Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 26
26 D FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 Gróður og garðar MORGUNBLAÐIÐ þar sem hægt væri að velja á milli margra lausna, t. d. koma fyrir náttúrulandslagi. Að baki öllum mínum verkum liggur löngun til að skapa líf, hreyf- ingu og framþróun og vatnið býður upp á mikla möguleika til þess arna. Margur heldur að garður fel- ist í grasflöt umkringdri limgerði og að flaggstöng í miðju stjúpubeði setji punktinn yfír i-ið. Það er hægt að gera betur og það hefur orðið mikil breyting síðastliðin fimmtán ár. Þegar skipuleggja á lód eða betrumbæta garð þarf oft að sníða sér stakk eftir vexti. Ekkert er því til fyrirstöðu að verkinu sé skipt á nokkur ár, ef unnið er eftir ákveðnu, úthugsuðu plani. Lítil tjörn fyrir smáfugla getur verið af margvíslegri lögun, valið er nær óendanlegt. Sérhver garður býður upp á nýja möguleika fyrir hönnuðinn. Einungis skortur á þori og ímyndunarafli gætu hamlað sköpuninni. Þegar um er að ræða fossa og gosbrunna, megum við ekki gleyma hljómnum sem þeim fylgir. Vatnið hressir ekki bara sjónrænt upp á umhverfið, það getur líka sungið okkur vögguljóð með sinni sefandi tónlist. Þeir eru margir gamalgrónu garðamir sem hafa verið endurlífg- aðir með smávegis tilfæringum. Þar henta venjulega betur hefð- bundnar línur og form heldur en flóknari landslagssköpun, ólíkt því sem hægt er að leyfa sér þar sem unnið er með óplægðan akur og línur og form verða hluti af heildar- myndinni. Brú yfir litla sprænu getur gjörbreytt stöðnuðu umhverfi og veitt mikla gleði. Rétt val á plöntum er auðvitað mikilvægt. Vissar plöntur kunna vel að meta „sambúðina“ við vatnið. Þannig velur maður af mikilli alúð þær fjöl- breyttu plöntur sem vaxa eiga á vatnsbakkanum. Þessi grein er engin útlistun á tæknilegum atriðum enda var hún ekki hugsuð sem siík. Þó vona ég að hún kveiki með ykkur löngun til sköpunar og þegar þar að kem- ur, sem ég óska ykkar vegna að verði sem fyrst, þá séu ykkur núna betur ljósir hinir margvíslegu þætt- ir sem liggja að baki vel hepþnaðri útfærslu. Það er vart til sú hindr- un, sem kemur í veg fyrir vatn í garði, segir Stanislas Bohic, nema ef vera skyldi skortur á ímyndunarafli. VETURINN hylur landið hvítum kufli sínum en ekki þarf nema nokkra sólargeisla og dropa eftir dropa tekur leysingavatnið að mynda læki. Á fjöllum verða þeir að fljótum. Hvít sveitin víkur og vatnsföllin sem bólgna af bráðn- andi snjónum æða í áttina til sjávar. Ekkert getur eftir Stanislos Bohic stöðvað þetta flæði og þótt far- vegurinn sé ekki fyrir hendi þá er ákvörðunarstaðurinn vís. Fjöllin bera þess merki að þetta háværa, óútreiknanlega vatn, sem er á sífeUdri hreyfingu, hafi farið um þau. í dölunum grefur það sér farveg og loks þegar sléttlendið hlúir að því á báða vegu leyfir það sér ró auðnuleysisins rétt áður en það sameinast hafinu. Alltaf heill- andi. í straumköstunum er það ágengt en stundum hálfsofandalegt í lygnum niðri í dölum. Alls staðar fylgja því töfrar, hvort heldur sem er í óspilltri náttúrunni, í almenn- ingsgarði eða einfaldlega á einka- lóð. Einfalt dæmi: Þingvellir. Foss - straummikil á - djúpar gjár með kristaltæru bergvatni - stórt stöðu- vatn - við stöndum bergnumin frammi fyrir vatninu í öllum sínum margbreytilegu formum. Það er hægt að skipta vatni í fjóra flokka: pollarnir, tímabundnir eða varanlegir - áin - stöðuvatnið (og sjórinn) ? og sá síðasti, sem gerður er af manna höndum: brunnurinn eða gosbrunnurinn, með eða án keija. Augljóslega skapaðir með hliðsjón af náttúrunni : laugar og hverir. Drottnunar- árátta mannsins sýnir sig í því að vilja líkja eftir náttúrunni heima hjá sér. Japanskir og kínverskir garðar eru bestu dæmin þar um, svo maður tali ekki um evrópska „gimsteina" sem væru óhugsandi án vatns. Það er varla til sá garð- eigandi sem ekki bráðnar við að horfa á gosbrunn eða smá tjörn hversu lítil sem hún er. Að koma fyrir vatni á lóðinni sinni er ekki jafn stórvægilegt í framkvæmd og margur ætlar. Fossi er auðveldlega hægt að finna pláss á ósléttri eða mjög hallandi lóð. Ef lóðin er hins vegar slétt væru litla tjörnin og lækjarsprænan kærkomnari. Það er vart til sú hindrun sem kemur í veg fyrir vatn í garði, nema ef vera skyldi skortur á ímyndunarafli. Galdurinn liggur í vali og sam- setningu þeirra þátta sem skapa heildarmyndina. Þetta geta verið mismunandi atriði svo sem lýsing, litlir fossar, styttur, fískar, plöntur, gosbrunnar, brú, gijót o.s.frv. Enn og aftur er það góður smekkur sem ræður vali ykkar. Það segir sig sjálft að nokkurra fermetra garður fær ekki sömu meðhöndlun og stærðar lóð í kringum einbýlishús, Lækur tlfar létt...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.