Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX HUSIÐ er tvílyft einbýlishús með innbyg'gðum, einföldum bílskúr og stendur við Seljugerði 2. Það er 275 fermetrar og skiptist í 6 herbergi, þar af eru fjögur svefnherbergi. Gott hús og vel stað- sett við Seljugerói TIL SÖLU er hjá Fasteignamarkaðinum hf. tvílyft einbýlishús með inn- byggðum, einföldum bílskúr við Seljugerði 2 í Reykjavík. Kjartan Sveins- son arkitekt teiknaði húsið, sem er vel staðsett hvað snertir alla þjón- ustu og skóla, stutt í Kringluna, barnaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð. Eigandi hússins er Sveinn Bjömsson. Söluverð þess er áætl- að um 22 milljónir króna. Flatarmál umrædds húss er 275 fermetrar og skiptist húsið í 6 herbergi, þar af em svefnherbergi fjögur. í húsinu er tvöfalt gler og sérhiti með danfoss-kerfi. Lóð er vel frágengin. Allt þetta kemur fram í upplýsinum frá Ólafí Stef- ánssyni hjá Fasteignamarkaðium. Hann lýsir húsinu nánar á eftirfar- andi hátt: „í forstofu er marmari á gólfi en í öðrum herbergjum flestum er yfírleitt parkett, nema í eldhúsi og baðherbergi, þar er dúkur. Á fyrstu hæðinni era þrjú góð her- bergi, baðherbergi, þvottahús og eldhús. Hluti þessarar hæðar nýtist fullkomlega sem sér íbúð og inn í þá íbúð er sérinngangur. Á annarri hæð era samliggjandi borð- og setu- stofa, stórar og góðar svalir era út af stofunni. Eldhús er með harð- viðar- og harðplast-innréttingu, borðaðstöðu og búri. Gestasalerni er á þessari hæð og baðherbergi inn af hjónaherbergi. Fataherbergi er einnig inn af hjónaherberginu. Á húsinu hvíla rösklega 8,4 milljónir króna. Sjáyarútsýni á Álftanesi HÚSEIGNIN Hákotsvör 3 í Bessa- staðahreppi er til sölu hjá Fast- eignasölunni Hraunhamri. Eigend- ur hússins era Aldís Elíasdóttir og Björn Friðþjófsson. Þetta er stein- hús, 156 fermetrar að stærð, með Danfoss-hitakerfi og góðu gleri í gluggum. Söluverð er áætlað 10,9 milljónir króna og afhending fer eftir samkomulagi. Hús þetta skiptist í forstofu og forstofuherbergi, skála og rúmgóða stofu, borðstofu með ami og rúmgóðu eldhúsi með nýrri inn- réttingu og borðkrók. Gott þvotta- herbergi er í húsinu með sér út- gangi. Útgangur er úr stofu út á um 50 fermetra verönd. í svefnálmu er einnig útgangur út á veröndina úr rúmgóðu herbergi. Auk þess eru í húsinu tvö önnur rúmgóð svefn- herbergi, bað með baðkari og sturtuklefa. Að sögn sölumanns hjá Hraun- hamri er þetta hús afar vel stað- sett og með góðu sjávarútsýni. Hann tók það fram, að eign þessi byði upp á mikla möguleika en væri ekki alveg fullbúin. Hagstæð lán hvíla 'á húsinu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Hraunhamri í Hafnar- firði. Þetta er steinhús, 156 fermetrar að stærð, með Danfoss- hitakerfi og góðu gleri í gluggum. Söluverð er áætlað 10,9 milljónir króna og afhending fer eftir samkomulagi. Markaðurinn Viögeróir, rióhald og endurbætnr Stöðug aukning hefur veríð í umsóknum um húsbréfalán vegna meiri háttar endur- bóta og endumýjunar á notuðu íbúðarhús- næði, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. * A síðasta ári bárust Húsnæðisstofnuninni samtals 280 umsóknir um slík lán. að eru lítil sannindi að íbúðar- húsnæði þurfí reglulegt við- hald. Reglulegt viðhald dregur úr þörfínni fyrir verulegar endurbætur og ætti að leiða til þess að kostnað- ur vegna viðhalds íbúðarhúsnæðis verði sem lægstur. Engu að síður á hver byggingar- hluti sinn líftíma og fyrr eða síðar kemur að endur- bótum á ýmsum þáttum allra bygg- inga. Viðgerðir í fjölbýlishúsum Nauðsynlegar endurbætur geta komið íbúðaeigendum að óvörum. íbúðaeigendur í fjölbýlishúsum geta þurft að taka þátt í kostnaði við við- hald húsnæðisins, þó að ekki sé um að ræða viðhald eða endurbætur sem tengjast á nokkurn hátt íbúð við- komandi. í nýjum lögum um fjöleign- arhús, sem komið hafa í stað eldri laga um fjölbýlishús, eru skýr ákvæði um hvernig standa skal að ákvarðanatöku um sameiginleg mál- efni í fjölbýlishúsum. Þegar um við- hald er að ræða þarf í flestum tilvik- um einfaldan meirihluta eigenda eða samþykki tveggja þriðju hluta eig- enda fyrir því að ráðast í fram- kvæmdir. Framkvæmdir geta því verið ákvarðaðar án þess að allir séu samþykkir þeim. Mörg dæmi era um að nauðsynlegar endurbætur eða viðgerðir hafí leitt af sér veralegan kostnað fyrir íbúðaeigendur í fjölbýl- ishúsum, kostnað sem fólk gerir í fæstum tilvikum ráð fyrir. Vatnslagnir geta lekið Algengast er að vatnslagnir í íbúð- arhúsnæði hér á landi séu vel faldar inni í veggjum, gólfum eða loftum. Þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér veralegt óhagræði, ef þær fara að leka. Þar sem allt efni hefur sinn líftíma eru miklar líkur á því að vatn- slagnir leki fyrr eða síðar. Vatnsleki getur jafnvel staðið yfír í langan tíma áður en hann uppgötvast, og þá geta skemmdir á íbúðarhúsnseðinu verið orðnar veralegar, og kostnaður við viðgerðir þar með. Það er skylda hér á landi að tryggja bifreiðar og ökumann. Einu skyldutryggingarnar varðandi íbúð- arhúsnæði eru hins vegar gagnvart bruna og tilteknum náttúruhamför- um, en svonefnd viðlagatrygging, sem innheimt er með brunatrygging- um, tekur til þeirra. Það er undir hverjum og einum íbúðareiganda komið hvort hann tryggir fasteign sína gagnvart öðra en að framan greinir. Það er unnt að spara það fjármagn sem ella færi í tryggingar í þeirri von að ekkert komi upp. Með hliðsjón af því að allt efni hefur sinn líftíma, verður þó að teljast óráðlegt ef íbúðaeigendur tryggja fasteignir sínar ekki fyrir þeim algengustu tjónum sem íbúðir verða fyrir. Fjöl- mörg dæmi eru þekkt um íbúðaeig- endur sem lent hafa í erfiðleikum vegna þess að þeir höfðu ekki örugg- ar tryggingar. Þörf fyrir endurbætur Aldursdreifing íbúðarhúsnæðis hér á landi gefur tilefni til að ætla að þörfín fyrir meiri háttar viðgerðir og endurbætur á því muni aukast á næstu árum. I húsbréfakerfinu er sérstakur lánaflokkur vegna meiri háttar endurbóta og endurnýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði. Ibúðaeigend- ur, sem þurfa að ráðast í slíkar fram- kvæmdir, geta fengið 25 ára hús- bréfalán vegna þeirra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er að húsnæðið sé eldra en 15 ára. Þessi árafjöldi gefur vísbendingu um hve gamalt húsnæði er talið geta þurft meiri háttar endurbóta við. Stöðug aukning hefur verið í um- sóknum um húsbréfalán vegna meiri háttar endurbóta og endurnýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði. Á síðasta ári bárust Húsnæðisstofnuninni samtals 280 umsóknir um slík lán, saman- borið við 223 umsóknir á árinu 1993 og 209 umsóknir 1992. Það eru ýmsar leiðir til að tryggja að endurbótakostnaður við íbúðar- húsnæði verði eins lágur og mögu- legt er. Reglulegt viðhald, aðstoð fagmanna við að meta ástand íbúð- arhúsnæðis við íbúðarkaup og ör- uggar fasteignatryggingar ættu að vera sjálfsagðir þættir í augum hvers íbúðareiganda. Fast- eigna- solur á eftirfar- andi sfðum Agnar Gústafsson 15 Ás 10 Berg 32 Borgareign 29 Borgir 14 Eignamiðlunin 19-20 Fasteignamark. 13 og 29 Fasteignamiðstöðin 11 Fjárfesting 6 Fold 16-17 Framtíðin 18 Garður 27 Gimli 30-31 Hóll 22-23 Hraunhamar 8-9 Húsakaup 25 Húsvangur 3 Kjörbýli 12 Kjöreign 4 Óðal 15 SEF hf. 27 Séreign 9 Skeifan 7 Stakfell . 12 Valhöll 5 Þingholt 21 eftir Grétar J. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.