Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lánardrottinn í mál vegna gjaldþrots Stjórnarmenn bök- uðu sér ekki ábyrgð HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær tvo fyrrverandi stjórnarmenn og aðalhluthafa í Híbýlum hf. á Akureyri af kröfum BYKO, sem taldi þá hafa bakað sér skaðabótaábyrgð með því að láta félagið gangast undir skuldbindingar við BYKO, sem þeir vissu eða máttu vita að það gæti ekki efnt. Fór BYKO fram á að þeim væri gert að greiða rúmar 4 milljónir króna. Hjúkrunarheimili í Suður-Mjódd Samþykkt að ganga til sam- starfs við Rauða krossinn Morgunblaðið/RAX Kristskirkja Stytta af Þorláki helga KAÞÓLSKI söfnuðurinn á ís- landi hefur látið gera tréstyttu af Þorláki helga biskupi og kom hún til lands í síðustu viku. Ætlunin er að afhjúpa styttuna formlega í Kristskirkju 20. júlí, á Þorláksmessu hinni síðari, en þann dag árið 1198 voru líkams- leifar Þorláks teknar upp og settar í skrín í Skálholtskirkju. Þorlákur er í hvítum kufli, eins og var siður Agústínusar- munka á þeim tíma, og heldur á bagli að biskupa sið. Bagallinn er eftirlíking af íslenskum bagli sem fannst á Grænlandi og er frá 12. öld. Styttan er 1,20 m. á hæð, skorin úr tré og máluð í Róm og kostar 300.000 krónur. Veitti íslenska ríkið 75.000 krónur til gerðar hennar. Listamennirnir heita Danilo og Mauro Trisc- iuzzi og segist séra Jakob Rol- land prestur í Landakotskirkju hafa heillast mjög af verkum þeirra er hann var við nám í Róm fyrir tveimur árum. Stuðst við Þorláks sögu helga Séra Rolland segir ennfremur að ekki sé til mikið af teikning- um af Þorláki helga. Elstu myndirnar séu frá 14. öld en þær gefi ekki miklar vísbend- ingar um hvernig hann leit út. Einnig sé til altarisklæði frá 15. öld í Þjóðminjasafninu, með mynd, en myndin sé það gömul að erfitt sé að ráða útlit biskups af því. Hafi hann því brugðið á það ráð að styðjast einnig við lýsingar úr Þorláks sögu helga og senda til Ítalíu. „í byrjun 13. aldar varð 20. júlí lögmætur helgidagur og var mesti hátíðisdagur Skálholts- kirkju öldum saman. Núverandi páfi viðurkenndi síðan upptöku Þorláks helga í tölu dýrlinga en hann hafði fallið í gleymsku eftir siðaskiptin og hans var hvergi getið í dýrlingatali. Einnig útnefndi páfi Þorlák helga sem verndardýrling ís- lendinga,“ segir séra Rolland. Að ofan má sjá hann við Þorláks- styttuna sem ætlunin er að koma upp í Kristskirkju 20. júlí. BORGARRÁÐ hefur samþykkt vilja- yfirlýsingu um að ganga til sam- starfs við Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands um byggingu hjúkrun- arheimilis fyrir aldraða í Suður- Mjódd. Um er að ræða hjúkrunarheimili með allt að 80 rúmum og er kostnað- ur áætlaður um 480 milljónir króna. í bókun Sjálfstæðisflokks í borgar- ráði er einhliða riftun borgaryfir- valda á samstarfí við Eir harðlega gagnrýnd. í bókun Reykjavíkurlist- ans segir að markmið með samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða krossins og fleiri aðila sé að hraða fram- kvæmdum svo fá megi ný rými sem fyrst með sem minnstri bindingu ijár- majgns á þessu ári. I bókun Sjálfstæðisflokks segir að samstarfí borgaryfirvalda við Eir hafí verið rift án viðhlítandi skýring- ar og að þriggja ára undirbúnings- starfí vegna byggingar hjúkrunar- heimilis í S-Mjódd með 126 rýmum að engu haft. Samkvæmt nýlegri könnun sé þörf á um 280 nýjum hjúkrunarrýmum í borginni. Þá segir, „Þrátt fyrir þessa stað- reynd leggur R-listinn nú til að ein- ungis verði byggt hjúkrunarheimili með 50 rýmum í fyrsta áfanga en gert er ráð fyrir að 30 rými bætist við síðar. Þessi ákvörðun sýnir lítinn metnað R-listans í þessum mikilvæga málaflokki." BYKO vildi láta reyna á ábyrgð stjórnarmanna í málinu og hélt því fram, að fjárhag félagsins hefði ver- ið svo komið, áður en stofnað var til viðskiptanna, að stjórnarmönnunum hefði verið orðið skylt að gefa búið upp til gjaldþrotaskipta. I dómi Hæstaréttar, sem er stað- festing á niðurstöðu héraðsdóms, segir, að ósannað sé að stjórnar- menninrir hafi séð fram á það á fyrstu mánuðum ársins 1989 að fé- lagið gæti ekki staðið í skilum við lánardrottna sína. Þá hafí viðskipti félagsins við BYKO ekki leitt til van- efnda, en Híbýli hf. voru tekin til gjaldþrotaskipta í október 1989, að beiðni stjórnarmanna sjálfra. „Um stöðu áfrýjanda [BYKO] er einnig á það að líta, að hann lét við- skiptin vorið 1989 ganga fram án þess að láta á það reyna hvorttilmæl- um hans um persónulegar ábyrgðir af hálfu fyrirsvarsmanna félagsins yrði sinnt, en þess átti hann fullan kost. Verður skaðabótaábyrgð á hendur stefndu ekki á því byggð, að þeir hafi brugðist honum í þessi efni,“ segir í dómi Hæstaréttar. í bókun Reykjavíkurlistans segir að vilji sé til að auka á fjölbreytni í þeim úrræðum sem öldruðum standi til boða í borginni og að borgaryfír- völd eigi fleiri kosta völ. Fram kemur að ákvörðunin sé í samræmi við stefnu sem mörkuð hafi verið um að hverfatengja hjúkrunarheimilin og að þau verði sem einn hlekkur í þjónustukeðju borgarinnar. Skortur arfleið frá fyrri árum Jafnframt segir: „Skortur á hjúkr- unarrýmum í borginni er arfleifð frá fyrri árum sem mikilvægt er að bregðast við með margháttuðum aðgerðum óg í samstarfi við fjöl- marga aðila.“ Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Notfærði sér bágindi annars HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær 15 mánaða fangelsisdóm yfir manni, sem var sekur fundinn um að hafa blekkt áfengissjúkling til að veita veð í íbúð sinni, sem leiddi til þess að íbúðin var seld nauðung- arsölu. Maðurinn hafði verið atvinnu- laus um tíma, eftir að honum var sagt upp starfi fulltrúa á áfengis- meðferðardeild. Á meðan hann gegndi því starfi kynntist hann sjúklingi, sem hann fékk síðar til að veita veð í íbúð sinni og gefa út skuldabréf. Bréfin komust í vanskil og í febrúar sl. var íbúð áfengissjúklingsins seld nauðung- arsölu. Gátu ekki staðið í skilum í dómi Hæstaréttar kemur fram, að eins og fjárhag mannsins og eiginkonu hans hafi verið hátt- að, þegar hann fékk sjúklinginn til fjárhagsskuldbindinganna, hafi honum ekki getað dulist að þeim hjónum yrði ókleift að standa í skilum. Óhjákvæmilega yrði því gengið að fasteigninni. Hæstiréttur telur hafíð yfir vafa að manninum hafí, sem starfs- manni áfengismeðferðardeildar- innar, verið ljóst hvernig högum áfengissjúklingsins var komið. Vegna starfa sinna þar hafi hann haft sérstöðu umfram aðra gagn- vart sjúklingnum og í skjóli henn- ar notfært sér bágindi hans til að afla sér fjárhagslegs ávinnings á kostnað hans. Hæfíleg refsing hans sé fangelsi í 15 mánuði. Eru banndagar algerir banndagar? Smábátaeigendur fyrir vestan ætia að láta á það reyna hvort laga- fifrírmæli ráðuneytisins um banndaga standist. Páll Þórhallsson kynnti sér lögfræðileg- ar röksemdir sjómanna og ráðuneytisins. FISKISTOFA kærði í gær smábátaeigendur fýrir vestan fyrir veiðar á banndögum. Smábátaeigendur hafa ákveðið að láta á það reyna hvort auglýs- ing ráðuneytis um banndaga fái staðist. Byggja þeir á lögfræðiáliti um að banndagar geti lögum sam- kvæmt ekki verið algerir banndag- ar. Þótt smábátum séu bannaðar veiðar á kvótabundnum tegundum tiltekna daga ársins geti bannið ekki náð til þess að þeim séu allar veiðar óheimilar þá daga, líka á tegundum sem enginn kvóti er á. Ámi Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir hins vegar að lagafyrirmæli ráðuneytisins séu byggð á hefð- bundnum skilningi á því hvað séu banndagar auk þess sem línuveiðar séu til þess fallnar að krækja í kvótabundinn físk. Auglýsingin gangi lengra en lögin Samkvæmt lögfræðiáliti Tryggva Gunnarssonar hrl. gengur auglýsing nr. 414/1994 um bann við veiðum krókabáta á fiskveiðiár- inu 1994/1995 of langt er hún bannar aliar línu- og handfæra- veiðar krókabáta á tilgreindum dögum. Auglýsingin gangi lengra en lög nr. 38/1990 um stjóm físk- veiða veiti heimild til. Eins og kunnugt er verða reglu- gerðir og önnur fyrirmæli ráðherra að eiga sér stoð í lögum og hvað íþyngjandi reglur varðar mega þau ekki ganga lengra en lögin segja til um. I 6. gr. laga um stjórn fískveiða segir að bátar minni en 6 brúttó- lestir skuli sæta ákveðnum veiðitakmörkunum. Veiðar eru meðal annars bannaðar tiltekna daga, en Tryggvi bendir á að ekki sé nánar skýrt við hvaða veiðar sé átt. Tilgangurinn með veiði- banninu hljóti að vera að takmarka sókn í þá nytjastofna sem settir eru undir kvóta. í 7. gr. laga um stjórn fiskveiða sé skýrt kveðið á um að veiðar á þeim tegundum sjávardýra, sem ekki sæta takmörkun á leyfílegum heildarafla, séu frjálsar öllum þeim skipum, sem leyfi fá til veiða í atvinnuskyni. Tryggvi bendir á að gæta verði jafnræðis og ekki megi gera upp á milli þeirra sem gera út smábáta og þeirra sem gera út fiskiskip. Fiskiskipum á aflamarki sé nefnilega heimilt að stunda veið- ar á tegundum utan kvóta, hvort sem viðkomandi fiskiskip hafí veitt árlegt aflamark sitt eður ei. Einnig nefnir hann að skv. 69. gr. stjórnarskrárinnar þurfi skýra og ótvíræða lagaheimild til að tak- marka atvinnufrelsi manna. Sveinbjörn Jónsson á Suðureyri segir að auk þessa byggi sjómenn- irnir á grundvallarreglum um mót- stöðurétt borgaranna gegn órétti. Hefðbundinn skilningur Árni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri segir fyrirmæli ráðuneytisins byggð á því að banndagur sé banndagur. Það sé hefðbundinn skilningur að þá megi engar veiðar stunda og við síðustu breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, árið 1994, hafi löggjafinn miðað við ákveðna framkvæmd banndaga sem lengi hafí verið við lýði. Þessi afstaða ráðuneytisins styðjist við lögskýringargögn, almenna orða- lagsnotkun í ‘fiskveiðistjórnunar- málum og virkni ákvæðanna. Og hvað sem öðru líði séu línuveiðar smábátanna til þess fallnar að veiða kvótafisk. Að sögn Árna Múla Jónassonar hjá Fiskistofu verða aðgerðir yfir- valda gagnvart smábátaeigendun- um fyrir vestan tvíþættar. Annars vegar hafi verið kært til sýslu- manna í viðkomandi umdæmum. Sýslumenn taki svo ákvörðun um hvort mál verði send ríkssaksókn- ara. Hins vegar verði stjómsýslu- úrræðum líka beitt þar sem krafist verði leyfissviptingar og álagning- ar gjalds vegna ólögmæts sjávar- afla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.