lífeyr- issjóðina og geti gengið í þá og sótt það sem upp á vantar til að endamir nái saman. Ég veit það aftur á móti að það þýddi ekki fyriv mig að ætla að labba mér til lífeyrissjóðsins og segja við þá sem þar ráða að mig vanti pening og ég þurfi að taka út Eini raunhæfí val- kosturinn, segir Kjart- an Jónsson, er að fylkja sér um Alþýðu- bandalagið. það sem ég á inni í lífeyrisgreiðslum liðinna ára. Og svo er það allt talið um að þjóð- in hafi það svo gott ef miðað er við eitthvert meðaltal, þetta er eins og að halda því fram að tveir menn hefðu það að meðaltali gott, þó að annar væri í heitum potti, sem í væri 60 gráðu heitt vatn, en hinn í ísvatni 0 gráðu heitu, hitastigið væri að meðal- tali um 30 gráður! Eru forystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks veruleikafirrtir (Jóhanna er ekki und- anskilin)? Ég tel eina raunhæfa valkostinn í þessum kosningum að fólk fylki sér um Alþýðubandalagið, vegna þess að það fólk sem þar er hefur sýnt það í gegnum tíðina að það vill beijast fyrir réttlæti og jafnrétti öllum til handa. Ég hugsa með hryllingi til þess ef Sjálfstæðisflokkur fær tæki- færi til að halda áfram á sömu braut eins og hann marglofar okkur fái hann tækifæri til, og að Alþýðuflokk- ur, sem hefur allt síðasta kjörtímabil haft skerðingu lífskjara að aðal- stefnumáli sínu, fái líka tækifæri til að halda áfram á sömu braut, nú eða að hægribrestir Þjóðvaka nái völdum, eða að Framsóknarflokkur fari í stjórn með Sjálfstæðisflokki, ég minni á að þegar þeir voru saman við völd, þá tóku þeir vísitöluna af laununum, en ekki af lánunum, sem varð til þess að fjöldinn allur af fólki missti húsin sín og varð gjaldþrota, ætli kjörorðið fólk í fyrirrúmi þýði að fólk verði haft þar, þegar skera skal niður og byijað á því? Nei, slíkt má ekki gerast, heimilin í landinu þola ekki samstjórn Framsóknar og Sjálfstæð- isflokks, sagan sýnir það! Höfundur er atvinnulaus verkamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.