Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGISKOSIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 B 11 Petrína Baldursdóttir Vissulega vonbrigði að detta út „MÉR ERU vissu- lega vonbrigði að detta út. Ég er rétt komin inn fyrir dyr Alþingis, búin að vera í eitt og hálft ár á þingi, og hefði haft áhuga á að takast á við þing- mennskuna næstu fjögur árin,“ segir Petrína Baldurs- dóttir, fyrrum þingmaður Alþýðu- flokks í Reykjaneskjördæmi. Petrína sagðist telja að ástæðan fyrir fylgistapinu í Reykjaneskjör- dæmi væri fyrst og fremst varnar- barátta flokksins. „Ég er að meina að við höfum þurft að taka á erfiðum málum í ríkisstjórnarsamstarfinu. Auðvitað setur það svip sinn á árangur okkar og líka það að fyrrum varaformaður okkar, Jóhanna Sig- urðardóttir, býður fram sér,“ sagði hún. Hún sagðist telja að tapað fylgi hefði meira eða minna farið til Þjóð- vaka og Framsóknarflokksins. Hún sagðist ekki vera búin að taka ákvörðun um hvað hún gerði sjálf. „Ég hef alltaf sagt að líf mitt byrji hvorki né endi í pólitík. Það er alveg á hreinu. Það er margt sem maður getur gert. Ég ætla bara að spá í spilin og láta ráðast hvort ég reyni eitthvað áfram í pólitíkinni, það verður bara að koma í ljós.“ Gunnlaugur Stefánsson Brýnast að sameina jafnaðar- menn „ÞAÐ ER áhyggjuefni að þegar jafnaðar- mannahreyfing hefur fest rætur á Austurlandi skuli vera vegið að henni með sér- stöku framboði sem kennir sig við jafnaðarstefnu og kröftunum sundr- að. Það hefur orðið til þess að styrkja Sjálfstæðisflokkinn," sagði Gunnlaugur Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokksins á Austurlandi. Hann sagði engan vafa leika á að framboð Þjóðvaka hefði leitt til þess að flokkurinn missti þingmann sinn í kjördæminu. Hefði Alþýðu- flokkurinn fengið 7 atkvæði í við- bót hefði Gunnlaugur ekki fallið í kosningunum. „Útkoma Alþýðuflokksins er verri en ég bjóst við að hún yrði, bæði fyrir flokkinn á landsvísu og á Austurlandi, sérstaklega í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn, hinn stjórnarflokkurinn, heldur að mestu leyti sínu fylgi. Það er ástæða fyrir Alþýðuflokkinn að staldra við og skoða sína stöðu. Þjóðin hefur ekki óskað eftir því kosningunum að Alþýðuflokkurinn haldi áfram í ríkisstjórn. Það sést best á því að hann tapar fjórðungi af fylgi sínu. Stærsta verkefni Alþýðuflokks- ins er að vinna að þvi að sameina jafnaðarmannahreyfinguna á ís- landi. Hún var ekki burðug fyrir og verður ekki sterkari klofin.“ Gunnlaugur sagðist telja eðlilegt að sigurvegarar kosninganna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæð isflokkur, töluðu saman og létu reyna á hvort þeir gætu myndað ríkisstjórn eins og virtist að þjóðin vildi. Skoðanakannanir sem gerðar voru á fylgi flokkanna fyrir kosningarnar Gallup fór næst úrslitum Heildarfrávikið hjá Félagsvísindastofnun 9,3 prósentustig NIÐURSTÖÐUR síðustu skoðanakannana, sem gerðar voru á vegum fjölmiðlanna á . fylgi flokkanna fyrir kosningarnar, fara flestar nokkuð nálægt kosningaúr- slitunum. Niðurstöður skoðanakönn- unar ÍM Gallups, sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið 5.-6. apríl, fóru einna næst atkvæðahlutfalli flokkanna. Litlu munaði einnig hjá FélagSvís- indastofnun, sem gerði könnun fyrir Morgunblaðið fyrr í vikunni, og hjá Stöð 2, sem gerði sína síðustu könn- un á sama tíma og Gallup. Nú bregður jafnframt svo við að niðurstöður skoðanakönnunar DV, sem gerð var 6. apríl, fara mjög nálægt kosningaúrslitunum, en út- koma kosningaspár, sem blaðið hefur gert til að leiðrétta skekkju í fyrri könnunum sínum, setur hins vegar allt úr skorðum og er fjarri lagi. Minnst frávik hjá Gallup í meðfylgjandi töflu má sjá frávik- in í niðurstöðum hverrar skoðana- könnunar um sig frá hinum eiginlegu kosningaúrslitum. Hér er farin sú leið að skoða frávikið hjá þeim sex flokkum, sem fengu yfir 1% fýlgi á landsvísu og leggja saman heild- arfrávikið. Þetta gefur mun réttari mynd en ef reiknað væri frávikið frá fylgi hvers einasta framboðs og síðan deilt í með heildarfjölda flokka og fram- boða og fengið meðalfrávik. Slíkt jafnar út heildarfrávik milli allra flokka, hvort sem þeir eru stórir eða litlir. Jafnframt skiptir máli að sjá hvaða könnun gefur réttasta mynd af afstöðu flestra kjósenda. Hjá Gallup er samanlagt frávik 4,6 prósentustig. Mesta frávikið hjá fyrirtækinu er í fylgi Þjóðvaka, sem mælist tveimur prósentustigum of hátt. í könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var 2.-4. apríl, er heild- arfrávikið 9,3%, og niðurstöður þeirr- ar könnunar, sem gerð var í byrjun síðustu viku, vanmeta fylgi Fram- sóknarflokksins og ofmeta fylgi Þjóð- vaka talsvert mikið. Þess má geta að í þeirri könnun Gallups, sem gerð var sömu daga og könnun Félagsvís- indastofnunar, var heildarfrávikið 11,5%, og munaði þar mestu á fylgi Þjóðvaka, sem var ofmetið, og Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags, sem var talsvert vanmetið miðað við kosningaúrslitin. í könnun Stöðvar 2 var heildarfrá- vikið 8,9% og munar þar mest um ofmat á fylgi Þjóðvaka og vanmat á fylgi Framsóknarflokksins. Sé litið á frávik sjálfrar skoðana- könnunar DV, er það ekki nema 1,8 prósentustig samanlagt, og fara nið- urstöðumar í öllum tilvikum mjög nálægt raunverulegu fylgi flokk- anna. Þegar DV hefur hins vegar reiknað út kosningaspá sína, er heild- arfrávikið orðið 11,6%, og munar mest um vanmat á fylgi Sjálfstæðis- flokksins og ofmat á fyigi Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks. Þess má geta að Skáís gerði könn- un fyrir Morgunpóstinn 31.-4. apríl. Heildarfrávikið frá fylgi flokkanna sex í þeirri könnun var 11,2 pró- sentustig og munaði mestu á fylgi Framsóknarflokksins eða 5 pró- sentustigum. Ánægja hjá könnuðum Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun, segist ánægð- ur með það hversu nálægt niðurstöð- ur stofnunarinnar hafi farið kosnin- gaúrslitum. Hann bendir á að könn- unin hafi verið gerð heldur fyrr í vikunni en aðrar kannanir. „Könnun- in er áreiðanlega góð mæling á stöð- unni eins og hún var á þeim tíma,“ segir Karl. Þorlákur Karlsson, ráðgjafi hjá ÍM Gallup, segir að þar á bæ séu menn mjög ánægðir með árangurinn. Hann segir Gallup vanda aðferðir sínar, til Hlutfallsl. fylgi á landsvísu í síðustu könnunum fyrir kosningar og úrslitin 1995 2í 3L6 oe „ 36,2 Síðustu skoðanakannanir og úrslit kosninganna 21,71 Alþýðuflokkur Framsóknarfl. S 2W M.pl., Félagsv.st., 2.-4. apríl RÚV, Gallup, 5.-6. apríl Stöð 2 og Bylgjan, 5. -6. apríl DV, kosningaspá, 6. apríl Kosningar 1995 álfstæðisfl. Alþýðubandalag Þjóðvaki DlDöl 1,5 MH1.4ÍS Kvennalisti Önnur framboð Samanburður á fráviki síðustu kannana fjölmiðlanna frá úrslitum kosninganna Félagsvísinda- Gallup, Stöð 2 og stofnun, M.bl. frávik RÚV frávik Bylgjan frávik DV frávik Kosninga- úrslit 1995 Alþýðuflokkur 10,6 0,8 11,5 0,1 11,1 0,3 11,8 0,4 11,4 Framsóknarflokkur 21,1 2,2 24,1 0,8 19,6 3,7 25,5 2,2 23,3 Sjálfstæðisflokkur 37,6 0,5 36,8 0,3 36,2 0,9 31,6 5,5 37,1 Alþýðubandalag 12,8 1,5 12,3 2,0 15,3 1,0 17,7 3,4 14,3 Þjóðvaki 11,3 4,1 8,2 1,0 9,6 2,4 7,1 0,1 7,2 Kvennalisti 5,1 0,2 5,3 0,4 5,5 0,6 4,9 0,0 4,9 Önnur framboð 1,5 1.8 1.7 1,4 , . 1>9 FRÁVIK samanlagt: 9,3 4,6 8,9 11.6 Niðurstöður flestra skoðanakannana fóru nokkuð nálægt kosningaúrslitum, skrifar Olafur Þ. Stephensen. Hann segir ýmislegt í niðurstöðunum benda til að línur á milli fylgishóps Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna séu að verða óskýrari. dæmis sé tekið slembiúrtak úr þjóð- skrá eins og hjá Félagsvísindastofn- un, en það sé vegið, meðal annars eftir kosningaþátttöku í seinustu kosningum með tilliti til aldurs, kyns og búsetu, til að fá sem réttasta nið- urstöðu. Jafnframt sé fyrirtækið að þróa úrtaksaðferð, sem byggist á raðúr- tökum, og hafi henni verið beitt nú. Þorlákur segist telja að hún geti gefið góða raun. Þorlákur segir það að sjálfsögðu skipta máli á hvaða tímapunkti sé kannað, enda séu skoðanir kjósenda að breytast framá síðasta dag, og seinasta könnun Gallups hafí náð að mæla fylgistap Þjóðvaka á lokasprettinum. Kristján Ari Arason, sem haft hefur umsjón með könnunum DV, vill lítið gera úr niðurstöðum kosn- ingaspár blaðsins og segir rétt að bera saman niðurstöður sjálfrar skoðanakönnunarinnar og annarra kannana. Hann bendir á að meðalfrá- vik niðurstaðna könnunarinnar frá kosningaúrslitum sé innan við 0,3%. Kristján segir ólíklegt að DV haldi áfram að gera kosningaspána, sem það hefur gert út frá niðurstöðum skoðanakannana sinna allt seinasta kjörtímabil. Ljóst sé að hegðun kjós- enda hafi breytzt. Ólafur E. Friðriksson hefur haft umsjón með gerð skoðanakannana hjá Stöð 2 og Bylgjunni, en þær eru gerðar með svipuðum hætti og kann- anir DV, þ.e. hringt eftir símaskrár- úrtaki og aðeins spurt einnar spurn- ingar, en ekki þráspurt til að fækka óákveðnum. Spurt er hvað svarendur hafi kosið síðast, og þannig fyigzt með því hvort úrtakið sé mjög bjag- að. Ólafur segir að skoðanakannan- irnar nú fyrir kosningarnar hafi gef- ið góða raun, og hann á von á að haldið verði áfram gerð skoðan- akannana á vegum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Breytingar á kosningahegðun? Ymislegt í niðurstöðum þeirra skoðanakannana, sem gerðar voru á lokaspretti kosningabaráttunnar, bendir til að aðstæður kunni að hafa breytzt frá fyrri tíð á þann veg, að óljósari skil séu á milli fylgis Sjálf- stæðisflokksins og fylgis annarra flokka en áður. Þannig byggist kosn- ingaspá DV á þeirri reynslu af fyrri könnunum blaðsins að fylgi Sjálf- stæðisflokksins mældist alltaf of hátt, rniðað við kosningaúrslit. Telja má að það hafi verið vegna þess að tiltölulega stór hópur var yflrleitt óákveðinn í könnunum DV. Það hafa verið viðtekin sannindi meðal skoðanakönnuða hér á landi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi alltaf frekar lítið í óákveðna fylginu. Þeir, sem segist óákveðnir, séu fremur lík- legir til að eiga erfitt með að gera upp á milli vinstri flokkanna en að velja á milli hægri og vinstri. Með þetta í huga hafa bæði Fé- lagsvísindastofnun og Gallup þrá- spurt kjósendur til að ná niður hlut- falli óákveðinna. í annarri spurningu hefur verið spurt hvað sé líklegast að menn kjósi, og í þriðju spurningu hvort líklegra sé að menn kjósi Sjálf- stæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða iista. Þeim, sem segjast þá líklega munu kjósa einhvem ann- an, er þá skipt á vinstri flokkana í hlutfalli við það fylgi, sem þeir fengu eftir tvær fyrri spurningarnar. Þessi aðferð hefur nær ævinlega lækkað fylgi Sjálfstæðisflokksins hjá Gallup og Félagsvísindastofnun, en DV hefur farið þá leið að reikna fylgi flokksins niður eftir einhverri reikni- formúlu, sem blaðið hefur ekki gefíð upp. Að þessu sinni gefur sú aðferð afleita raun, enda tekur hún ekkert tillit til þess að aðstæður kunni að hafa breytzt. Nokkrar vísbendingar úr skoðana- könnunum fyrir nýafstaðnar kosn- ingar benda hins vegar til að þessi sannindi eigi ekki endilega við í sama mæli. Þannig hækkaði fylgi Sjálf- stæðisflokksins eftir aðra spurning- una í seinustu könnun Félagvísinda- stofnunar, sem mun vera nánast einsdæmi. Jafnframt hækkaði hlutfali óá- kveðinna talsvert hjá Gallup er fyr- irtækið breytti spumingum sínum og spurði hvað menn hygðust kjósa „á laugardaginn", fremur en að spytja með orðalaginu „ef alþingis- kosningar yrðu haldnar á morgun“. Þetta hafði hins vegar þau áhrif að fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist afar lágt. Loks má benda á að þrátt fyrir talsvert hátt hiutfall óákveðinna í könnun DV fór hún mjög nálægt lagi um fylgi Sjálfstæðisflokksins. Sú tilgáta, að flokkurinn eigi meira í óákveðna hópnum en áður, er hér með engan veginn sönnuð og má eflaust hrekja hana á ýmsan veg, en hún er samt ekki ólíkleg, ef haft er í huga að gögn úr-skoðána- könnunum Félagsvísindastofnunar sýna einnig að talsverð hreyfing hef- ur verið á fylgi milli Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks og á milli ' • Sjálfstæðisflokks og Þjóðvaka. Og tilgátan er heldur ekki ólíkleg í því ljósi, að almennt má segja að minni munur sé á stefnu hægri og vinstri flokka eftir lok kalda stríðsins en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.