Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 5 FRÉTTIR Viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli hefur starfað í rúm tvö ár Þrátt fyrir harðnandi samkeppni ber markaðsstarf árangnr Þrátt fyrir harðnandi samkeppni á alþjóðleg- um viðhaldsmarkaði hefur Flugleiðum tekist að ná samningum við erlend flugfélög um við- hald á flugvélum. Egill Ólafsson heimsótti viðhaldsstöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. VIÐHALDSSTÖÐ Flug- leiða á Keflavíkurflug- velli hefur tekist að hasla sér völl á alþjóð- legum viðhaldsmarkaði. I ár og í fyrra náði stöðin samningum um viðhald á nokkrum Fokker-50 flug- vélum. Að sögn Guðmundar Páls- sonar, framkvæmdastjóra tækni- sviðs og stöðvarreksturs, hefur verið harðsóttara fyrir Flugleiðir að ná árangri á þessu sviði en gert var ráð fyrir í upphafi þegar ákveðið var að byggja nýja við- haldsstöð á Keflavíkurflugvelli. Astæðan sé sífellt harðnandi sam- keppni á þessum markaði. Viðhaldsstöð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli tók til starfa 24. febrúar 1993. Öll starfsemi við- haldsdeildar var flutt í nýju stöðina nema hvað línuviðhald á Fokker-50 vélum er enn í Reykjavík. Starfs- . menn viðhaldsstöðvarinnar eru nú um 150. Þeim var fjölgað um 20 fyrir um hálfu ári. Astæðan er m.a. sú að tekist hefur að fá við- haldsverkefni frá útlöndum. Samningar um skoðun á Fokker-50 vélum Á síðasta ári sá viðhaldsdeild Flugleiða um stórskoðun á þremur Fokker-50 flugvélum fyrir norskt flugfélag. Guðmundur sagðist gera sér vonir um að framhald yrði á þessum viðskiptum. Gera þyrfti stórskoðun á vélunum aftur á næsta ári. Nýlega náðu Flugleiðir samningi við SAS um stórskoðun á þremur Fokker-50 vélum. I samningnum eru fyrirheit um skoðun á fleiri vélum, en SAS á 22_Fokker-50 vélar. Verðmæti samningsins er 20-30 milljónir króna. Flugvélam- ar koma til landsins í júlí. „Markaðsstarf okkar hefur stað- ið í eitt og hálft ár og á þeim tíma höfum við náð að koma okkar nafni á framfæri við mjög marga aðila. Nú hrúgast inn beiðnir um tilboð í verk sem við fengum aldr- ei áður. Árangurinn af markaðs- starfinu er því greinilegur," sagði Valdimar Sæmundsson, deildar- stjóri skipulags- og söludeildar. Harðnandi samkeppni á alþjóðlegum markaði „Það er gífurlega hörð sam- keppni á þessum alþjóðlega við- haldsmarkaði og miklu harðari en hefur sést nokkru sinni áður. Ástæðan fyrir þessu er sú að á síðasta áratug var mikill uppgang- ur í fluginu og mikil þensla. Það var framleitt óheyrilegt magn af flugvélum. Það leit út fyrir að gömlu flugvélunum yrði haldið við lengi, sem hefði þýtt að þær hefðu þurft mjög mikið viðhald. Vegna VERIÐ var að ljúka A-skoðun á Aldísi 737-400 vél Flugleiða í gær. í ljós kom smávægilegur leki í fóðringu í hjólabúnaði. Vel gekk að gera við bilunina. Morgunblaðið/RAX FLUGVIRKJAR Flugleiða fundu Aldísar. Hurðin var tekin þessarar þenslu var byggt mjög mikið af flugskýlum. Fjöldi fyrir- tækja byggði risaflugskýli til að taka að sér viðhald fyrir aðra. Síðan breyttist mjög margt í alþjóðlegu flugumhverfi og það leiddi til kreppu. Fjölda flugvéla var hreinlega lagt til langs tíma. Ekkert varð úr þeirri viðhaldsvinnu sem menn áttu von á og nú standa þessi stóru flugskýli, sem hafa mörg hver ráðist í miklar íjárfest- ingar, verkefnalaus," sagði Valdi- mar. Valdimar sagði að þessi harða samkeppni hefði leitt til verðlækk- unar á viðhaldsþjónustu. Viðhalds- þjónusta á Fokker-50 vélum væri núna t.d. 15-20% ódýrari en hún var fyrir tveimur árum. Leiðandi í viðhaldi á Fokker- 50 vélum Valdimar sagði að Flugleiðir væru núna leiðandi fyrirtæki í við- haldi á Fokker-50 vélum, bæði hvað varðar verð og gæði þjón- litla sprungu í hurð á farmklefa af og sprungan lagfærð. ustunnar, en fjögur fyrirtæki í heiminum keppa aðallega á þess- um markaði. Hann sagði að Flug- leiðum hefði tekist að ná þessu SAS-verkefni þrátt fyrir að við- haldsdeild SAS hefði boðið í verkið. Guðmundur sagði að umframaf- kastageta viðhaldsstöðvarinnar væri um 20%. Hann sagði að stöð- in gæti aukið afkastagetuna með því að bæta við mannskap. Það yrði gert ef tækist að ná fleiri al- þjóðlegum viðhaldsverkefnum. Guðmundur sagði að skortur á velmenntuðum flugvirkjum væri ekki vandamál fyrir Flugleiðir. „Islenskir flugvirkjar eru vel- menntaðir og það er sóst eftir þeim í vinnu erlendis. Ég get nefnt sem dæmi að íslenskir flugvirkjar hafa stofnað fyrirtæki í Indónesíu og sjá um viðhald á flugvélum þar fyrir eitt flugfélag. Einn fyrrver- andi starfsmaður okkar er orðinn tæknistjóri fyrir flugfélag á Ind- landi,“ sagði Guðmundur. Á SKRÚFUDEILD var verið að fa Flugvirkjar töldu þörf á að gera Umsjón með viðhaldi Viðhaldsstöð Flugleiða hefur tekist að ná samningum um við- haldsumsjón fyrir önnur flugfélög. „Viðhald á einni Fokker-50 vél felur í sér 724 mismunandi við- haldsverk. Sum eru unnin á hveij- um.degi og sum á 12 ára fresti. Það er mikil vinna fólgin í því að halda utan um stjórn á þessari við- haldsvinnu. Okkur hefur tekist að ná samningum um að taka að okk- ur viðhaldsumsjón fyrir sænskt flugfélag sem er að byija rekstur á Fokker-50 vélum. Það eru mörg minni félög að færa sig yfir í rekstur Fokker-véla og því teljum við okkur eiga mögu- leika á að vinna markað á þessu sviði,“ sagði Valdimar. Rétt að byggja upp viðhaldsstöð hér á landi Kostnaður við viðhald á flugvél- um er mikill. Árleg velta viðhalds- deildar Flugleiða er um 1,5 milljarð- ra yfir skrúfu úr Fokker- 50 vél. lagfæringar á einu skrúfublaði. ar. Kostnaðurinn felst ekki síst í dýrum varahlutum og varahlutalag- er. Flugleiðir þurfa t.d. að eiga tvo aukahreyfla, en einn hreyfíll kostar um 320 milljónir króna. Verðmæti varahreyfla og varahluta sem Flug- leiðir eiga er yfir 2,5 milljarðar króna. Innan Flugleiða hefur þeirri spurningu stundum verið veit upp hvort hagkvæmara sé að kaupa við- haldsþjónustu frá útlöndum en að reka eigin viðhaldsdeild. „Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Flugleiðum að vera með viðhaldið áfram hér á landi. Það voru uppi vangaveltur um hvort það væri skynsamlegt. Ég tel að það hafi tekist mjög vel til og það hafí verið rétt ákvörðun að byggja viðhaldið upp á íslandi og bjóða þessa vinnu til útflutnings. Það er hægt að bera þetta saman við okk- ar skipasmíðaiðnað sem hefur á fáum árum flust úr landi að veruleg- um hluta. í staðinn fyrir að flytja vinnuna út erum við að flytja vinnu inn í landið,“ sagði Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.