Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1995, Blaðsíða 1
REYNSLUAKSTUR Á AUDIA4 - LÍKLEGAR TÆKNIFRAMFARIR ÍBÍLUMFRAMÁ NÆSTU ÖLD - ÍSLENSKT FJÖÐRUNARKERFI SMÍÐAÐ FYRIR TOYOTA HILUX- FYLGSTMEÐ MEISTARALIÐI ALFA ROMEO Á KAPPAKSTURSBRA UTINNI íDONNINGTON &&?' W^QmMt&ib K\J****j \ & SJOVA Kringkmni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR 9. APRIL 1995 BLAÐ c Corolla Special Series, sérbunirlúxusMar á einstöku tilboðsverði. ® TOYOTA Tákn um gceði Toyola T100 kominn til landsins TOYOTA T 100 pallbíllinn barst nýiega hingað til lands frá Banda- ríkjunum en hér er um að ræða bfl með stækkuðu húsi, sex manna og með 3,4 lítra, sex strokka, 24 ventla og 194 hestafla vél. Toyota- umboðið, P. Samúelsson, keyptí bílinn hingað frá Bandaríkjunum en hann er eingöngu framleiddur fyrir þann markað og allsendis óvíst hvort hann verður fáanlegur hérlendis. Forráðamönnum um- boðsins þótti þó rétt að fá einn bíl til skoðunar. T100 er 5,3 m lang- ur og nærri 1,80 m breiður og hjólhafið er tæpir þrír metrar. Hann vegur 1.830 kg, er með fimm gíra handskiptingu og hér er um að ræða aldrifS' bíl, ekinn í afturdrifi eða aldrifi og með háu og lágu Bíllinn er allvel búinn, hraðafestingu, líknarbelg og hemlalæsivörn, rafstillanlegum hliðarspeglum og samlæsingu. Þá er hann með blaðfjöðrum að aftan. Eftir að hafa tekið einn firing á þessum all stórvaxna bíl er ljóst að hér er nægur kraftur og við- bragð í boði. Þá er vélin merkilega hljóðlát og bílinn rásar ekki að marki þegar ekið er á vel holóttum vegum í aldrifinu. Sem fyrr segir stefnir Toyota þessum bíl ein- göngu á markað í Bandaríkjunum enda mikil pallbfla menning þar en nokkuð ljóst er að íslenskir jeppamenn munu hafa áhuga á að kynna sér þennan grip og jafn- vel höndla þar sem hann er hent- ugur til margs konar nota og hægt að aðlaga íslenskum jeppaaðstæðum. I- BÍLLINN er með húsi sem getur tekið sex í sæti en er skráður hér fyrir fimm með ökumanni. Að innan er bíUinn látlaus og stí I hreinii. með í stýri Morgunblaðið/Árni Sæberg T100 er stór og verklegur bíll, með 3,4 lítra og 194 hestafla vél, háu og lágu drifi. lexus ieppi á markao í janúar TOYOTA Motor mun hefja smíði á Lexus jeppa í verksmiðjum Araco Corporation, dótturfyrirtækis síns í Toyota City, í janúar. Lengi hefur verið orðrómur um að til stasði að hefja framleiðslu á jeppanum en það er fyrst nú sem hann er staðfestur. 4,5 lítra, sex strokka vél Jeppinn gengur undir heitinu 713T og er honum ætlað að keppa á markaði lúxusjeppa sem settir verða á markað á næstu tveimur til þremur árum til höfuðs Range Ro- ver. Ráðgert er að jeppinn verði kominn á markað í Bandaríkjunum í sama mánuði og óttast dreifingar- aðilar Toyota að mjög dragi úr sölu á Land Cruiser og 4Runner. Sagt er að Lexus jeppinn sæki einmitt margt til Land fruiser en verði öðruvísi útlits að utan og innan. Jeppinn verður með 4,5 lítra, sex strokka vél, þeirri sömu og boðin er í Land Cruiser. Að innan verður bíll- inn með leðursætum og vandaðri innréttingu og til að greina hann útlitslega frá Land Cruiser verður hann með hliðarlistum og stuðara- útfærslu, ekkki ósvipaðri og á Mitsubishi Pajero. 713T verður örlít- ið breiðari en Land Cruiser en önnur mál verða svipuð. Gert er ráð fyrir að smíðaðir verði 1.000 til 1.500 bfl- ar á mánuði. ¦ BMW nær f orystu í smíði þýzkra lúxusbíla BMW í Munchen hefur náð ótví- ræðri forystu í framleiðslu lúxusbíla í Þýskalandi og er ekki lengur í öðru sæti á eftir Mercedes-Benz. Ár er síðan BMW keypti Rover- bílaverksmiðjurnar í Bretlandi og nokkrar vikur síðan BMW gerði samning um að útvega Rolls-Royce vélar í nýja kynslóð lúsusbfla. Síðan BMW keypti Rover hefur fyrirtækið getað framleitt um eina milljón bíl, sem sérfræðingar tejja lágmark þess sem bifreiðaverksmiðj- ur verði að framleiða til þess að halda velli til lengdar á troðfullum bílamarkaði Evrópu. Sjöundi í rööinni BMW er nú sjöundi umsvifamesti bílaframleiðandi Evrópu, næst á eft- ir „risunum sex" ~ Volkswagen, Renault, General Motors Europe, Ford Éurope, Renault, PSA Peuge- ot/Citroen og Fiat. Með því að kaupa Rover fékk BMW aðgang að tækni Rovers við framleiðslu smábíla og bíla með framhjóladrifi og komst yfir djásnið í kórónu fyrirtækisins — Land Rover. BMW er hins vegar ekki eitt um hituna. Mercedes seldi tæplega 600,000 bíla- í fyrra og stefnir að FRAMLEIÐSLA 3-línunnar gerði BMW kleift að standa af sér samdrátt á bílamarkaði. því að framleiða allt að einni milljón á næstu árum, en einbeitir sér að því að auka umsvifin innanlands. Meö beztu afkomuna BMW stóð sig bezt þýzkra bif- reiðaframleiðenda 1994. Sala að Rover meðtöldum nam 42.1 milljörð- um marka. Ef Rover er ekki talinn með jukust tekjurnar um 10% í 31.2 milljarða marka. Framleiðsla vinsælla „3" bíla BMW hófst 1991 og gerði fyrirtæk- inu kleift að standa af sér samdrátt- inn og seh'a fleiri bíla en Mercedes í fyrsta skipti. Sérfræðingur í Frankfurt telur að hagnaður BMW hafi aukizt í rúmlega 700 milljónir marka 1994 úr 516 milljónum 1993. Flestir aðrir sér- fræðingar búast við 600-700 milljóna hagriaði og spá því að hann aukist ört á þessu ári og því næsta. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.