Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 9
r\r\r a<?er j'ota .rr 3UDAauL3ifl4 8 8 MORGUNBLAÐIÐ ... -.. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 B 9 ALÞINGISKOSNINGAR 35' 30 25' REYKJAVÍK. Fylgi stjórnmólaflokka í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 A B D G J V Aðrir REYKJANES Fyigi stjórnmólaflokka í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 A B D G J V Aðrir VESTURLAND. Fylgi stjórnmálaflokka í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 A B D G J V Aðrir VESTFIRÐIR. f,i9í stjórnmólaflokka í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 '87 '91 '95 '87 '91 '95 A B D G J V Aðrir NORÐURLAND V. f,i9i stjórnmólaflokka í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 V NORÐURLAND E. Fylgi stjórnmólaflokka MW í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 A B D G J V Aðrir AUSTURLAND. Fylgi stjórnmólaflokka 69 í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 10 B M '87 '91 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 A B D G J V Aðrir SUDURLAND. Fylgi stjórnmálaflokka í Alþingiskosningum 1987, 1991 og 1995 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 '95 '87 '91 '95 '87 '91 '95 A B D G J V Aðrir UM 64% þeirra Hvergerðinga sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um áfengisútsölu í bænum voru hlynntir opnun hennar. Atkvæðagreiðslan var haldin sl. laugardag, í kjölfar sam- þykktar á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis 9. mars sl. þess efnis að kanna vilja bæjarbúa í þessum málum. Hvergerðingar vilja áfengisútsölu Á kjörskrá voru 1.134, en 857 áfengisútsölu í Hveragerði voru eða 75,6% greiddu atkvæði. 548. Samtals 295 eða 34,4% af Þeir sem voru meðmæltir þeim sem greiddu atkvæði sögðu nei. Auðir seðlar voru 13 talsins og einn seðill reyndist ógildur. Einar Mathiesen, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að í kjölfar þessarar niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar muni bæjarstjórn óska eftir því að fá heimild til að setja upp áfengisútsölu í bænum. Mistök við taliiiiigii atkvæða á Suðurlandi VIÐ talningu atkvæða í Suðurlands- kjördæmi urðu þau mistök að 161 utankjörfundaratkvæði sem borist höfðu yfirkjörstjórn frá undirkjör- stjórn á Selfossi, voru ekki afgreidd áfram til formlegrar talningar í taln- ingarsal og voru því ekki talin. Mistökin komu fyrst í ljós við frá- gang yfirkjörstjórnar á kjörgögnum á talningarstað um hádegi á sunnu- dag. Atkvæði þau sem hér um ræðir voru ekki bókuð sem greidd atkvæði og höfðu því ekki áhrif á heildartölu greiddra atkvæða samkvæmt kjör- bókum og skýrslum til Hagstofu. Var talningu lokið án þess að nokkur mismunur kæmi í ljós á fjölda greiddra og talinn atkvæða. Yfirkjörstjórn boðaði umboðsmenn alla framboða í Suðurlandskjördæmi til fundar um umboðið og var gerð grein fyrir því að aflaga hafði farið við framkvæmd talningar og þeim gefínn kostur á að koma að athuga- semdum,sem komu engar fram. Ekki áhrif á úthlutun þingsæta í kjölfar þess voru utankjörfund- aratkvæði þau sem um ræðir með- höndluð lögum samkvæmt og þau talin að umboðsmönnuni framboða viðstöddum. Endanlegar kosningatölur í Suður- landskjördæmi eru eftirfarandi: A listi 877 atkvæði, B listi 3766, D listi 4310, G listi 2043, J listi 524, N listi 50, S listi 1105, V listi 294. Auðir seðlar voru 168 og ógildir 29. Samkvæmt útreikningum sem gerðir hafa verið að beiðni yfírkjör- stjórnar hafa framangreindar breyt- ingar á endanlegum kosningatölum í Suðurlandskjördæmi ekki í för með sér breytingu á úthlutun þingsæta, hvorki í kjördæminu sjálfu né á landsvísu, segir í frétt frá yfírkjör- stjórn. ------» ♦ ♦------ Jón Halldór Hannesson Undirtekt- irnar sæmi- legar „MIÐAÐ við þá kynningu sem við höfðum efni á að standa fyrir og þann aðgang sem við höfum að íjöl- miðlum, fínnst okkur undirtektirnar sæmilegar,“ segir Jón Halldór Hann- esson talsmaður Náttúrulagaflokks- ins sem fékk 0,6% fylgi á landsvísu í kosningunum. „Það hættu margir við að kjósa okkur á síðustu stundu því þeir töldu að atkvæðin myndu ekki nýtast. Við vorum komin upp í 2% í skoðana- könnunum i Reykjavík, en það er ekki nóg og þá hugsar fólk með sér að það vilji kjósa aðra.“ Jón Halldór segir að flokkurinn hafí ekki haft tök á því að eyða fé í auglýsingar, eitt blað hafi verið gefíð út í Reykjavik og því dreift í hús. Hafi sjóðir flokksins þar með gengið til þurrðar. „En þar sem við komumst að, til dæmis á vinnustöð- um, og náðum að tala við fólk í ein- hvern tíma fundum við mjög mikinn hljómgrunn. Við segjum að ríkis- stjórn sé spegilmynd þjóðarinnar og að það þurfí að örva sköpunargáfu þjóðarinnar og draga úr streitu í þjóðarvitundinni. Þetta skilur fólk mjög vel,“ segir hann. Jón Halldór segir ennfremur að Náttúrulagaflokkurinn sé alls ekki liðinn undir lok. „Út úr þessu kom mjög stór og öflugur kjarni sem er staðráðinn í því að halda áfram. Fólk hefur tengt okkur mjög mikið við þá sem stunda innhverfa íhugun. Staðreyndin er hins vegar sú að við eigum fjölda stuðningsmanna utan þess hóps, sem finnst við einfaldlega hafa rétt að mæla og vilja að við höldum starfínu áfram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.