Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ALÞIIMGISKOSNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 B 5 möguleika á kjörtímabilinu, bæði að komast inn í ríkisstjórn og að halda uppi okkar baráttumálum. Við munum auðvitað endurskoða áherslur okkar og vinnubrögð og fáum vonandi gott tækifæri til þess. Ég vil þakka okkar stuðnings- mönnum og okkar kjósendum fyrir þeirra stuðning. Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði hvað fólk hefur treyst hinum hefðbundnu flokkum fyrir málum. Þá eru vonbrigði að konum skuli ekki hafa fjölgað á þingi, það er sami fjöldi og var. En ég vonast til að það náist þá ein- hver samstaða með þessum konum þannig að við getum haldið þeirri áherslu okkar, að jafna launamun kynjanna, vel á lofti á þessu kom- andi kjörtímabili, þvert á flokka," sagði Guðný Guðbjömsdóttir, sem nú tekur sæti á þingi, önnur þing- manna fyrir Samtök um kvennalista. Arnbjörg Sveinsdóttir Fólkvill Sjálfstæðis- flokkinn áfram í stjóm „ÉG ER auðvitað mjög ánægð með þennan árangur og get raunar ekki verið annað þegar við vinnum mann í þessu kjördæmi," sagði Ambjörg Sveinsdóttir, nýr þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, en hún skipaði annað sætið á framboðslista flokks- ins í Austurlandskjöriíæmi. Arnbjörg er fyrsta konan sem nær kosningu á alþing í Austur- landskjördæmi, en áður hafa konur úr kjördæminu komið inn sem vara- þingmenn. Arnbjörg sagði að þegar tillit væri tekið til klofningsframboðs Eggerts Haukdal teldi hún árangur Sjálfstæðisflokksins á landsvísu vera mjög góðan. „Það var auðvitað mjög slæmt að það skyldi vera þetta klofnings- framboð á Suðurlandi því það eyði- lagði fyrir því að við fengjum þriðja manninn inn þar. Á iandsvísu held ég þó að við megum mjög vel við una, og þá fyrst og fremst miðað við hvernig skoðanakannanir voru, en þetta er sennilega í fyrsta skipti sem við höfum verið að vinna þær. Það er greinilegt að fólki hefur ekki litist á vinstristjórnarstefnuna sem virtist vera í gangi á síðustu dögunum fyrir kosningarnar,“ sagði Arnbjörg. Hún sagðist telja ýmsa mögu- leika í stöðunni hvað varðar mynd- un ríkisstjórnar, en augljóslega bentu úrslit kosninganna til þess að fólk vildi að Sjálfstæðisflokkur- inn yrði áfram í ríkisstjórn. Bryndís Hlöðversdóttir Hefði viljað sjá skýrari vinstri línur „ÉG hefði viljað sjá skýrari niður- stöðu úr kosning- unum og skýrari vinstri línur,“ seg- ir Bryndís Hlöð- versdóttir nýkjör- inn þingmaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík. „Ég er að vísu ánægð með fylgi flokks- ins í Reykjavík, því við bætum við okkur manni, og tel það mjög gott miðað við að Þjóðvaki er í spilinu." Bryndís segir ennfremur að fyrr- Kjörfylgi Alþýðuflokks i^WV^ # í kosningum til Alþingis 1931-1995 1 19 j3,JV^l4l3 Kjörfylgi Kommúnistaflokks 1931-37, 199 igí)5 Sósíalistaflokks 1942-53 og Alþýðubandalags 1956-95 í kosningum til Alþingis 1931-1995 ___________________ verandi liðsmenn flokksins í röðum Þjóðvaka hafi tekið fylgi frá Al- þýðubandalaginu. „Ég er því tiltölu- lega sátt við niðurstöðuna hvað okkur varðar, með hliðsjón af öllu. Hins vegar viðurkenni ég það að ég var farin að gera mér vonir um talsvert meira fylgi.“ Bryndís segir að við þingstörf verði henni efst í huga mál sem snúa að réttindum launafólks. „Ég get nefnt sem dæmi frumvarp til laga um starfsöryggi, sem ég tel vera mjög mikið forgangsmál. Það felst í því að sett verði lög sem takmarki heimild atvinnurekanda til að segja upp fólki án ástæðu. Slíkar reglur gilda Norðurlöndum, eru annað hvort í lögum eða samn- ingum, og meira eða minna um alla Evrópu.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Fréttaflutn- ingur hafði afdrifaríkar afleiðingar „MÉR finnst það mikill sigur í raun að ný hreyfing eins og Þjóðvaki skuli fá fjóra þing- menn. Að vísu mátti búast við fleiri þingmönnum ef miðað er við skoðanakannanir og ég tel að frétta- flutningur síðustu daga fyrir kosn- ingar hafi haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir fylgi hreyfingarinnar," segir Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, nýkjörinn þingmaður Þjóðvaka. Ásta skipaði annað sæti á fram- boðslista Þjóðvaka í Reykjavík. Segir hún það vonbrigði að ríkis- stjórnin skuli hafa haldið velli en möguleikar á vinstri stjórn séu þó enn fyrir hendi. Hún vill meina að Þjóðvaki eigi hljómgrunn meðal kjósenda þótt hann hafi ekki fengið fleiri þingmenn en raun ber vitni. „Þjóðvaki er hreyfing og viðkvæm- ari fyrir öllum sveiflum og utanað- komandi áhrifum sem slík heldur en hinn dæmigerði stjórnmálaflokk- ur,“ segir hún. Ásta Ragnheiður segist áfram munu beita sér fyrir þeim málum sem hún hafí mest komið að til þessa. „Ég þekki velferðarkerfíð mjög vel og hvernig aðstæður fólks eru. Það þarf að rétta hlut láglauna- fólks og stemma stigu við atvinnu- leysinu." Ásta var loks spurð um velgengni F'ramsóknarflokksins. „Þetta er glæsileg útkoma og ég óska þeim til hamingju." Hjálmar Jónsson Anægjuefni hversu margir áttuðu sig „ Sj álfstæðismenn vinna góðan sigur. Fólk áttar sig á því að það er verið að fara einu mögu- legu leiðina út úr erfiðleikunum, út úr samdrættinum og efnahagslægð- inni. Það er ánægjuefni hversu margir hafa átt- að sig á því að þetta er eina leiðin til hagsældar, þ.e. að búa atvinnu- lífinu þau skilyrði að það geti rétt úr kútnum; með rétt skráðu gengi, með bættri rekstrarstöðu og öllum almennum skilyrðum," sagði Hjálmar Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra. „Næsta skref er að ná saman starfhæfri stjórn sem getur haldið áfram því verki sem var byijað. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur hafa veikan eins þingmanns meirihluta en ég tel að flokkamir eigi að hittast og ræða málin. Það er sjálfsögð kurteisi fyrst ríkis- stjórnin hélt velli. En það er líka sjálfsagt að skoða aðra fleti. Nú þarf virkilega trausta stjórn sem heldur áfram á Iíkri braut." Hjálmar sagðist hafa verið mikið á ferðinni í kosningabaráttunni og heyrt í mörgum. „Það er nauðsyn- legt fyrir þingmenn að vera í góðu sambandi við sína kjósendur. Ég er margs vísari um kjördæmið og möguleika þess. Hér eru ýmsir vaxtarmöguleikar, sem ég hlakka til að athuga með mínum mönn- um,“ sagði Hjálmar. Magnús Stefánsson Kjósendur kunnu að meta heiðar- legan mál- flutning „ÉG • ER mjög ánægður með út- komuna hjá okkur á Vesturlandi, þetta er glæsileg- ur sigur. Eg þakka hann heildstæðum og frambærilegum framboðslista, sem ég fann að kjósendur tóku mjög vel, og síðan tel ég að málefnastaða flokksins í heild hafi verið góð. Málflutningur var heiðarlegur og ég er nokkuð viss um að kjósendur hafi kunnað að meta það,“ sagði Magnús Stef- ánsson, annar maður á lista Fram- sóknarflokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Aðspurður um framhaldið sagði Magnús erfitt að spá í það. „Mér sýnist reyndar að fljótt á litið hljóti stjórnarflokkarnir að reyna að halda saman í hendur áfram, með einhveijum ráðum, en hvort það gengur upp er annarra að svara til um.“ Magnús sagðist hlakka til að takast á við ný verkefni og vonað- ist til að geta látið gott af sér leiða. „Ég sé að það kemur töluvert inn af ungu fólki úr öllum flokkum, þannig að það verður nokkur end- urnýjun í þingliðinu. Ég hlakka til að hitta þetta fólk og vinna með því.“ Magnús sagðist þakka öllum stuðningsmönnum og öðrum á Vesturlandi fyrir mjög skemmtilegt samstarf og mikla vinnu. „Það er auðvitað einn liðurinn í þessum góða sigri okkar að okkar fólk vann mjög vel við að koma flokknum á framfæri," sagði Magnús. ísólfur Gylfi Pálmason Fundum mjög góðan byr með okkur „VIÐ erum heldur ánægð með út- komuna og í raun og veru er þetta svipað og ég bjóst við,“ sagði Isólfur Gylfi Pálmason, nýr þingmaður Framsóknar- flokksins, en hann skipaði annað sæti á framboðslista flokksins í Suðurlandskjördæmi. „Við fundum góðan byr með okk- ur og svo hefur auðvitað verið sam- keppni um atkvæðin, sérstaklega vegna þess hve mörg framboð voru hérna. Ég er ekkert frá því að á lokasprettinum hafi Eggert Haukd- al fengið eitthvað örlítið að láni frá okkur eins og kannski öðrum." ísólfur Gylfi sagðist auðvitað vera mjög ánægður með þann árangur sem Framsóknarflokkur- inn hefði í heild sinni náð í kosning- unum. „Það er að koma inn ungt og frískt fólk með mismunandi reynslu sem verður til þess að flokkurinn verður breiðari, fijórri og frískari. Sérstaklega verður að telja árangur flokksins í Reykjavík og á Reykja- nesi mjög glæsilegan," sagði hann. Ýmsar hreyfingar hljóta að fara í gang Aðspurður um hvernig hann túlk- aði vaxandi fylgi Framsóknar- flokksins sagði Isólfur Gylfi að það hlyti að mega túlka það sem ósk kjósenda um að flokkurinn tæki sæti í ríkisstjórn, og ef mögulegt væri að segja að einhver einn flokk- ur væri sigurvegari í kosningunum þá væri það Framsóknarflokkurinn. „Mér finnst ríkisstjórnin standa mjög tæpt og það hljóta að fara ýmsar þreifingar í gang. Ef stjórn- arflokkamir treysta sér til að starfa áfram er auðvitað ekki hægt að banna þeim það, en ég held að ríkis- stjómin sé mjög veik eins og hún er. Það eru mjög mörg mál sem þeir eiga eftir óútkljáð og sem þeir eiga eftir að koma sér saman um, og hér í Suðurlandskjördæmi höfum við fundið mjög greinilega að þeir hafa ekki alveg dansað í takt,“ sagði hann. Kristín Halldórsdóttir Hefði getað hugsað mér betri úrslit „ÉG GET ekki neitað því að ég hefði getað hugs- að mér betri úrslit fyrir Kvennalist- ann. Hann hefur hins vegar, að mínu mati, náð mjög merkilegum árangri á þeim árum. sem hann hefur verið í ís- lenskum stjórnmálum. Ég held að hann eigi eftir að marka spor áfram. Engin ástæða er til að halda að við séum dottnar fit af borðinu," segir Kristín Halldórsdóttir, starfskona Kvennalistans og nýr þingmaður SJÁ BLAÐSÍÐU 8^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.