Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 86. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Óttast nýja mafíu Róm. Reuter. ÍTÖLSK yfirvöld hafa áhyggjur af því að umsvif glæpasamtaka í suð- urhluta landsins á alþjóðavettvangi séu óðum að verða jafnmikil og umsvif mafíunnar á Sikiley. Bruno Silcari, æðsti saksóknari Ítalíu í baráttunni gegn mafíunni, sagði á blaðamannafundi í gær að Ndrangheta-samtökin einokuðu nú nær sölu á heróíni og hefðu nýtt sér það tækifæri sem bauðst er mafían átti í vandræðum. Á meðan lögregluyfirvöld einbeittu sér að því að uppræta mafíuna var starfsemi Ndrangheta gefinn lítill gaumur. Samtökin Ndrangheta eiga upp- tök í Kalibríu en hafa fært út starf- semina til allrar Ítalíu, flestra Evr- ópuríkja, Bandaríkjanna og Ástral- íu. Á síðustu öld var um leynileg bændasamtök að ræða en að síðari heimsstytjöldinni lokinni fóru sam- tökin að einbeita sér að almennri glæpastarfsemi, mannránum og fjárkúgun. Talið er að félagar í Ndrangheta telji um fimmtán þús- und og skiptast samtökin í 160 ættir. Hafa um hundrað manns fall- ið í innbyrðis átökum milli ætta í borginni Reggio Calabria á undan- fömum árum. Silcari sagði að Ndrangheta reyndi líkt og mafían að styrkja stöðu sína með því að afla sér tengsla í stjórnmálaheiminum. Reuter Bhutto í Hvíta húsinu BENAZIR Bhutto, forsætisráð- herra Pakistan, átti í gær fund með Bill Clinton Bandaríkjafor- seta í Washington. Clinton sagði blaðamönnum að hann væri sammála þeirri skoðun Bhutto að Pakistanar hefðu verið með- höndlaðir á óréttlátan hátt vegna vopnakaupasamninga við Bandaríkin. Pakistanar hafa samið um kaup á vopnum fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala og hafa þegar greitt 600 milljónir dala vegna kaupa á 28 F-I6-orr- ustuþotum. Bandaríkjamenn neita hins vegar að afhenda vopnin vegna laga sem banna viðskipti við ríki, sem grunuð eru um að þróa kjarnorkuvopn. Bhutto hefur gagnrýnt þessa afstöðu harðlega og krafist þess að Pakistanar fái peninga sína endurgreidda hyggist Banda- ríkjamenn ekki standa við sinn hluta samningsins. Sagðist Clinton ætla að hvetja Banda- ríkjaþing til að sýna „sveigjan- Ieika“ í málinu. Rússar ráðast gegn uppreisnarmönnum Hætta á versn- andi sambúð við íslömsk ríki Dushanbe. Reuter. RÚSSNESKAR herþyrlur gerðu í gær aðra eldflaugaárás á tadsíska uppreisnarmenn á landamærum Tadsíkistan og Afganistan. Er tal- ið að um 30 manns hafi fallið í árásinni en í þeirri fyrri, sem gerð var í gærmorgun, féllu 17 manns. Þetta eykur hættuna á því að Rússar dragist inn í enn ein átök- in við íslamska uppreisnarmenn. Rússar og fleiri aðildarþjóðir Samveldis sjálfstæðra ríkja hafa sent hermenn til eftirlits á landa- mærunum vegna árása íslamskra uppreisnarmanna á héraðið Gorno-Badakhshan í Tadsíkistan. Vopnahlé var samþykkt á síðasta ári en uppreisnarmenn rufu það fyrr á þessu ári í kjölfar þingkosn- inga, sem þeir segja hafa verið óréttlátar. Hafa uppreisnarmenn- irnir komið sér fyrir í Afganistan og gera þaðan árásir. I fyrrinótt gerðu þeir árásir á landamæra- verði, myrtu þijá og særðu fimmt- án en alls hafa að minnsta kosti 29 landamæraverðir látið lífið í átökunum. 170 uppreisnarmenn féllu í átökunum. Rússar í vanda Bardagarnir sem blossað hafa upp nú setja Rússa í mikinn vanda. Rússnesk stjórnvöid, sem eiga í stríði við íslamska uppreisnar- menn í Tsjetsjníju, verða að ákveða hvort þau eigi að flækja sig í önnur átök. „Ef menn okkar yfirgefa Tadsíkistan mun draga mjög úr áhrifum Rússa í Mið-Asíu og suðurlandamæri Rússlands yrðu því sem næst opin,“ sagði í rússneska dagblaðinu Krasnaja Zveda. „Ef þeir verða áfram [í Tadsíkistan], verða Rússar þá efnahagslega og hernaðarlega færir um að bera stríðsbyrðar í Tadsíkistan, auk annarra vanda- mála? Og jafnvel þó að þeir geti það, verður Rússland þá ekki „óvinur númer eitt“ gagnvart ger- völlum hinum íslamska heirni?" Hvatt til sáttafundar Sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna í átökum uppreisnarmanna við tadsísk stjórnvöld, Úrúgvæ- maðurinn Ramiro Piriz-Ballon, sagði fréttamönnum að hann hefði hvatt stríðandi fylkingar til að samþykkja sáttafund sem haldinn yrði á næstu dögum í Moskvu. Sagði hann viðræðurnar á mjög viðkvæmu stigi. Að sögn Piriz-Ballon hafa Rúss- ar og Imomali Rakhmonov, forseti Tadsíkistan, fallist á tillögu hans um fund í Moskvu en fulltrúar uppreisnarmanna hafa ekki gefið svar. Vilja tengjast Rúmeníu STÚDENTAR í Chisinau, höfuð- borg Moldóvu, hrópa slagorð á mótmælafundi. Kröfðust þeir af- sagnar ríkisstjórnar landsins og að rúmenska yrði tekin upp að nýju sem opinbert tungumál. Reuter Fiskveiðideila ESB og Kanada Reynt að finna lausn Brussel. Reuter. SAMNINGAMENN Evrópusam- bandsins og Kanada hittast á fundi í dag. Verður mikil áhersla lögð á að leysa fiskveiðideilu ríkjanna á þeim fundi þar sem Kanadamenn hafa ella hótað frekari aðgerðum gegn spænskum togurum. Samningamennirnir sátu á fund- um í gær en nær engar fregnir hafa borist af því hvað þar fór fram. Segja embættismenn ESB það sýna á hversu viðkvæmu stigi málið sé. Spænsk stjórnvöld krefjast þess að ESB fái helming þess 27 þúsund tonna grálúðukvóta sem ákveðinn hefur verið á miðunum fyrir utan lögsögu Kanada. Spænskir embætt- ismenn gáfu hins vegar í gær í fyrsta skipti í skyn að hugsanlega væru þeir reiðubúnir að sýna sveigjanleika til að leysa deiluna. Sagði einn þeirra í samtali við Reuters-fréttastofuna að Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, hefði fallist á lægra hlutfall. Jennifer Sloan, talsmaður kanad- íska utanríkisráðuneytisins, sagði að í raun hefði samkomulag náðst í deilunni sl. miðvikudag. Viðræðurn- ar nú snerust einungis um það hvernig kynna ætti samkomulagið. * Aform austur-þýskra stjórnvalda Stasi hugðist handtaka tug'i þúsunda borgara Berlín. Reuter. FYRRVERANDI austur-þýska öryggislögreglan Stasi gerði á sínum tíma áætlanir um að hand- taka allt að 86 þúsund andófs- menn og fólk sem gagnrýnt hafði stjórnvöld, ef til alvarlegra upp- þota eða óeirða kæmi. Embættismenn hjá stofnun þeirri, er geymir gömul Stasi- skjöl, greindu frá því í gær að allar 211 svæðisskrifstofur Stasi voru reiðubúnar að setja upp fangabúðir, umluktar gaddavírs- girðingum og varðturnum, innan sólarhrings eftir að skipanir bær- ust um slíkt frá stjóminni í Aust- ur-Berlín. Þá var ætlunin að handtaka einnig allt að 26 þúsund útlend- inga, þar á meðal 855 diplómata og blaðamenn er störfuðu í Aust- ur-Berlín, ef neyðarástand brytist út. „Þessar aðgerðir hefðu ekki einungis beinst gegn þekktum andófsmönnum heldur öllum, sem ekki voru ánægðir. Það hefði hver sem er getað horfið," segir Klaus-Dietmar Henke, sagnfræð- ingur við Gauck-stofnunina í Berlín. Hann segir að rannsóknir á skjölum hafi leitt í ljós að Stasi hafí byijað að framkvæma í okt- óbermánuði árið 1989, skömmu áður en Berlínarmúrinn féll. Upp- reisnin gegn stjórnvöldum hafí hins vegar verið of langt á veg komin. „Það voru hreinlega of margir á götum Leipzig-borgar árið 1989,“ segir Henke. Stasi ætlaði þegar í stað að fangelsa 2.955 einstaklinga ef til óeirða kæmi og 10.726 átti að setja í fangabúðir. Þá var búið að skrásetja 72.258 einstaklinga til viðbótar sem fylgjast átti grannt með og handtaka ef þeir virtust líklegir til mótmæla. Fangana átti að geyma í tóm- um fangelsum, veitingastöðum, höllum og sýningarhöllinni í Leipzig. í einum bæ höfðu tveir bíiskúrar verið fráteknir í þessum tilgangi. Ætlun Stasi var síðan að starfsmenn öryggislögregl- unnar myndu dulbúast sem fang- ar til að komast að því hvað færi fram innan veggja fangabúð- anna. Búið var að hanna búninga jafnt fyrir fanga og þá fanga sem yrðu tilnefndir „hópstjórar". „Þetta var allt skipulagt með dæmigerðri þýskri nákvæmni, það var ekkert svigrúm til tilvilj- ana,“ segir Thomas Auerbach, sem samdi skýrslu um málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.