Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Harðnandi keppni áls og stáls í bílaiðnaði Pittsburgh. Reuter. VENJULEGUR bíll er um 1000 pundum léttari en fyrir 20 árum og það hefur styrkt áliðnaðinn og veikt stáliðnaðinn. í bílum eru 220 pund af áli miðað við 140 pund fyrir 10 árum, þar sem bílframleiðendur hafa leitað að létt- ara efni en stáli. Álframleiðendur telja að magnið muni aukast. „Bílasala nemur um einum millj- arði af sölu Alcoa og við viljum að hún verði 5 milljarðar dollara árið 2000,“ segir Pete Bridenvaugh frá álfyrirtækinu Aluminum Co. of America. Á sínum tíma misstu stálfram- leiðendur spón úr aski sínum þegar áldósir voru teknar upp og stálfram- leiðendur reyna að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Samtök stálframleiðenda „Við höfum áhuga um að gera bfla léttari og 31 stálfyrirtæki víðs vegar í heiminum hefur bundizt sam- tökum,“ segir Peter Peterson, mark- aðsstjóri USX-U.S. Steel Group. Samtökin og dótturfyrirtæki Porsche AG, Porsche Engineering Services Inc., vinna að því að hanna ofurléttan stálbíl, sem á að verða tilbúinn í ágúst. Þótt álframleiðendur hafi unnið á telja sérfræðingar að þeir eigi langt í land áður en svo mikil umskipti verði í bíliðnaði að hagnaður þeirra aukist verulega. Sérfræðingur segir að veruleg langtímaaukning muni verða á notkun áls í bílum, en skammtíma- hagnaður af markaðshlutdeildinni skipti ekki miklu máli nú. Áhrif repúblikana Sérfræðingar segja einnig að áhrif republikana á Bandaríkjaþingi kunni að spilla fyrir skammtíma- horfum álframleiðenda. Þeir muni líklega hægja á tilraunum til þess að setja reglur um eldsneyti svo að það valdi minni mengun. Það telja álframleiðendur að muni neyða bíl- iðnaðinn til þess að nota léttara efni. Bflar með álgrind eru um 1000 dollurum dýrari en bílar með stál- grind. En þrátt fyrir afstöðu þings- ins eru álframleiðendur bjartsýnir á markaðshorfur, þar sem bílframleið- endur eru að auka rannsóknir á ál- bílum og smíði slíkra bíla. Undanfarin tvö og hálft ár hefur Ford varið um 35 milljónum dollara til þróunar á tækni, sem þarf til að framleiða álbíla, að sögn Bills Stu- efs, bílahönnunarstjóra Ford Motor Co. Hann segir að í Ford Taurus 1996 séu 350 pund af áli. Léttari og ódýrari bílar eru keppi- keflið og pund af stáli kostar 35 sent og pund af áli einn og háfan dollar. Spáð er langri og harðri sam- keppni áls og stáls. Seagram með 80% íMCA Hugleiðir sölu á hlut sínum í Time Wamer Los Angeles. Reuter. KANADISKA drykkjarvörufyrir- tæki Seagram hefur keypt 80% hlut í MCA í Hollywood fyrir 5.7 millj- arða Bandaríkjadala. Kaupin marka þáttaskil í sögu Seagrams, sem er þekktast fyrir áfengi og Tropicana-ávaxtasafa. Þau marka einnig endalok umsvifa japanska rafiðnaðarfyrirtækisins Matsushita í Hollywood, sem keypti MCA fyrir fimm árum fyrir 6.6 milljarða dollara. Seagram sagði seinna að í athug- un væri að selja hlut fyrirtækisins í fjölmiðlarisanum Time Warner, allan eða að hluta. Sérfræðingar telja skýringuna fjármagnskost. Edgar Bronfman jr., forstjóri Seagram, sagði eftir samninginn Fundur Markaðs- setning áfengis FJALLAÐ verður um markaðssetn- ingu áfengis á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í Skála, Hótel Sögu í dag. í fundarboði segir að líklegt sé talið að á næstunni muni heildsölu- dreifing áfengis verða gefin fijáls. I kjölfarið megi búast við aukinni samkeppni á þessum markaði, en þar sem ólöglegt sé að auglýsa þessa vöru þurfi önnur ráð. Simon Lyons, markaðsstjóri viskíframleiðandans Famous Gro- use í Skotlandi mun á fundinum fjalla um þá þætti sem eru mikil- vægastir við markaðssetningu áfengis, óhefðbundna markaðssetn- ingu og kostun, en Famous Grouse er aðalkostandi heimsmeistara- mótsins í rugby. Fyrirtækið áætlar að kostnaður því samfara verði um 300 milljónir íslenskra króna. Fundurinn stendur frá kl. 12-13.30 við MCA að þetta væru mestu út- gjöld í sögu fyrirtækisins og mundu breyta því í stórveldi í afþreyingar- geiranum. Matsushita heldur 20% hlut í MCA, sem er kunnast fyrir stór- myndir eins og Óvætturinn, Júra- garðurinn og E.T frá Universal- kvikmyndaverinu. Bronfman hrósaði Lew Wasser- man, stjórnarformanni MCA, og Sidney Sheinberg forstjóra fyrir trúmennsku við MCA. Hugsanlegt er að annar hvor eða báðir láti af störfum þegar Seagram tekur við MCA í júní. Sala MCA sýnir að japönsk fyrir- tæki eiga erfitt uppdráttar í Holly- wood. I fyrra afskrifaði Sony 2.7 milljarða dollara af fjárfestingum í Colombia-kvikmyndaverinuu. Seagram hyggst m.a. fjármagna kaupin í MCA með 7.7 milljörðum dollara, sem fyrirtækið fékk þegar það seldi hlutabréf í efnafyrirtæk- inu DuPont. Matsushita selur MCA fyrir svip- aða upphæð og það keypti MCA fyrir fimm árum þegar dollarinn var verðmeiri. Seagram á tæplega 15% í Time Wamer og hluturinn er 2 milljarða dollara virði. Meðal hugsanlegra kaupenda eru General Electric, sem á NBC, og mörg símafyrirtæki. NBC hefur átt í viðræðum við Turn- er Broadcasting System um sam- einingu eða samvinnu. AÐALFUNDUR 1995 Aöalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 28.apríl 1995 í matsal fyrirtækisins aö Norðurgarði, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 17:00 DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 18.gr. l samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis viö lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til aö hækka hlutafé meö sölu nýrra hiuta. 4. Önnur mál, löglega upp borinn. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 17 GÓÐAR AGOLFIÐ 15.409 Afb. verð Ryksuga 7100 1300 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Fjórföld míkrósía. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra. 16.730 Afb. verð Ryksuga 7200 1300 W mótor. Stillanlegur sogkraftur. Fjórföld míkrósía. Pokastærð 4 L. Inndraganleg snúra. 18.720Afb. verð Lengjanlegt rör. Ryksuga 7400 ” 1400 W mótor. —■ Stillanlegur sogkraftur. ^ Sexföld míkrósia og ultra filter. Inndraganleg snúra. Lengjanlegt rör. Pokastærð 4 L. B R Æ Ð U R N j_R DJORMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820 BORGARLJÓS E O J A N Olivererfrábær fermingagjöf Oliver borölampi Oliver gólflampi Halogen vírasett m. öllu tilheyrandi frá iHkMiJQ Verslanir Borgarljóskeðjunar: Borgarljós Ármúli 15 Reykjavik, Húsgagnahöllin Bildshöfði 20 Reykjavik, Ratbúðin Álfaskeiði Hafnafjörður, Arvirkinn Selfoss, Lónið Höfn, Sveinn Guðmundsson Egilsstaðir, Siemens búðun og Radíóvinnustofan Akureyri, Straumur isafjörður, Rafþj. Sigurdórs Akranes, Rafbúð RÓ Keflavik, AEG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.