Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA **gNiiHafr& 1995 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL BLAÐ c SKÍÐAMÓTÍSLANDS Gísli stal senunni á ísafirði GÍSLI Einar Árnason, 19 ára ís- firðingur, kom skemmtilega á óvart á fyrsta dagi landsmótsins á skíðum í gær er hann varð Is- landsmeistarí í 15 km göngu. Reiknað var með einvígi Daníels Jakobssonár og Einars Ólafsson- ar, en Gísli Einar sigraði örugg- lega. Kom í mark tæpri mínútu a undan Ðaníel og Einar varð þriðji. Þetta var í fyrsta skipti sem Gfsli Einar keppir í fullorðinsflokki á landsmóti og sigurinn þvf sætur. Þremenningarnir eru allir Isfirð- ingar, en Daníel skipti nýlega um félag og keppir nú fyrir Ólafs- fjörð. Gísli Einar og Einar'voru þvi staðráðnir í að gullið yrði eft- ir á ísafirði og fögnuðu innilega í lokin. Gf sli stökk á Einar, er sá síðarnef ndi kom í markið og ljóst að hann fengi silfrið ogþeir fögn- uðu innilega eins og sjá má. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HANDKNATTLEIKUR I skaðabótamál vegna brjósta- stækkunar af völdum stera FYRRUM keppandi í lyftingum fyrir Austur- Þýskaland sáluga, Rolánd Schmidt, hefur ákveðið að hðfða skaðabótamál vegnaþess að brjóst hans stækkuðu vegna steranotkunar sem læknar gáfu honum á sínum tima, hann varð að láta ffartæga „brjóstin" — fituvef sem safnaðist saman á brjóst- kassa hans — og er með slæm Sr eftir. Schmidt, sem er 33 ára, er einn nokkurra lyft- ingamanna frá Austur-Þýskalandi sem þurftu að fara í skurðaðgerð vegna þcssa, eftír að þeir hættu keppni. Málið verður tekið fyrir í Dresden í júní, og dómstóllinn sker úr um það hvort Schmidt geti farið fram á skaðabætur frá íþrótta- læknunum sem gáfu honum lyfin eða austur-þýska ríkinu, sem er auðvitað ekki lengur tíl, en þýska heilbrigðisráðuneytið er fulltrúi þess í réttinum. Logfræðingur, sem tengist málinu, sagði f gær að þetta væri fyrsta máíið þar scm leitoð yrði svara við þeirrí sp urningu hvort sa meinað Þýska- land sé ábyrgt fyrír ór é ttl æ ti sem menn urðu f y rir í þýska alþýðulýðveldinu á sinum línia. Skjol austur-þýsku ðryggislögreglunnar, Stasi, sem opinberuð voru í fyrra sýndu að það var mjög algengt að ly ftingamcnn þar í laud i yrðu fyrír þvi að brjóst þeirra stækkuðu vegna stera- notkunar, sem var meiri í þessari fþróttagrein en öðr um, í því skyni að styrkja brjóstkassann, en lyfjano tkuniu hefur Iíklega orsakað honnóna- breytingar. Schmidt er með slæm ör vegna aðgerðarinnar sem hann þurfti að fara f áríð 1983. Hann hcldur þvi fram að sér hafi ekki verið gerð grein fyrir hugsanlcgum hliðarvcrkunum lyfjanna. Þrír eru efstir og jafnir á Masters ÞRÍR kylfingar eru efstir og jafnir eftír fyrsta dag á bandaríska meistaramótinu (US Masters) 1 golfí, sem hófst í gær 5 Augusta. Jose Maria Olazabal frá Spáni, sem sigraði á mótinu í fyrra, Phil Mickelson og David Frost léku allir á 66 höggum — sex undir pari. Gamla brýnið Jack Nicklaus, sem sex sinnum hefur fagnað sigri á mótinu, er í öðru sæti á 67 ásamt Gorey Pavin og David Gilford frá Bretlandi. ¦ Staðan/C2 ¦ Fórframúr/C4 Bjarki Sigurðsson skrifaði undir samning við Aftureldíngu í gær Var tímabært að breyta til „AÐALASTÆÐAN fyrir félags- skiptunum er sú að ég vil reyna að þroska mig frekar sem leik- maður og ná lengra. Þegar maður er kominn á þann aldur sem ég er á þá fer kannski hver að verða síðastur að reyna eitthvað nýtt," sagði Bjarki Sigurðsson, landslið- maður í handknattleik. Eins og greint var f rá í Morgunblaðinu í gær hefur hann sagt skilið við sitt gamla félag, Víking, og gengiðtil liðs við Aftureldingu í Mosfellsbæ. Eg kveð mitt gamla félag með miklum söknuði og ákvörðun mín að skipta um félag var mjög erfíð og hún hefur reynt á mig. Ég hef alltaf leikið með-Víkingi og fjöl- skylda mín fylgt þeim. Sjálfsagt eru margir óánægðir með félagsskiptin, en ég vona að fleiri séu ánægðir með þau. Það var kominn tími til að breyta og Afturelding varð fyrir valinu, en fleiri lið voru inn í myndinni, bætti Bjarki við. Hver var ástæðan fyrir því að þú valdir Aftureldingu? „Hjá Aftureldingu hefur verið mikil uppbygging síðastliðin ár. Fyr- ir þremur árum voru þeir í 2. deild, í fyrra komust þeir í 8-liða úrslit og í ár í 4-liða úrslit. Þetta var því spennandi kostur og ég vonast til þess að geta hjálpað þeim til að ná lengra." Örvhentur leikmaður forsenda fyrir samningi við Einar „Það var forsenda fyrir því að gætum lokið gerð samnings við Ein- ar Þorvarðarson, sem þjálfara fyrir næsta tímabil, að í staðinn fyrir Ja- son Ólafsson, kæmi örvhentur leik- maður. Það er ekki mikið framboð á Morgunblaðið/Kristinn BJARKI Sigurðsson mátar buning Aftureldlngar f Mosfellsbæ. örvhentum leikmönnum og við teh'um okkur vera heppna að hafa fengið Bjarka til liðs við okkur," sagði Jó- hann Guðjónsson, formaður hand- knattleiksdeildar Aftureldingar, í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður sagði Jóhann, það vera Ijóst að þessi kaup á Bjarka yrðu kostnaðarsöm fyrir félagið því þarna væri ferðinni landsliðsmaður. Hann vonaðist til að sú greiðsla sem kæmi fyrir félagsskipti Jasonar Ólafssonar til Brixen á ítalíu myndi nægja fyrir kaupunum, en ekki vildi Jóhann nefna tölur í þessu sambandi. Þess má geta að formlega var gengið frá ráðningu Einars Þorvarð- arsonar í gærkvöldi er hann skrifaði undir tveggja ára samning við Aftur- eldingu. KÖRFUKNATTLEIKUR: GRINDVÍKINGAR SIGRUÐU í NJARÐVÍK / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.