Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íbúar höfuðborgarsvæðis, 55-74 ára, spurðir um framtíðarhúsnæðisóskir Helmingxir ætlar alltaf að búa þar sem hann býr nú SAMTÖK sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu létu í vetur gera könnun á hugmyndum, skoðanum og óskum íbúa höfuðborgarsvæðis- ins á aldrinum 55-74 ára á hús- næðismálum aldraðra. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar fyrir skömmu. Langalgengast er að fólk búi í eigin húsnæði eða 96% aðspurðra. 3% búa í leiguhúsnæði og 1% í húsnæði í eigu ættingja. 30% svar- enda býr í einbýlishúsum, 14% í rað- eða parhúsi, 32% í fjölbýlishús- um og 24% í tvíbýlishúsi eða sam- býlishúsi (3-5 íbúðir). Þeir sem búa í einbýlis- eða raðhúsum leggja mesta áherslu á að minnka við sig. Rúmur helmingur svarenda sagðist alltaf ætla að búa þar sem hann býr nú. Útsýni mikilvægast Fólk var spurt hvað það teldi mikilvægast þegar hugað væri að breytingum á húsnæðisaðstæðum vegna aldurs og því gefnir 13 mögu- leikar sem það átti að meta. Að fá útsýni fannst flestum mikilvægast. Næst var nefnt aðgengi að al- menningssamgöngum, þvínæst að búa nálægt grænu svæði, búa ná- lægt börnum sínum, búa miðsvæð- is, vera nálægt þjónustukjömum, viðhalds- og rekstrarkostnaður, losna við tröppur, minnka við sig, fjárhagslegar aðstæður, flytja í ódýrara húsnæði, fá aukin þægindi og stækka við sig, sem þótti síst mikilvægt. Konur vilja búa nálægt börnum sínum Með hækkandi aldri eykst áhersla á aðgengi að almennings- samgöngum og konur leggja mun meiri áherslu á það en karlar. Áhugi á að búa nálægt þjónustukjarna fyrir aldraða eykst einnig hjá elsta aldurshópnum og þar er lítill munur á kynjum. Með hækkandi aldri eykst áhersla á að lækka reksturs- kostnað tengdan húsnæði og konur leggja mun meiri áherslu á það en karlar. Einnig leggja konur mun meiri áherslu á það en karlar að búa nálægt börnum sínum. Rúm 70% telja það ekki mikilvægt að fá aukin þægindi. 62% hlynnt sérstökum íbúðum fyrir aldraða 62% hópsins telja að byggja eigi sérstakar íbúðir fyrir aldraða. Karl- ar eru hlynntari því en konur og áhugi á því fer minnkandi með hækkandi aldri. Flestir telja að frumkvæðið að byggingu slíkra íbúða eigi að liggja hjá sveitarfélög- unum. 79% svarenda vilja búa áfram í eigin húsnæði. í elsta aldurshópnum er það mikilvægast þótt hlutfallið sé svipað í öllum aldurshópum og milli kynja. Sá valkostur sem fylgir í kjölfarið er að flytja í sérhannað húsnæði fyrir aldraða þar sem blandað er saman íbúðarhúsnæði fyrir alla aldurshópa. Þetta er val- kostur sem ekki er til hérlendis. Alls töldu 68% allra aðspurðra það vera mjög eða frekar góðan kost. Alls telja 56% svarenda það mjög góðan eða frekar góðan kost að flytjá í minna eða hentugra hús- næði sem ekki er sérstaklega skil- greint sem húsnæði fyrir aldraða. Hærra hlutfall yngstu en elstu ald- urshópanna velur þennan kost. Þriðjungur heildarhópsins telur sérstakar íbúðir aldraðra í íbúða- byggð þar sem aldraðir búa saman vera mjög eða frekar góðan kost. Þar er hlutfallið svipað í öllum ald- urshópum en munur er milli kynja þar eð karlar telja það mun væn- legri kost en konur. Minnstan hljómgrunn hlaut val- kosturinn að flytja á vist- eða dval- arheimili. Þó telja 28% hópsins það frekar eða mjög góðan kost. Yngra fólkið vill stærra húsnæði Aðspurt um hvort fólk vildi eiga eða leigja sérstakt húsnæði fyrir aldraða í íbúðabyggð þar sem aldr- aðir búa saman, væri það í þeim hugleiðingum, sögðust 56% vilja eiga slíkt húsnæði ef til þess kæmi. Fólk var spurt hvaða húsagerð það teldi raunhæfa í sérhönnuðu húsnæði. 7% nefndu einbýlishús, 39% raðhús/parhús, 2% tvíbýlishús, 10% sambýlishús (3-5 íbúðir), 21% lítið fjölbýlishús (6-12 íbúðir) og 20% stórt fjölbýlishús (13 íbúðir). Yngra fólkið er mun spenntara fyr- ir valkostinum parhús/raðhús en eldra fólkið og þeir sem eru í hjú- skap/sambúð í mun ríkari mæli en þeir sem búa einir. Um 60% hópsins telja heppilega íbúðarstærð vera 60-90 fermetra. Svipað hlutfall svarenda, eða 16% vilja hafa íbúðarstærð yfir 100 fer- metrum og undir 60 fermetrum. Óskir um íbúðarstærð haldast bæði hendur við aldur og hjúskaparstétt. Yngra fólkið sér fyrir sér eldri og rúmbetri íbúðir en eldra fólkið. Helmingur ógiftra sér fyrir sér íbúð undir 60 fermetrum en tæp 20% giftra sjá fyrir sér íbúð sem er ekki undir 100 fermetrum. Svalir og sturta mikilvægastar í síðasta hluta könnunarinnar var fólk beðið að tilgreina hvaða þætti það teldi mikilvæga til að það gæti látið sér líða vel í sérhönnuðu hús- næði fyrir aldraða. Þeir tveir þættir sem heildarhópurinn telur mikil- vægasta er annars vegar að hafa sturtu og hins vegar að hafa svalir. í kjölfarið fylgir síðan nálægð við stoppistöðvar strætisvagna og nálægð við verslanir. Þegar heildar- svörin eru skoðuð leggja svarendur mesta áherslu á þætti sem tengjast íbúðinni sjálfri. Lestina reka þættir sem tengjast þjónustu og þar eru flestir sem leggja áherslu á að vakt- kerfi sé til staðar allan sólarhring- inn í sérstökum íbúðabyggingum aldraðra og á tengsl við þjónustu- miðstöð aldraðra. Hærra hlutfall yngra en eldra fólksins telur þessa tvo þætti mikil- væga og er þar um töluverðan mun að ræða. Könnunin var gerð frá september til nóvember á síðasta ári. í upphaf- legu úrtaki voru 2.000 íbúar sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 55 til 74 ára. Að frá- dregnum þeim sem voru látnir, veikir, fluttir af svæðinu eða dvöldu langdvölum erlendis er 1.901 ein- staklingur í endanlegu úrtaki. 1.356 svöruðu eða 71,3% úrtaksins. Dr. Elías Héðinsson sá um framkvæmd könnunarinnar og Sigríður Jóns- dóttir var sérstakur faglegur ráð- gjafi undirbúningsnefndar. 'Æ. /V/ . Morgunblaðið/Sverrir ÍBÚÐABYGGING aldraðra við Skúlagötu, sem reist var á vegum Reykjavíkurborgar. Kópavogsbraut11 Tvær íbúðir til sölu. Falleg sérhæð með 37 fm bílskúr. Verð 7,1 millj. í risi er sjarmerandi 2ja herb. íb. til sölu. Verð 4,9 millj. Húsið er mikið endurnýjað, ný klætt að utan með Steni- klæðningu, nýjir gluggar og nýtt gler. Nýl. þak. Ársalir, fasteignasala, Sigtúni 9, sfmi 562 4333. 21150-21370 LARUS P. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: í gamla góða vesturbænum Rúmg. og sólrík 2ja herb. íb. 64,4 fm á 1. hæð í þríbýli, byggðu 1976. Sérhiti, sérþvottah., sérbílast. Eldhúsinnr. þarf að endurn. Tilboð óskast. Vesturborgin - austurborgin - skipti Meðal annars góðar 5 og 6 herb. sérhæðir með innb. bílskúrum við Holtsgötu og Sogaveg. Eignaskipti mögul. Vinsamlega leitið nánari uppl. Lítil sérhæð - tvíbýli - vesturborgin 3ja herb. efri hæð um 60 fm í gamla góða vesturbænum. Allt sér. Vinsæll staður. Laus strax. Tilboð óskast. Þurfum að útvega m.a.: 3ja-4ra herb. íbúð helst við Álfheima eða nágr. Skipti mögul. á 5 herb. sérneðri hæð í hvefinu. Nánari uppl. aðeins á skrifst. I vesturborginni nágr. 2ja-5 herb. íbúðir, sérhæðir og einbýlishús. Margir bjóða góðar greiðslur og nokkrir mjög hagstæð skipti. • • • Auglýsum nk. fimmtudag. Opið á fimmtudaginn og iaugardaginn kl. 10.00 tilkl. 14.00. AIMENNA FASIEIGHASALAN lÁÚgÁvÉgM8S(MAR2ÍÍ57^Í37Ö Könnun meðal þeirra sem þegar búa í íbúðum aldraðra 67% myndu ráðleggj a öðrum að flytj a í sérstakt húsnæði fyrir aldraða SÉRSTÖK könnun var gerð á meðal íbúa sem búa í sérstökum íbúðum fyrir aldraða á höfuð- borgarsvæðinu og var henni ætlað að veita viðbótarupplýs- ingar við könnun sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu létu framkvæma um hugmyndir, skoðanir og óskir íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 55-74 ára á húsnæðis- málum aldraðra. Markmið könnunarinnar var að afla upp- lýsinga um aðstæður, skoðanir og óskir fólks sem er flutt inn í sérstakar íbúðir fyrir aldraða. Algengustu ástæður sem fólk tilgreindi fyrir flutningi í sér- stakt húsnæði fyrir aldraða voru í mikilvægisröð: undirbún- ingur undir efri ár, húsnæði orðið of stórt, viðhald orðið of erfitt, húsnæði óhentugt og hús- næði of dýrt í rekstri. 40% vildu frekar leigja Alls segjast 85% hópsins myndu flytja aftur í sérstaka íbúð fyrir aldraða stæðu þau í þeim sporum í dag að taka ákvörðun um það en 67% segj- ast myndu ráðleggja öðrum að gera það og margir bentu á mikilvægi þess að vera ekki orðihn of gamall þegar flutt er í sérstakar íbúðir fyrir aldraða til þess að geta notið þess sem er í boði. Af svarendum sem búa í sjálfseignaríbúðum myndu rúm 40% frekar vilja leigja en kaupa slíka íbúð. Langflestir vilja flylja í samskonar húsagerð og þeir búa í nú, þ.e. í fjölbýlishús. Stærsti hópurinn sem tekur afstöðu er fylgjandi því að sveit- arfélagið eigi að bera ábyrgð á að byggja upp sérstakar íbúðir fyrir aldraða. Upplýsingamiðstöð Nokkuð margar ábendingar komu fram um mikilvægi þess að sett væri á laggirnar upplýs- ingamiðstöð um húsnæðismál aldraðra. Könnunin náði til 42 ibúa í 6 sveitarfélögum sem búa í sér- stökum íbúðum fyrir aldraða. Við val þátttakenda var þess gætt að þeir byggju í öllum gerðum íbúða og við mismun- andi þjónustustig. Svarendur voru heimsóttir og fyrir þá lagður ítarlegur spurningalisti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.