Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 1

Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 1
T BLAK SKIÐI Haas með forystuna JAÝ Haas frá Bandaríkjunum lék frábærlega á öðrum degi bandarísku meistarakeppninnar í golfi (US Masters) og náði forsytu. Hann lék á 64 högg- um — átta undir pari — og var einu höggi frá vall- armeti Nicks Price frá 1986. Haas lék á 71 fyrsta daginn og er því samanlagt á 135 höggum. Næstir í röðinni eru eftirtaldir: 136 John Huston 136 (70 66), Scott Hoch 136 (69 67), David Frost 137 (66 71), Phil Mickelson 137 (66 71) Ben Crenshaw 137 (70 67), Brian Henninger 138 (70 68), Davis Love 138 (69 69), Lee Janzen 138 (69 69) og Corey Pavin 138 (67 71) . Eftirtaldir eru á 140: David Gilford (67 73)_, Jose Maria Olazabal (Spáni) (66 74) Steve Elkington (Astraí- íu) (73 67) Nick Faldo (Bretlandi) (70 70) Mark O’Me- ara (68 72) Colin Montgomerie (Bretlandi) (71 69), Bern- hard Langer (Þýskalandi) (71 69) og Fred Couples (71 69) og á 141 höggi eru: Ian Woosnam (Bretlandi) (69 72) , Hale Irwin (69 72) Raymond Floyd (71 70) Greg Norman (Ástralíu) (73 68) og Loren Roberts (72 69). Þess má geta að gamli snillingurinn Jack Nicklaus, sem var í öðru sæti eftir fyrsta dag, lék ekki vel í gær. Fyrsta hring fór hann á 67 en í gær á 78 — 145 samanlagt. SKÍÐAMÓT ÍSLANDS: KRISTINN OG ÁSTA SIGRUÐU í STÓRSVIGINU / E2 1995 LAUGARDAGUR 8. APRIL BLAD Félaga- skipti Daníels kærð Skíðafélag ísafjarðar hefur sent inn kæru til íþróttadómstóls ÍSÍ vegna félagaskipta Daníels Jak- obssonar yfír í Leiftur á Ólafsfírði. Kristján Guðmundsson, formaður Skíðafélags ísafjarðar, sagði að engar reglur væru til um félaga- skipti innan Skíðasambandsins og því hafi verið ákveðið að leggja inn kæru til ÍSÍ. „Þessi félagaskiptamál hafa verið í algjörum ólestri og við viljum fá úr því skorið hvort rétt sé staðið að málum. Við erum ekki sáttir við hvernig að þessu hefur verið staðið. Það var aldrei talað við okkur um félagaskipti Daníels. í reglum ÍSÍ segir að keppandi þurfi að vera minnst mánuð í við- komandi félagi áður en hann öðlast keppnisrétt. Viðkomandi þarf að vera skuldlaus við það félag sem hann gengur úr og samþykki þess þarf að liggja fyrir þegar skipt er yfír í annað félag. Við viljum fá úr þessu skorið því það hafa fleiri svona félagaskiptamál verið í gangi í vetur,“ sagði Kristján. Systkini á verðlaunapall KRISTINN Björnsson og bróðir hans, Ólafur Björnsson frá Ól- afsfírði unnu báðir tiþgullverð- launa á Skíðamóti íslands á Isafirði í gær. Kristinn í stór- svigi og Olafur í boðgöngu. Systkinin Vilhelm, Hildur og Brynja Þorsteinsböm, frá Akureyri komust öll á verð- launapall í gær. Vilhelm vann silfurverðlaun í stórsvigi og Hildur og Brynja silfur og brons í sömu grein. Alþjóðamót Svigið á landsmótinu i dag er jafnframt liður í Iceland Cup, alþjóðamóti Skíðasam- bandsins. 12 erlendir keppend- ur verða með, sjö í kvenna- flokki og fímm í karlaflokki. Meistararnir standa vel að vígi í einvíginu um Islandsmeistaratitilinn HKkaf- sigldi Þrótt HK sigraði Þrótt öðru sinni í gærkvöldi í úrslitarimmu félag- anna um íslandsmeistaratitil- inn í blaki. HK hefur þvf 2:0 forystu, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum hlýtur meistaratign. Það var alveg sama hvar var gripið niður í leik HK- manna í gærkvöldi, þeir höfðu yfírburði á öllum sviðum leiks- ins og héldu gest- unum algjörlega niðri. Fyrstu hrin- una tók eldsnöggt af, 15:4 fyrir HK á aðeins 16 mínút- um. Slíka útreið hafa Þróttarar ekki fengið í langan tíma og kom vægast sagt á óvart að liðið skyldi byrja leikinn svona illa. Framhaldið var heldur ekki burð- ugt hjá Þrótti en leikmenn liðsins áttu allan tímann á brattann að sækja. HK-ingar sýndu aftur á móti sýnar bestu hliðar og leikmenn liðsins virkuðu vel stemmdir, börð- ust eins og ljón í gólfinu og það taldist til tíðinda ef boltinn féll „dauður“. HK-ingar héldu öruggri forystu allan tímann í annari hrin- unni og létu hana aldrei af hendi, en hrinan endaði 15:9 fyrir heima- menn. Þriðja hrinan var keimlík þeim fyrri, leikmenn Þróttar virtust ekki eiga neitt svar en örugg móttaka sem hefur verið eitt af aðalsmerkj- um Þróttara, átti í verulegum erfíð- leikum með að skila góðu framspili og þegar upp var staðið höfðu leik- menn HK kórónað frábæra kvöld- stund með því að vinna hrinuna 15:8. Valur í banni Valur Guðjón Valsson, uppspilari Þróttara fékk að líta rauða spjaldið í annari hrinunni hjá Jóni Grétari Traustasyni dómara leiksins fyrir mótmæli og „aðra ögrandi fram- kornu", eins og Jón orðaði það eftir leikinn. Það er Ijóst að Valur verður í banni í næsta leik liðanna sem verður á morgun. Líklega verður Leifur Harðarson þjálfari Þróttara að hlaupa í skarðið og taka við Guðmundur Helgi Þorsleinsson skrifar Yfirburðir Morgublaðið/Sverrir STEFAN Þ. Sigurðsson HK, fjær, skellir á hávörn Jóns Árnasonar Þróttl, en Jón náðl að stoppa hann i þetta sklptlð. í helldina höfðu HK-lngar hlns vegar mlkla yfirburðl og slgruðu auðveldlega. uppspilinu. Þróttarar urðu hins veg- ar fyrir öðru áfalli í leiknum þegar Ólafur Guðmundsson, kantsmassari liðsins, slasaðist á hendi eftir sam- stuð við meðspilara sinn og óttast var að hann hefði jafnvel brotið handarbein. Ef svo er verður líklegt að teljast að HK-ingar klárið dæm- ið endanlega á morgun. Leikmenn HK léku ágætlega á köflum í gærkvöldi og þeir eltu uppi skelli frá leikmönnum Þróttar hvað eftir annað og náðu oft að bjarga á undraverðan hátt en það virtist hafa sín áhrif á sóknarskelii Þróttara sem virkuðu kraftlitlir og leikmenn liðsins hálf ragir við að taka áhættu þegar á þurfti að halda og Valur náði sér þess utan aldrei á strik. Hávörnin hjá HK sem ekki hefur verið sterkast vopnið virðist vera að ná sér mun betur á strik með Andrew Hancock í farabroddi, en sigurinn var samt góðri liðsheild að þakka. Þróttur kærir HK vegna Hancocks BLAKDEILD Þróttar hefur lagt fram kæru á hendur HK til ÍBR vegna fyrsta úrslitaleiks liðanna sem fram fór á miðvikudaginn. Kæruna byggja Þróttarar á því að Mark Andrew Hancock, hinn bandaríski leikmaður HK hafi ekki verið löglegur. Þróttarar telja að hann hafi ekki tilskilin leyfi til að leika með íiði hér á landi, hvorki frá Blaksam- bandinu né frá Framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þróttarar fara fram á að leikur- inn verði dæmdur þeim í hag, 3:0 og allar hrinumar 15:0, en HK sigraði í leiknum, 3:0. Þróttarar vitna til laga og reglugerða ÍSI þar sem segir í 2. kafla 7. greina um hlutgengi keppenda að „séum erlenda íþrótta- menn að ræða, þurfa þeir að hafa skriflegt leyfí síns sérsambands og framkvæmdastjómar 1SI.“ Þess má geta að Hancock fékk umrætt leyfi í gær, fyrir annan leik liðanna, og var því löglegur samkvæmt umræddum reglum í gær- kvöldi. Hann virðist hins vegar ekki hafa haft leyfíð þegar liðin áttust við fyrsta sinni í úrslitakeppninni um meistaratitiíinn, á miðvikudaginn. GOLF r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.